Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 12. AGUST 1986.
17
Iþróttir
AKreð, Bjami, Krístján, Páll
og Sigurður klárir í slaginn
- í tvo landsleiki gegn V-Þjóðverjum í V-Þyskalandi
AUir íslensku handknattleiksmenn-
imir sem leika í V-Þýskalandi eru
klárir í landsleiki íslendinga gegn V-
Þjóðverjum, sem fara fram í V-Þýska-
landi 15. og 16. september. Það er þó
enn óvíst hvort Atli Hilmarsson, Bay-
er Leverkusen, geti leikið. Hann hefur
átt við meiðsli að stríða og verður
aðeins búinn að leika einn leik i „Bun-
desligunni" fyrir landsleikina.
Alfreð Gíslason, Essen, Páll Ólafc-
son, Dússeldorf, Bjami Guðmundsson,
Wanne Eicken, Sigurður Sveinsson,
Lemgo og Kristján Arason, Gummers-
bach, em tilbúnir að leika leikina.
Handknattleikssamband fslands hefur
sent þeim handknattleiksmönnum sem
leika erlendis bréf, þar sem þeim er
sagt frá drögum að undirbúningi
landsliðsins fyrir ólympíuleikana í
Seoul 1988. Landsliðsmennimir eiga
að vera búnir að gefa HSÍ svar síðar
i þessum mánuði um hvort að þeir séu
tilbúnir eða eigi möguleika á að taka
þátt í þeim undirbúningi.
Leikmennimir eiga eftir að bera
þessi drög undir forráðamenn þeirra
félaga sem þeir leika með og einnig
vinnuveitendur í V-Þýskalandi. Ef
leikmennimir fá jákvæð viðbrögð em
þeir allir tilbúnir í slaginn.
Kristján Arason hefur enn ekki
fengið endalega gengið frá félaga-
skiptum frá Hamlen til Gummersbach,
þar sem forráðamenn Hamlen vilja fá
yfir 100 þúsund mörk fyrir Kristján.
Málið er nú í biðstöðu, þar sem mikið
ber á milli hjá félögunum. Gummers-
bach er ekki tilbúið að greiða eins háa
upphæð fyrir Kristján og Hamlen fer
fram á.
-SOS
„Alvarlegt áfall
ensku liðin“
„Þessi ofbeldisverk áhangenda
ensku knattspymufélaganna verða
efiaust til þess að seinka mjög að
ensk félög fái að taka þátt í Ev-
rópukeppni á ný,“ sagði Harry
Cavan, einn af varaforsetum PIFA,
í Lundúnum í gær og bætti við.
„Þetta er alvarlegt áfall fyrir enska
knattspymusambandið og félög inn-
an þess.“ í fyrrinótt kom til átaka
milli lögreglu í Amsterdam og en-
skra óaldarseggja eftir leik Ajax og
Man. Utd þar í borg um kvöldið. 19
ára piltur var handtekinn, þegar
hann braut rúðu á kínverskum mat-
sölustað þegar 80-100 áhangendur
United fóru um miðborgina. Réðust
þeir að fólki og bílum. Lögreglan
notaði kylfúr og hunda til áð dreifa
hópnum. Enginn slasaðist alvarlega
og í gærmorgun hélt lýðurinn til síns
heima frá Amsterdam.
Á fimmtudag kom til átaka á ferju
sem var að flytja enska yfir Ermar-
sundið á knattspymuleiki í Holl-
andi. Skipstjóri feijunnar sneri þá
aftur til Englands og ofbeldisseg-
gimir voru settir í land.
Stjóm UEFA, knattspjTnusam-
bands Evrópu, mun koma saman til
fúndar í Prag í Tékkóslóvakíu 11.
september nk. og verður þar fjallað
um þessi mál. -hsím
Ivan Lendl vann Boris Becker
Tékkinn Ivan Lendl, sem er talinn
besti tennisleikari í heiminum núna,
náði fram hefndum á Boris Becker
fyrir ósigurinn á Wimbledon á tenn-
ismóti í Bandaríkjunum um helgina.
Lendl vann Becker 6-4 og 7-6 og
stóð viðureign þeirra félaga í tvær
klukkustundir. Fyrir sigurinn fékk
Lendl 1,6 milljónir kr. og bíl að auki.
Becker fékk helmingi minni upphæð
í sinn hlut en engan bíl.
-SMJ
Símsendir leikir
til Húsavíkur
og Akureyrar
Húsvíkingar fóru að hætti KA-
manna og símsendu leik sinn við
UMFN sunnan úr Njarðvíkunum á
laugardaginn norður í félagsheimilið
á Húsavík þar sem 150 manns hlust-
uðu á lýsingu Freys Bjarnasonar af
leiknum. „Þetta tókst vel,“ sagði
Freyr þegar DV innti hann eftir ár-
angrinum, „um 150 manns voru í
félagsheimilinu og stemmningin var
gífurlega góð. Veðbanki var í gangi
en enginn gat upp á 3-4 úrslitum svo
við fengum allan pottinn sem var góð
summa. Einnig gekk Ævar Árnason,
formaður knattspymudeildar, um
með hatt á meðal hlustenda og varð
vel ágengt." Okkur sýnist að þarna
sé á ferðinni ágæt lausn á því að
missa ekki „áhorfendur“ að útileikj-
unum. Með aðstoð símatækninnar
er hægt að lýsa leiknum beint til
fylgjenda viðkomandi félags sem
sitja og drekka kaffi ásamt því að
leggja eitthvað í sjóð félagsins sem
„hlustendur" í þægilegum húsa-
kynnum, óháðir veðri og vindum.
Þama gætu aðrir hæglega farið að
dæmi norðanmanna og haft gott upp
úr því.
emm
> Þormóður Einarsson sést hér lýsa leik KA gegn Þór beint i sima frá
augardalsvelli.
Slavi til Hamborgar
Hamburger SV hefur keypt júgóslavneska leikmanninn Sascha Jusufi
frá Saarbrúcken fyrir átta milljónir króna. Þó em þau ákvæði í samn-
ingnum, en hann gildir í tvö ár, að Slavinn verði ekki leikmaður hjá
Hamborg nema hann fái vestur-þýskan ríkisborgararétt. Á því em mikl-
ar líkur. Jusufi er 23 ára. Tveir erlendir leikmenn em fyrir hjá Hamborg.
Gerard Plessers, Belgíu, og Miroslav Okonski, Póllandi. hsím
Lineker meiddist
Hinn nýi miðheiji Barcelona, Gary
Lineker, hefur nú fengið að kynnast
hörkunni í spænsku knattspyrnunni.
Hann rifbeinsbrotnaði í æfingarleik
þegar hann lenti í samstuði við
markvörð Real Mallorca, Marok-
kómanninn Badou Ezaki. Ezaki
vakti mikla athygli í Mexíkó.
Barcelóna vann leikinn, 2-1, og var
það Mark Hughes sem skoraði sigur-
markið. Hughes hefur staðið sig
mjög vel í æfingarleikjum að undan-
fömu og er hann með eitt mark að
meðaltali í leik. Þá hefur samvinna
hans og Lineker verið góð. Líklegast
er talið að þeir Hughes og Lineker
verði í liðinu í vetur og v-þýska vand-
ræðabamið Bemd Schúster settur
út í kuldann. Schúster, sem er ekki
í náðinni hjá Terry Venables, þjálf-
ara Barcelona, hefur ekkert tekið
þátt í æfingarleikjum að undanfömu.
Robertson til Tottenham?
Svo gæti farið að einn efiiilegasti
framheiji Skota, John Robertson hjá
Hearts, gengi til liðs við Tottenham.
Hinn nýi framkvæmdastjóri Totten-
ham, David Pleat, hafði mikinn áhuga
á Robertson þegar hann var stjóri hjá
Luton. Nú þegar ljóst er að Luton
ætlar ekki að selja Mick Harford er
líklegast að Pleat kaupi Robertson.
-SMJ
• Hugrún Ólafsdóttir, Þór.
14 ára og
íslandsmet
Hugrún Ólafedóttir, sundkonan komunga
frá Þorlákshöfn, 14 ára, setti íslandsmet í
400 m skriðsundi í Laugardalslaug um helg-
ina. Synti á ágætum tíma, 4:28,69 mín., og
bætti eigið met á vegalengdinni. Það var á
aldursflokka-meistaramótinu, keppendur
550 á aldrinum 8-18 ára. Lið Ægis sigraði.
Hlaut 328 stig. Vestri, ísafirði, í öðm sæti
með 301 stig og Bolungarvík í þriðja með
250. Öll félög í keppninni hlutu stig.
Auk Islandsmets Hugrúnar vom mörg
íslandsmet sett í aldursflokkum. Ingibjörg
Amardóttir, Ægi, setti telpnamet í 200 m
fjórsundi, 2:33,86 mín. Ama Sveinbjöms-
dóttir, Ægi, setti meyjamet í 100 m skrið-
sundi, 1:05,30 mín., og 50 m flugsundi, 34,52
sek. í 50 m skriðsundi hnáta, 10 ára, setti
Ema Jónsdóttir, Bolungarvík, met, 34,00
sek. í 4x100 m fjórsundi stúlkna setti sveit
HSK met, 4:44,75 mín., og í 4x100 m skrið-
sundi drengja setti sveit Bolungarvíkur, met
4:24,80 mín. -hsím
Stómiót á Spáni
Real Madrid sigraði brasilíska liðið Flum-
inense, 2-0, í keppni fjögurra stórliða í La
Linea á Spáni, rétt hjá Gíbraltar. Þeir Hugo
Sanchez, Mexíkó, og spánski landsliðsmað-
urinn Michel skoruðu mörk Real eftir að
venjulegum leiktíma var lokið. Dómarinn
bætti við nokkrum mínútum vegna meiðsla
leikmanna og tafa.
Man. Utd sigraði Fluminense nýlega á
heimavelli, 4-3, eftir vítaspymukeppni.
Jafiit, 0-0, eftir 90. mín. Áhorfendur 32.275.
hsim
Mezeytil Kuwatt
György Mezey, fyrrum landsliðsþjálfari
Ungveijalands, sem sagði starfi sínu lausu
á HM í Mexíkó, hefur verið ráðinn lands-
liðsþjálfari Kuwait.