Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986. Fréttir Hafa stefnt hreppsnefnd- inni vegna skipt- ingar á „Blöndu- peningunum1 Deilur hafa blossað upp á milli Svínavatnshrepps annars vegar og Þóreyjar Daníelsdóttur og Hreins Ingvarssonar hins vegar. Deilumar snúast um skiptingu á fé því sem Landsvirkjun greiðir til Svínavatns- hrepps gegn því að hestar verði ekki reknir á Auðkúluheiði. Greiðir Landsvirkjun einnig til Torfalækjar- iuepps og Blönduóshrepps. Hefúr Landsvirkjun að sögn heimamanna greitt svokölluð „fjallskil" til hrepp- anna. Hefur fénu síðan verið útdeilt eftir fóðurbirgðaskýrslum til þeirra er átt hafa hesta á heiðinni. Mun þetta vera kostnaður við að koma hestunum i haga annars staðar. Hestar Þóreyjar og Hreins hafa verið í haga í Svínavatnshreppi en samkvæmt heimildum DV neitar hreppurinn að greiða þeim hlut af þessu fé vegna þess að þau búa á Blönduósi. „Hreppurinn hefur ekki tekið fóðurbirgðaskýrslur af hestun- um en Búnaðarsambandið hefur úrskurðað að taka eigi þær skýrslur af þeim stað þar sem hestamir ganga allt árið. Þau hafa þurft að leita annað með sína hesta í haga án þess að fá neinar bætur og nú hafa þau ákveðið að leita réttar síns,“ sagði heimildarmaður DV. Vildu ekkert segja Málsaðilar vildu sem minnst segja. Þórey sagði að málið yrði tek- ið fyrir fljótlega og þangað til vildi hún sem minnst ræða um það. Sigur- jón Lárusson, oddviti hreppsins, var ekki á því að tjá sig um þessi mál þegar hann var inntur eftir sjónar- miðum hreppsins. „Þetta er mjög flókið mál og engin ástæða til að tjá sig um það í blöðum,“ sagði Siguijón. JFJ „Jæja vinur, nú fer að kólna. Ert þú búinn að fá hesthússpláss i vetur? Nei, ekki enn en það stendur tíl bóta. Eigum viö ekki að vera áhyggjulaus- ir þangað til og bregöa á leik með hinum tryppunum?" DV-mynd ej. Yfíifiskmatsmaður: „Ofgamall í svona erfíði“ „Ég er búinn að starfa við síldarmat í yfir 24 ár og hef aldrei komið nálægt ferskfiskmati. Ég neitaði að taka að mér þetta starf bæði vegna gífurlegrar yfirvinnu sem fylgir því og svo treysti ég mér hreinlega ekki til þess aldurs og heilsu vegna, auk þess sem mér þótti tími til þjálfunar fyrir það vera of stuttur, 3-4 dagar,“ sagði Skarp- héðinn Agnars, 68 ára gamall yfir- matsmaður. Fiskmatsstjóri fór fram á það við sjávarútvegsráðuneytið að Skarphéðinn yrði tekinn af launaskrá fiá og með 21. júlí vegna þess að hann vildi ekki taka að sér tímabundið ferskfiskmat í Keflavík. „Ég vona bara að þetta mál leysist áður en síldarvertíð hefst í september og ég hefji störf mín á ný við sfldar- matið, mér skilst að það sé nú til umræðu milli sjávarútvegsráðuneytis og fiskmatsstjóra. Gylfi Gautur Pétursson, fulltrúi hjá sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að Skarphéðinn tæki við sfldarmatinu næstu vertíð að venju ef fiskmatsstjóri sendi ekki beiðni til sjávarútvegsráð- herra um lausn Skarphéðins úr starfi. Þá kæmi til kasta ráðuneytisins að úrskurða í málinu. „Ég vil ekkert segja um hvað við gerum í þessu máli, ræði ekki mál ein- stakra starfsmanna í blöðum, nema að það er skylda Skarphéðins sem yfir- matsmanns að taka við ferskfiskmat- inu við þessar kringumstæður," sagði Halldór Ámason fiskmatsstjóri er hann var spurður hvort beiðni yrði send frá ríkismati sjávarafurða um að Skarphéðinn Agnars yrði leystur frá störfúm. - Er ekki tekið tillit til aldurs og heilsu Skarphéðins þegar rætt er um neitun hans? „Það er tekið tillit til allra þeirra þátta sem skipta máli. Hvort þessi þáttur skiptir máli segi ég ekkert um.“ -BTH Jafhtefli Skákunnendur fjölmenntu á Park Lane hótel- ið í London í gær er Karpov og Kasparov hófu sjöttu einvígisskákina sem var frestað á föstudag að beiðni Kasparovs. Skákin varð snemma spennandi, Kasparov fómaði peði fyrir sóknarfæri og að því er virtist vænlega stöðu. Eftir nítján leiki brá hins vegar svo við að hann lagðist undir feld. Velti vöngum yfir einum leik i klukkustund og níu mínútur og þá varð salnum ljóst að frumkvæði hans var ekki eins ömggt og ætla mátti. „Er heimsmeistari hugsar i yfir klukkustund hlýtur hann að finna góðan leik,“ varð einum áhorfandanum að orði er honum var farið að leiðast þófið. „Nei, hann veit bara ekki hvað hann á að gera,“ gall þá í öðrum en um leið og hann sleppti orðinu birtist leikur á sýning- arborðinu, hrókur til Davíð sjö. Við „stór- meistarahringborðið“ hafði engum komið sá leikur til hugar. Karpov hafði aftur á móti allt á hreinu. Svar hans kom eftir aðeins þriggja mínútna umhugsun, síðan mikil upp- skipti og hann náði sjónarmun betra tafli. Þannig var staðan er skákin fór í bið. Karpov á heilbrigðari stöðu en jafiit er á liði og mislitir biskupar gera yfirbragð hennar ákaflega jafiiteflislegt. „Staðan er jafntefli,“ sagði hollenski stórmeistarinn Jan Timman, „en þó er staða Karpovs betri. Hann hefur sálfræðilegan þrýsting. Kasparov verður að sitja sem fastast og horfa á slæma peðastöðu sína.“ Fyrstu augnablik skákarinnar í gær vom athyglisverð. Tíu mínútum áður en taflið átti að hefjast renndi hvítur Mercedes Benz glæsi- vagn Karpovs upp að hótelinu og harm hélt til svítu sinnar. Kasparov kom sex mínútum síðar, á gráum Ford, en hann var aftur á móti fyrri til inn á sviðið. Karpov birtist á sviðinu rétt áður en Lothar Schmidt yfirdóm- ari setti klukku Kasparovs í gang. Meistaram- ir heilsuðust, Kasparov leit upp og í nokkrar langar sekúndur horfði hann rannsakandi á heimsmeistarann fyrrverandi. Lék síðan kóngspeði sínu fram um tvo reiti - í fyrsta sinn í einvíginu. Karpov svaraði með Petrovs-vöm og þeir endurtóku leiki frá fimmtándu skákinni í síð- asta einvígi - þar til Kasparov breytti út af og lék leik sem hann segir „ósannfærandi" í nýrri bók sinni um einvígið. Karpov var vel með á nótunum og kemur sjálfsagt til með að þreyta laxinn í dag, er biðskákin verður tefld áfram. Sjötta skákin í heimsmeistaraeinvíginu fór í bið í gær: en þó hehir Kaipov eHthvað - sagði Jan Timman um biðstöðuna Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Petrovs-vöm l.e4 Þessi kom öllum á óvart þvi að Karpov hef- ur átt í erfiðleikum með að finna snjalla vöm við framrás drottningarpeðsins um tvo reiti sem báðir hafa haldið tryggð við í einvíginu til þessa. I. -e5 2.RÍ3 Rf6 Beint framhald frá sfðasta einvígi. Skákin nú teflist eins og fimmtánda skákin en þá náði Karpov auðveldu jafhtefli með svörtu í 22 leikjum. 3.Rxe5 d6 4.RÍ3 Rxe4 5.d4 d5 6.Bd3 Rc6 7.6- 0 Bg4 8.c4 RfB 9.Rc3 Bxf3 lO.Dxfí Rxd4 II. De3 + Nýr leikur. í áðumefndri skák í Moskvu lék Kasparov ll.Hel+ Be7 12.Ddl Re6 13.cxd5 Rxd5 14.Bb5 + c6 15.Rxd5 cxbð 16.Db3 en eftir 16.-00 tókst Karpov að halda jafnvæginu. Textaleikurinn er afrakstur heimavinnunnar en vitanlega er Karpov við öllu búinn. Il.-Re6 12.cxd5 Rxd5 13.Rxd5 Dxd5 14.Be4 Db5 „Svarta staðan er traust og hvítur er peði undir,“ segir Kasparov í bók sinni um ein- vígið í Moskvu og telur þetta framhald ósannfærandi á hvítt. Hann og aðstoðar- mannahersveitin hafa greinilega komist að annarri niðurstöðu síðar, nema aðeins hálfur sannleikurinn hafi verið settur á prent. 15.a4 Da6 16.Hdl Be7 Leikir svarts em nánast þvingaðir. Þannig hefði 16.-Bc5 boðið hættunni heim vegna 17. Df3 c6 og nú er hróksfómin 18.Hd7! sterk. Ef svartur þiggur hrókinn lendir hann eftir 18. Kxd7 19.Dxf7 + Be7 20.BÍ5 Dc4 21.Bg5! í óyfirstíganlegum erfiðleikum vegna hótunar- innar 22.Bxe6+ Dxe6 23.Hdl og vinnur. Betra er að hróka en eftir 18.-00 19.Bd3 Db6 20. a5Db4 21.Bd2! á hvítur einnig betra, þvf að biskupinn er friðhelgur vegna biskupsfómar á h7 og ef 21.-Dxb2, þá 22.Bc3 og aftur má ekki snerta biskupinn. 17 .b4 0-0 Þeir tefldu báðir hratt. Karpov kýs að forða kóngnum frá miðborðinu og skeytir engu um b-peðið. 18. Dh3 g6 19.Bb2 Til greina kom 19.Dc3!? eins og Jóhann Hjartarson stakk upp á en hann er nú staddur í London og teflir á opna samveldismótinu ásamt Jóni G. Viðarssyni (vann Indverjann Singh í 1. umferð en Jón tapaði fyrir Murey frá Israel). 19. -Dc4! Sterkasti leikurinn - hann kemur drottning- unni í leikinn. Slæmt var 19.-Bxb4? vegna 20. Hd3! með hótuninni 21.Dxh7 + Kxh7 22.Hh3+ og mátar. Einnig virðist 19.-RÍ4 20.De3 Bg5 21.Khl Hae8 22.DÍ3 ekki jafna taflið. Skákmeistaramir takast í hendur. DV-mynd Jón L. Ámason. Skák Jón L Ámason í þessari stöðu hugsaði Kasparov sem lengst. Allir bjuggust við 20.Bd5 sem Karpov svarar með 20.-Dc2 (en ekki 20.-Dxb4? vegna 21.Ba3 og eitthvað lætur undan) og virðist halda velli. Þá er 21.Be5 Had8 22.Hdcl annaðhvort svarað með 22.-Dd2 eða jafhvel 22.-Dxcl+' 23.Hxcl Hxd5 og svartur á prýðilegt tafl. 20. -Hae8! En ekki 20.-Dxe4? vegna 21.Dc3! með yfir- burðastöðu á hvítt. Karpov lék að bragði. 21. Bd5 Dxb4 22.Bc3 Eini leikurinn því að 22.Ba3 er slæmt vegna 22. -Dd4 með ásetningi á hrókinn og mát- hótun. Nú einfaldast taflið. 22.-Rf4 23.Bxb4 Rxh3+ 24.gxh3 Bxb4 25. Hxc7 b6 26.Hxa7 Kg7 27.Hd7 Hd8 28.Hxd8 Hxd8 29.Hdl Ákaflega jafnteflislegt en Karpov heldur sálfræðilega skæruhemaðinum áfram enda getur hann bætt stöðu sína á meðan Kasparov verður að bíða. 29.-Hd6 30.Hd3 h5 31.Kfl Hd7 32.Kg2 Bc5 33.KÍ1 h4 34.Bc4 He7 35.HÍ3 Bd6 36.Kg2 Hc7 37.Bb3 f5 38.Hd3 Bc5 39.Hc3 K16 40.Hc4 g5 41.Hc2 Ke5 Biðstaðan. Kasparov (hvítur) lék biðleik. JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.