Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986. * Sviðsljós Ólyginn sagði... Stefanía af Mónakó hefur misst sinn einka-Tars- an og er því fremur döpur þessa dagana. Christophe Lambert var hundleiður á því að standa í skugga sinnar heittelskuðu hvert sem þau fóru og sigldi því sína leið - hreinræktaður Fúll á móti. Allir skrifuðu og töluðu um fatahönnun prinsessunnar, plötuna hennar og annað í þeim dúr og það var sama hvernig filmu-Tarsan reyndi að belgja út brjóstkassann og sýnast sætur, ekki nægur fjöldi augna fylgdi tilburð- unum. Enda reyndi hann víst ekki að nota öskrið fræga í fjölmenni ... er þekkt fyrir sitt fagra hár sem er í líflegra lagi og virð- ist ekki hárahörgull á því höfðinu. En nú segja illar tungur að svo sé einmitt raunin - hárin þurfi flest að festa á sinn stað og sjái hár- greiðslumaðurinn um þá hlið málanna tvisvar í viku. Það er engu að treysta á þessum síðustu og verstu gervitímum. er gjörbreytt manneskja að dómi fróðra í Hollívúdd. Ekki vegna þess að hún hafi ákveðið að lifa samkvæmt indverskri meimspeki eða annað álíka - breytingin er mun rótttækari. Sú fagra frauka ákvað að láta lappa aðeins upp á annars ágætt sköpunarverk náttúrunnar og gekkst því undir feg- runaraðgerð. Einhverjir sakna sárt gamalla og góðra andlitsdrátta gyðjunnar en hún haggast ekki við rauna- tölur og segist hæstánægð með árangurinn. Fjalla- hiingui, mið- nætui- sól og vídeó Sýning Sigrúnar Harðardóttur á vídeóverkinu Dögun, sem fram fór á miðnætti í Öskjuhlíðinni í síð- ustu viku, vakti heilmikla athygli og á staðinn mættu um þrjú hundr- uð manns. Sigrún er búsett í Amsterdam og hefur verið þar við nám og störf undanfarin fimm ár. Veður var hið besta og undu gest- ir sé drykklanga stund við vídeó- skoðun og sælgætisát því borin voru fram alls kyns sætindi í hinum einu réttu vídeólitum til þess að undirstrika áhrifin. Verkinu var rennt í gegn um þrjá skerma aftur og aftur og hverju sinni sást eitt- hvað nýtt sem ekki hafði náð athyglinni í fyrri umferðum. Að- spurð sagðist Sigrún hafa unnið Dögun í júnímánuði á þessu ári og þá í Amsterdam. „Ég vinn þetta sem editeringu og fítbakk - tek svo raunveruleikann og steypi yfir í abstraktsjón," út- skýrði listamaðurinn á meðan verkið rann örugglega á skermun- um. „Þetta var unnið á þrjá skerma, tekið með einni vél og síðar er notast við þrjá myndskjái og þrjú myndbönd. Klipping er notuð til þess að ná fram hreyfingu frá ein- um myndskjá til annars. I haust tekur hins vegar við verkefni sem er unnuið á súperátta kvikmynd sem ég færi yfir á myndband. Með því fæ ég grófkornóttan myndflöt sem ég tel hæfa því myndefni sem ég er að vinna að núna.“ Og varla getur hún kvartað yfir áhugaleysi landans því sem áður sagði mættu fjölmargir til þess að fylgjast með þessari fyrstu vídeó- myndlistarsýningu undir berum himni. Vídeóverkið Dögun naut sín vel í Öskjuhlíðinni með Esjuna, Skarðsheiði, Akrafjall og miðnætursól sem leiktj- öld að baki. Meðai áhorfenda voru þessir þrælhressu fjórmenningar - Magni Kristjánsson, útgerðarmaður frá Neskaup- stað, Magnús Þór Jónsson - Megas - , Loftur Ólafsson tannlæknir og Ágúst Rúnarsson, framkvæmdastjóri Ævintýraferða á íslandi. Gestir syndu verkinu mikinn áhuga og á staðinn mættu þrjú hundruð manns. DV-myndir KAE Stj örnumömmur Myndarkvensurnar, sem hér sjást, eiga það sameiginlegt að börnin þeirra eru heimsfræg og dáð af fjöld- anum. í tilefni af mæðradeginum á næsta ári hefur Dick Clark unnið að sjónvarpsþætti sem sendur verður út í fyllingu tímans og fyrir þáttinn var þeim kerlum safnað saman á einn og sama staðinn. Þetta eru þær 1. Jean Howard (Ron Howard), 2. Mari- on Dugan (Dennis Dugan), 3. Diana Kind (Barbra Streisand), 4. Selma Bullock (Tina Tumer), 5. Martha Selleck (Tom Selleck), 6. Maria Gurdin (Nathalie Wood), 7. Dorthy Ritter (John Ritter), 8. Loretta Will- iams (Billy Dee Williams), 9 Mable Johnson (Diahann Carroll), 10. Ge- orgia Holt (Cher), 11. Bernice Janssen (David Janssen), 12. Virgin- ia Funicello (Annette Funicello).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.