Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986. Fréttir Óeðlilegt kartöfluverð: Hafá hækkað 100% umfram framfærsluvísitölu á árinu Verð á kartöflum á íslandi í dag er óeðlilega hátt að mati forráða- manna Neytendasamtakanna. Frá því í júlíbyrjun hefur verðið hækkað úr 47 kr. í 82 kr. kílóið að meðal- tali. Það er rösklega 74% hækkun. Neytendasamtökin benda á að í dag væri hægt að flytja inn kartöflur sem kostuðu á bilinu 44-57 kr. kg. Ef jöfnunargjaldið hefði ekki komið til myndu þessar kartöflur kosta á bilinu 29-39 kr. kg. Þegar íslenskar kartöflur komu á markaðinn í septemberbyijun í fyrra kostuðu þær 37 kr. kílóið og eru því seldar nú á 122% hærra verði en þá! A undanfomum 12 mánuðum hefúr framfærsluvísitalan hækkað um 21,5% og matvöruvísitalan um 23%. Eðlilegt verð á kartöflum miðað við það ætti að vera um 45 kr. kg. Verðlækkun ekki i nánd „Það stefnir í metkartöfluupp- skem í ár en verðlækkun á kartöfl- um er ekki í sjónmáli. Við teljum að þær verðhækkanir sem orðið hafa á kartöflum undanfarið sé óveij- andi, það er slæmt fyrir neytendur og það er einnig slæmt fyrir fram- leiðendur. Neytendur draga hrein- lega úr kartöfluneyslu sinni eins og berlega hefur komið í ljós á undan- fömum árum. Kartaflan víkur af borðum neytenda fyrir hrísgrjónum og öðrum matvörum," sagði Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, í samtali við DV. Neytendasamtökin boðuðu í annað sinn á skömmum tíma til blaða- mannafundar vegna ástands í kartöflumálum. „Við teljum að hagsmunir neyt- enda séu algerlega fyrir borð bomir í verðlagningu kartaflna. Þeir víkja fyrir hagsmunum seljanda eins og jafhan áður,“ sagði Jóhannes. Innflutningsbann á kartöflum er nú gengið í gildi þannig að neytend- ur eiga ekki í nein hús að venda með þessar dým kartöflur. „Það væri hægt að hafa allt að þrisvar sinnum ódýrari nýuppteknar kartöflur en nú er og fyrra árs kart- öflur fyrir allt niður í 20 kr. kg,“ sagði Jónas Bjamason, stjómar- maður Neytendasamtakanna, en hann hefur í fjölda mörg ár verið einn aðalbaráttumaður samtakanna í kartöflustríðum sem háð hafa verið við yfirvöld. Jónas sagði að jöfnunargjaldið, sem landbúnaðarráðherra lagði á innfluttar kartöflur, gæti sennilega Neytendasamtökin telja kartöfluverð óeðlilega hátt hér á landi. flokkast undir stjómarskrárbrot og ráðherra hefði misnotað vald sitt gróflega með útgáfú reglugerðarinn- ar um gjaldtökuna. Jónas sagði að með þessum aðgerðum hefði raun- verulega verið kippt stoðunum undan forsendu fijálsrar verðmynd- unar sem byggðist á fijálsri sam- keppni. Neytendasamtökin skora á fram- leiðendur og dreifingaraðila að lækka verðið á kartöflum nú þegar og öðrum þeim garðávöxtum sem hækkað hafa óeðlilega mikið. Þá vilja Neytendasamtökin beina því til alþingismanna að fella niður á næsta þingi heimild landbúnaðar- ráðherra að leggja allt að 200% jöfnunargjald á innfluttar kartöflur og vörur úr þeim. Neytendasamtökin óska einnig eftir því að verðlagsyfirvöld rarrns- aki verðmyndun á kartöflum og grænmeti og beri saman við verð- lagninguna áður en hún var gefin frjáls. Neytendasamtökin hvetja einnig stjómvöld til þess að fella niður inn- flutningsgjöld á kartöflum og grænmeti. -A.BJ. Peningamarkaöur VEXTIR (%) hæst Innlén óverötryggö Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5-12.5 Ab.Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 8-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð. Bandarikjadalur 6-7 Ab Sterlingspund 8-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 6-7.5 Ab.Sb Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge og19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Útlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengritíma 5 Allir Utlán til framleiöslu ísl. krónur 15 SDR 8 Bandarikjadalur 8.25 Sterlingspund 11.75 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskírteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Oráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala 1463 stig Byggingavisitala 272.77 stig Húsaleiguvisitala Hækkaöi 5% 1. júli HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverös: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. Þjóðarbókhlaðan: Viðgerðir á hliðar- turnum vegna leka „Þama er verið að ganga frá þétt- ingum meðfram hliðartuminum á húsinu vegna þess að leka hefur orðið vart. Hinir hhðartumamir verða lag- færðir á næstunni," sagði Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður og formaður byggingamefndar Þjóðar- bókhlöðunnar, þegar haiin var spurð- ur hvaða framkvæmdir það væm sem nýlega hófust þegar vinnupallar vom reistir við einn fiögurra hliðartuma byggingarinnar. „Annars er þetta minniháttarleki, er einkum á steypusamskeytum og þar er nú verið að þétta. Það verður að ganga frá lagfæringum við þetta áður en farið er í frekari framkvæmdir inn- anhúss. Viðgerðimar ættu ekki að taka langan tíma.“ Finnbogi sagði ennfremur að í vetur hefðu verið í gangi framkvæmdir inn- anhúss í bókhlöðunni, við múrverk og fleira, en næsta skref utanhúss Búið er að reisa vinnupalla við einn hliðarturn Þjóðarbókhlöðunnar en leka hefur orðið vart á steypusamskeytum. DV-mynd Óskar Öm Utsala á Prjónagarni Brasil Rio ... Lovely Áður .. kr>24 .... .. kj^wr^, Martinique Mohair áður J&Tnú kr 80 NÚ Áður Nú kr87 NewYork . kr 92 kr 72 Flits kiWM ... . kr 95 kr 93 Joy kiwor... kr 73 Sértilboð á öðrum tegundum - Munið Ráðgjafaþjónustuna og ókeypis uppskriftir í kaup- bætir INGRID, Hafnarstræti 9 JK-Póstverzlun Sími 24311/621530 væri m.a. að setja gler í glugga og ganga frá innganginum að sunnan- verðu. Með aukinni fiárveitingu til Þjóðar- bókhlöðunnar næstu þrjú árin er áætlað að byggingu hennar verði lok- ið á þessum áratug en síðan fram- kvæmdir hófúst árið 1978 hafa þær legið niðri samanlagt í þijú ár. Er nú loks fvrirsjáanlegt að skriður komist á framkvæmdimar. -BTH UVEKAN alla vikuna ---------4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.