Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Síða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
>
Suðuriand:
Athyglisverðir staðir
í Suðurlandskjördæmi stendur
ferðaþjónusta á gömlum merg og er
stöðugt verið að laga hana með betri
samgöngum, með byggingu glæsi-
legra gisti- og veitingastaða og fleiri
þjónustustaða sem kemur ferðafólki
til góða.
Á Suðurlandi finnast flestir þeir
staðir sem erlendir ferðamenn koma
um langan veg til að skoða og njóta
og íslendingar heimsækja oft um
ævina. Má þar nefria Þingvelli,
Geysi, Gullfoss, Heklu og Vest-
mannaeyjar.
í Fljótshlíð erum við á slóðum
Njálssögu og minna ömefni mjög á
foma viðburði og fræga menn. Á
Sámsstöðum er tilraunastöð í jarð-
rækt og sérstaklega komyrkju frá
1927. Nokkru innar er skógræktar-
stöð, rekin frá 1946, á Tumastöðum.
Hlíðarendi, kirkjustaður og bær
Gunnars Hámundarsonar, rís hátt í
hlíð til vinstri. Merkjárfoss eða
Gluggafoss er nokkru innar. Þar íyr-
ir innan er Múlakot með frægum
trjágörðum. Guðbjörg Þorleifsdóttir
hóf þar trjárækt 1897 og var braut-
ryðjandi í því efhi.
Selvogur er fámennt og sérkenni-
legt byggðarlag þar sem er að finna
einhverja merkilegustu kirkju
landsins og er mjög gott að heita á
hana. Veiðimenn vom einhverju
sinni við véiðar í Hlíðarvatni og
gekk treglega hjá einum þeirra. Lét
hann þá þau orð falla að hann héti
50 krónum á hvem veiddan silung
og það ótrúlega gerðist, veiðimaður-
inn byrjaði að fá silunga og það
marga, varð aflahæstur í hópnum
og borgaði áheit sín. Úr Selvogi má
aka áfram um Krísuvík og hjá Klei-
farvatni til Reykjavíkur eða halda
áfram með ströndinni til Grindavík-
ur.
Á Eyrarbakka er Húsið frá 1765,
danskt kaupmannshús, og á Stokks-
eyri er Þuríðarbúð, fom verbúð sem
er varðveitt sem safn. Skammt aust-
an Stokkseyrar er Baugsstað-
arjómabúið sem varðveitt er með
fomum ummerkjum.
Hekla hefur gosið nær tuttugu
sinnum á sögulegum tíma og er tví-
mælalaust frægasta eldfjall landsins.
Hæð hennar er 1491 m og umhverfis
hana hraun og sandar.
Þingvellir em sögufrægasti og
einn fegursti staður landsins. Þar
stóð Alþingi frá 930-1798. Meðal
kennileita em Almannagjá, Lög-
berg, Öxarárfoss, Þingvallabær og
kirkja. I baksýn em Botnssúlur,
Armannsfell, Skjaldbreiður (1060 m)
og Hrafhabjörg. Þingvallavatn er
stærsta stöðuvatn landsins, tæpir 84
ferkílómetrar og meira en 100 m
Útivist
Gunnar Bender
djúpt. Það er margt sem hægt er að
skoða á Þingvöllum og stund þar
ætti að vera vel notuð, hvort sem
menn fræðast, skoða eða veiða.
Laugarvatn er stærsti skólastaður
í sveit hér á landi. Skólahús em
nýtt sem sumarhótel og á Laugar-
vatni er ýmislegt fyrir ferðamenn.
I Skálholti var biskupsstóll frá
1056 til 1784 og löngum skólasetur.
Endurreisn mikil hefur orðið í Skál-
holti á síðari hluta þessarar aldar.
Þar er nú ný og fögur kirkja og lýð-
háskóli.
Meðal minja frá fyrri tíð í Skál-
holti er steinkista Páls Jónssonar
biskups, d. 1211.
Gullfoss og Geysir em einhveijir
frægustu ferðamannastaðir landsins.
Norðan Geysis er Haukadalur, fomt
skólasetur. Frá Gullfossi liggur fjall-
vegur norður hálendið, fram hjá
Hvítárvatni og Hvítámesi á vinstri
hönd og Kerlingarfjöllum á hægri
hönd.
í Þjórsárdal em fom eyðibýli sem
huldust í ösku og vikri í Heklugos-
inu mikla 1104. Einn þessara eyði-
bæja hefur verið grafinn upp. Það
er Stöng. Nokkm neðar í dalnum
var reistur sögualdarbær 1974, þar
sem heitir Skeljastaðir. Margir fagr-
ir fossar em í dalnum.
Veiðivötn em staður sem veiði-
menn leggja leið sína til á hveiju
sumri og veiða. Frá Veiðivötnum
liggur fjallvegur í Jökulheima, sælu-
hús í Tungnaárbotnum við vestur-
jaðar Vatnajökuls.
I Landmannalaugum er sæluhús
Ferðafélags íslands og heitur lækur
og leirhver, kjömir baðstaðir ferða-
manna. Náttúrufegurð er við
bmgðið í Laugum og litadýrðin get-
ur verið stórkostleg.
Skógafoss fellur austan Skóganúps
og er yfir 60 m hár.
Oddi á Rangárvöllum er eitt víð-
frægasta höfúðból í sögu landsins.
Þar stofnaði Sæmundur fróði skóla
og sonarsonur hans, Jón Loftsson.
Skaftáreldahraun er austan Eld-
hrauns eða Nýjahraun frá 1783. Þar
er mesta hraun úr einu gosi á sögu-
legum tíma og 565 ferkílómetrar að
flatarmáli.
I Þórsmörk finnum við Langadal,
Húsadal, Valahnjúk, Slyppugil,
Hamraskóga og margt fleira. Þús-
undir ferðamanna heimsækja
Þórsmörk á hveiju ári og eyða löng-
um tíma þar, enda margt að sjá.
Við höfum aðeins stiklað á stóm
um Suðurland og það er greinilega
af ýmsu að taka og skoða. Gefi mað-
ur sér tíma verður maður margs
vísari um Suðurland.
Heimild: Ferðavísir um Suðurland.
G. Bender.
Það er ýmislegt hægt að skoða í Þórsmörk og svo eru kvöldvökumar skemmtilegar.
Esso-skálinn
opnaður
á EskHirði
Emil Thoraiensen, DV, Eskifiiði:
Um verslunarmannahelgina var
opnaður nýr og snyrtilegur söluskáli
Olíufélagsins á Eskifirði og ber nafnið
„Esso-skálinn“. Húsnæðið, sem er um
500 fermetrar, var reist á síðastliðnum
tveimur mánuðum en grunnurinn var
»»tekinn i fyrra. Esso-skálinn er vel stað-
settur því hann er í botni fjarðarins á
hægri hönd þegar keyrt er niður hlíð-
ina. Tjaldstæði em á túninu handan
við skálann. Elínborg Þorsteinsdóttir,
* rekstrarstjóri skálans, sagði að boðið
yrði upp á alla venjulega þjónustu.
Grill er í öðrum endanum og sæti fyr-
ir 32, alls konar sælgæti, ís og kaffi. í
hinum endanum em olíuvörumar og
sér Ólafúr G. Gunnarsson um þær
ásamt bensínafgreiðslunni.
Elínborg sagði fréttaritara að fyrstu
2 dagana sem skálinn væri búinn að
^ vera opinn hefði fólk fjöLmennt og lof-
aði það góðu um reksturinn í framtíð-
inni. Þessi nýja þjónustugrein mun
skapa 6 manns atvinnu hér á staðnum.
Formlega var Esso-skálinn opnaður á
fostudagskvöldið með veglegu opnun-
arhófi að viðstöddum mörgum gestum.
Athygli vakti þó að enginn hinna háu
herra frá Olíufélaginu hf. í Reykjavík
lét sjá sig.
Umboðsmaður Olíufélagsins á Eski-
firði er Aðalsteinn Valdimarsson, tók
hann við því starfi af Amþóri Jensen.
Og rétt er að geta þess að síðustu ár
hefur engin bensínafgreiðsla frá Esso
verið á Eskifirði.
Segja má að þjónusta hér á Eskifirði
hafi tekið stakkaskiptum í ár því fyrr
í sumar vom gagngerar breytingar
gerðar á Shell-skálanum og þar komið
upp grilli. I báðum þessum söluskálum
er þjónustan góð og rekstraraðilum
þeirra til sóma. Ekki þarf að fara
mörg ár aftur í tímann til að minnast
þess að ekki var hægt að fá keypta
pylsu, hvað þá grillrétti. Svo skemmti-
lega vill til varðandi þessa samkeppni
skálanna að það em bæjarstjómar-
menn sem veita þeim forstöðu.
Þannig er Aðalsteinn Valdimarsson
fyrrverandi bæjarstjómarmaður fyrir
Framsóknarflokkinn og forseti bæjar-
stjómar en Guðmundur Á. Auðbjöms-
son hefúr setið í stjóm bæjarins fyrir
Sjálfstseðisflokkinn í yfir 30 ár. Hann
veitir Shell-skálanum forstöðu. Hvor-
ugur þessara bæjarstjómarmanna gaf
kost á sér til setu í bæjarstjóm síðasfr
hðið vor og hafa ákveðið að einbeita
sér að rekstri þessara söluskála olíufé-
laganna. Nú er bara að sjá hvemig
þeim tekst til við að lokka viðskipta-
vinina til sín.
Hér sést Esso-skalinn á Eskifirði þegar þreyttir ferðalangar koma að honum.
Inni er hægt að kaupa olíuvörur, is, kaffi, sælgæti og fleira.