Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Síða 24
24
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986.
Menning
Menning
Menning
Menning
Leiklist
Auður Eydal
ast er að sýningu lokinni en ekki
endilega saga búðarmannsins
broslega sem verður dálítið brota-
Albert eða Guðmundur?
Rikisútvarpiö - sjónvarp sýnir:
ÁST í KJÖRBÚÐ
Höfundur: Ágúst Guðmundsson.
Tónlist Valgeir Guöjónsson.
Kvikmyndataka og lýsing: Haraldur Friö-
Hksson og Ómar Magnússon.
Hljóð: Agnar Einarsson og Tómas Gunn-
arsson.
Klipping: Jimmy Sjöland.
Leikstjóri og stjómandi upptöku: Ágúst
Guðmundsson.
Sennilega hefur mörgum farið
svo að góða veðrið og prúðbúinn
mannfjöldinn í miðborg Reykja-
víkur og víðar í þéttbýli að kvöldi
17. júní hefur freistað meira en
seta fyrir framan sjónvarpið, þar
sem ný íslensk kvikmynd var þó
frumsýnd. Enda heyrist mér sem
ótrúlega margir hafi misst af mynd
Agústs Guðmundssonar, Ást í
kjörbúð, það er að segja þeir sem
ekki höfðu aðstöðu til þess að taka
hana upp og horfa á hana síðar.
Ágúst er hér höfundur, leik-
stjóri, stjómandi upptöku og auk
þess aðalleikari myndarinnar,
þannig að hann minnir á ýmsa
fræga menn kvikmyndasögunnar,
en segir þó reyndar sjálfur að það
hafi ekki upphaflega verið ætlunin
að hann léki Albert kjöttækni.
Engu að síður fellur hann ágæt-
lega inn í rulluna, hallærislegar
tilraunir búðarmannsins til þess
að koma sér í mjúkinn hjá firúnni
fóngulegu, komust ágætlega til
skila og þar lét Ágústi best að
túlka hlutverkið. Mér fannst hins
vegar sagan og þar með hlutverk
Alberts renna út í sandinn undir
lokin, þegar hann gerir vanmátt-
uga uppreisn gegn hversdagslegri
tilvem sinni og umhverfi og þar
þannig að myndræna hliðin kemur
vel út.
Tónlist Valgeirs Guðjónssonar,
meðal annars í flutningi Egils Ól-
afssonar, á líka stóran þátt í að
gera myndina áheyrilega og fellur
vel að efninu.
Margir valinkunnir leikarar
koma fram í myndinni og fara
margir hverjir á kostum þó að í
smáum hlutverkum séu. Nægir þar
að nefiia Sigurveigu Jónsdóttur og
Jón Sigurbjömsson, viðskiptavini
í búðinni, Amar Jónsson blóma-
sala og Gunnar Eyjólfsson sem
leikur Guðmund kaupmann lysti-
lega vel. Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir og Guðný Helgadóttir leika
starfsstúlkur í búðinni og Guðlaug
Maríu Bjamadóttir er í hlutverki
frúarinnar sem öllu fjaðrafokinu
veldur. Eiginkonan, sem ekki veit
hvaðan á sig stendur veðrið, er
leikin af Eddu Björgvinsdóttur.
Veikasti hlekkurinn í gerð
myndarinnar þótti mér, eins og
áður var ýjað að, sjálft handritið,
einhvem veginn var eins og botn-
inn dytti úr sögunni og aðalper-
sónumar náðu því aldrei að lifha
almennilega við. Mér fannst þegar
upp var staðið kannski eins og
aðalpersónan hefði verið Guð-
mundur búðareigandi en ekki
Albert innanbúðarmaður hans.
AE
ATHS. Það skal tekið fram að fyr-
irsögn á umsögn minni um leikrit
Jóns Hjartarsonar, Svört sólskin,
var ekki frá mér komin. Henni var
breytt án samráðs við mig.
AE
virtust höfundur og aðalleikari
vera komnir upp í hom og eina
lausnin vera að senda búðarmann
á fyllirí að hætti landans.
Annars hefði myndin allt eins
getað heitið „Lif í kjörbúð" því að
mannleg samskipti í dagsins önn,
svipmyndir úr búðinni, smáerjur
viðskiptamanna og amstur starfs-
fólksins er það sem eftirminnileg-
kennd með öllum þessum innskot-
um.
Tæknilega er myndin ágætlega
gerð, hljóðsetning góð og mynda-
takan oft reglulega snjöll. Af öllum
þeim hlutverkum, sem Ágúst Guð-
mundsson leikur við gerð þessara
myndar, fannst mér hlutverk hans
sem leikstjóra og stjómanda upp-
töku best og hann hefur haft góða
menn bak við kvikmyndavélamar,
Þessir heiðursmenn kepptu í því hver væri fljótastur að drekka úr pela með túttu, en í pelanum var ávaxtasafi.
DV-mynd Ægir Kristinsson
Fáskrúðsfjörður:
Aldraðir í
eins dags ferð
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúösfiröi;
SI. sunnudag buðu Lionsklúbbamir
""a Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breið-
dalsvík og Djúpavogi öldmðu fólki á
þessum stöðum til eins dags ferðar.
Lagt var af stað frá Fáskrúðsfirði um
kl. 8 á sunnudagsmorguninn í sólskini
og 20 stiga hita og ekið sem leið liggur
til Breiðdalsvíkur. Þar hittust ferðafé-
lagamir af suðurfjörðum. Síðan var
farið inn að Þorvaldsstöðum í Breið-
dal, þar lýsti Valborg Guðmundsdóttir
í Tungofelli staðháttum. Hádegisverð-
ur var í Staðarborg. Eftir hádegi var
lagt af stað inn Breiðdal og yfir í
Skriðdal, stansað var við Þingmúla í
Skriðdal. Þar lýsti Sölvi Ólason úr
Lionsklúbbi Fáskrúðsfjarðar stað-
háttum, en hann er fæddur í Þingmúla.
Mörg ömefni em við Þingmúla s.s.
Þinghóll, Goðatún, Goðasteinn og
Goðatóttir auk annarra. Frá Þing-
múla var haldið til Egilsstaða og síðan
til F áskrúðsfj arðar en þar var snæddur
kvöldverður í gmnnskólanum. Eyjólf-
ur Ólafsson og Jón Sigurðsson frá
Djúpavogi sungu dúett við góðar und-
irtektir matargesta. Að kvöldverði
loknum sungu Bima Bjömsdóttir og
Aðalbjörg Magnúsdóttir gamanvísur
úti á skólalóðinni, síðan var stiginn
(íáns og vom ferðafélagamir, sem vom
um 150, alveg himinlifandi yfir ferða-
laginu og veitingum öllum sem vom
í boði klúbbanna.
Uppgjör Listahátíðar:
„Verðum
sennilega í
kringum
núllið“
„Við erum að byrja á uppgjör-
inu núna og ég get ekki annað
sagt en að þetta líti bærilega
út,“ sagði Salvör Nordal, fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar, í
samtali við DV.
Að sögn Salvarar gengu flest
atriðin ágætlega upp, að undan-
skildum opnunartónleikunum
sem Cecile Licad hélt. Hún
keppti þar við fótbolta og kosn-
ingar og hafði það slæm áhrif á
aðsóknina.
Heildarkostnaðaráætlun
Listahátíðar hljóðaði upp ó 21.
381.600 kr. og tekjuliðurinn var
áætlaður 13.631.000 kr., i að-
gangseyri, auglýsingum og öðm,
auk 7.750.600 kr. í styrkjum frá
ýmsum aðilum. Salvör sagðist
telja að útkoman yrði nálægt
núllinu og verður það að teljast
gott ef satt er, miðað við það tap
sem óður hefur verið á Listahá-
tíð.
Varðandi þá listamenn sem
forfölluðust sagði Salvör að
nokkur aukakostnaður hefði ve-
rið við að fá aðra til að hlaupa
í skarðið. „I samningum við þetta
fólk var gert ráð fyrir veikinda-
forföllum og þar eð þau vom
boðuð með eðlilegum hætti eig-
um við enga bakkröfu vegna
samningsbrota. Kostnaðurinn
við að fá Margaret Price í stað
Katju Riccarelli var talsverður
og munaði um 200.000 til 300.000
kr. á þvi. Þetta jafnaði sig aftur
upp því Kristján Jóhannsson var
ódýrari en Paata Burchuladze."
Poppið verpti gulleggjum fyrir
Listahótið, en gert hafði verið
ráð fyrir um 6000 áheyrendum
en í stað þess urðu þeir um 10.
000. Endanlegan gróða er ekki
enn búið að reikna nákvæmlega
út. Sýning Dramaten á Fröken
Júlíu var langdýrasta atriðið og
hljóðaði kostnaðaráætlun upp á
2,7 milljónir. Á móti kom að visu
styrkur frá Norrænu leiklistar-
nefndinni upp á 500.000 kr. en
miðað við að sýningamar á verk-
inu vom einungis þrjár er líklegt
að þessi viðburður verði sá
kostnaðarsamasti þegar upp er
staðið. -S.Konn.