Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Síða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
Iþróttir
„Veit ekki hvort þ
eru lokin á kna
spymuferli mínu
m
- segir Janus Guðlaugsson sem leikur ekki meira í sumar
• Þorgrímur Þráinsson (2)
vamarmaður, Val
„Ég fór í langstökkið í bikarkeppn-
inni í samráði við Ásgeir Eliasson,
þjálfara Fram. Ætlaði að láta á það
reyna hvort fætumir þyldu álagið. Það
gekk ekki upp - fór strax í uppstökk-
inu. Ég er eiginlega ánægður að þetta
kom í ljós. Félagar mínir í Fram eiga
ekki skilið að ég sé að leika með liðinu
á hálfri ferð. Langstökkið var próf hjá
mér fyrir Valsleikinn og fætumir stóð-
ust það ekki. Ég er hættur knatt-
spymu í sumar en í dag veit ég ekki
hvort þetta verða lokin á knattspymu-
ferli mínum,“ sagði landsliðsmaðurinn
kunni í knattspymunni, Janus Guð-
laugsson, þegar DV ræddi við hann í
gær.
Janus var hjá Sigurjóni Sigurðssyni
íþróttalækni í gær. I ljós kom rifa í
lærvöðva hans. Hann hefur átt við
þrálát meiðsli að stríða nokkuð lengi
og lék með Fram í íslandsmótinu
nokkra leiki þó hann gæti engan veg-
inn beitt sér sem skildi. Það gengur
ekki lengur og Janus mun því ekki
leika meira í sumar hvað sem svo
framtíðin ber í skauti sér.
Janus Guðlaugsson hefur um langt
árabil verið einn albesti leikmaður
íslands, - ávallt staðið sig manna best
í landsleikjum okkar. Hann er þrítug-
ur að aldri og það er ekki aðeins áfall
fyrir Fram að hann hættir nú heldur
einnig og ekki síður fyrir íslenska
landsliðið í þeim krefjandi leikjum sem
framundan em. Þrír leikir í Evrópu-
keppninni, Frakkland og Sovétríkin
hér heima, Austur-Þýskaland ytra.
Sömu meiðslin
„Þessi meiðsli í lærvöðvunum eru
þau sömu og ég átti við að stríða fyrsta
árið sem ég lék sem atvinnumaður í
Vestur-Þýskalandi. Ég lék þar þrátt
fyrir meiðslin - ekki um annað að
ræða. En það gengur ekki lengur og
ég mun ekki byija að leika knatt-
spymu á ný fyrr en ég hef gaman af
DV-lið
14. um-
ferðar
því. Það borgar sig ekki að vera að
svekkja sig á þessu.
Ég er alkominn heim til íslands - fer
ekki utan aflur í knattspymu. Ef við
notum lfkingamál er hægt að segja að
ég hafi farið með heila vörðu út. Hún
var brotin niður og byggð upp á ný í
Þýskalandi. Nú er hún aftur í molum.
Það þarf að raða steinunum upp á
nýtt, - og ég er kominn heim til að
byggja mig upp á ný,“ sagði Janus.
Janus hefur hug á því að byrja aftur
í kennslu. Hann er lærður íþrótta-
kennari „og svo verð ég eitthvað í
málverkinu" en Janus hefur getið sér
góðan orðstír sem listmálari. Sýndi
meðal annars í Þýskalandi.
„Ég hef ekki hugsað svo langt hvað
beinlínis tekur við hjá mér - ef til vill
líka þjálfun í knattspymu. En ég leik
ekki fyrr en ég er orðinn sæmilegur í
fótunum og hef gaman af því að sparka
bolta.“
hsim
• Guðmundur Hreiðars-
son (2) markvörður, Val.
• Guðni Bergsson (7) • Valþór Sigþórsson (2) • Ársæll Kristjánsson (4)
vamarmaður, Val vamarmaður, Keflavík vamarmaður, Val
«
•-5
• Freyr Sverrisson
niðvallarleikmaður,
Keflavflc
(2) • Guðjón Guðmundsson
(2) miðvallarleikmaður,
Víði
• Jónas Róbertsson (3)
miðvallarleikmaður, Þór
• Valgeir Barðason (2) ;
sóknarmaður, Akranesi
*
• Öm Eiðsson.
heiðursorðu
Alþjóðafijálsíþróttasamband-
ið, LAAF, hefur samþykkt að
veita Emi Eiðssyni, fyrrverandi
formanni og núverandi heiðurs-
formanni FRÍ, æðsta heiðurs-
merki LAAF og verður þessi
viðurkenning veitt við setningu
IAA-þingsins í Stuttgart 22.
ágúst. öm er fyrsti íslendingur-
inn, sem hlýtur þessa orðu, og
mjög fáir Norðurlandabúar hafa
hlotið þennan heiður allt frá því
að fyrst var farið að veita viður-
kenningu þessa árið 1928.
-hsím
Hjónakeppni
- í gotfi í Vestmannaeyjum
Janus Guðlaugsson i leik gegn KR í sumar.
íslandsmet Ragn
heiðar í Kanada
Sundkonan snjalla frá Akranesi,
Ragnheiður Runólisdóttir, setti þrjú
íslandsmet á sundmóti í Édmonton í
Kanada síðustu daga. Hún tvíbætti
íslandsmet Guðrúnar Femu Ágústs-
dóttur í 100 m bringusundi. Synti á
1:15,22 mín. í undanrás en á 1:15,13
mín. í úrslitum og varð í fimmta sæti.
Met Guðrúnar Femu var 1:16,24 mín.
I 100 m baksundi bætti Ragnheiður
íslandsmet sitt um rúma sekúndu.
Synti á 1:09,04 mín. og komst í úrslit.
• Ragnheiður Runólfsdóttir.
Ragnheiður varð í níunda sæti í úr-
slitum 200 m bringsundsins. Synti á
2:45,00 mín. í undanrás en 2:44,10 mín.
í úrslitum. I 200 m fjórsundi synti hún
á 2:29,10 mín. Aðeins frá íslandsmetum
sínum í þessum greinum enda mikið
álag á henni í keppninni. -hsim
Einar og Sigurður
til Kaupmannahafnar
Golfklúbbur Vestmannaeyja gengst
fyrir opinni hjóna- og parakeppni í
golfi laugardaginn 16. ágúst. Upplýs-
ingar um keppnina og skráning er í
síma 98-2363.
Spjótkastaramir Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson fara til
Kaupmannahafiiar til að taka þar þátt í sterku alþjóðlegu frjálsíþrótta-
móti á fimmtudaginn. Þar verða saman komnir margir af snjöllustu
ftjálsíþróttamönnum Evrópu, enda mótið tilvalið undirbúningsmót fyrir
Evrópumeistarakeppnina í Stuttgart sem hefst 22. ágúst. -SOS