Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986.
13
Hjá Interpol er samankomið mikið safn upplýsinga um vafasama menn.
Frá síðasta fundi yfirmanna Interpol í Washington. Kendail, aðalritari Interpol,
ásamt Ronald Reagan og Edwin Meese, dómsmálaráðherra Bandarikjanna.
innar til Berlínar. Við þetta lamaðist
Interpol og fram til ársins 1946 lá allt
starf niðri.
Að lokinni síðari heimsstyijöldinni
þótti sýnt að alþjóðlegir glæpir tækju
á ný að herja á heimsbyggðina. Var
því fljótlega farið að huga að endur-
reisn Interpol og höfðu Belgar þar
frumkvæðið. Austurríki var þá her-
numið land undir yfirstjóm stórveld-
anna og því talið ófært að endurreisa
stofnunina í sínum gömlu höfuðstöðv-
um.
Belgar vom og illa í stakk búnir til
að hýsa Interpol þannig að úr varð
að Frakkar tóku það hlutverk að sér
og hefur Interpol síðan haft höfuð-
stöðvar í París. Nú stendur þó til að
flytja höfuðstöðvamar til Lyon áður
en langt um líður. í upphafi Parísarár-
anna vom flestir starfsmenn franskir.
Því hefúr Interpol löngum þótt hafa á
sér franskt yfirbragð, eins og Hjalti
nefndi í upphafi.
Spæjarar
Löngum hefur mönnum þótt nokkur
dulúð fylgja starfi Interpol. í glæpa-
myndum og reyfurum birtist þessi
stofiiun gjaman sem hinn langi armur
laganna. Eftir að Interpol er komið í
spilið eiga glæpamennimir sér sjaldn-
ast nokkra undankomuleið. Oft birtast
í nafrú Interpol harðsvíraðar löggur
sem engu eira og flækjast um heiminn
á hælum bófanna. Þeir sem til þekkja
em þó á einu máli um að þetta sé hin
mesta firra.
„Þetta er í aðalatriðum röng mynd
af starfi Interpol," segir Hjalti. „Það
er tæpast hægt ð tala um sjálfetætt
löggæslustarf innan stofriunarinnar
því hún vinnur fyrst og fremst að miðl-
un upplýsinga að og frá landsskrifetof-
unum í hverju landi og þaðan til
lögregluyfirvalda sem sjá um hina eig-
inlegu löggæslu.
Einhverjum er þó illa við Interpol
því snemma á þessu ári sprakk
sprengja í aðalstöðvunum og olli vem-
legu eignatjóni.
Innan stofnunarinnar er einkum
fengist við að uppræta peningafölsun
sem er töluvert algeng. Þá verður bar-
áttan gegn hryðjuverkum stöðugt
umfangsmeiri. Verslun með eiturlyf
er líka erfiður málaflokkur þar sem
Interpol beitir sér sérstaklega.
„Rauðhausar"
Meðal mikilvægustu verkefnanna
er líka að halda skrá um alla helstu
glæpamenn. Við fáum alltaf upplýs-
ingar um eftirlýsta glæpamenn, jafn-
vel þótt ekki sé talið að þeir ætli að
leggja leið sína til íslands. Hættule-
gustu glæpamennimir em í daglegu
máli hér kallaðir „rauðhausar" vegna
þess að skjölin um þá em merkt með
rauðu skjaldarmerki Interpol. Minni
spámennimir fá grænan haus. Þessi
plögg em trúnaðarmál með mjög ítar-
legum upplýsingum um þessa menn.
Sem betur fer eigum við engan mann
sem fengið hefur ævi sína skráða á
þessi skjöl enda engir íslenskir glæpa-
menn sem valsa um heiminn.
Samskiptin við Interpol em lítill
hluti af daglegu starfi hér í ráðuneyt-
inu og kemst fjótt upp i vana. Mikið
af þessu starfi er afgreiðsla. Við erum
þrír lögfræðingar sem önnumst sam-
skiptin og skiptum með okkur bak-
vöktum á nóttunni við það. Það sem
kemur hér á fjarritann kemur einnig
fram í lögreglustöðinni og þeir sem
þar em á vakt láta okkur vita ef eitt-
hvað merkilegt gerist.
Sumt af skeytunum er á hálfgerðu
dulmáli sem er aðallega notað til að
spara pláss og eins til að auðvelda
þýðingar því stofnunin notar jöfhum
höndum fjögur tungumál. Það er einn-
ig til mikið og flókið dulmál sem við
höfum lykilinn að en það hefur aldrei
þurft að nota það hingað til. Þó er
aldrei hægt að útiloka að upp komi
leki og þá getur verið nauðsynlegt að
grípa til dulmálsins."
Hin réttu viðbrögð
- Hvemig er bmgðist við ef Interpol
lætur vita að meiri háttar glæpamaður
sé á leiðinni til landins?
„Við erum ekki með eiginlega leyni-
þjónustu til að annast slík mál en það
em vissir aðilar innan lögreglunnar
sem hafa hliðstætt hlutverk og þeir
yrðu aðvaraðir. Trúlega mundum við
einnig gangast í að láta alla sem mál-
ið kemur við vita. Það liggja fyrir
framsalsbeiðnir • fyrir alla helstu
glæpamenn þannig að ekki ætti að
vera vandamál að finna manninum
samastað.
Við höfum fengist við svona mál
þegar þýskur bankaræningi kom hér
fyrir nokkrum árum. Hann var einn
þessara „rauðhausa" og var þegar
framseldur.
Auðvitað fá þessir menn sér fölsuð
vegabréf og fá sér nýtt nafn. Islensku
vegabréfin hafa verið söluvara erlend-
is enda auðvelt að breyta þeim. Þannig
hefur það gerst að vafasamir menn
hafa gerst íslenskir ríkisborgarar og
gengið undir skrýtnum nöfnum," segir
Hjalti Zóphóníasson.
GK
SJÓNVARPIÐ, /NNLEND DAGSKRÁRDEILD, ÓSKAR
EFT/R TILBOÐUM í GERÐ STUTTRAR KV/KMYNDAR
FYR/RSMÁBÖRN. PESS/KV/KMYND VERÐURSÝND
Á ÖLLUM NORÐURLÖNDUNUM OG ER HLUT/ AF
SAMNORRÆNUM MYNDAFL OKK/, PARSEMHVER
KV/KMYND ER SJÁLFSTÆTT VERK MYND/N PARF
AÐ VERA T/LBÚ/N 1. DESEMBER 1987 OG LENGD
HENNAR UM 20 MÍNÚTUR.
í T/LBOÐ/NU FELST ENDANLEGUR KOSTNAÐUR
V/Ð GERÐ MYNDAR/NNARÁSAMTHANDR/T/ SEM
VERKTAK/ SEMUR EÐA VELUR SJÁLFUR.
T/LBOÐUM PARF AÐ SK/LA T/L SJÓNVARPS/NS
EYR/R 1. MARS 1987.
NÁNAR/ UPPLÝS/NGAR VE/T/R LE/KUSTARRÁÐU-
NAUTUR SJÓNVARPS/NS OG DAGSKRÁRFULLTRÚ/
RÍK/SÚTVAPP/Ð