Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
15
Lesendur
„Kaldir
kjúklingabHar“
2018-5570 skrifar:
Það er sjoppa og grillstaður sem
heitir Candís uppi í Breiðholti sem
ég hef verslað mikið við undanfarin
ár því ég er ein af þeim sem er alveg
vitlaus í kjúklingabita. Ég tek það
fram að ég er ekki matvönd.
Ég hef á undanfömum vikum orð-
ið fyrir óskemmtilegri reynslu.
Fjórum sinnum hef ég sent dóttur
mína til þess að kaupa fyrir mig
kjúklingabita að kvöldi til. I öll þessi
skipti fékk ég kalda og þurra bita
sem höfriuðu í ruslinu. Svo fór ég
sjálf í Candís þann 7. ágúst klukkan
tvö eftir hádegi, því ég fæ ekki mat-
artíma fyrr, og aftur fékk ég ískalda
og þurra bita. Ég fór og skilaði bit-
imum og bað um heita bita sem þótti
alveg sjálfsagt. í þetta sinn hafði ég
varann á og athugaði hvort þetta
væm almennilegir bitar. Og hvað
haldið þið, þeir vom jafiikaldir og
bitamir sem ég var að skila. Ég bað
um heita bita aftur, en stúlkan sem
afgreiddi mig sagði að þetta væm
nýsteiktir bitar, sem ég segi að sé
ósatt, því nýsteiktir bitar hjá Candís
em góðir en ekki óætir.
Svo virðist sem eingöngu í hádeg-
inu og í kvöldmatrium sé hægt að
fá góða bita. Stúlkan bauðst ekki
einu sinni til þess að steikja nýja
bita, en endurgreiddi mér þó bitana.
Mig langar til þess að spyrja: Má
ekki steikja nýja bita fyrr en kaldi
óþverrinn er seldur? Þessir köldu
kjúklingabitar em orðnir umræðu-
efhi fólks á milli. Ég vona bara að
þjónustan batni fyrir þá sem ekki
borða nákvæmlega á matmálstím-
um.
DV hafði samband við grillstaðinn
Candís í Breiðholti og var tjáð að
þeim þætti furðulegt að konan hefði
fengið kalda bita aftur og aftur, þvi
kjúklingabitamir væm geymdir í 95'
stiga heitum skáp og þar að auki
gengju þeir ört út, þannig að nýir
bitar væm steiktir með stuttu milli-
bili. Einnig kom fram í samtalinu,
að fyrir stuttu keyptu nokkrir strák-
ar kjúklingabita og vom þeir að tala
um að kjúklingabitamir væm alltof
heitir.
„Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir Reykjavík"
„Reykjavík er hrein
og falleg borg“
Ágústa hringdi: Ég er nýkomin að
utan þar sem ég hef dvalist i rúmt
ár. Fannst mér heimkoman vera
mjög ánægjuleg þvi Reykjavík er
orðin svo hrein og snyrtileg borg.
Það er sama hvert litið er, allt virð-
ist vera í sómanum og fólk keppist
við að halda görðum sínum og um-
hverfi hreinu. Svo em líka allar
þessar nýbyggingar sem setja auð-
vitað sinn skemmtilega svip á.
Reykjavík er á uppleið en ekki nið-
urleið.
Hér áður fyrr fannst mér alltaf
allir fleygja msli út um allt. Þetta
sé ég varla núna, svo virðist sem
fólk nenni að taka á sig stóran sveig
til þess að komast í rusladall.
Nei, við þurfum sko ekki að
skammast okkar fyrir Reykjavík og
hún þarf ekki að skammast sín fyrir
okkur. Höldum áfram uppbygging-
unni og snyrtimennskunni því að við
munum ekki sjá eftir því.
SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN
Smáauglýsingadeild
EUflOCARD
— sími 27022.
LOKAÐ
Vegna jarðarfarar Rannveigar Ingimundardóttur verða allar
deildir fyrirtækisins lokaðar frá kl. 13-16 í dag.
Hekla hf.
PRENTSMIÐJA
Rótgróin prentsmiðja í Reykjavík til sölu. Næg verk-
efni framundan. Hagstæð velta, góð tæki. Hentar vel
fyrir 2-4 menn. Góð kjör fyrir örugga menn. Hafið
samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27022.
H-4540.
Hrygningarlax
Höfum til sölu allmikið af kynþroska eldislaxi
af Kollafjarðarstofni, 4-8 punda. Uppl. á kvöldin
í símum 94-2523 og 94-2515.
Þórslax hf.,
Tálknafirði.
SEXTÍUOGSEX NORÐUR
1. Duglegar stúlkur óskast til starfa strax í verk-
smiðju okkar að Súðarvogi 44-48. 1/2 dags störf
koma einnig til greina.
Góð laun fyrir gott fólk.
2. Einnig óskum við eftir frískum eldri manni til
starfa 1/2 daginn.
Upplýsingar í síma 12200 í dag og næstu daga.
SJÓKLÆÐAGERÐIN HF.
Skúlagötu 51. Sími 12200, Rvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 24., 30. og 33., tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Lækjarási 4, Garðakaupstað, þingl. eign Einingahúsa Sigurlinna, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri föstudaginn
15. ágúst 1986 kl. 16.30.
______________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 128. og 133. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Nesbala 60, Seltjamamesi, þingl. eign Bjarna Egilssonar, fer fram
eftir kröfu Valgarðs Sigurðssoanr hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. ágúst
1986 kl. 17.30.
Bæjarfógetinn á Seltjamamesi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 11., 17. og 24., tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Ægisgrund 20, Garðakaupstað, tal. eign Amórs Guðbjartssonar, fer fram
eftir kröfu Landsbanka íslands, Veðdeildar Landsbanka islands, Agnars Gúst-
afssonar hrl. og Ara isberg hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. ágúst 1986
kl. 14.00.
________________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Krókamýri 6, Garðakaupstað, þingl. eign Vilhjálms Bjamasonar, fer
fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15.
ágúst 1986 kl. 15.45.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.