Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSÖN Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Sigur með svikin loforð Sósíalistar unnu varnarsigur í kosningunum á Spáni, þótt þeir hafi svikið öll sín stærstu kosningaloforð á kjörtímabilinu. Spánverjar völdi sér leið lýðræðis fyrir tíu árum. Fyrst eftir það stjórnuðu miðju- og hægrimenn. Síðan fékk sósíalistaflokkurinn (sósíaldemókratar) hreinan meirihluta. Sá sigur var mikill. Sósíalistar lofuðu að bæta úr því mikla atvinnuleysi, sem hrjáir Spán. Þeir lofuðu gerbreytingu á efnahagskerfinu að hætti vinstri manna. Þeir lofuðu úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Hvað gerðist? Felipe Gonzales forsætisráðherra ger- breytti afstöðunni til Atlantshafsbandalagsins. Sósíal- istar lærðu, þegar þeir héldu um stjórnvölinn, að úrsögn úr NATO myndi einangra Spán og verða landinu hættu- leg. Við þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild í marz síðastliðnum barðist sósíalistastjórnin fyrir áframhald- andi aðild. Gonzales tókst furðanlega að berja niður í eigin flokki andstöðu við stefnubreytingu flokksforyst- unnar. Aðalandstæðingar stjórnarinnar, hægri menn, sýndu ábyrgðarleysi og hvöttu stuðningsmenn sína til að sitja heima við atkvæðagreiðsluna um aðildina. Þeir gerðu það einungis til að reyna að koma ríkisstjórninni í vanda. Gonzales sigraði. Áframhaldandi NATO-aðild var samþykkt. Þetta varð til þess, að boðað var til nýrra þingkosn- inga fyrr en til stóð. Sósíalistar ætluðu sér að halda þingmeirihluta, og það tókst þeim í kosningunum síðast- liðinn sunnudag. Sósíalistar töpuðu þó tveimur milljón- um atkvæða og allmörgum þingsætum. Miðflokkur Adolfo Suarez, fyrrverandi forsætisráðherra, vann nokkuð á, eftir að hafa nær dottið út af þingi í kosning- nmim áður. Helzti stjórnarandstöðuflokkurinn, sem samanstendur af bandalagi þriggja íhaldsflokka, vann lítið eitt á og hið sama má segja um ýmsa smærri flokka. Flokkur, sem styður hermdarverk Baska, vann meðal annars á. Hér hefur verið rakið, hvernig sósíalistar féllu frá loforði sínu um úrsögn úr NATO. Alvarlegra var, þegar þeir sviku kosningaloforðið um að bæta atvinnuástand- ið. Tuttugu prósent vinnufærra manna eru atvinnulaus á Spáni. Þetta sýnir mikið skipbrot stefnu sósíalista- stjórnarinnar. Stjórnin hefur heldur ekki gerbreytt efnahagskerfínu, og er það líklega fyrir beztu. I vinstri áróðri þessa flokks áður fyrr gætti reynsluleysis og misskilnings á staðreyndum efnahagsmála. Ríkisstjórn sósíalista hefur, þegar til átti að taka, fylgt aðhalds- stefnu í efnahagsmálum. Hinn vinstri sinnaði sósíalista- flokkur er orðinn flokkur hægri krata. Persónulegar vinsældir Gonzales réðu vafalaust mestu um úrslitin nú. Stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur greinilega fylgt Gonzales í hinum margvíslegu sveiflum, sem orðið hafa á stefnu hans. Þá ræður miklu um úrslitin, hversu sundruð stjórnar- andstaðan er. Jafnvel hægri-bandalagið er innbyrðis sundrað. Spánverjar áttu því kannski fárra kosta völ, þegar til kastanna kom, annarra en að styðja Gonzales til áframhaldandi forystu. Raunar höfðu Spánverjar miklu meiri áhuga á heims- meistarakeppninni í knattspyrnu en kosningum. Kjörsókn var dræm. Sömu nótt og sigur Gonzales varð ljós, sáu milljónir Spánverja knattspyrnulið sitt tapa fyrir Belgum. Haukur Helgason. Þjóðhátíð - til hvers? Fertugasti og annar þjóðhátíðar- dagur okkar Islendinga er liðinn. Hátíðahöld fóru vel fram, veðrið með betra móti suð-vestanlands og mikil sala á blöðrum, lúðrum og þess hátt> ar gersemum. Mér sýndust böm nokkuð ánægð, nóg var um að vera og ekki kvaldi þau hugsunin um til hvers þessi dagur væri. I svip fullorð- inna fannst mér ríkja einkennilegt tóm og lítil gleði. Daginn áður horfði ég einmitt á fólk skila vörum sem það hafði sett i innkaupakörfuna í matvöruverslun en átti ekki fyrir öllu þegar búið var að reikna út verðið. Þessi sjón er reyndar daglegt brauð í þeirri versl- un sem ég skipti við og fer alltaf illa í mig en þó öllu verr þegar ég veit að það sem í körfunni var átti að verða til hátíðabrigða á þjóðhátíðar- daginn. Fyrir suma þýðir 17. júní aðeins aukin útgjöld úr buddu sem lítið er í. „Þjóðhátíöargleði" f mínum huga hefur þjóðhátíðar- dagurinn alltaf þýtt gleði. Ég hef notið þess að taka þátt í hátíðahöld- um og finna að eitthvað tengir okkur saman, gerir okkur að þjóð og þjóð- hátíðardaginn að gleðidegi. En sú gleði er ekki til staðar lengur. Þjóð- búningurinn, sem ég hef haft ánægju af að klæðast, hékk óhreyfður inni í skáp allan daginn. Ég veit ekki hvenær ég get klæðst honum næst. Sumir em löngu hættir að vænta nokkurs af þessum degi. Vaxnir upp úr rómantík, líta ekki svo á að við eigum eitthvað að sameinast um. En ég get ekki gert slíkt hið sama og farið til dæmis í gönguferð til að njóta fegurðar landsins sem enn er óbreytt. Mér fyndist eitthvað vanta. Við skulum rifja aðeins upp af hverju dagurinn er haldinn hátíðleg- ur. Við erum að minnast og væntan- lega gleðjast yfir því að 17. júní 1944 fengum við sjálfstæði sem þýðir að þeir menn, sem með stjóm landsins fóm, gátu sjálfir ráðið stefnu sinni án þess yfirvöld í Danmörku hefðu yfir þeim að segja. Ég hef heyrt fólk sem man þennan atburð tala um hann af ást og stolti og við sem á eftir komum höfum þóst skilja mikil- vægi hans. En það er takmarkað hvað við sem fædd erum í hinu unga lýðveldi getum lengi glaðst yfir því sem var sjálfsagður hlutur þegar við fæddumst. Þess vegna verðum við að finna okkar eigin tilfinningu fyrir deginum og þegar við vöxum upp úr blöðm- og sleikjókaupum fer málið að vandast. Ef við skyggnumst aftur í söguna og rifjum upp hve fljótt þeir menn sem fóm með völd í hinu unga lýðveldi notuðu þau til að sundra þjóðinni, með því að gera samning við stórþjóð sem síðan hef- ur verið ævarandi gestur í landinu, þá byijar strax að koma brestur í tilfinningu okkar fyrir deginum og sjálfetæðinu. Þessi staðreynd varpar stórum skugga á sjálfcvitund okkar sem þjóðar og ekki virðist breytinga að vænta. Sjálfetæðið virðist þvert á móti skipta ráðamenn þjóðarinnar minna og minna máli. Ræða forsætisráðherra Það sem mér er efet í huga eftir 17. júní 1986 er hvemig sá maður, sem fer með embætti forsætisráð- nerra um þessar mundir, kemst að orði við þjóðina í ávarpi á hátíðis- degi. Reyndar hafa ræður hans undanfarin ár fengið mig til að finna æ minna fyrir því að ég sé hluti af þeirri þjóð sem hann er að ávarpa. Samt get ég ekki annað en hlustað í von um að eitthvað breytist í mál- tlutningi hans. En allt kemur fyrir ekki. Steingrímur Hermannsson sagði í blaðaviðtali í Bandaríkjunum fyrir nokkru að vegna þess hve íslending- ar væm fámenn þjóð gæfist honum tækifæri til að þekkja hag þjóðar- innar allrar. Slíkt væri ómetanlegt fyrir mann í hans starfi. Ég tek und- ir það, ef satt er, en mér þykir augljóst að Steingrímur hefúr verið farinn að sjá landið og þjóðina í hill- ingum þama í Ameríkunni eins og okkur hættir til í útlöndum. Að minnsta kosti er eitthvað farið að Kjallarinn Elísabet Þorgeirsdóttir blaðamaður vanta upp á þekkingu hans á högum landsmanna núorðið. í hvaða blekk- ingarheimi lifir annars maður sem segir að fyrir þrem árum hafi þjóðin sameinast um aðgerðir í efhahags- málum? Síðan hvenær er lagaboð sameining? Trú Steingríms á að að- gerðir ríkisstjómar hans hafi verið til þess að sameina þjóðina ber þess glöggt vitni hve hann lifir í mikilli fjarlægð frá raunveruleika almenn- ings. Þó öllum ráðum hafi verið beitt til að telja fólki trú um réttmæti kjaraskerðingarinnar 1983 þykir for- sætisráðherra ekki nóg að gert. I hvert sinn sem hann talar til þjóðar- innar finnst honum ástæða til að endurtaka frasann og segja að kaup- lækkunin, sem skellt var á fólk sumarið 1983, hafi verið hin göfúga byrði sem launþegar fengu að bera til þess að þeir sem með stjóm fara gætu „bjargað" málunum. En hvem- ig lítur fjárlagagerð næsta árs út? Tóku launþegar kannski ekki á sig nógu stóra byrði? Framtíð hvaða barna? Þó að Steingrímur Hermannsson taki í hönd þeirra sem fara með kaupgjaldsmál launafólks og geri „tímamótasamninga“ æ ofan í æ er hann ekki að gera „samkomulag við þjóðina". Það er hægt að stinga dúsu upp í fólk og auðvelda því að kaupa myndbandstæki svo minni hætta sé á að það gefi sér tima til að kanna náið aðgerðir ríkisstjómarinnar en eftir stendur ráðvilltara fólk sem á sífellt minna til að trúa á. Ræður forsætisráðherra á þjóðhátíðardag- inn eru sorglegur vitnisburður um hugarheim hans og tilfinningaleysi fyrir því fólki sem honum er trúað til að starfa fyrir. Það er á allra vitorði að fjöldi fólks, einkum heimilisfeður, hefúr stytt sér aldur undanfarin ár vegna vonleysis um fjárhagslega afkomu. Dæmið getur litið svo illa út að menn treysti á að betri afkoma bíði fjölskyldunnar ef þeirra nýtur ekki lengur við. Ég get ekki annað en hugsað til þess fólks sem eftir lifir og eflaust hefúr reynt að gleðja böm sín á þjóðhátíðardaginn. Skyldi fagnaðarerindi forsætisráðherra hafa yljað því um hjartarætur? Ég efast um að ráðherrann geri sér grein fyrir hver framtíð bíður stórs hóps íslenskra bama sem urðu fóm- arlömb eftiahagsstefriu hans. í ræðu sinni talaði hann um trú sína á æsku landsins og framfarir á sviði raf- eindaiðnaðar sem komandi kynslóð á að vinna til gagns fyrir þjóðina. Hvaða æskufólk skyldi hann sjá fyr- ir sér við þau störf? Sjálfstæð þjóð meðal þjóða Ótti bama við framtíðina er ekki eingöngu bundinn þeim sem verst hafa orðið úti efnahagslega. Öll böm, rík og fátæk, lifa við óttann um að eiga eftir að verða tortíming- arógninni að bráð. Þeim bii-tast daglega fréttir af þeirri skelfingu sem forsætisráðherra og samráðherrar hans gera ekkert til að bægja frá okkur. Þau sofna með myndir óttans í höfðinu en ekki er að sjá að á þjóð- hátíðardegi þyki ráðherra ástæða til að skýra út við hverju við megum búast né hvemig við viljum beita því valdi sem felst í því að vera sjálf- stæð þjóð meðal þjóða, fúllgildur samningsaðili við hvaða stórveldi sem er, ef við hefðum reisn til að valda því vandasama hlutverki. Á þessum þjóðhátíðardegi var ekk- ert í máli forsætisráðherra sem benti til þess að hann skildi hlutverk sitt sem þjóðarleiðtogi. Ég kvíði fyrir sama degi að ári en bíð þess jafn- framt innst inni að sá maður sem þá talar beri gæfu til að fara ekki sömu leið. Elísabet Þorgeirsdóttir „Ræður forsætisráðherra á þjóðhátíðar- daginn eru sorglegur vitnisburður um hugarheim hans og tilfinningaleysi fyrir því fólki sem honum er trúað til að starfa fyrir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.