Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 32
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 25. JUNf 1986. Miðneshreppur: Lögtaki synjað Lögreglustjórinn á Keflavíkurflug- velli hefur dæmt í máli Miðneshrepps gegn utanríkisráðherra þar sem hreppurinn krafðist lögtaks á eignum ríkissjóðs til tryggingar ógreiddu álögðu byggingarleyfisgjaldi vegna flugstöðvarbyggingarinnar. Var kröfu hreppsins um lögtak synjað. I dómsniðurstöðum segir að dómur þessi sé m.a. byggður á þeim forsend- um að sú byggingamefhd sem utan- ríkisráðherra skipaði á sínum tíma sé lögmæt en hún veitti byggingaraðila stöðvarinnar byggingarleyfi. Upphæð sú er krafist var lögtaks i.^fyrir nam 572.000 kr. er lögtaksbeiðnin var lögð fram í nóvember í fyrra. Lög- maður hreppsins, Ólafur Ragnarsson hrl., sagði í samtali við DV að hann reiknaði með því að þessum úrskurði yrði áfrýjað þar sem um prófinál væri að ræða. -FRI Landhelgisgæslan: . Rak tvö skip til hafnar Landhelgisgæslan rak tvö skip til heimahafnar af miðunum noröur af Homi fyrir skömmu. í öðru tilfellinu var réttindalaus maður við stjóm og í hinu var haffæmiskírteini útmnnið. Skip þessi eru Ingibjörg ST 37 og Hafbjörg HU 100. Á Ingibjörgu var skipstjórinn í fríi og stýrimaður í stöðu hans. Sá reyndist ekki hafa réttindi til skipstjómar og var þar að auki með "'•undanþágu til stýrimannsstarfeins. Haffæmiskírteini Hafbjargar rann út 10. maí sl. og að sögn Landhelgis- gæslunnar var ástandið á öllu um borð mjög lélegt. Báðum þessum mál- um var vísað til Siglingamálastofnun- ar. -FRI ALLAR GERÐIR SENDIBILA LOKI Líklega er bara fyrsti april í dag! Gengislækkun er ekki í myndinni Gengislækkun á næstunni er ekki inni í myndinni að sögn heimildar- manna DV hjá ríkisstjóminni. Sumir fúlltrúar fiskvinnslu hafa kvartað að undanfomu og sú spuming vakn- að hvort ríkisstjómin þyrfti að falla frá stefnunni í gengismálum og lækka gengið. Við það mundu for- sendur kjarasamninga bresta og verðbólga verða meiri en ætlunin er. Talsmenn ríkisstjómarinnar segja að plús sé í sjávarútvegi í heild. Útgerðin gangi vel. Staða fiskvinnsl- unnar sé þolanleg eða með öðrum orðum nálægt núlli, hvorki hagnað- ur né tap. Góðar horfúr séu í salt- fiskmálum. Fiystingin sé nálægt núlli. Gengi hefur að meðaltali lítið sem ekkert breyst frá því að kjarasamn- ingar voru gerðir. Þá hefui- gengi Bandaríkjadollars verið nær óbreytt frá áramótum. -HH Einar Olafsson, útsölustjóri á Lindargötunni, með tveggja lítra hvítvínskút sem fæst á 450 krónur. Léttvín á útsölu í „Ríkinu ki Hið ótrúlega gerðist í morgun. Útsala hófst í „Ríkinu“. Dæmi eru um meira en helmingsafslátt. Viðskiptavinir vom famir að streyma að þegar útsalan hófet upp úr klukkan níu í morgun í áfengis- versluninni við Lindargötu. Á morgun hefet einnig útsala í „Rík- inu“ á Akureyri. Um þrjú þúsund flöskur verða seldar. Útsalan nær eingöngu til borð- vína. Um 25 tegundir af rauðvíni, hvítvíni og rósavíni fást með þriðj- ungsafslætti og í einstaka tilfellum meiri. „Þetta em tegundir sem ekki hafa selst mjög mikið,“ sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. „Ég hef ekki trú á því að þessi vín falli að bragðlaukum ritstjórans ykkar,“ sagði Einar Ólafsson, út- sölustjóri á Lindargötu.' Mest verður selt af bandaríska rauðvíninu Inglenook. Flaska, sem rúmar 1,5 lítra, lækkar úr 790 krón- um niður í 500. Hvítvínið Chardonnay Christian Brother lækkar um meira en helm- ing, úr 530 krónum niður- í 250 krónur. -KMU Veðrið á morgun: Skýjað og sól Veðrið á morgun verður nánast eins og í dag. Suðvestanátt er ríkj- andi á landinu, skýjað sunnan- og vestanlands, en bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 9-16 stig, heitast á Austurlandi. „Trúi því ekki að forsætis- ráðherra leki“ - segir Friðrik Sophusson Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra og Jón Helgason dómsmála- ráðherra hafa átt fund með Rannsóknarlögreglu ríkisins um hugsanlegan þátt Alberts Guðmunds- sonar iðnaðarráðherra í svokölluðu Hafskipsmáli. Forsætisráðherra stað- festi þetta í samtali við DV í morgun en vildi ekki greina nánar frá efni fundarins. Á þingflokksfundi sjálfstæðismanna á mánudaginn var kom fram þó nokk- ur óánægja með framgöngu forsætis- ráðherra í þessu máli. „Þetta var ekki rætt á fundinum sjálfum," sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við DV. „En undir kaffiborð- um var því haldið fram að Steingrímur hefði haldið fund með Hallvarði Ein- varðssyni rannsóknarlögreglustjóra og að æ síðan hefðu hinir og þessir menn úti í bæ haft ýmis málsatvik efitir Steingrími. En ég trúi því ekki sjálfur að forsætisráðherra sé að segja óviðkomandi fólki frá einstökum at- riðum þessa máls,“ sagði Friðrik. -EA Smáfiska- drápí Eyjum - skyndilokun Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur gefið út tilskipun um skyndilokun á miðunum rétt norðvestan við Vest- mannaeyjar vegna mikils magns af smáþorski sem hefur verið veiddur þar undanfama daga. „Það er alveg greinilegt að þeir hafa verið að landa smáþorski að næturlagi og matsmaður hefur þá ekki orðið var við smáfiskinn. Það vill oft verða þannig með nætui'löndun að þegar búið er að salta fiskinn í kör til gá- maútflutnings að menn geta ekkert verið að gramsa langt ofan í körin. Matsmaður hefur gefið vottorð fyrir þessum afla án þess að vita af smáfisk- inum.“ sagði Björn Jónsson, veiðieftir- litsmaður í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.