Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Page 13
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. 13 Neytendur Hvalkjöt á ýmsa vegu Lesendur hringja inn til okkar hvalkj ötsuppskriftir. Kindaslög og hvalkjöt Fyrir mörgum árum lærði ég að hakka saman kindaslög og hvalkjöt. Búið til kjötdeig eins og úr venjulegu hakki, bætið svolitlu raspi saman við og eggi, svona rétt til að binda deigið saman. Búa svo til bufEkökur sem steiktar eru á pönnu og hafa með mikið af brúnuðum lauk. Má líka hafa með spældum eggjum ef vill. Þetta er herramannsmatur og mjög ódýr. Hvalkjöti velt upp úr uxahala- súpudufti Frábær réttur úr hvalkjöti. Þessa uppskrift gaf mér fisksali í Amar- bakka og að hans sögn er hún komin frá Guðjóni fiskmatsmanni á Höfh, Homafirði. Gott barið hvalkjöt er þerrað mjög vel, velt upp úr uxahalasúpudufti eins og um rasp væri að ræða. Þetta er látið bíða í kæliskáp yfir nótt. Þá em stykkin snöggsteikt úr vel heitri feiti (smjörlíki/olíu). Gott að hafa steiktan lauk með. Óþarfi er að leggja hvalkjöt í bleyti í mjólk og ekki þarf að krydda það meira en að láta það liggja í súpu- duftinu. Lesandi. Hvalkjötspottréttur 400 g hvalkjöt 4 stk. gulrætur ca 50 g sellerí 1 'A msk. hveiti salt pipar Gómsætur réttur úr hvalkjöti, búinn til á veitingastaðnum ÚHar og Ijón á Grensásveginum. 2-3 msk. smjörl. vatn 2-3 msk. tómatkraftur '/< tsk. sykur e.t.v. smávegis soja Skerið kjötið í litla bita og veltið þeim upp úr hveitinu, krydduðu með salti og pipar. Brúnið kjötið við góðan hita á pönnu. Gætið þess að láta ekki of mikið kjöt á pönnuna í einu. Látið steikt kjötið í pott og sjóðið upp á pönnunni eftir hverja steik- ingu og hellið yfir kjötið í pottinum. Látið svo grænmetið út í pottinn og hellið vatni út í, ekki meiru en svo að það rétt fljóti yfir innihaldið. Látið tómatkraftinn út í. Látið þetta sjóða við vægan hita þar til græn- metið er tilbúið. Bragðbætið með salti og pipar eftir þörfum. Sykurögn getur e.t.v. gert sitt til að bæta bragðið. Þá skemmir svolítið af soja- sósu aldrei fyrir hvorki hvað varðar lit né bragð. Berið fram með soðnum eða hrærðum kartöflum. -A.BJ. Smart í tauinu þiátt fyrir þröngan ffáriiag Hver segir að þaö sé ekki hægt að vera „fihn í tauinu“ þótt peningavesk- ið sé frekar þunnt? Hér koma nokkur góð ráð: * Gerðu þér grein fyrir hvemig föt þig langar í, leggðu þér einhvers kon- ar heildarlínu og haltu þig við hana Láttu ekki freistast til þess að kaupa eitthvað einungis vegna þess að það er á útsölu * Ef þú rekst á „peysuna sem þig hefúr alltaf langað í“ skaltu kaupa pils eða buxur sem passa við hana strax. Annars er líklegt að þú gerir það ekki og peysan hggi ónotuð inni í skáp. * Þegar þú ætlar að kaupa þér skó eða annan skófatnað skaltu gera það óþreyttur. Fætumir eiga það til að bólgna og þá passarðu ekki í rétt skó- númer. * Þegar þú kaupir þér skó skaltu fýrir alla muni vera í pHsi og sokkabuxum en ekki síðbuxum. Þannig séiðu betur hvað fer þér vel. * Dökkleitar sokkabuxur klæða af breiðan fótlegg. Ef þú ert hins vegar með mjög mjóa ökla og kálfa skaltu halda þig við húðlitaðar sokkabuxur. * Líttu ekki á það sem tóma eyðslu að kaupa þér alls kyns tískufylgihluti. Þú getur hæglega lífgað upp á föt frá því í fyrra með nýrri slæðu, belti eða hálsfesti. * Þvoðu silkiblússur í höndunum Bættu örlitlu af giófu matarsalti út í Raddir neytenda Vfnanda í stað olíu í kökudropa Ragna Sigurðardóttir hringdi: Hún sagðist ekki ánasgð með sítr- ónukökudropa sem em með olíu en ekki vínanda. Þar af leiðandi geymast brauð og kökur ekkert sem slíkir drop- ar em notaðir í. Þetta mun vera gert svo böm og unglingar komist ekki yfir ódýran og auðsóttan vímugjafa. Hún sagði að sér sýndist að allir gætu orðið sér úti um vín þótt þeir væm ungir að árum vatnið svo litimir renni ekki til. Silkið í blússunni þolir illa að vera lengi í vatninu í einu. Strauið með hálfköldu straujámi. * Áður en þú kaupir föt skaltu ganga úr skugga um að þau megi þvo en þurfi ekki að senda í hreinsun. Það er mikill spamaður að því að geta þvegið fötin sín sjálfur. -A.BJ. iUpplýsingaseðill í til samanburðar á heimiliskostnaði ! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð )>ér orðinn virkur þátttak- j andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar I fjölskyldu af sömu stærð og yðar. I ! Nafn áskrifanda i ! Heimili i Sími Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður í september 1986. j Matur og hreinlætisvörur kr. I Annað kr. I Alls kr. Slökunarog hvíldarpúöinn YRKIR SF. Póstkrofuþjónusta fyrir iandsbyggð- ina miili 10 og 12. Simi 10643. BESTl OLUJM ' APÖTEKUM Slökun oq hvíld i flugferðina, við sjónvarpið, við lest- ur og prjón, fyrir barnið i bilstúinum- og kerrunni. Alls staðar þar sem þú vilt hafa það þægilegt er SleepOver slökunarpúðinn ómissandi. þADERj^IKU* 3NNM& h^deca^l (olsýrusuðuvélinni, nú einnig með kælingu. kdeccnj hentar vel fyrir alla sem þurfa að gera við heima svo sem bændur, bíleig- endur, stærri ogminni verkstæði. lydeccHg, sýður saman járn, ál, ryð- fríttstál o.fl. íydeccM. er 100 amp. vél sem gengur fyrir 10 amp. Ijósaöryggi. IdKÍeCCNþl hefursjálfmatandi þráð, 0,6-0,8 mm. IrdecCHþl, ER SELD Á EFTIRFARANDI STÖÐUM: G. Þorsteinsson & Johnson ísbroti Stapafelli, Keflavík KÁ, Selfossi Hjólbarðaverkstæði Björns Jóhannssonar, Hellu 0g verðið aðeins 14.363.- ^jrsteinsson Xlonnson ÁRMÚLA 1 - SÍMI68-55-33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.