Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986. Iþróttir Guðjón og Kjartan þjálfa hjá Reyni - hafa ráðið Guðjón Ólafsson og Kjartan Másson sem þjáifára „Við ætlum okkur að gera virkilega stóra hluti næsta sumar og rífa þetta upp hjá okkur. Við höfum haft sam- band við leikmenn sem léku áður með Reyni en leika með öðrum félögum og erum bjartsýnir á að endurheimta marga þeirra,“ sagði Sigurður Jó- hannsson, formaður knattspymu- deildar Reynis frá Sandgerði, í samtali við DV í gær. Forráðamenn 3. deildar liðs Reynis hafa ráðið sér þjálfara fyrir næsta keppnistímabil og er Reynir eina fé- lagið sem það hefur gert á Suðumesj- um. Þeir Guðjón Ólafsson og Kjartan Másson hafa verið ráðnir þjálfarar og verður Guðjón aðalþjálfari en hann þjálfaði Val frá Reyðarfirði í sumar. Paul Walsh brákaður Rafo Raínssan, DV. Engiandr Paul Walsh hjá Liverpool, sem hefur ekki leikið nema tvo deildar- leiki í átta mánuði, verður frá vegna meiðsla á rist í fjórar vikur. Hann meiddist í leik gegn Everton í vikunni og er haldið að hann hafi tognað illa. Við röntgen- myndatöku kom í ljós að hann er brákaður á rist. I • Craig Johnston, miðvallarspil- J ari Liverpool, verður einnig frá í ■ nokkrar vikur vegna meiðsla. | •Adrian Heath hjá Everton I mun ekki leika með félaginu gegn I Arsenal á laugardaginn. Hann er I meiddur á ökkla og þau meiðsli ■ versnuðu í gær. I -SOS 1 Einarog Gunnar ráðnir til 3 ára Á blaðamannafundi sem Körfu- knattleikssambandið boðaði til í gær var endanlega gengið frá þriggja ára ráðningu þeirra Einars Bollasonar og Gunnars Þorvarðarsonar og munu þeir þjálfa íslenska landsliðið fram yfir Norðurlandamótið sem fram fer hér á landi árið 1989. Mikið er framundan hjá lEmdsliðinu og langstærsta verkefinið er riðla- keppni Evrópukeppninnar sem fram fer í september á næsta ári. I riðli með íslandi verða 4 eða 5 þjóðir og tvö efstu sætin veita þátttökurétt áfram í keppninni en þá verður leikið heima og heiman. Verður allt lagt í sölumar • Einar Bollason þjálfar landsliðið næstu þrjú árin. til að takast megi að komast áfram í keppninni. Á fundinum í gær var lögð fram áætlun landsliðsins fram yfír 1989 og er reiknað með rúmlega 100 lands- leikjum ef allt gengur upp. Greinilegt að hugur er í mönnum og vonandi að vel takist. _sk Kjartan Másson verður aðstoðarþjálf- ari liðsins en hann þjálfaði sem kunnugt er 1. deildar lið Víðis frá Gaði í sumar. Kjartan hafði ætlað að taka sér hvíld frá þjálfun en lét undan miklum þrýstingi Reynismanna. Báðir hafa þeir Guðjón og Kjartan þjálfað Reyni áður. Þeir munu þjálfa meist- araflokk og 2. flokk félagsins næsta „Mikill hugur í okkur“ „Það er mikill hugur í okkur Reynis- mönnum og okkur þykir vel hafa tekist til við þjálfararáðninguna. Við stefhum á góða hluti í 3. deildinni næsta sumar og erum hungraðir í sigra á knattspymuvellinum eftir fremur dapurt sumar í sumar,“ sagði Sigurður Jóhannsson, formaður knattspymu- deildar Reynis. Æfingar undir stjóm þeirra Guðjóns og Kjartans munu hefjast fljótlega, bæði úti og inni. -SK • Arnór Guðjohnsen hefur svo sannarlega staðið sig i stykkinu undanfarið með Anderlecht og er vonandi að framhald verði á því. „Amór er orðinn eitt stærsta nafnið hérhjá Anderiecht“ - segir Ari Haan, þjáffari belgíska meistaraliðsins Kristján Bembuig, DV, Belgíu; Amór Guðjohnsen fær lofsamlega dóma hér í belgísku blöðunum eftir Evrópuleik Anderlecht í Póllandi og útnefinr stórblaðið „Hed Newsblad" hann sem mann Evrópukeppninnar í Belgíu. Blaðið sagði að Ari Haan, þjálfari Anderlecht, hefði gert rétt þegar hann tók sóknarleikmennina Kabongo og Kmcevic út og setti Am- ór sem fremsta leikmann. Amór stóð mjög vel í leiknum og skoraði gott mark með viðstöðulausu skoti í blá- homið. „Það er gaman að skora tvö þýðing- armikil mörk á einni viku. Fyrst með íslenska landsliðinu gegn Rússum og síðan hér gegn Gomik Zabrze. Ég, Lozaon og Vercauteren vorum búnir að æfa ýmsa hluti i sambandi við sókn- arleikinn áður en við héldum til Póllands. Dæmið gekk upp hjá okkur og ég átti ekki í vandræðum með að skora,“ sagði Amór í viðtali við „Hed Newsblad" og bætti við: „Markið kom á réttu augnabliki.“ Amór skoraði einnig í fyrri leik liðanna. Ari Haan, þjálfari Anderlecht, og Martin Libbans, aðstoðarmaður hans, sögðu að þeir væm gífúrlega ánægðir með Amór. „Amór er nú orðinn einn af stóm nöfhunum hjá okkur. Er bú- inn að tryggja sér fast sæti í And- erlecht-liðinu. Gleymið því ekki að Amór getur leikið allar stöður á vell- inum og þar fyrir utan skorar hann orðið reglulega mörk og á auðvelt með það,“ sagðu þeir Haan og Libbans. -sos •Jesper Olsen, ekki ánægður hjá Man. Utd. „Fer frekar frá Man. Utd en að vera í varaliðinu" - sagði danski landsliðsmaðurinn Jesper Olsen í gær „Ég fer frekar frá félaginu en að vera í varaliðinu,“ sagði danski landsliðsmaður- inn Jesper Olsen í Manchester í gær. í tveimur síðustu leikjum Man. Utd hefur Olsen verið varamaður eða eftir að Remi Moses náði stöðu sinni á ný eftir langvar- andi meiðsli. Olsen kom þó inn á í báðum leikjunum, fyrst sem varamaður Norman Whiteside gegn Everton og síðan fyrir Moses gegn Chelsea á sunnudag. Tók þá strax vítaspymu, sem Godden, markvörð- ur Chelsea, varði. Eftir frammistöðu hans þar virðist sem Ron Atkinson, stjóri Un- ited, ætli Olsen sæti í varaliðinu á laugardag og Daninn var fljótur að svara því. Á laugardag leikur Man. Utd á City Ground í Nottingham við efsta lið 1. deild- ar, Nottingham Forest. Röbert Woodward, fréttamaður Reuters, taldi í gær að auð- velt yrði þar fyrir leikmenn Forest að verja tveggja stiga forskot sitt. United muni tapa þar sínum sjöunda leik í haust. Vissulega dapurt gengi nú hjÁ United og mikill munur frá því á síðasta leiktíma- bili þegar liðið sigraði í.tíu fyrstu leikjum sínum. Lundúnaliðið litla, Wimbledon, sem leikur í fyrsta skipti í 1. deild, hefur átt í talsverðum erfiðleikum í síðustu leikjmn eftir frábæra byrjun. Á laugaidag fær lið- ið meistara Liverpool í heimsókn. Þá verður mikið um að vera í suðurbæ heims- borgarinnar. Fyrir níu árum lék Wimble- don í 4. deild - í fyrsta skipti í sögu félagsins í deildakeppninni. Varð þar í 13. sæti og hélt því sæti sínu í í deildakeppn- inni með sóma. Síðan hefur sigurganga félagsins verið mikil og nú er það komið í 1. deild. Enginn þeirra, sem lék með Wimbledon fyrir níu árum, er í liðinu nú. Þekktastur nú er John Fashanu, yngri bróðir Justin, sem Brian Clough keypti til Nottingham Forest frá Norwich fyrir eina milljón stérlingspunda. Seldi hann síðan til Notts County fyrir smápening. Justin leikur nú með Brighton í 2. deild. Nær allir leikmenn Wimbledon nú eru „aldir upp“ hjá félaginu og samtals eiga þeir þrjá landsleiki. Reiknað er með að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sem leikið hefúr 101 landsleik fyrir Skotland, muni eitthvað breyta liði sínu á laugar- dag. Tveir síðustu leikimir hafa aðeins gefið eitt stig, tap í Southampton og jafn- tefli við Aston Villa á Anfield. Af öðrum leikjum á laugardag má nefiia að Everton leikur við Arsenal í Liverpool, Sheff. Wed. leikur við Oxford, Tottenham við Luton og Watford við West Ham. -hsím I I I I I i I l I I I I I I I I I I I L.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.