Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986. 9 Uflönd Ný ríkisstjóm í Malaysíu Mahatir Mohamed, forsætisráðherra Malaysiu, fyrir miðju á meðal stuðnings- manna eftir kosningasigur flokks sins í þingkosningum í landinu í siðustu viku. Dularfull mann- björg undan Nýfundnalandi Ný ríkisstjóm hefur tekið við völd- um í Malaysíu eftir þingkosningar í landinu í síðustu viku. Forsætisráðherra landsins, Mahat- hir Mohamad, tilkynnti í gær um skipan nýrrar ríkisstjómar en flestir ráðherrar fyrrverandi stjómar eiga einnig sæti í hinni nýju stjóm. Flokk- ur forsætisráðherrans vann sigur í þingkosningunum, hlaut 148 af 177 þingsætum á þingi landsins. Myndatökur um borð í hrapandi flugvél Japönsk lögregluyfirvöld í Gunma héraði í Mið-Japan stað- festu í morgun blaðafregnir þess eðlis að fundist hefði átekin filma á einu fómarlambi mikils flug- slyss er varð i héraðinu í fyrra er 520 manns fómst með Júmbó þotu japanska flugfélagsins. Að sögn talsmanns lögregl- unnar hafði einn farþeganna tekið myndir í farþegarými þot- unnar skömmu áður en hún steyptist á fjallshiygg í Osutaka fjallgarðinum og splundraðist. Sýna myndirnar flugfreyjur leiðbeina farþegum um notkun súrefnisgríma og andlit farþega í nokkrum sætaröðum. Að sögn talsmannsins líta farþegar út fyr- ir að vera rólegir og skelfingu er ekki að sjá á nokkm andliti. Á myndunum sést einnig þoku- kennd slæða, er liggur um farþegarýmið, og segja sérfræð- ingar hana til komna vegna minnkandi loftþrýstings. Umsjón: Hannes Heimisson Þijú kanadísk fiskiskip björguðu í morgun yfir 150 manns i tveim björgunarbátum undan strönd Ný- fiíndnalands að því er segir í tilkynn- ingu kanadísku strandgæslunnar. Skipstjóri á einu fiskiskipinu sagð- ist af tilviljun hafa komið auga á annan björgunarbátinn í mikilli þoku aðeins rúmlega sex sjómílur frá landi. Hafði hann samband við tvö önnur fiskiskip á svæðinu og björg- uðu þau fólkinu um borð. Að sögn talsmanns strandgæsl- unnar er fólkið af austurlenskum uppruna, hugsanlega frá Sri Lanka. Að sögn talsmannsins er ekki enn ljóst af hveiju fólkið var á reki í gúmbjörgunarbátum á þessum slóð- um, enginn skipbrotsmannanna væri enskumælandi og myndi saga fólksins ekki skýrast f>Ti- en síðdegis í dag er komið yrði með skipbrots- menn til hafnar í St. Johns á Nýfúndnalandi þar sem leitað >tóí upplýsinga með aðstoð túlks. Engra skipa er saknað á þeim slóð- um þar sem björgunarbátamir fúndust og því talið líklegast að fólk- ið hafi verið sett í björgunarbáta úr öðm skipi skammt frá landi. Að sögn hafnaryfirvalda í St. Johns hafa aðeins fjögur skip látið úr höfn i bænum í síðustu viku er hugsanlega gætu haft þetta marga farþega um borð. Em það tvö sovésk flutningaskip, eitt kúbanskt og það fjórða óþekkt. Sjóveikur á bauju í Haukur Lárus Ibuksson, DV, Kaupmaniiahcfa; „Hvað í ósköpunum er maðurinn að gera þama,“ spurðu sovéskir sjó- menn hver annan er þeir áttu leið um Kattegat á skipi sínu um síðustu helgi. Það er vakti undmn þeirra var ung- ur maður er sat einn og yfirgefinn á bauju langt úti á sjó. Umhverfis bauj- una vom öldumar tveir metrar á hæð og sat piltur grafkyrr á henni og starði út í loftið. Sovétmennimir gerðu dönskum yfir- völdum viðvart og kom vitavörður piltinum til bjargar. Tildrög þessa atviks vom þau að pilturinn var ásamt kunningjum sín- um við veiðar í Kattegat og varð skyndilega sjóveikur. Því var hann „settur í land“ á baujunni og sigldu kunningjamir síðan á brott. Var meiningin að sækja vininn síð- ar. Yfirmaður danska slysavamafélags- ins er ekki gmnlaus um að hér hafi verið um spaug að ræða. Spaugið verð- Kattegat ur dýrt þar eð vitavörðurinn fær borgað fyrir björgunina og líklegt er að slysavamafélagið sendi pilti einnig reikning þar sem mikil ieitaraðgerð var skipulögð og sett í gang eftir að tilkynning sovésku sjómannanna barst yfirvöldum. í flotastöð danska sjóhersins segjast menn aldrei hafa heyrt annað eins og þar sem enginn bátur var nálægt bauj- unni varð að hefja umfangsmiklar björgunaraðgerðir. Öflug öryggisgæsla á fundi forsætisráðherra Norðurianda Haukur Láius Hauksaan, DV, Kaupmannahöfa: Danskir öiyggisverðir hafa i nógu að snúast þessa dagana vegna fundar forsætisráðherra Norðurlanda er hófst á Fjóni í gær. Stendur fúndurinn yfir í tvo daga og hefúr öryggisgæsla hér í Danmörku aldrei verið viðameiri. Morðið á Olof Palme er mönnum enn í fersku minni og við áætlaðan fund utanríkisráðherra Norðurland- anna síðar í þessari viku er búist við engu minni öryggisráðstöfunum. 1 miðri viku býður Margrét drottn- ing upp á kvöldverð í utanríkisráðu- neytinu og er þar þrjátíu manns boðið til veislu. Fjöldi öryggisvarða kemur hins vegar til með að tvöfalda íjölda veislugesta og lýsir það óttanum við hugsanleg hryðjuverk. Yfirmaður öryggismála dönsku kon- ungsfjölskyldunnar, Jörgen Porsdal marskálkur, segir að það sé af sem áður var. Drottningin og meðlimir rík- isstjómarinnar geti, ekki ferðast jafn- frjálst um og áður. Þeir dagar séu nú taldir er hægt var að sjá drottninguna í innkaupaferð í mestu makindum með móður sinni í verslunum höfuðborgar- innar. Porsdal sagði í tilefni forsætisráð- herrafúndarins að dagleg öryggis- gæsla um konungsfjölskylduna hefði verið stóraukin og í fullri samvinnu við hana. Svefnbekkur, með yfirhillu, dýnu og 3 púðum, kr. 10.720,-. 8 skúffu kommóður kr. 4.210,-. 6 skúffu kommóður kr. 3.430,-. 4 skúffu kommóður kr. 2.750,-. Hægindastóll kr. 2.290,-. Öll húsgögnin eru spónlögð með slitsterkri plast- filmu í eikarlit, kvistafuru og hvítu. ^húsgagnahöllin Hl'VI W'A'I BÍLDSHÖFÐA 20- 112 REYKJAVÍK -91-681199 og 681410 TON AF BARNAHÚSGÖGNUM TÖKUM VIÐ HEIM OG ÞAU MUNU SELJAST UPP Á NOKKRUM DÖGUM HER ER VERÐIÐ Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum, 190x70 sm, kr. 6.530,- með góðu bómullarefni. Svefnbekkur, með endahillu, dýnu og 3 púðum, kr. 9.280,-. Skrifborð, lengd 120 sm, kr. 3.600,-. Klæðaskápur, breidd 80 sm, kr. 5.960,-. Bókahilla, breidd 60 sm, kr. 2.880,-. Skrifborðsstóll kr. 2.000,-. Svefnbekkur, með dýnu og 3 púðum, kr. 6.530,- með góðu bómull- arefni. Skrifborð, lengd 150 sm, kr. 4.690,-. Bókahilla, breidd 90 sm, kr. 3.510,-. Skrifborðsstóll kr. 2.000,-.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.