Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. Fréttir I þetta rúm mun Gorbatsjov halla sér ef hann ætlar að búa á Sögu. Gorbatsjov í svítunni á Hótel Sögu Gorbatsjov verður að öllum líkind- um í svítunni á Hótel Sögu á meðan á dvöl hans stendur. Ekki er enn ljóst hvar Reagan verður en þrír staðir koma til greina sendiherrabústaður BandanTíjamanna við Laufásveg, Ráðherrabústaðurinn við Tjamargötu eða hús forseta íslands við Laufásveg 72. I gær og í morgun hafa öryggisverð- ir úr Hvíta húsinu úr innsta hring forsetans kannað aðstæður á þessum stöðum og eins hafa aðstæður verið kannaðar á Hótel Sögu. Ekki hefur enn verið að fullu frá- gengið hvort Hótel Saga verður fundarstaðurinn en Steingrímur Her- mannsson sagði í gær að gengið væri út frá því sem vísu þar sem vart kæmi annar staður til greina. Aðspurður hvort fundarstaðimir yrðu tveir eins og gjaman hefur verið á fyrri fundum leiðtoganna, sagðist hann ekki vita það. Það vantaði ýms- ar upplýsingar frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Ef svo yrði hins vegar kæmi Höfði til greina. -KÞ Þetta er baðherbergið. DV-myndir KAE Verða vél- byssumenn á húsþökum? Framvarðasveit öryggisliðs leiðtog- menn. „Þessir menn eru svo pottþéttir anna, sem til Reykjavíkur kemur, verður öll vopnuð, en stóm svæði mun verða lokað og girt af, bæði í námunda við fundarstaðinn og þar sem leið- togamir búa. Steingrímur Hermannsson sagði ekki ástæðu til að óttast vopnaburð- inn þar sem þeir sem vopnin bæm væm sérþjálfaðir til þess og úrvals- að þeir geta skotið menn milli augn- anna úr hvaða stöðu sem er,“ sagði forsætisráðherra Er hann var spurður hvort menn, vopnaðir vélbyssum, yrðu á húsþökum í Reykjavík, eins og var í Genf á leið- togafundinum þar, sagðist hann ekki eiga von á því. -KÞ Óvíst um fljót- andi hétel Ekki er enn ljóst hvort skemmtiferða- ekki hafa fengið neinar upplýsingar skip kemur til með að leysa hótelvand- um það hvort af þessu yrði. Hins veg- ann þótt þegar hafi mörg skandinavísk ar sagði hann að ef skemmtiferðaskip fyrirtæki boðið skip í þessum tilgangi, yrði sent hingað í þessum tilgangi þar á meðal Smyrill. myndi það leysa margan vandann. Steingrímur Hermannsson sagðist -KÞ Ríkisstjómin set- ur bráðabirgðalög Ríkisstjómin hefur sett bráða- birgðalög og tekið fjögur hótel í Reykjavík leigunámi. Er þetta gert að ósk hótelanna til að koma í veg fyrir bótakröfur sem viðskiptavinir gætu gert er höfðu pantað herbergi en ekki er hægt að standa við vegna leið- togafúndarins. Þessi hótel eru Hótel Saga, Hótel Loftleiðir, Hótel Esja og Hótel Holt. Að sögn Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra verða hótelin notuð undir sendinefridir leiðtoganna. -KÞ Svítan á Sögu er stórglæsileg. Þetta er setustofan. Kostnaður íslendinga gæti skipt tugum milljóna „Það er ómögulegt að segja hvem kostnað við íslendingar berum af þessum fúndi en það gætu orðið milljónir, jafnvel tugir milljóna. Ég bara veit það ekki,“ sagði Steingrím- ur Hermannsscm. Eins og fram hefúr komið bera stórveldin tvö nánast allan kostnað en eitthvað kemur þó óhjákvæmi- lega í hfut íslendinga sjálfra. Til dæmis hefúr þurft að ráða allmarga í forsætisráðuneytið til að starfa þar til fúndinum lýkur. „Við fáum náttúrlega ómældar tekjur inn í landið vegna þessa,“ sagði Steingrímur, „og þegar til framtíðarinnar er litið verður það auðvitað enn meira.“ -KÞ Abyigðinni skipt Ábyrgðinni á umsjón með hinum ýmsu hliðum leiðtogafundarins hefur verið skipt í fimm hluta. Með öryggismálin fara Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðuneyti, Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Kefla- víkurflugvelli, og Ámi Sigurjónsson, deildarstjóri í útlendingaeftirlitinu. Með hótelmálin fara Birgir Þorgils- son og Ferðaskrifstofa ríkisins. Um fjarskiptamálin sér Póstur og sími og fer þar fremstur Ólafúr Tómas- son, póst- og símamálastjóri. Með fjölmiðlamálin fara Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkis- stjómarinnar, Helgi Ágústsson og Sigríður Snævarr úr utanríkisráðu- neytinu, sem bæði hafa verið kölluð frá útlöndum vegna þessa, Helgi frá Washington og Sigríður frá Moskvu, og Bjöm Friðfinnsson fyrir hönd Reykj avíkurborgar. Þá hefúr ráðuneytisstjórinn í heil- brigðisráðuneytinu verið skipaður til þess að sjá um alla þá sjúkrahús-og læknaþjónustu sem leiðtogamar kunna að þurfa á að halda á meðan á dvöl þeirra stendur. Einnig hefúr verið farið fram á það að með hvexjum hópi fyrir sig starfi einn bandarískur og annar rússneskur fúlltrúi úr öiyggisvarðliði leiðtog- anna. -KÞ Blaðamannamíðstöð opnuð um helgina Blaðamannamiðstöðvar verða að öllum líkindum tvær, í Hagaskóla og Melaskóla. Verður sú fyrmefnda opn- uð strax um næstu helgi, hin strax eftir helgina. Þetta þýðir að skóla- krakkamir fá frí á meðan á þessu stendur Ekki er enn að fúllu ljóst hversu margir blaðamenn koma en þeir munu að öllum líkindum fara vel yfir 1000 að minnsta kosti. Aðspurður sagði Steingrímur að ekki væri hægt að setja neinn kvóta á blaða- og frétta- menn. Það yrði bara að vona að hægt yrði að taka við öllum þeim sem vilja koma. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.