Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1986.
39
Menning
Platón.
Samræða Platóns
um dygðina
Platón:
Menón
Hiö islenska bókmenntafélag, Reykjavik
1985.
Fræg eru þau ummæli Whitehe-
ads, að vestræn heimspeki sé ekkert
annað en neðanmálsgreinar við rit
Platóns. Þetta kann að vera ofsagt,
en Platón er þó einn áhrifamesti
heimspekingur allra tíma og hefur
heillað margan manninn með orð-
snilld sinni og andríki. Fjögur rit
hafa komið út eftir hann á íslensku,
svó að ég viti. í Samdrykkjunni seg-
ir hann firá samræðu Sókratesar við
lærisveina sína um ástina, en henni
lýsir Platón sem guðdómlegri vit-
firringu, og eru margar skilgreining-
ar óskynsamlegri. í Síðustu dögum
Sókratesar, sem Hið íslenska bók-
menntafélag gaf út árið 1973, getur
að líta þrjú rit hans, Vamarræðu
Sókratesar, Kríton og Faídon. Bók-
menntafélagið hefur síðan gefið út
tvö önnur rit hans, Gorgías árið 1977
og Menón á siðasta ári, en um það
ætla ég að fara örfáum orðum.
Hvað erdygð?
Þeir Eyjólfur Kjalar Emilsson og
Gunnar Harðarson, sem sáu um út-
gáfu Menóns og sömdu formála, nota
skólaþýðingu, sem Sveinbjöm Egils-
son las fyrir nemendum í Bessa-
staðaskóla á þriðja áratug nítjándu
aldar. Bókin er eins og flest önnur
verk Platóns samræða Sókratesar
við landa sína um eitthvert frum-
hugtak heimspekinnar. Að þessu
sinni ræðir hann við þá Menón og
Anýtos um dygðina. Hvað er hún?
Menón heldur, að hann geti svarað
þessari spumingu með því að telja
upp margvíslegar dygðir. En Sókra-
tes segir, að hann verði að tilgreina
eitthvert eitt samkenni ólíkra dygða.
Ella getum við ekki skorið úr um,
hvort einhver hæfileiki, sem ekki
hafi verið talinn upp, sé dygð eða
ekki. Menón varpar þá fram tveimur
tilgátum um dygðina, sem Sókrates
hrekur að bragði: fyrst að hún sé
hæfileikinn til að stjóma, síðan að
hún sé þrá eftir því, sem sæmd sé
að, ásamt hæfileikanum til að öðlast
það.
Þá kenningu Platóns, að við þurf-
um að geta skilgreint hugtök til þess
að geta notað þau af einhverju viti,
má gagmýna með tvennum rökum.
I fyrsta lagi má benda á, að við þurf-
um ekki að vita allt það, sem við
kunnum. Ég kann til dæmis að hjóla
án þess að geta sagt öðrum til í
smáatriðum um hjólreiðar. Svipað
er að segja um ratvísi. Ég kann að
komast leiðar minnar án þess að
geta lýst leiðinni fyrir ókunnugum.
Kunnátta í notkun hugtaka krefst
ekki nauðsynlega vitneskju um eitt-
hvert eitt samkenni þeirra. Er því
ekki hugsanlegt, að við getum verið
dygðug án þess að geta skilgreint
dygðarhugtakið? Kunnátta og vitn-
eskja eru sitt hvað. í öðru lagi getur
verið, að hugtök séu skyld án þess
að hafa eitthvert eitt samkenni, eins
og Wittgenstein benti á. Svipmót sé
með þeim eins og mönnum úr sömu
fjölskyldunni.
Upprifjunarkenning Platóns
Menón gefst þó ekki upp, heldur
spyr Sókrates, hvemig við getum
aflað okkur þekkingar á því, sem við
þekkjum ekki. Sókrates svarar, að
slík þekkingaröflun sé upprifjun á
því, sem við þekktum á fyrra tilvem-
stigi, enda sé sálin ódauðleg. Hann
kallar á ungan þræl Menóns, teiknar
rúmfræðilegar myndir í sandinn og
Bókmenntir
Hannes H. Gissurarson
lætur sveininn lýsa tengslum þeirra.
Hann lætur þrælinn með öðrum orð-
um uppgötva ýmis rúmfræðileg
sannindi, sem hann hafði aldrei
heyrt um áður. Þetta kallar Sókra-
tes, að hann fái sveininn til að rifja
það upp, sem hann hafi reyndar
þekkt áður. Þekkingin búi því innra
með okkur, og tilgangur heimspek-
innar hljóti að vera að laða hana
fram.
Ég skal játa, að ég er of mikill
reynsluhyggjumaður í anda Poppers
til að geta tekið undir þessa kenn-
ingu Platóns. Þekkingin verður,
held ég, fremur til í samskiptum vit-
undar og vemleika, í þrotlausum
tilgátum okkar og tilraunum. Og
mér sýnist líka, að af upprifjunar-
kenningu Platóns megi leiða heldur
hæpnar hugmyndir um uppeldi
bama og unglinga. Tilgangur upp-
eldis er að mínum dómi ekki að leyfa
blessuðum bömunum að „tjá sig“
með endalausu og agalausu rausi,
heldur að siða þau, kenna þeim að
lúta lögmálinu, ef svo má að orði
komast. f upprifjunarkenningunni í
Menóni má þó greina nokkrar rætur
þeirrar fmmmyndakenningar, sem
Platón er frægastur fyrir, en kjarni
hennar er, að stundleg fyrirbæri séu
ekkert annað en dauft endurskin af
eilífúm, fúllkomnum og óbreytileg-
um frummyndum.
Verður dygðin kennd?
f síðasta hluta samræðunnar kem-
ur Anýtos til sögu og ræðir við
Sókrates um, hvort kenna megi
mönnum dygðina. Hann telur, að
sófistamir grísku, mælskukennarar
eða fræðarar, kenni mönnum ekki
dygð, en allir góðir borgarar geri það
hins vegar. Sókrates svarar honum
með því að nefna hvem góðborgar-
ann af öðrum, sem hafi ekki kennt
sonum sínum dygðina. Sókrates ger-
ir greinarmun á skoðun og þekk-
ingu, þar sem þekking er sönn,
áreiðanleg og rökstudd skoðun.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu,
að dygðin sé sönn skoðun án þess
að vera þekking, þar sem hún sé
blásin okkur í bijóst af guðunum.
Sannleikur hennar er innblásinn, en
ekki rödstuddur.
Þótt Platón láti kennara sinn
Sókrates bera sigurorð af Anýtosi í
samræðunni, er ég ekki viss um, að
ég deili skoðunum með Sókratesi.
Til eru borgaralegar dygðir, svo sem
orðheldni og virðing fyrir fjölskyld-
unni og eignarréttinum, og þær má
svo sannarlega kenna, eins og flestir
foreldrar mannkynssögunnar geta
borið vitni um. Ella fengi borgara-
legt skipulag ekki staðist. Hegel
gerði notadrjúgan greinarmun á
borgaralegu siðferði, Sittlichkeit,
sem fólst einkum í borgaralegum
dygðum eða aðlögun að borgaralegu
skipulagi, og einstaklingsbundnu
siðgæði, Moralitat, sem fólst einkum
í vali einstaklinga um verðmæti á
örlagastundum. Hvort tveggja á
auðvitað rétt á sér, en Platón gerði
hinu fyrmefhda ekki fullkomin skil,
sennilega vegna þess að hann var
sjálfur enginn fjölskyldumaöur.
Óvandað mál
f eftirmála kveðst ritstjóri lær-
dómsritanna, Þorsteinn Gylfason
heimspekidósent, hafa verið í vafa
um, hvort ætti að gefa út þessa
skólaþýðingu Sveinbjamar Égils-
sonar. Hann hafi þó að lokum tekið
ráðum þeirra Eyjólfs Kjalars og
Gunnars. Ég skal játa, að ég er þeim
tveimur ekki sammála. Þýðingin er
dönskuskotin og alls ekki á nægilega
vönduðu máli, enda hafði Sveinbjöm
sjálfur ekki búið hana til prentunar.
Eg hefði i sporum þeirra Eyjólfe
Kjalars og Gunnars endurskoðað
þýðinguna miklu betur - með svip-
uðum hætti og Sigurður Nordal á
sínum tíma, þegar hann sá um út-
gáfú á Síðustu dögum Sókratesar
og studdist þá líka við skólaþýðingar
Sveinbjamar Egilssonar.
Reyndar má hafa formála þeirra
Eyjólfe Kjalars og Gunnars til marks
um, að þeir séu ekki nægilega vand-
fysnir á íslenska tungu. Þeir segja
til dæmis (bls. 13) „heldur ekki“,
þegar þeir ættu að segja „ekki held-
ur“. Þeir segja (bls. 26): „En Sókrates
vill meina...“ Þetta er danska, ekki
íslenska. Þeir nota uppfyllingarorð
eins og „nefnilega" og „einatt“ í
óhófi. Og stundum gera þeir beinar
málfræðivillur, nota til dæmis at-
viksorð, þar sem þeir ættu að hafa
forsetningar. Stíll þeirra er að vísu
ekki óskýr, en hann er flatneskjuleg-
ur og tilþrifalítill. Skylt er að geta
þess, að formáli þeirra er fróðlegur
um þá Platón og Sveinbjöm Egils-
son, en af honum er að ráða, að þeir
séu textafræðingar fremur en heim-
spekingar.
HHG.
Nauðungaruppboð
annað og sfðasta á fasteigninni Granaskjóli 70, tal. eigandi Guðjón Andrés-
son, ferfram á eigninni sjálfri mánud. 6. oict. '86 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur
eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Eggert B. Ólafsson hdl.
Borgarfógetaembaettið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Granaskjóli 44, þingl. eigandi Ágúst Þ. Jónsson, fer fram á
eigninni sjálfri mánud. 6. okt. '86 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skeljagranda 8, íb. 0203, tal. eigandi Margrét Guðnadóttir, fer
fram á eigninni sjálfri mánud. 6. okt.'86 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru
Gjaldheimtan í Reykjavík, Ammundur Backman hrl., Búnaðarbanki íslands,
Útvegsbanki íslands og Klemens Eggertsson hdl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skildinganesi 1, lóð, þingl. eigandi Loftorka sf„ fer fram á eign-
inni sjálfri mánud. 6. okt. '86 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan
í Reykjavík.
______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skógarhlíð 12, þingl. eigandi Isam hf„ fer fram á eigninni
sjálfri mánud. 6. okt. '86 ki. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í
Reykjavík.
______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skipholti 27, 2. og 3. hæð, þingl. eigandi Staður hf„ fer fram
á eigninni sjálfri mánud. 6. okt. '86 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjald-
heimtan í Reykjavík, SigríðurThorlacius hdl. og SigurðurG. Guðjónsson hdl.
___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Skipholti 20, hl„ tal. eigandi Aðalheiður
Hafliðadóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 6. okt. '86 kl. 13.45. Uppboðs-
beiðendur eru Jón Þóroddsson hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild
Landsbanka íslands og Ævar Guðmundsson hdl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Stigahlíð 18, 4.t.v„ þingl. eigandi Guðrún Ragnarsdóttir, fer
fram á eigninni sjálfri mánud. 6. okt. '86 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru
Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Baldursgötu 14, 3. hæð og risi, þingl. eig-
andi Helga Þorsteinsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 6. okt.'86 kl.
14.30. Uppboðsbeiðendur eru Sigurður Sigurjónsson hdl., Gjaldheimtan I
Reykjavík og Baldur Guðlaugsson hrl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Þú hringir — við birtum og auglýsíngin verður
færð á kortið.
Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar
og ganga frá öllu i sama simtali.
Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,-