Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Gjöld án afnota Nýja útvarpsstöðin, Bylgjan, er mánaðargömul. Hún hefur náð góðri fótfestu. Það sýndi skoðanakönnun DV fyrir skömmu. Spurt var, hvaða útvarpsstöð fólki þætti bezt. Bylgjan fékk mest fylgi, um 46 prósent. Könnunin náði aðeins til fullorðinna. Líklega hefði Bylgjan fengið meira, hefðu börn og unglingar verið með. En þetta vekur strax þá mikilvægu spurningu, hvernig fara skuli með afnotagjöld þau, sem Ríkisútvarpið innheimtir um þessa mundir. Þegar nær helmingur fullorðins fólks á Faxaflóa- svæðinu telur Bylgjuna bezta, er þá ekki líklegt, að mjög margir séu alveg hættir og sumir næstum hættir að hlusta á Ríkisútvarpið? Við .vitum öll, að Bylgjan er sú stöð, sem yfírgnæfandi er hlustað á um miðjan daginn á þessu svæði. Nær alls staðar, í stofnunum og fyrirtækjum, þar sem útvarp er látið ganga, er það Bylgj- an, sem fólk hlýðir á. Sú var tíðin fyrir skömmu, að rásir Ríkisútvarpsins voru látnar ganga á slíkum stöð- um. Þarna hefur mikið breytzt. Afnotin af Ríkisútvarpinu hafa því mikið minnkað. Margir sleppa því alveg. Enn má búast við, að hlutur Ríkisútvarpsins minnki, eftir því sem Bylgjan bætir frét- taflutning sinn og framsetningu frétta. í sjónvarpsmál- um er ný stöð að koma til sögunnar'. Augljóst er, að hún mun taka frá Ríkissjónvarpinu. Við getum ekki spáð á þessari stundu, hvernig fer um hina nýju stöð, Stöð tvö. Fólk þarf að leggja í talsverðan kostnað til að fá full afnot af henni. En það ræður því sjálft. En að samanlögðu hlýtur útkoman að verða, að mikið dragi úr hlustun Ríkisútvarpsins. Við erum nú að greiða kostnaðinn af þessari stofnun. En auðvitað er rétt að krefjast þess, að þeir greiði engin afnotagjöld til út- varps, sem lítil sem engin afnot hafa af því. Hannes H. Gissurarson gerði þetta að umtalsnefndi í kjallaragrein í DV nú í vikunni. „Segjum sem svo“- sagði hann, „að gefin séu út tvö dagblöð í Reykjavík, Ríkisblaðið og Dagblaðið. Þar sem Ríkisblaðið sé leiðin- legt en Dagblaðið skemmtilegt, vilji fáir lesa Ríkisblaðið en margir Dagblaðið. Samt sé Ríkisblaðið sent inn á hvert heimili og þaðan auðvitað beint í ruslakörfuna, og svipþungir innheimtumenn þess knýi dyra í hverjum .mánuði og hóti öllu illu, sé ekki greitt fyrir það. Flest- um þætti þetta auðvitað hið argasta óréttlæti.“ Hannes nefnir réttilega, að Ríkisútvarpið og Bylgjan búa alls ekki við jafnrétti. Bylgjan þarf að treysta á auglýsingatekjur, en Ríkisútvarpið leggur afnotagjöld á okkur öll. Raunar er ástæða til að undirstrika, að kerfið hér er ekki svo langt frá því kerfi Ríkisblaðsins, sem Hann- es nefnir. Meirihluti þingmanna hefur um langt árabil staðið að því, að blaðastyrkir eru greiddir, meðal ann- ars ýmsum blöðum, sem fáir eða engir lesa ótilneyddir. DV þiggur eitt dagblaða engan slíkan ríkisstyrk. En skattgreiðendur leggja tilneyddir fram fé til að halda hinum blöðunum gangandi, líka blöðunum, sem þeir lesa aldrei. Landsmenn eiga að sjálfsögðu ekki að láta bjóða sér slíkt, hvorki um blöð né útvarp. Hér ganga stjórn- málamennirnir of langt. Viðgangur Bylgjunnar, sem meðal annars kom fram í skoðanakönnuninni, sýnir, að brátt verður að vinda bráðan bug að því að hafna þeirri skattpíningu, sem á menn er lögð, þegar um ræð- ir gjöld án afnota. Haukur Helgason. „Nú jöfnum við biiin með peningum úr sameiginlegum sjóði okkar allra. Þannig höldum við áfram að hjálpa hver öðrum og notum peninga í milligjöf að kröfum timans. Þetta er samhjálp." Samhjálp er annað en sósíalismi 1 gamla bændasamfélaginu á ís- landi réttu menn hver öðrum hjálp- arhönd. Þegar hús féllu til jarðar fyrir vindum eða eldi þustu nágrann- ar á vettvang og reistu önnur. Þegar gripir féllu úr hor eða pestum slógu nágrannar saman í nýjan stofn. Þeg- ar fólkið svalt heilu hungri viku nágrannar að því spóni úr sínum aski. Þetta þótti sjálfsagt í þá daga. Þetta er samhjálp. Seinna komu sameignarmenn til sögunnar. Þeir vilja að samfélagið slái eign sinni á öll atvinnutækin og leggi til ný. Fólkið vinnur svo hjá samfélaginu. Maðurinn sjálfur skiptir ekki lengur máli í þeirra aug- um. Hann er aðeins hluti af heims- byltingunni. þetta þykir sjálfeagt í dag. Þetta er sósíalismi. Samhjálp er þvi allt annað en sós- íalismi. Samhjálp í samtíðinni í dag halda hús áfram að falla til jarðar. Fé fellur og fólk hið sama. En nú gengur ekki maður undir manns hönd til hjálpar í bókstaflegri merkingu. Nú jöfnum við bilin með peningum úr sameiginlegum sjóði okkar allra. Þannig höldum við áfram að hjálpa hver öðrum og not- um peninga í milligjöf að kröfúm tímans. Þetta er samhjálp. En samfélagið heldur áfram að slá eign sinni á atvinnutækin og leggja til ný. Það reisir stöðugt ný iðjuver undir þörunga og steinull. Gras- köggla og kísilgúr. Þessi iðjuver standa ekki alltaf undir kostnaði. Þá þurfum við öll að slá saman fyrir skuldum. Þessi búskapur kostar oft meiri peninga en samhjálpin. Þetta er sósíalismi. Samhjálp er því allt annað en sós- íalismi. Kjallaiinn Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður Samhjálp eða sósíalismi Það líður engum vel í landi þar sem öðrum líður illa. Við viljum að hver maður stundi vinnu við sitt hæfi. Búi þar á landi sem hann lystir og getur lifað af landsins gæðum en ekki á skuldugum iðjuverum. Við viljum vemda dýr í húsi og dýr á mörk. Hlúa að öllum jarðar gróðri. Við líknum minni máttar. Styðjum sjúka til sjálfebjargar og búum öldr- uðum áhyggjulaust ævikvöld. Búum bömin undir lífið með bókviti og þjálfun. Eflum kristna trú. En stundum er ekki allt sem sýn- ist. Oft er þannig um hnútana búið að erfitt er að greina samhjálp frá sósialisma. Skuldug iðjuver eru lof- sungin í nafni samhjálpar. Nauðsyn- legri samhjálp er með lagni snúið upp á sósíalismann. Þá fá sósíalistar- oft lof í lófa fyrir að boða samhjálp en samhjálparfólk bágt í eyra fyrir að boða sósíalisma. Hér þarf hreinar línur. Fólkið í landinu getur ekki látið allar sínar tekjur af hendi rakna til sameiginlegra nota. Það verður að halda nægilegum peningum eftir til að láta sér líða vel. En oft ná endar ekki saman. Þá er aðeins ein leið fær. Minnka sameiginlega sjóðinn. En hvort á að draga úr samhjálp eða sósíalisma. Samhjálp hafnar sósíalisma Sá sem þessar linur ritar velur samhjálp en hafnar sósíalisma. Hann gildir einu hvort hann er kallaður kommi eða krati fyrir bragðið. ís- lendingar eru í hjarta sínu sjálfstæð- ir menn. Vilja erja sinn reit í friði og vera eigin gæfu smiðir. En því aðeins höldum við úti eðlilegri sam- hjálp að við fáum svigrúm til að vinna. Svigrúm fyrir höftum og boð- um og bönnum. Svigrúm til að afla okkur tekna og græða fé á okkar vinnu. Þá fyrst erum við aflögufærir. Samhjálpin fæst því aðeins með því að hafha sósíalisma. Ásgeir Hannes Eiríksson. „Samhjálpin fæst því aðeins með því að hafna sósíalisma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.