Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1986.
Fréttir
„Eins og öll Reykjavík
ætli að ganga úr mmi“
- sagði Hrafnhildur Pálsdóttir hjá Ferðaskrífstofu ríkisins
„Það hefur verið gífurlega mikið
að gera hér, bæði hvað varðar pant>
anir og framboð á húsnæði. Við
erum hætt að taka niður tilboð um
húsnæði og erum núna að skoða það
sem við höfum fengið. Húsnæðið er
út um allt og af öllum stærðum og
gerðum. Meira að segja höfum við
fengið tilboð um húsnæði austur í
Hreppum. Annars er mest héðan úr
bænum en það er eins og öll Reykja-
vík ætli að ganga úr rúmi þennan
tíma,“ sagði Hrafnhildur Pálsdóttir
hjá Ferðaskrifstofu ríkisins þegar
DV leitaði upplýsinga í gær um hvað
liði framboði á gistirými vegna leið-
togafundarins í næstu viku. Það
kom einnig fram að töluvert væri
um það að fólk byði fram einbýlishús
en þau mættu afgangi því eftirspum-
in væri mest eftir herbergjum með
morgunverði. Það verður því að
koma í ljós hvort einbýlishúsin
ganga út. Einnig er töluvert spurt
eftir bílum en því er yfirleitt vísað á
bílaleigumar. „Annars virðast út-
lendingamir leggja aðaláherslu á
það að fá einhvem stað til að sofa
á,“ sagði Hrafiihildur.
Kröfumar, sem gerðar em til þess
húsnæðis sem Ferðaskrifstofa ríkis-
ins leigir út á sínum vegum, em
einfaldar: Hreint og þokkalegt her-
bergi, helst með morgunverði. Fyrir
slíkt herbergi em greiddar 1.600
krónur en 2.400 fyrir tyeggja manna
herbergi. SJ
Allur farangur erlendra ferðamanna sem koma til landsins er nú grandskoðaður vegna hertrar öryggisgæslu í tengls-
um við leiðtogafundinn i næstu viku.
Hert ötyggisgæsla á Keflavíkurflugvelli
Útlendingar í gegnum
sérhlið í tollinum
Útlendingar sem koma hingað til
lands þurfa nú að fara í gegnum mun
nákvæmari tollskoðun en tíðkast hef-
ur. Em þessar ráðstafanir gerðar
Svissneskir ferðalangar að fylla út
eyðublöð útlendingaeftirlitsins á
Keflavíkurflugvelli í gær.
DV-myndir KAE
vegna leiðtogafundarins hér í næstu
viku.
f vegabréfaskoðuninni þarf hver ein-
asti útlendingur að fylla út eyðublað
þar sem kemur ffarn hvert erindi hans
hingað er, hversu lengi hann muni
dvelja hér og hvar. Þetta mun ekki
vera alveg nýtt af nálinni hér á landi
en að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar,
lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli,
er langt síðan þetta var gert síðast.
Þegar kemur að tollskoðuninni fara
útlendingar í gegnum sérhlið þar sem
hver einasta taska er opnuð og fram
fer nákvæm vopnaleit í farangri og á
fólki.
Enn sem komið er em það einungis
útlendingar sem ganga í gegnum þetta
herta eftirlit, en Þorgeir sagði að ís-
lendingar gætu búist við þessu líka
ef svo ber undir og að sjálfsögðu er
tollskoðað hjá þeim eins og öðrum, en
þeir fara í gegnum sérstakt hlið.
„Þetta aukna eftirlit kallar að sjálf-
sögðu á aukinn mannskap og nú erum
við með tvo á hverju hliði þar sem
útlendingamir fara í gegn. En það fer
náttúrlega eftir álagi hversu marga
við erum með á vakt hverju sinni,“
sagði Þorgeir aðspurður um hvemig
tollgæslan væri í stakk búin til að
mæta hertu eftirliti.
Ekki orðið varir við kvartanir
Það kom fram hjá tollvörðunum á
Keflavíkurflugvelli að þeir hefðu ekki
orðið varir við kvartanir hjá útlend-
ingunum sem væm að koma til
landsins þó eftirlit hefði verið hert.
Það var samdóma álit þeirra sem vom
í afgreiðslunni að ferðamennimir
skildu þetta og vissu yfirleitt flestir
hvers vegna eftirlitið hefði verið hert.
Þegar DV var í Keflavík í gær vom
um það bil 70 erlendir ferðamenn að
fara í gegnum tollinn og tók sú af-
greiðsla um 45 mínútur samkvæmt
nákvæmum mælingum tollgæslunnar.
SJ
íslendingar fara nú i gegnum sérstakt
hliö tollgæsiunnar á Keflavikurflug-
velli þegar þeir koma til landsins.
Bandaríska sendiráðið hefur
pantað 200 bfla hjá Hreyfli
„Nokkrum mínútum eftir að búið
var að ákveða að fundurinn yrði í
Reykjavík byrjaði síminn að hringja
hér og hefur varla stoppað síðan.
Við erum þegar byrjaðir að flyta
menn frá Keflavík vegna fundarins
og bandaríska sendiráðið hefur
pantað 200 bíla hjá okkur frá 5.-15.
október," sagði Einar G. Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri Hreyfils í
samtali við DV í gær.
Hann sagði að CBS hefði líka gert
pöntun hjá þeim um 20 bíla. „Við
reynum að leysa þetta með sam-
vinnu milli stöðvanna, og Bifreiða-
stjórafélagið Frami hefur heimilað
að bílamir verði tvísetnir, þannig
að bílstjóramir finni sér menn með
meirapróf til að leysa sig af þannig
að leigubílamir geti gengið allan
sólarhringinn,“ sagði Einar, að-
spurður um hvemig stöðin væri í
stakk búin til að standa undir þessu
álagi.
Hann sagðist ekki eiga von á að
leitað yrði til fólks með einkabíla,
enda væri það ekki heimilt sam-
kvæmt lögum. Á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu eru milli 620 og 650
leigubílar og sagði Einar að ljóst
væri að erfitt yrði að fá leigubíla
helgina 11.-12. október. SJ
B'rfreiðastöð Steindórs:
Bauð Ferðamálaráði þjónustu sína
Engar pantanir hafa borist til Bif-
reiðastöðvar Steindórs um bíla á
meðan á leiðtogafundinum stendur
í Reykjavík.
„Við buðum Ferðamálaráði þjón-
ustu okkar á meðan fundurinn
stendur yfir. Við erum með rúmlega
50 smásendibíla, sem em t.d. hentug-
ir fyrir kvikmyndatökumenn. Það
var vel tekið í tilboð okkar en engin
svör ern komin enn,“ sagði Emil Þór
Emilsson, stöðvarstjóri hjá Steind-
óri, í samtali við DV i gær.
Nú þegar hafa breskir sjónvarps-
menn leigt bíl hjá Steindóri og
verður hann bundinn fram yfir
næstu helgi. -SJ
„Ekki okkar að fjölga bflum
- segir Hallkell Þorkelsson, Bæjarieiðum
„Það er ekki okkar að íjölga bílum
hjá stöðinni, um það gilda ákveðin
lög. Við munum hins vegar reyna
að tvísetja bílana, en við þurfum flo-
tann til að þjóna viðskiptavinum
okkar,“ sagði Hallkell Þorkelsson,
framkvæmdastjóri Bæjarleiða, að-
spurður um viðbúnað hjá þeim
vegna leiðtogafundarins.
Hann sagði að þeir hefðu fengið
upphringingar frá Bandaríkjunum
um leigu á bílum á meðan á fundin-
um stæði en þeir gætu ekki látið
nema ákveðinn fjölda í þetta. Nú
þegar er ljóst að líklega verða milli
50 og 70 bílar frá Bæjarleiðum
bundnir vegna pöntunar bandaríska
sendiráðsins. Alls eru Bæjarleiðir
með 155 bíla.
Haft var samband við Borgarbíla-
stöðina og BSR í gær og kom fram
hjá þeim að ekki væri búið að
ákveða neinn sérstakan viðbúnað
vegna leiðtogafundarins og væntan-
legs álags á leigubílamarkaðnum
vegna hans.
Eggert Thorarensen, forstjóri BSR,
sagði að haft hefði verið samband
við þá af aðilum sem sjá um bílamál-
in fyrir erlenda fréttamenn t.d. og
einnig hefðu ferðaskrifetofur haft
samband við stöðina. „Það hefur
enginn bíll verið ráðinn ennþá,
þannig að þetta er óljóst," sagði
Eggert. SJ
Bílaleigan Geysir:
Allir bflar upppantaðir
Haraldur Gunnarsson, eigandi
Bílaleigunnar Geysis, sagði í samtali
við DV í gær að þeir væru þegar
búnir að leigja alla þá bíla sem þeir
hefðu en það munu vera milli 40 og
50 bílar. Sömu sögu var að segja á
Bílaleigunni Ás en þar er búið að
leigja alla bíla stöðvarinnar í tengsl-
um við fund þeirra Reagans og
Gorbatsjovs.
„Það er enginn vafi á því að þessi
eftirspum er vegna leiðtogafundar-
ins enda eru þetta mestmegnis
blaðamenn sem hafa tekið bíla á
leigu hjá okkur,“ sagði Haraldur.
Aðspurður um viðbrögð við þessari
eftirspum sagðist hann hafa fengið
upphringingar frá fólki sem vildi
leigja bílana sína og sagðist hann
ætla að þiggja þau boð, þó svo hann
teldi bílaleigumar anna eftirspum-
inni að mestu. „Það þarf að tryggja
bílana en annars er þetta ekki svo
mikið mál, ég mun taka ákveðna
prósentu af leigunni eins og vaninn
er hjá ferðaskrifetofum þegar ein-
staklingar leigja eitthvað í gegnum
þær,“ sagði Haraldur.
Verð á bílum hjá Geysi er firá 29
dollurum eða 1.160 krónum upp í 35
dollara eða 1.400 krónur á dag og
síðan kemur kílómetragjald þar ofan
á. SJ