Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Qupperneq 6
28 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Atburðarásin i Tosca lýsir þvi hvernig miklum ástríðum reiðir af and- spænis hættulegu stjórnmálaástandi. Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús Öperan Tosca fmmsýnd Óperan Tosca, eitt af meistara- verkum ítalska óperutónskáldsins Puccini, verður frumsýnd í Þjóð- leikhúsinu laugardaginn 11. október næstkomandi undir leik- stjórn Paul Ross. Hljómsveitar- stjóri er Maurizio Barbacini, hönnuður leikmyndar og búninga Gunnar Bjarnason, ljósahönnuður Kristinn Daníelsson og aðstoðar- leikstjóri Sigríður Þorvaldsdóttir. Kristján Jóhannsson, sem und- anfarið hefur sungið aðalhlutverk í La Boheme í New York city Op- era og hlotið frábærar móttökur, fer nú með hlutverk listmálarans Mario Cavaradossi. Elísabet F. Ei- ríksdóttir, sem sló í gegn í Grímu- dansleik í fyrra, syngur og leikur ástkonu Cavaradossi, óperusöng- konuna Toscu, og bandaríski óperusöngvarinn Malcolm Arnold fer með hlutverk Scarpia lögreglu- stjóra. Þau Elín Ósk Óskarsdóttir og Robert W. Becker munu síðan einnig fara með hlutverk Toscu og Scarpia. í helstu hlutverkum öðr- um eru Viðar Gunnarsson (Angel- otti), Sigurður Bjömsson (Spo- letta), Sigurður Bragason (Sciarrone), Guðjón Óskarsson (djákninn), Stefán Arngrímsson (fangavörður) og Ásdís Krist- mundsdóttir (smaladrengur). óperan Tosca var fyrst frumsýnd í Róm árið 1900 og varð strax óhemju vinsæl. Puccini fékk hug- myndina að óperunni þegar hann sá spennuleikritið La Tosca eftir Sardou með Söru Bernhardt í aðal- hlutverkinu. Hann fékk síðan Illica og Giacosa til að semja óperutex- tann en þessi svokallaða „heilaga þrenning" stóð einnig saman að óperunum Manon Lescaut, La Bo- héme og Madame Butterfly. Atburðarásin gerist í Rómaborg og lýsir því hvernig miklum ástríð- um reiðir af andspænis hættulegu stjórnmálaástandi. Af frægum ar- íum í Tosca má nefna Recondita armona, Non la sospiri la nostra casetta, Te deum, Gia mi dicon venal, Vissi darte, vissi damore, E luceba le stelle og 0 dolce mani mansuete e pure. Um 150 manns taka þátt í sýn- ingu Þjóðleikhússins á Tosca með einsöngvurum, Þjóðleikhúskórn- um, drengjakór, aukaleikurum og 70 manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Barbacini. Konsertmeistari er Sean Bradley. Þjóðleikhúsið sýndi óperuna Tosca áður haustið 1957 þar sem Stefán Islandi, Guðrún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson fóru með aðalhlutverkin. Sýningaíjöldi verður takmarkaður vegna anna Kristjáns Jóhannssonar óperu- söngvara. Regnboginn I tilefni af fundi Reagansog Gor- batsjovs hefur verið ákveðið að halda íslenska kvikmyndahátíð í Regnboganum fram yfir helgi. Verða þar sýndar allar helstu kvik- myndir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Verða allar myndirnar með ensku tali eða en- skum skýringartexta. Forvitnileg- ast fyrir okkur íslendinga er sjálfsagt að sjá amerísku útgáfuna af Hrafninn flýgur sem mun hafa verið breytt að einhverju leyti fyrir amerískan markað. Aðalmynd Regnbogans er samt snilldarverk Woody Allen, Hanna og systurnar (Hannah and her Sisters) sem lætur engan ósnortinn. Bíóhöllin Airplane er enn mörgum í fersku minni sem hana sáu. Þeir sem að henni stóðu eru þeir hinir sömu sem standa á bak við í svaka klemmu (Ruthless People). Myndin er gamanmynd sem fjallar fyrst og fremst um hræðilegt fólk. Aðalleik- arar eru söngkonan fræga, Bette Midler, og smávaxni grínleikarinn Danny DeVito. Þá má nefna úr- valsmynd Martins Scorsese, Eftir miðnætti (After Hours), sem gerist á einum sólarhring í Soho hverfinu í New York, og Svarta pottinn sem er ný teiknimynd frá Walt Disney. Stjörnubíó Stjömubíó sýnir nýjustu kvik- mynd Blakes Edwards, Algjört klúður (A Fine Mess) og er hún farsi í anda Laurels og Hardys myndanna frá ámm þöglu mynd- anna. Edwards á að baki margar frábærar gamanmyndir, þar á með- al myndimar um Bleika pardusinn. Þessi mynd fjallar um tvo vini sem komast við illan leik frá hverju sem þeir takast á hendur. Aðalhlut- verkin leika Ted Danson sem við þekkjum úr hinum vinsælu sjón- varpsþáttum, Staupasteini. Leikur hann hér aukaleikara í kvikmynd- um er hefur næmt auga fyrir fall- egu kvenfólki. Vin hans leikur Howie Mandell. Bíóhúsið Mona Lisa fjallar um smákrimma sem Bob Hoskins leikur. Hann er nýsloppinn úr fangelsi þegar mynd- in hefst. Krimminn er hið besta skinn inni við beinið. Hann fellur fyrir gleðikonu einni og ákveður að vernda hana gegn glæpamönn- um sem hún umgengst. Leikstjóri Mona Lisa er Neil Jordan sem vakti athygli á síðasta ári fyrir Company of Wolves. Hefur Mona Lisa yfirleitt fengið mjög jákvæðar viðtökur. Austurbæjarbíó Hin dáða mynd Stevens Spiel- bergs, Purpuraliturinn (The Color Purple), fékk í vetur ellefu tilnefn- ingar til óskarsverðlauna en engin verðlaun. Hefur mikið verið rætt um að það sé vegna þess að vissrar öfundar gæti í garð Stevens Spiel- bergs sem getur gert ævintýra- myndir, sem heilla unga sem gamla, og svo gæðakvikmyndir á borð við Purpuralitinn sem fjallar um líf svertingja og baráttu þeirra fyrir betri hag. Aðalhlutverkið leikur Whoopi Goldberg, leikkona sem hefur strögglast við að lifa á list Tónabíó Fórnin Fyrir kvikmyndaunnendur boða fundur Reagans og Gorbatsjovs það að sýnd verður fram yfir helgi nýjasta mynd rússneska leikstjór- ans Andrei Tarkovskís, Fórnin. Hún var frumsýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes við mjög góðar viðtökur sýningargesta. Það hefur mikið verið fjallað um myndina hérlendis, aðallega vegna þess að íslensk leikkona, Guðrún Gísla- dóttir, fer með aðalhlutverkið. Fórnin gerist á afmælisdegi leik- ara sem er búinn að draga sig í hlé frá opinberu lífi og helgar sig einkalífinu ásamt konu og syni. Þegar afmælisveislan stendur sem hæst kemur tilkynning um það í sjónvarpi að alvarlegt kjarnorku- slys hafi orðið og muni það valda heimsendi. Örvænting grípur um sig meðal afmælisgesta og í fyrsta skipti á æfinni biður leikarinn til Guðs og býðst að fóma öllu sem honum er kærast megi afstýra slys- inu. Einn afmælisgestanna kemur þá til hans og segir að það megi takast með því að hann fari til fundar við Maríu frá íslandi. Hún búi yfir krafti sem afstýrt gæti slys- inu.. Því miður verður Fórnin aðeins sýnd í fáa daga en vonir standa til að hægt verði að sýna hana seinna. Vonandi að það verði sem fyrst. Kvikmyndahús sinni í mörg ár en hefur nú haft erindi sem erfiði. Háskólabíó Þeir bestu (Top Gun) er vinsæl- asta kvikmyndin vestan hafs um þessar mundir og virðist sem vin- sældir hennar ætli að verða miklar hérlendis. Myndin fjallar um orr- ustuflugmenn í blíðu og stríðu og þrotlausar æfingar þeirra til að verða frábærir flugmenn. Það sem gerir þessa mynd sérstaka eru af- bragðs flugsenur sem slá út allt sem áður hefur verið gert á því sviði. Þetta er skemmtileg kvikmynd sem höfðar mikið til þjóðerniskenndar Bandaríkj amanna. Laugarásbíó Laugarásbíó sýnir spennumynd- ina Gísl í Dallas sem fjallar um leiðangur sem sendur er til Afgan- istan til að fá sýni af eiturgasi sem Rússar framleiða. Það færist alvara í leikinn þegar sýninu er stolið þegar til Bandaríkjanna kemur. Þá má nefna nýja ævintýramynd með hryllingsívafi, Leppana (Critters). Myndin gerist úti í heimi. Öllum illvígustu dýrum alheimsins er safnað saman á eina plánetu. Nokkur þeirra sleppa og taka stefnuna beint á jörðina... -HK Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Opnunartími safnsins er á þriðjudögum, Fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14-17. Ásmundarsalur við Freyjugötu Á morgun verður opnuð sýning á frétta- myndum, originalblöðum úr vikuritinu The Illustrated London News sem enn kemur út á Englandi. Myndir þessar eru úr blöðum frá árunum 1860-1866 og hefur sýningin hlotið nafnið „Af spjöldum sög- unnar". Sýningin stendur til sunnudags- kvölds 19. október og er opin um helgar kl. 14-22.30 en á virkum dögum frá kl. 18-22.30. Myndirnar eru úr safni Friðriks Ásmundssonar Brekkan. Nokkrar mynd- imar eru frá íslandi og hafa aldrei sést áður. Þá eru og myndir af styttum Thor- valdsens og listgagnrýni um þær. Galleri Borg, Pósthússtræti. Erla Þórarinsdóttir sýnir 11 olíumálverk og 10-15 teikningar, unnar með krít og blýanti. Sýningin stendur til 14. október og er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Þar stendur yfir sýning Septem-hópsins. Gallerí Langbrók-Textíll, Bókhlöðustíg 2 Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-16. Kjarvalsstaðir, Miklatúni Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Eyjólfs J. Eyfells og sýningin Islensk graf- ík ’86. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Árni Elfarsýnir jassmyndirá Mokkakaffi. Nýlistasafnið, Vatnsstíg Félag Nýlistasafnsins heldur sýningu nú um helgina á verkum sem eru í eigu safns- ins eða hafa verið sýnd þar á undanförnum árum. Sýningin er sérstaklega sett upp til þess að hinir fjölmörgu erlendu gestir, sem hér eru staddir, fái að kynnast þeirri grósku sem verið hefur í íslenskri mynd- list síðari ár. Sýningin stendur frá fimmtu- degi til mánudags og er opin frá kl. 16-20 virka daga og kl. 14-20 um helgar og er öllum velkomið að skoða hana. Norræna húsið v/Hringbraut Sýning á verkum norska málarans Ed- vards Munch. Hún stendur til 2. nóvember og er opin daglega kl. 14-19. Listasafn ASÍ, Grensásvegi Á morgun opnar Pétur Halldórsson sýn- ingu á málverkum. Sýningin verður opin virka daga kl. 16-20 og um helgar frá 14-22. Sýningin stendur til 26. október. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið aila daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Gallerí Gangskör Þar stendur yfir sýning á pastelmyndum og teikningum Sigrid Valtingojer og keramik Kristínar ísleifsdóttur. Sýning þeirra stendur til 23. október. Slunkaríki ísafirði Nú stendur yfir í Slunkaríki á Isafirði sýning Rögnu Hermannsdóttur. Á sýning- unni eru einkum tréristur og steinþrykks- myndir og eru þær allar unnar á síðustu tveimur árum. Sýningin stendur til 2. okt- óber.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.