Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986. 7 Viðskipti límaritasprenging Það er kunnara en frá þurfi að segja að mikil gróska er í útgáfu tímarita hér á landi. Á síðustu fjór- um til fimm árum hafa tugir nýrra rita bæst í hóp þeirra sem fyrir voru og er talið að nú séu hátt á annað hundrað tímarit gefin út á íslandi. Þá eru fréttabréf og málgögn félaga og fyrirtækja ekki talin með en væru þau með í reikningnum myndi fjöldi rita án efa nálgast sjötta hundraðið. DV varð sér nýlega úti um 75 ís- lensk tímarit sem eru til sölu á bóka- og blaðsölustöðum um land allt og kennir þar ýmissa grasa. Þar er að finna rit með „almennu efni“, tísku- blöð, kvennablöð og bamablöð, heimilisrit, menningarrit, ferðarit og klámrit, tímarit um atvinnumál, áhugamál, hannyrðir og íþróttir, tölvur, pólitík, skák og bridge, að ógleymdum ritum með krossgátum, glensi og ýmiss konar sögum, slæm- um og góðum, og allt eftir því. Ekki verður lagður dómur á þessi tímarit hér. Það gera lesendur. Aftur á móti er ætlunin að kynna þessi rit og ýmislegt sem að baki þeim liggur í nokkrum greinum sem birtast munu í DV á næstunni. í þessari fyrstu lotu munum við rétt tæpa á aðdraganda þess að markaðurinn er orðinn jaf'nfjölskrúðugur og raun ber vitni og greina stuttlega frá þeim 75 ritum sem tekist hefur að hala hingað inn á borð. Síðan er ætlunin að ræða við þá sem að baki blöðun- um standa svo og aðra sem tengjast útgáfunni á einn eða annan hátt. Af nógu er að taka. Vikan og Fálkinn vísa veginn Lengi vel áttu aðeins tvö íslensk tímarit í einhverri samkeppni, Vikan og Fálkinn. Önnur tímarit voru vissulega við lýði en þau áttu sér aðra og smærri markaði. Að þvi kom að Fálkinn lagði upp laupana og var Vikan þá ein um hituná um nokk- urra ára skeið. Árið 1973 birtist svo Samúel í núverandi mynd og brátt fór íslenskum tímaritum heldur að fjölga. Tímaritið Líf kom fyrst út árið 1977 og var efnismeira og dýrara í framleiðslu en áður hafði þekkst hér á landi. Tveimur árum síðar tóku nýir eigendur við tímaritinu Hús og híbýli, stækkuðu blaðið, létu prenta það á glanspappír og voru ósparir á litinn líkt og útgefendur Lífs. Stuttu síðar sigldi Gestgjafinn í kjölfarið. Útgáfa þessara rita gekk vel og hleypti það kjarki í marga sem höfðu gengið með ritstjóra í maganum. Á næstu fjórum til fimm árum litu tug- ir, ef ekki hundruð, nýrra tímarita dagsins ljós en um þriðjungur þeirra náði aldrei að daftia. Nefna má sem dæmi tímaritið Storð sem var að öllu leyti hið glæsilegasta. Þar varð vinnslukostnaður kröfuhörðum eig- endum um megn og útgáfunni var hætt eftir að nokkur tölublöð höfðu komið út. Þá upplýsti ritstjóri Lúxus nýlega að útgáfu á því riti yrði hætt þar til grisjast hefði á íslenskum tímaritamarkaði. Tískuritið Stíll kom út í fyrsta sinn í vor. Annað tölublað átti að koma út í sumar en þegar síðast fréttist var útgáfúfyrir- tæki þess orðið gjaldþrota. Þannig hefur fjöldi útgefenda orðið að leggja árar í bát og margir þeirra sem eftir eru berjast í bökkum. Markaðurinn er að mettast. Tíma- ritin eru of mörg, auglýsingamar of fáar og samkeppni frá dagblöðum eykst ár frá ári. Dagblöðin og auglýsingar Samkeppni á milli dagblaða jókst um svipað leyti og tímaritum fjölg- aði. Ýmsum ráðum var beitt af hálfu dagblaðanna til að vinna hylli les- enda: Síðum var fjölgað, blöðin höfðu lengst af verið 16 síður en fóru nú upp í 24 og 48 síður og stundum meira. Litanotkun varð meira áber- andi, einkum í auglýsingum en líka á fréttasíðum. Aukin rækt var lögð við helgarútgáfúr dagblaðanna, áskrifendur fengu þykk og mikil magasín inn um bréfalúguna um helgar. Allt varð þetta til að auka enn á raunir útgefenda tímarita. Því þótt dagblöð stækki og tímaritum fjölgi þá stendur magn auglýsinga nokk- um veginn í stað. Á Islandi fjölgar fyrirtækjum ekki jafnhratt og blöð- um. En með einhverjum hætti varð að borga fyrir þykkan og dýran glanspappír, litgreiningu og prent- un, umbrot, dreifingu og allt það umstang sem fylgir því að gefa út veglegt tímarit. Dagblöðin urðu líka að mæta þeim kostnaði sem fylgdi fleiri siðum. Ekki þýddi að hækka útsöluverðið því lesendur virtust síð- ur en svo reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir íslensk blöð þó svo að efni þeirra hefði aukist og frágangur batnað. Auknum kostnaði við út- gáfu, sem var farinn að hlaupa upp í tvær til þrjár milljónir króna á hvert tölublað, varð því að mæta með fleiri auglýsingum og hófst þá grimmileg barátta sem ekki sér fyrir endann á. Meira um auglýsingar og upplagseftirlit Auglýsingastjórar fyrirtækja, sem DV hefur rætt við, segjast iðulega fá á milli fimm og tíu auglýsingatil- boð á dag frá hinum ýmsu blöðum og tímaritum og eru þá félagsrit og Sýnishorn islenskra timanta. styrktarblöð talin með. Auglýsinga- stjórarnir segja flestir að þetta tilboðaflóð sé að verða að hinni mestu plágu. Vegna hinnar auknu samkeppni hefur verð á auglýsingum í tímarit- um lækkað gífurlega. Sagt er að fyrir um það bil fimm árum, þegar telja mátti burðug tímarit á fingrum ann- arrar handar, hafi heilsíðu litauglýs- ing í tímariti kostað það sama og svart-hvít auglýsingasíða með einum aukalit í útbreiddu dagblaði. Núna er tímaritaauglýsingin helmingi ódýrari en dagblaðaauglýsingin samkvæmt verðskrá. Ofan á þetta bætist að sumir út- gefendur svífast . einskis til að undirbjóða hver annan. Algengt bragð mun vera að hringja í fyrir- tæki „á síðustu stundu" og bjóða „einu lausu síðuna sem eftir er“ fyr- ir lítið sem ekkert verð. Sagt er að sjá megi hvaða tímarit taki ekki þátt í þessum leik á þvi að hlutfall auglýsinga af öðru efni þeirra hafi lækkað úr þrjátíu til fjörutíu af hundraði niður í tuttugu til tuttugu og fimm af hundraði á undanfomum misserum. Aukin samkeppni hefur einnig með öðrum og óbeinni hætti orðið til að draga úr fjölda auglýsinga í tímaritum svo og verðgildi þeirrá. í Fréttaljós Erling Aspelund kapphlaupinu um auglýsingar hefur sumum útgefendum orðið á að ýkja upplag og áhrifamátt eigin §ölmið- ils. Hefur það leitt til þess að fáir taka orðið mark á yfirlýstum upp- lagstölum útgefenda. Fyrirtæki vita í raun og veru ekki hvað þau ná til margra með því að auglýsa í tímarit- um og eru því morg hver farin að snúá sér til annarra fjölmiðla með auglýsingar sínar. Verslunarráð hefur að vísu farið af stað með upplagseftirlit en það nær aðeins til sjö tímarita og tveggja dagblaða. Þijú önnur tímarit munu bætast í hópinn á næstunni og ef til vill er von á fleirum þegar fram líða stundir. En eins og er finnst mörgum útgefendum að fyrirkomulagið á eft- irliti Verslunarráðs sé gallað. Versl- unarráð mælir aðeins fjölda seldra eintaka af hveiju blaði og tímariti. Útgefendur segja að sú tala hafi enga þýðingu vegna þess að mis- munandi sé hve margir lesa hvert eintak. Vilji menn vita um raun- verulega útbreiðslu tímarita og áhrifamátt þeirra þurfi að fram- kvæma svokallaðar lestrarkannanir. Lestrarkannanir, sem gerðar hafa verið erlendis, hafa til dæmis leitt í ljós að hvert selt eintak dagblaðs á sér að meðaltali 1,2 til 1,6 lesendur á meðan hvert eintak tímarits á sér 4 til 6 lesendur. Síðan er misjafnt milli tímarita hve mikið þau eru les- in. Færri lesa hvert eintak af hinum sérhæfðari ritum. Hvaða blöð eru þetta? Áður en lengra er haldið er rétt að kynna þau tímarit sem tekist hefur að útvega á undanfömum dög- um. Lesendum til hægðarauka hefur ritunum verið skipt í flokka, menn- ingarrit, klámrit og svo framvegis og er vonandi að sem flestir sætti sig við þann bás sem þeim hefur verið skipað á. Almenn rit má kalla þau blöð sem reyna að höfða til sem flestra. Þetta em yfirleitt söluhæstu tímaritin. I þennan flokk má setja rit eins og Vikuna, Heimsmynd, Mannlíf, Þjóð- lif, Samúel og Úrval. Áhersla er lögð á efni við allra hæfi, viðtöl og ýmis konar léttmeti en einnig em þyngri greinar inni á milli. Mikið er af myndum, nema í Úrvali sem byggist að mestu á þýddum greinum og sög- um. Tískublöðin em ekki ólík hinum almennari ritum nema hvað þar er einkum lögð áhersla á sveiflur tísk- unnar. Tvö blöð af þessu tagi hafa nýlega hætt útgáfu, Stíll og Lúxus, en tvö koma enn þá út, Nýtt líf og Hár og fegurð. Svokölluð heimilisrit em mörg og seljast vel. Þar er fjallað um garð- rækt og matargerðarlist, húsbúnað. innréttingar, byggingarmál og neyt- endamál, svo eitthvað sé nefnt. Hér er átt við blöð eins og Hús og hí- býli, Gestgjafann, Heima er best. Húsfreyjuna, Gróandann, Gróður og garða, Neytendablaðið og Búið bet- ur. Kvennablöð fjalla um málefni kvenna. Vera er gefin út af Kvenna- framboðinu og Samtökum um kvennalista en tímaritið 19. júní er ársrit Kvenréttindafélags íslands. Barna- og unglingablöð em ætluð yngri kynslóðinni. Þau em fjögur að því er best er vitað: Æskan, Ung, Smellur og ABC. Ung og Smellur leggja einkum áherslu á tónlistar- mál. Til er fjöldi rita rnn atvinnumál: Iðnaðarblaðið, Fréttablað iðnaðar- ins, Byggingamaðurinn, Frjáls verslun, Fiskifréttir, Sjávarfréttir, Sjómannablaðið Víkingur, Ægir, Bóndinn og Freyr. Má vel vera að blöð af þessu tagi séu fleiri en væru fréttabréf fyrirtækja höfð með í þess- ari upptalningu yrði þeim skipað í þennan flokk. Einnig er til fjöldinn allur af tíma- ritum um tómstunda- og áhugamál, svo sem Bridge, Skák, Flug, Ljós- myndablaðið, Bíllinn, Ökuþór, Mótosport, Túrbó, Eiðfaxi, Skinfaxi, íþróttablaðið, Á veiðum, Sportveiði- blaðið, og mýgrútur af krossgátu- blöðum eins og Frístund og 15 krossgátur. Fjögur blöð em til um hannyrðir, Lopi og band, Hugur og hönd, Lopi, og Spuni. Blöðin hafa að geyma prjónauppskriftir og myndir af peys- um og öðrum flikum. Segja má að gefin séu út fjögur menningarrit á íslandi. Þau em Skímir, sem er elsta tímaritið i þess- ari löngu upptalningu, en nú em 160 ár liðin frá þvi þetta tímarit Hins íslenska bókmenntafélags var stofh- að. Andvari er nokkuð yngri en hann kom fyrst úr árið 1874. Tíma- rit Máls og menningar hefur komið út í 47 ár en yngst þessara rita er Teningur. Honum var varpað fram á sjónarsviðið í fyrra. Fundist hafa tvö blöð um tölvur, Viðskipta- og tölvublaðið og Tölvu- mennt. Hið síðarnefnda mun vera hætt. Sveitarstjórnarmál er vissulega stjórnmálarit og líka Stefnir. blað Sambands ungra sjálfstæðismanna. Freistandi er að setja hið nýja BSRB-blað með í þennan flokk. Því er dreift ókeypis til 18 þúsund félags- manna' BSRB og gefur öðrum tímaritum ekkert eftir nema síður sé. Ferðarit em tvö, Áfangar og Land, og ekki má gleyma tímaritum flug- félaganna, Við sem fljúgum og Örninn flýgur. Tímarit með sögum má kalla blöð eins og Sannar sögur, Sakamál, Eros og Sagan. Hér em á ferðinni þýddar greinar og sögur þar sem ástin og spennan sitja í fyrirrúmi en einnig er innlend smíð inn á milli. Loks em það klámblöðin tvö, Bósi og Tígulgosinn. Má deila um hve svæsið þetta klám þeirra er en þama em allténd blautlegar sögur og myndir. Síðan em nokkur rit utan flokka: Heilbrigðismál, rit Krabbameins- félagsins, Torfumóðir, sem er um hleðslulist, Skoðun, sem er um Laugaveg og Kvos, og trúarritið Afturelding. Þetta em þau 75 rit sem bítast hvað mest um hylli íslenskra les- enda. Nánar verður fjallað um þau síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.