Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1986, Page 31
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986.
31 w
Útvaip - Sjónvarp
Vedrið
Sjónvaip, kl. 20.35:
Afkomendur
Inka í Perú
Inkakóla nefnist þriðji þáttur ást-
ralska heimildamyndaflokksins um
Suður-Ameríku, sem verður sýndur í
kvöld. Þar verður fjallað um afkom-
endur inkanna í Perú. Pizzey sögu-
maður ferðast um söguslóðir
inkaveldisins og segir frá því hvemig
nokkrir óvenjulegir Spánverjar eyði-
lögðu samfélag inkanna.
Hann finnur índíána hátt uppi í
Andesfjöllum, sem lifa á sama hátt og
forfeðumir gerðu, yrkja jörðina og
halda þjóðareinkennum sínum. Marg-
ir hafa þó flutt til borganna þar sem
þeir lifa við kröpp kjör í fátækrahverf-
unum og drekka nýjasta svaladrykk-
inn, Inkakóla.
Pizzey ræðir einnig við forseta Perú
sem tjáir honum að framtíð þessa fólks
sé þvi miður ekki björt.
Helena er dulafull kona i vafasomum
félagsskap.
Sjónvarp kl. 21.40:
Málin
flækjast
á Kýpur
Þátturinn Arfur Afródítu endaði
allóþægilega á síðasta þriðjudag og
hafa eflaust margir átt erfitt með að
bíða í heila viku eftir framhaldinu.
David Collier hafði mælt sér mót við
Eric Morrison, vinnufélaga og besta
vin bróður síns, en fundur þeirra en-
daði snögglega þegar á þá var hafin
skothríð. Helena og dularfulli vinur
hennar höfðu elt David á fundarstað-
inn og fylgst vel með öllu. Morrison
flúði á hlaupum, en David særðist á
fæti. Hann leitaði skjóls við lítinn klett
og svaf þar um nóttina. Þegar sólin
kom upp og hann opnaði augun, sá
hann hvar vopnaður maður stóð uppi
á hæð og horfði niður til hans. Þar
með lauk síðasta þætti og þá er bara
að vita hvemig þetta fer í kvöld.
Þátturinn í kvöld er sá fjórði af átta.
David er leikinn af Peter McEnery en
Alexandra Bastedo fer með hlutverk
Helenu.
Nýjustu raddirnar
á rás 2
Við og við heyrast nýjar raddir á rás
tvö og velta eflaust margir fyrir sér
hvaða andlit séu á bak við þessar radd-
ir. Til að hlustendur þurfi ekki að
gera sér rangar hugmyndir um útlit
þessa úrvalsfólks birtum við hér mynd
af nýliðunum. Þau eru, talið frá
vinstri, Ásgerður Flosadóttir, Guðríð-
ur Haraldsdóttir, Bjami Dagur Jóns-
son og Andrea Guðmundsdóttir.
Ásgerður sér um þáttinn Frítímann
klukkan fjögur á föstudögum en það
er tónlistarþáttur með ferðamálaívafi.
Guðríður sér um Bamadagbókina í
morgunútvarpinu alla virka daga
nema föstudaga. Þáttur Bjama Dags
nefhist Á sveitaveginum og er á dag-
skrá annan hvem mánudag frá þrjú
Nýliðarnir á rás tvö, Ásgerður, Guðríður, Bjarni Dagur og Andrea.
til fjögur en í honum er leikin kántrí- Hitt og þetta á fimmtudögum þar sem
tónlist. Andrea sér síðan um þáttinn hún leikur tónlist af rólegra taginu.
Vernharður Linnet er umsjónarmaður Barnaútvarps á rás eitt en í þvi er nú
verið að framha!ð<?söaiina um múmíuna eem hvarf
Útvarp, rás 1, kl. 17.03:
Múm-
ían
sem
hvarf
I gær, mánudag, byijaði ný fram-
haldssaga í Bamaútvarpinu sem heitir
Múmían sem hvarf og er eftir einn
vinsælasta bamabókahöfúnd Dana
um þessar mundir. Sagan íjallar um
þá félaga úr hryllingssafhinu, Dracula,
sem raunar er kallaður Gúlli, Edda
varúlf og Mumma múmíu. Þeir fara
saman til borgarinnar og lenda í hin-
um ótrúlegustu ævintýrum. Mummi
múmía týnist og þeir kumpánar gera
sér lítið fyrir og ræna stráknum
Fredda til að aðstoða sig við leitina.
Margt freistar þeirra þó í nútímasam-
félagi og er Eddi vaiúlfúr til dæmis
orðinn sjúkur í hamborgara. Gúlh'
heldur sig þó við sömu fæðutegundina
en á í mestu erfiðleikum með að finna
ómengað blóð
í dag verður austan gola eða kaldi
á landinu. Á Suður- og Austurlandi
verða skúrir en að mestu þurrt í öðrum
landshlutum. Hiti 9-14 stig.
Veðrið
Akureyri
Egilsstaðir
Galtarviti
Hjarðarnes
Kefla víkurflugvöllur
Kirkjubæjarklaustur
Raufarhöfn
Reykjavík
Sauðárkrókur
Vestmannaeyjar
léttskýjað
léttskýjað
þoka
skýjað
úrk. i gr.
skúr
þoka
léttskýjað
þoka í gr.
úrk. i gr.
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen
Helsinki
þokaigr. 12
rigning á 13
síðustu klst.
Kaupmannahöfn skýjað 14
Osló léttskýjað 11
Stokkhólmur skýjað 13
Þórshöfn rigning 11
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve
Amsterdam
Barcelona
(Costa Brava)
Berlín
Chicago
Feneyjar
(Rimini ogLignano)
Frankfurt
Glasgow
LasPalmas
(Kanaríeyjar)
London
Madrid
Malaga
(Costa DelSoI)
Mallorca
(Ibiza)
Montreal
New York
Nuuk
París
Róm
Vín
Winnipeg
Valencía
skýjað 24
skýjað 18
skýjað 25
skýjað 24
léttskýjað 22
heiðskírt 28
skýjað 27
léttskýjað 18
léttskýjað 24
skúr á síð- 19
ustu klst.
léttskýjað 29
hálfskýjað 35
léttskýjað 28
skýjað 22
skýjað 28
súíd 8
skýjað 22
heiðskírt 27
léttskýjað 27
hálfskýjað 21
léttskýjað 29
Gengið
Gengisskráning nr. 149-12. ágúst
1986 kl. 09.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 40,640 40,760 41,220
Pund 60.350 60,529 60,676
Kan. dollar 29,270 29,356 29,719
Dönsk kr. 5,2461 5,2616 5,1347
Norsk kr. 5,5154 5,5317 5,4978
Sœnsk kr. 5,8597 5,8770 5,8356
Fi. mark 8,2694 8,2938 8,1254
Fra. franki 6,0481 6,0659 5,9709
Belg. franki 0,9491 0,9519 0,9351
Sviss. franki 24,3791 24,4511 23,9373
Holl. gyllini 17,4316 17,4831 17,1265
Vþ. mark 19,6423 19,7003 19,3023
ít. líra 0,02856 0,02864 0,02812
Austurr. sch. 2,7911 2,7994 2,7434
Port. escudo 0,2774 0,2782 0,2776
Spá. peseti 0,3026 0,3035 0,3008
Japansktyen 0,26342 0,26420 0,26280
írskt pund 54,559 54,720 57,337
SDR 49,1371 49,2823 48,9973
ECU 41,4386 41,5609 40,9005
Símsvari vegna gengisskráningar 22190.
*>>
MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá mér
eintak af