Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986. Utlönd Segja ræningjann hafa verið sannfærðan um að altt gengi vel Tveir gislanna höfðu rétt komist út úr flóttabifreiðinni er hún sprakk skyndiiega í loft upp. Beið ræninginn þar bana ásamt einum gisla sinna er hann hafði þvingað til að aka bifreiðinni á flóttanum. Níu hundrað mílna róðri lokið Haiikur LárasHauksam, DV, Kaupmannahofti: Nýjustu fréttir af Færeyingnum Ove Joensen, sem frægur er orðinn i Danaríki fyrir róður sinn frá Færeyj- um til Danmerkur, herma að hann sé nú kominn til Sjálands. Á hann að hafa komið til Gilleleje á Norður-Sjálandi á laugardags- kvöld eflir að hafa verið tepptur á Jótlandi í tíu daga vegna mótvinds og mikilla strauma. Fékk hann að vonum góðar mót- tökur og meðal gesta voru Færey- ingar í þjóðbúningum, er dönsuðu færeyska þjóðdansa, og síðast en ekki síst móðir hans, er beðið hefrir eftir syninum þar í tíu daga. Ove fór auðvitað ekki í land, en það gerir hann fyrst í Kaupmanna- höfh er hann tekur land við Löngu- línu og gefúr Hafmeyjunni rembingskoss. Reiknað er með að hann nái þang- að um hádegi í dag og þar verði aragrúi manns til að hylla kappann eftir 900 sjómílna róður. Guðrún Helga Sgurðardóttir, DV, Helsinki: Gíslarnir er voru í bílnum, er sprakk í loft upp hér í Mikkeli í Finn- landi, telja að það hafi verið ræning- inn sjálfur er sprengdi bílinn í loft upp. Hann hafi ávallt verið með dína- mítið í bílnum tilbúið til sprengingar. Þeir segja einnig að ræninginn hafi allan tímann verið sannfærður um að allt myndi ganga vel, lögregl- an myndi láta hann vera og þess vegna myndi hann geta sleppt gísl- unum lifandi að lokum. Anne Hmalainen, önnur þeirra tveggja er sluppu lifandi úr spreng- ingunni, segir að lögreglan hafi allan tímann gefið þeim merki um að koma sér út úr bílnum en þær hafi ekki talið sér það fært því þá hefði bíllinn verið sprengdur. Hún segir að lögreglan hafi aldrei gefið ræningjanum tækifæri til að koma sínum málum að enda hafi hann orðið mjög taugaóstyrkur um leið og lögreglan nálgaðist. Hafi hann trommað með fmgri á takkann á straumbreytinum er átti að leiða til dínamítsins er ræninginn hafði ávallt með sér. Einnig hefur komið í ljós að gíslun- um leið vel með ræningjanum í bílnum á leið til Mikkeli. Þau hafi rætt saman í bróðemi um fjölskyldu- mál sín og ýmislegt annað í þeim dúr. Segja gíslamir að ef þeir hefðu fengið að aka á braut áður en spreng- ingin varð í bílnum í Mikkeli hefði sennilega allt farið vel. Enginn „fjöl- miðlasirkus“ Bandarískir og sovéskir sérfræðing- ar í afvopnunar- og utanríkismálum hefja í dag annan dag viðræðna um samskipti ríkjanna í Moskvu. í gær fúnduðu embættismenn ríkj- anna í alls átta klukkustundir en ekkert hefur verið látáð uppi um gang viðræðnanna. Það eina sem formaður bandarísku sendinefndarinnar, Paul Nitze, ráð- gjafi Reagans forseta og einn helsti sérfræðingar Bandaríkjamanna í af- vopnunarmálum, vildi segja um viðræðumar var að þær hefðu verið „alvarlegar". Haft er eftir bandarískum embættis- mönnum í Moskvu að samningsaðilar hefðu gert með sér gaghkvæmt sam- komulag um að láta ekkert uppi við fjölmiðla um gang viðræðnanna. „Þetta em alvarlegar viðræður og við viljum ekki láta þetta verða að neinum frölmiðlasirkus," sagði banda- rískur embættismaður. Paul Nitze, formaður bandarísku sendinefndarinnar í Moskvu, hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér um gang viðræðnanna og aðeins sagt að þær væru „alvarlegar". Lange neitar að fallast á afsögn fjármálaráðhenans David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagðist í morgun ekki myndu samþykkja afsögn eins ráð- herra í ríkisstjóm sinni er bauðst til að segja af sér embætti fyrir meintan upplýsingaleka úr ráðuneyti sínu. Roger Douglas frármálaráðherra bauðst til að segja af sér í síðustu viku eftir að upp komst að efnisinnihaldi fjárlagafrumvarps ríkisstjómarinnar hafði verið lekið til fjölmiðla. Að sögn Lange hefur rannsókn málsins leitt í ljós að fjármálaráð- herrann átti hvergi aðild að því að upplýsingamar láku út og hefur hann því neitað að fallast á afeögn ráð- herrans. Að sögn forsætisráðherrans hefur þegar verið fyrirskipuð opinber rann- sókn á því hvemig það gat gerst að efhi fjárlagafrumvarpsins komst til fjölmiðla mörgum klukkustundum áð- ur en það var formlega lagt fram á þjóðþinginu í Wellington þann 31. júlí síðastliðinn. Raapikainen ekki með að ári Guðrún Helga Sigurðaxdóttir, DV, Heisinlá: Innanríkisráðherra Finnlands, Ka- isa Raapikainen, hefur lýst því yfir að hún muni ekki gefa kost á sér ráð- herrastól eftir þingkosningamar á næsta ári. Innanríkisráðherrann segir í viðtali við eftirmiðdagsblaðið Uusi Suomi, Nýja Finnland, að hún sé búin að fá nóg afþeirri gagmýni og þeim árásum er hún hafi fengið á sig eftir að hún varð innanríkisráðherra. Hún segir að sem ráðherra sé alveg sama hvað hún geri, alltaf sé hún gagnrýnd og á hana séu gerður árásir en lítið fari fyrir þökkunum. Talið er að gagnrýni sú er innan- ríkisráðherrann talar um í viðtalinu sé í sambandi við gagnrýni á hana eftir ummæli hennar um slysið í Chemobyl og nú síðast eftir miður jákvæð ummæli um framgöngu lög- reglunnar í Mitteli, þar sem tveir létust og ellefu særðust í sprengingu er ef til vill hefði vel verið hægt að komast hjá. Danskir lögreglumenn eru óánægðir með launakjör sín og útiloka ekki að beita verkfallsvopninu ef viðunandi samningar nást ekki i janúar næstkomandl. Danskir lögregluþjónar í verkfall? Haukur Lárus Haukaaan, DV, KaupmannaMfn: Ýmislegt bendir nú til þess að næsta árið verði stormasamt hjá dönskum lögregluþjónum. Kjarasamningaviðræður danska fjármálaráðuneytisins og samtaka lögreglumanna í janúar næstkom- andi geta hugsanlega leitt til fyrsta verkfalls lögreglumanna í danskri sögu. I þessari viku fundar aðalstjóm danskra lögreglumanna um kom- andi kjarasamninga. Segir talsmaður stjómarinnar, Tommy Agerskov, að almennur vilji sé meðal lögreglumanna að láta reglugerðir um skyldur embættis- manna ríkisins liggja milli hluta ef ekki næst samkomulag og túlkast það sem verkfallshótum í flestum gölmiðlum. Aðalkrafa lögreglumannanna er leiðrétting launa og segja þeir að laun sín hafi ekki fylgt almennri launaþróun í landinu. Einnig krefjast þeir meiri sveigjan- leika í launagreiðslum og hækkaðs álags vegna vaktavinnu. Á stjómarfúndinum í vikunni verður einnig rædd nýjung er felst í lengingu eftirlaunatíma fyrir vakta- vinnu þannig að lögreglumaður í vaktavinnu geti fyrr komist á eftir- laun. Haft er eftir talsmanninum að til- laga þessi verði á meðal aðalkrafiia lögreglumanna í kjaraviðræðunum. Segir hann þessar hugmyndir einnig vera í gerjun hjá öðrum launþega- samtökum og að um sanngimismál sé hér að ræða þar sem ýmsir agnú- ar séu almennt á vaktavinnu. Segir talsmaðurinn að tími sé til kominn fyrir danska lögreglumenn að fá al- mennilega borgað fyrir oft á tíðum hættulega og krefjandi vinnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.