Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. 15 „Vímulaus æska“ - jákvæð tímamót Sá jákvseði atburður átti sér stað laugardaginn 21. september sl. að víðfeðm samtök foreldra undir kjör- orðinu vimulaus æska voru stofnuð í Reykjavík með á níunda þúsund stofrifélögum. Misnotkun vímugjafa og ávanaefha hefur verið eitt af stóru, almennu umræðuefnunum á þessum áratug, og reyndar lengur. Stofnun fyrmefhdra samtaka, til- koma unglingaathvarfs á vegum Rauða krossins, herferð Lionshreyf- ingarinnar og árangursríkari meðferð ánetjunarsjúkdóma en áður þekktist eru ásamt fleiri viðbrögðum af hálfu samfélagsins ástæða til von- ar um að vöm sé að snúast í sókn á því erfiða sviði sem hér um ræðir. Svið ánetjunarsjúkdóma, lyfja- og vímugjafamisnotkunar. Væri hægt að snúa rás tímans við myndu vist margir taka undir þá ósk að slík samtök hefðu verið stofnuð fyrir eins og áratug. Margir hafa lif- að í þeirri von að slík vandamál festu hér ekki rætur. Aðrir hafa fyrst og fremst horft til ólöglegra lyfja og ehia. Vænst, sem og raunin hefur orðið, að löggæsla og tollgæsla gætu stemmt þar stigu við. En ekki gert sér grein fyrir því að lögleg efiii og lyf, áfengi, tóbak, læknislyf ýmiss konar, eru í miklum meirihluta með- al ánetjunarefha. Þó svo að hin umtöluðu ólöglegu efni hyrfu alveg úr umferð væri ánetjun og ánetjunarhætta samt sem áður stórmál og meiriháttar átaks þörf. Sú áhersla, sem hin nýju samtök setja á ábyrgð og hlutverk foreldra, fyrirbyggjandi fræðslu og uppeldis- legt aðhald gagnvart ánetjunar- hættunni, er gleðilegt mótvægi við þá riku og oft réttlætanlegu tilhneig- ingu að „hið opinbera" bjargi málum. Framgangsmátinn við undirbún- ing, kynningu og stofriun samtak- anna „Vímulaus æska“ bendir til þess að hæft forystufólk sé þar ríku- lega til staðar og að samtökin muni geta gert góða hluti í þessum erfiðu málum. Tveir bæklingar Tveir bæklingar um vímuefrú komu út fyrir nokkru á vegum Fé- lagsmálastofnunar og Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Annar bæklingurinn er ætlaður foreldrum en hinn ungl- ingum. Að innihaldi eru þeir svipaðir nema hvað málfar og framsetningu varðar. f þeim efrium er kynslóðabi- lið tekið til greina. Tiltölulega lítið virðist hafa farið fyrir þessum bækl- ingum í vitund fólks og er því full ástæða til þess að benda fólki á að þeir liggja víða frammi á félagsmála- og heilsugæslustofhunum, auk þess sem útgefendumir myndu örugglega senda þá þeim er óskuðu. Þessir bæklingar hafa þann kost að vera aðgengilega upp settir og stuttir. Engar rökræður eru heldur Kjallariiin Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur stuttar lýsingar á áhrifum og hættu ávana- og fíkniefria og vimugjafa. Tóbaki er reyndar sleppt en hér er róandi lyíjum helgað umtalsvert pláss. Ef til vill vottur um raunsærri opinbera stefnu, að taka ánetjun fólks á læknislyf ýmiss konar fastari tökum en verið hefur. Þessir tveir bæklingar frá Félagsmálastofhun og Æskulýðsráði Reykjavíkur eru vel til þess fallnir að koma af stað um- ræðum innan fjölskyldu um vímu- gjafa og lyfjamisnotkun. Ráðgjöf á sviði ánetjunar geta VfMUEFNI HVAÐERÞAÐ? VIMUEFNI HVAÐERÞAÐ? Upplýsingar ætlaðar unglingum Upplýsingar agtla^r foreldru(Tgb* unglingar og aðstandendur m.a. fundið hjá áfengisdeild Landspítal- ans, fjölskyldudeild SÁÁ og Ungl- ingaráðgjöfinni, Garðastræti 16. Slík ósk gæti ekki síður komið frá unglingum en foreldrum og hvort sem sérstök ástæða er til staðar eða tökin ávana- og fíknilyf/ávana- og fíkniefni festust í sessi í kjölfar löggjafar undir því nafrii. Hér við bættist svo hugtakið vímuefni/ vímugjafi og var þá stefiit að samheiti sem einnig næði til áfengis en það heyrir ekki undir ávana- og „Markmiðið með því að brydda upp á umræðum og beina samræðum inn á ánetj- unarmál á ekki að vera að fá fram „niður- stöður“ eða verða sammála. Markmiðið væri að koma á samskiptum.“ „Þessir tveir bæklingar frá Félagsmálastofnun og Æskulýðsráði Reykjavíkur eru vel til þess fallnir að koma af stað umræðum innan fjölskyldu um vimugjafa og lyfjamisnotkun." ekki. Emfaldlega tímabært umræðu- efni sem rétt er að taka fyrir. Opnun umræðu Það á ekki að þurfa að mikla fyrir sér að erfitt sé að koma umræðu af stað. Sérhver fjölskyldumeðlimur getur, án samráðs við hina, aflað sér eintaka af bæklingunum. Komið þeim í umferð heima fyrir með ósk um „að þetta verði lesið og síðan rætt.“ Framvindan fer siðan eftir aðstæðum ó hverju heimili. Ekki væri ráðlegt að stefiia fólki formlega saman. Bæði er hér um að ræða til- finningamál sem auðveldara er að taka upp sem tveggja manna tal. Og eins væri það í flestum fjölskyld- um stórmól út af fyrir sig að finna, og koma sér saman um, tíma þar sem fjölskyldumeðlimir gætu „allir“ komið saman til umræðna. Markmiðið með því að brydda upp á umræðum og beina samræðum inn á ánetjunarmál á ekki að vera að fá fram „niðurstöður“ eða verða sam- mála. Markmiðið væri að koma á samskiptum. Opna fyrir upplýsing- arósir innan fjölskyldu um málefnið. Fjölskyldumeðlimimir gætu þann- ig kynnst skoðunum og reynslu- heimi hver annars betur. Fjölskyld- an væri betur undir það búin að taka á vanda sem upp kynni að koma í framtíðinni. Séu slfic vandamál til staðar, leynt eða ljóst, getur umræða orðið hvatning til aðgerða. Um hugtök Gamla hugtakið nautnalyf var að því leyti hagstætt að það náði bæði til tóbaks, kaffis, áfengis og misnotk- unar læknislyfia. Eftir að farið var að nota hugtakið eiturlyf um misnotkun sterkra deyfilyfja varð algengast að áfeng- ismisnotkun gengi undir nafninu áfengisvandamál eða ofdrykkja en kafifi og tóbak hurfu úr vitund fólks sem (nautna)lyf. Urðu neysluvara. Síðan kom hippatímabilið og hug- fíkniefnalöggjöfina og er því lög- formlega séð ekki í hópi þeirra efna. Enn eru þó undan samheitinu vímuefrii undanskilin ánetjunarefh- in tóbak og kafifi. Þau eru lögleg og falla ekki undir ávana- og fíkniefha- löggjöfina enda þó bæði valdi ávana og tóbakið hjá flestum sterkri fíkn. Á þessu sviði er íslenska þvi í vanda stödd með samheiti. Er ástæð- an sú að hugtökin hafa beinst að því að lýsa áhrifum efiia/lyfja, ekki sam- ' skiptum fólks við efhi/lyf. Ekki veit ég hver fyrst kom fram með hugtak- ið ánetjun en einn nemenda minna benti mér á það fyrir hálfum öðrum áratug sem þýðingu á enska hugtak- inu „drug dependancy". „Drug dependancy" og hliðstæða þess „chemical dependancy" eru mest notuðu hugtökin nú á enskri tungu um þetta fyrirbrigði. Hugtak- ið er þjált í notkun. Það má nota sem sagnorð, að ánetjast. Það getur gefið langþráð samheiti, ánetjunar- efni/ánetjandi efíii. Og það hefur sína andhverfu, afnetjun, að af- netjast. Hugtakið er hlutlaust hvað ánetjunarefiii varðar og nær því merking þess jafiivel fram hvort heldur sem talað er um að ánetjast tóbaki, áfengi, diazepami eða „kóki“. Ennfremur nær það í yfirfærðri merkingu vel til ánetjunar á sálfé- lagsleg fyrirbrigði eins og að ánetjast stjómmálaskoðun, sértrúarflokki, tölvuleikjum eða lestri afþreyingar- bókmennta. Sem nýlegt hugtak i málinu veitir hugtakið einnig frelsi frá tilfinnin- gatengslum sem eldri hugtök hafa áunnið sér. Til dæmis er neysla margra á sælgæti með þeim hætti að hugtakið ávani félli langt fiá því marki að ná að lýsa atferlinu. Lík- lega stæði það í fólki að leita ráða út af súkkulaðifíkn. En einhvem veginn virðist það hljóma fullkom- lega eðlilega að segja: „Læknir, ég er ánetjaður súkkulaði." Geir Viðar Vilhjálmsson. Misrétti Það er allmerkilegt „réttlætið" sem viðgengst í fjármálaráðuneyt- inu. Menn þar segjast starfa eftir „lögum“ en ég fæ ekki betur séð en „lög“ sé orðið ansi loðið og teygjan- legt hugtak. Að minnsta kosti „lög nr. 10/1960 um söluskatt, með síðari breytingum". Hin sorglega stað- reynd er sú að það em starfsmenn ráðuneytisins sem túlka lögin eftir geðþótta sínum hveiju sinni, a.m.k. 11. tölulið 6. greinar umræddra laga. (Undanþegin söluskatti er sala eftir- talinna vara og verðmæta: ... 11. Innlend dagblöð og hliðstæð blöð, svo og tímarit, sem ekki em gefin út í ágóðaskyni.) Mismunun í skattlagningu Hvaða réttlæti er í því að t.d. Mannlíf, Nýtt líf og Spegillinn em undanþegin söluskatti en t.d. Vikan, Samúel og nú síðast MAD-blaðið em skattlögð miskunnarlaust? Manni fannst hálfnöturlegt að sjó Þorstein Pálsson fjármálaráðherra skýla sér ó bak við „lagasetningar" og „fyrirrennara sína“ er við félag- amir kröfðum hann svara um hið ógeðfellda misrétti sem tíðkast við skattlagningu tímarita. Það var KjaHariim Páll p. Daníelsson, útgefandi engu líkara en hann væri bara nokk- uð sáttur við það að sumir útgefend- ur berðust í bökkum meðan aðrir hefðu allt sitt á hreinu í hinni hörðu samkeppni á tímaritamarkaðinum. Kvaðst hann ekkert geta gert í mól- inu og þykir þá ýmsum vald ráðherra hafa rýmað nokkuð í minnkandi verðbólgu. Nú er það svo að Alþingi setur lögin sem róðimeytunum er gert að starfa eftir. Það er varla til of mikils mælst að þau séu þannig úr garði gerð að allir sitji við sama borð og ekki sé hætta á að illa launaðir ríkis- starfsmenn geti túlkað þau eftir geðþótta eða pólitískri þröngsýni. Manni hrýs hugur við því að þeir yngri menn, sem hafist hafa til valda innan þessara stofnana, virðast hvorki hafa getu né vilja til að breyta þar nokkru um. Það er illt til þess að vita að for- maður flokks, sem ætti og gæti tekið til hendinni, skuli nú þegar vera „Hvaða rétUæti er i þvi að td. Mann- lif, Nýtt lif og Spegillinn eru undan- þegin söluskatti en Ld. Vikan, Samúel og nú síðast MAD-blaðið eru skatUögö miskunnartaust.“ orðinn svo samdauna gömlu kerf- isklíkunni að ekki er unnt að búast við breytingum til batnaðar á næstu misserum. Dragbítar þjóðfélagsins munu enn um sinn hamla gegn fram- förum á öllum sviðum þótt barátta þeirra sé vonlaus. Meðan enn er nokkur dugur í íslendmgum getum við gert ráð fyrir hægfara þróun út úr frímúrarareglunni og danska tímabilinu sem lauk ekki með lýð- veldisstofhuninni á Þingvöllum árið 1944. Páll P. Daníelsson. „Manni fannst hálfhöturlegt að sjá Þor- stein Pálson íj ármálaráðherra skýla sér bak við „lagasetningar“ og „fyrirrennara sína“ er við félagarnir kröfðum hann svara um hið ógeðfellda misrétti sem tíðkast við skattlagningu tímarita.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.