Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1986. Afmæli 70 ára verður mánudaginn 24. nóv- ember Sveinn A. Sæmundsson blikksmíðameistari, Vallargerði 2, Kópavogi. Hann og kona hans, Jón- ína R. Þorfinnsdóttir, taka á móti gestum í sal Sjálfstæðisflokksins, Hamraborg 1, Kópavogi, á afmælis- daginn milli kl. 17 og 20. Sýningar Kjarvalsstaðir, Miklatúni Helgi Gíslason sýnir 13 verk unnin í tré og járn. Helgi hefur haldið íjórar einka- sýningar í Reykjavík og tekið þátt í fjölda samsýninga. I vestursalnum sýnir Sigurð- ur Örlygsson 15 verk unnin á þessu ári. Sigurður hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. I austurforsal sýnir Sjöfn Hafliðadóttir verk sín. Hún hefur búið erlendis síðustu 37 árin. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14-22 til 30. nóvember. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Pétur Þór sýnir 21 verk, bæði olíu- og pastelmyndir sem unnar eru á síðustu mánuðum. Þetta er fyrsta sýning Péturs í höfuðborginni en hann hefur áður sýnt í Hafnarborg, menningar- og hstamiðstöð Hafnaríjarðar og tekið þátt í samsýning- um í Danmörku þar sem hann stundar nám. Mokkakaffi er opið mánudaga til laugardaga frá kl. 9-23.30 og á sunnudög- um frá kl. 14-23.30. Norræna húsið Jóhanna Bogadóttir sýnir málverk og teikningar í sýningarsölum Norræna hússins. Sýningin stendur til 30. nóvember og er opin daglega frá kl. 14 22. í anddyri hússins verður opnuð sýning á fmnskum minnispeningum á morgun. A þessari sýn- ingu eru munir úr tveimur söfnum: Úrval fmnskra minnispeninga fyrri alda úr safni Anders Huldéns. sendiherra Kinna á ís- landi, og úrval finnskra minnispeninga síðari tíma úr sláttu fyrirtækisins Kultate- ollisuus/Kinnmedal sem nú er nærri 100 ára. Sýníngin verður opin daglega kl. 9-22 nema sunnudaga kl. 12-19 og stendur hún til desemberloka. Nýlistasafnið, Vatnsstíg í kvöld kl. 20 verður opnuð samsýning ellefu ungra listamanna í húsakynnum Nýlistasafnsins, Vatnsstíg 3b. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Ómar Stefáns- son, Guðrún Tryggvadóttir, ívar Val- garðsson, Jóhanna Kristín Ingvadóttir, Jón Axel Bjömsson, Sólveig Aðalsteins- dóttir, Axel Jóhannesson, Hrafnkell Sigurðsson, Steingrímur E. Kristmunds- son, Þór Vigfússon og Daði Guðbjörnsson. Sýningin stendur til 30. nóvember og er opin frá kl. 1&-20 virka daga en kl. 14-20 um helgar. Listasafn ASÍ, Grensásvegi Þar stendur yfir málverkasýning Ágúst Petersens. Á sýningunni eru 64 verk, eink- um landslags- og mannamyndir, og er liðlega helmingur þeirra til sölu. Þess má geta að Listasafn ASÍ hefur gefið út skyggnuflokk til kynningar á list Ágústs og fæst hann í safninu. Jón úr Vör les úr eigin ljóðum með kaffinu á sýningunni sunnudaginn 23. nóvember kl. 16. Sýning- in er opin daglega til 7. desember virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-22. Kaffiveitingar um helgar. Ath.: lokað 24. og 25. nóvember. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listasafn Islands Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar. Sýningin spannar all- an listferil Valtýs allt frá því að hann var við nám í Bandaríkjunum 1944^16 til verka frá þessu ári: Eru þar alls 127 verk, olíu- myndir, mósaík og gvassmyndir. I tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá og litprentað plakat. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 13.30-18 en kl. 13.30-22 um helgar. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfírði Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Slunkaríki ísafírði Björg Örvar sýnir innþrykkjur eða mónó- týpur. Sýningin stendur fram í desember. Hlaðvarpinn Guðmundur Björgvinsson sýnir verk sín í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Safnið er opið er á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Ásmundarsalur við Freyjugötu Álfhildur Olafsdóttir sýnir málverk í Ás- mundarsal. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 en um helgar kl. 14 -18 og lýkur henni sunnudaginn 23. nóvember. Gallerí Borg, Pósthússtræti Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður sýnir 35 akrýlmyndir, flestar unnar á þessu ári. Myndirnar eru allar til sölu. Jasstríó leik- ur í galleríinu á laugardag eftir kl. 16 og Jónas Árnason rithöfundur áritar nýja bók sína, en kápumynd hennar er eftir Tryggva. Sýning Tryggva stendur til þriðjudagsins 25. nóvember. Um helgina er hún opin kl. 14-18 en frá kl. 10-18 virka daga. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A I dag kl. 18 verður opnuð sýning á nýjum verkum eftir þá sem að Galleríinu standa, en það eru þau Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjömsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Þórar- insdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Örn Þorsteinsson. Sýningin verður opin virka daga kl. 12 -18 en frá kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga. Gallerí Grjót hefur nú starfað í 314 ár og hefur eingöngu verk eftir félagana sem vinna í mjög mismun- andi efni. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Þar stendur yfir sýning Septem-hóps- ins. Galleri Listver Steindór Marinó Gunnarsson sýnir verk sín. Gallerx Gangskör, Amtmannsstíg Egill Eðvarðsson sýnir verk sín í Gallerí Gangskör. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Langbrók-Textíll Bókhlöðustíg 2 Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Hallgerður Ása Ólafsdóttir sýnir í Gallerí Hallgerði. Á sýningunni em tvö myndofin verk og 19 collagemyndir. Allt eru þetta myndir sem á symboliskan hátt segja frá. Þær eru allar unnar á árinu 1986. Sýningin er opin daglega kl. 14—18 og stendur til 23. nóv- ember. Gallerí, Skipholti 50c Gunnar Öm sýnir 16 mónótýpur frá þessu ári. Hann hefur haldið 18 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um Evrópu. Sýningin er opin virka daga og Iaugardaga kl. 14-18. Tónleikar Hátíðartónleikar Karlakórs Reykjavíkur með Sinfóníuhljómsveit íslands í Laugardalshöll Laugardaginn 22. nóvember nk. mun Karlakór Reykjavíkur efna til hátíðartón- leika í Laugardalshöll í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og mun Lúðrasveit Reykja- víkur leika létt lög við komu gesta. Hvatinn að þessum tónleikum er 60 ára afmæli kórsins og 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar. Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit íslands hafa átt mikið og gott samstarf undanfama áratugi. Árið 1969 voru t.d. haldnir tvennir tónleikar í Laugardalshöll sem um 6 þúsund manns sóttu. Þessir aukatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða með hátíðar- sniði, t.d. setja óperukórar mikinn.svip á söngskrána. Viðar Gunnarsson bassa- söngvari verður einsöngvari með kórnum. Stjórnandi verður Páll Pampichler Páls- son. Burtfararprófstónleikar Laugardaginn 22. nóvember mun Þorvald- ur Bjarni Þorvaldsson halda burtfarar- prófstónleika frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Þorvaldur leikur á gítar og á efnisskrá hans verða verk eftir J.S. Bach, Fernando Sor, Heitor Villa-Lobos, John W. Duarte og Isaac Albeniz. Tónleik- arnir verða í Áskirkju og hefjast kl. 17. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Félagsvist Spilakvöld í Kársnessókn Spiluð verður félagsvist í safnaðarheimil- inu Borgum þriðjudaginn 25. þessa mánaðar kl. 20.30. Tapad-fundið Hjól í óskilum á Grandanum Grátt DBS 10 gíra hjól hefur verið lokað með gráum númeralás við girðingu á Flyðrugranda 6 síðustu þrjár vikur. Eig- andi hjólsins er vinsamlegast beðinn að íjarlægja það. Upplýsingar í síma 13742. Fressköttur týndur úr Hlíðunum Ungur grábröndóttur fressköttur týndist í Hlíðunum (Mávahlíð) mánudaginn 17. nóvember sl. Ef einhverjir geta gefið upp- lýsingar um hann vinsamlegast hringi í síma 24595. Seðlaveski tapaðist Svart seðlaveski tapaðist á mánudaginn sl. í Austurstræti. I veskinu eru skilríki og bankakort. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 12124 eftir kl. 20. Fundarlaun. Köttur týndur frá Hlunnavogi Þessi köttur tapaðist frá heimili sínu, Hlunnavogi 5, 20. október sl. Þetta er læða, smávaxin, hvít á kvið og bringu og gul og gráflekkótt á baki og haus. Hún er mjög gælin og er með gula ól. Fólk er beðið að kíkja inn í bílskúra sína eða á aðra staði þar sem hún gæti hafa lokast inni. Allar upplýsingar eru vel þegnar í síma 33311 eftir kl. 17. Sýningu Alfhildar í Ásmund- arsal að Ijúka Sýningu Álfhildar Ólafsdóttur, sem staðið Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 23. nóvember: Kl. 13 Músarnes-Borgarvík Kjalarnes. Ekið að Brautarholti á Kjalarnesi og gengið þaðan um Músarnes og Borgarvík. Létt gönguferð. Verð kr. 350. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. ATH. Kvöldvaka miðviku- daginn 26. nóvember í Risinu. Helgi Björnsson jöklafræðingur „svipast um í fjallaklösum undir jöklum". Útivistarferðir Dagsferð sunnudaginn 23. nóv. kl. 13 Elliðavatn-Hjallar-Kaldársel. Létt ganga með viðkomu m.a. hjá rústunum við Elliðavatn og Gjáarétt í Búrfellsgjá. Gangan er að hluta um Heiðmerkurfrið- land. Verð 300 kr., frítt f. börn m. fullorðn- um. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, bensínsölu. Helgarferð 28.-30. nóv. Aðventuferð í Þórsmörk. Það verður sankölluð aðventu- stemmning í Mörkinni. Gist í Útivistar- skálunum góðu í Básum. Gönguferðir við allra hæfí. Aðventukvöldvaka. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23743. Sjáumst. ....V Ymislegt Áhugahópur um byggingu Náttúrufræðihúss stendur að sýningu á íslenskum fléttum í anddyri Háskólabíós. Sýningin er opin frá kl. 13-22 á virkum dögum og frá kl. 16-22 á laugardögum og sunnudögum. Enginn aðgangseyrir. Þarna gefst fólki kostur á að kynnast nokkrum tegundum þessa flokks íslenskra plantna sem fæstir þekkja utan fjallagrasa og litunarskóga. Sýningin stendur fram í fyrstu viku desember. Rannsóknarstofnun uppeldismála Þriðjudaginn 25. nóvember flytur dr. G. Thomas Fox jr. fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar uppeldismála er nefnist: Can research be made educational? Fyr- irlesturinn verður haldinn í Kennara- skólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. í fyrirlestri sínum íjallar dr. Fox um menntunargildi rannsókna. Ræðir hann um að hvaða marki hefðbundnar rann- sóknir á skólastarfi séu menntandi og hvernig megi bæta um betur. Fyrirlestur- inn verður fluttur á ensku. Öllum heimill aðgangur. Hlaðvarpaleikhúsið Sýnir leikritið Veruleika eftir Súsönnu Svavarsdóttur í kaffistofu Hlaðvarpans á sunnudagskvöld kl. 21. Kvikmyndaklúbbur Hispania sýnir myndina Talaðu kona í Regnbogan- um í dag, 22. nóvember, í E-sal (uppi) kl. 15.15 og 17. Sagan er um náttúruunnanda sem staddur er í fjallahéraði. Þar hittir hann mállausa stúlku og fer að kenna henni að tala og h'egða sér. Þetta mælist ekki vel fyrir hjá bændunum í sveitahérað- inu. Myndin er með spænsku tali. Isfugl styrkir handknattleiks- deild Aftureldingar Fyrirtækið Isfugl í Mosfellssveit og hand- knattleiksdeild Aftureldingar hafa gert með sér samning. ísfugl, sem verið hefur vaxandi fyrirtæki í Mosfellssveit, hefur ákveðið að styrkja handknattleiksdeildina næstu 2 keppnistímabil og leikur meist- araflokkur karla nú í nýjum búningi, merktum Isfugli. Mikið starf fer fram í handknattleiksdeildinni. Þar æfa alls hátt í 200 einstaklingar handbolta og nær samningurinn til allra aldurshópa. Vill stjóm handknattleiksdeildar færa ísfugli sínar bestu þakkir fyrir góðan hug til íþróttamála í Mosfellssveit. hefur yfir í Asmundarsal, lýkur nk. sunnu- dagskvöld kl. 21. Opið frá kl. 14-21. Jólakort kvenfélagsins Hringsins Jólakort til styrktar barnaspítalasjóði Hringsins eru komin á markaðinn. Hönn- uður kortanna er Guðrún Geirsdóttir félagskona. Þau eru í tveimur litum, blá og rauð, á bakhlið er merki félagsins. Þau verða seld á ýmsum stöðum í borginni, m.a. á Barnaspítala Hringsins, Hagkaupi, blóma- og bókabúðum og hjá félagskonum. Taflfélag Reykjavíkur vill vekja athygli nemenda skólans á sér- stökum skákæfingum fyrir 14 ára og yngri (bæði drengi og stúlkur) sem fara fram að Grensásvegi 46 einu sinni í viku á laug- ardögum kl. 14-18. Á þessum skákæfingum er einkum um að ræða eftirfarandi: 1) Skákkennsla fyrir byrjendur og skákskýringar. Skákir eru skýrðar, einkum með tilliti til byrjana. Skipt er í ílokka eftir getu. 2) Fyrir stúlkur. Stúlkur eiga kost á sér- leiðsögn. 3) Æfingaskákmót. Teflt er í tveim eða fleiri flokkum eftir fjölda og getu. 4) Fjöltefii. Þekktir skákmeistarar koma í heimsókn og tefla fjöltefli, að meðaltali einu sinni í mánuði. 5) Endataflsæfingar. Nemendum gefst kostur á að gangast undir sérstök próf í endatöflum. Fjölrituð verkefni eru afhent í félagsheimilinu. Þátttaka í laugardagsæfingum er ókeypis. Þeir sem gerast félagar í Taflfé- lagi Reykjavíkur geta tekið þátt í öðrum skákæfingum og skákmótum á vegum fé- lagsins fyrir lægra gjald en ófélagsbundn- ir. Aðalleiðbeinandi er hinn kunni skák- meistari Jón A. Pálsson. Aðstoðarmenn hans eru Davíð Ólafsson og Þröstur Þór- hallsson. Aðalleiðbeinandi stúlkna er hin reynda skákkona Svana Samúelsdóttir. Jólamerki kvenfélagsins „Framtíðin á Akureyri“ er komið út. Merkið er gert af myndlistar- konunni Iðunni Ágústsdóttur og er prentað í Prentverki Odds Björnssonar, h/f. Akureyri. Sölustaðir eru: Póststofan Akureyri, Frímerkjahúsið og Frímerkja- miðstöðin í Reykjavík. Félagskonur sjá um sölu á Akureyri. Merkið kostar sjö krónur og allur ágóði af sölunni rennur í elliheimilissjóð félagsins. Ný íslensk skrifstofuhúsgögn i hæsta gæðaflokki Nú eru komin á markaðinn hérlendis ný íslensk skrifstofuhúsgögn sem uppfylla ítrustu gæðakröfur, sem gerðar eru til slíkra húsgagna á alþjóðlegum markaði. Þessi nýju húsgögn, sem hlotið hafa heitið VIVA, eru eftir Pétur B. Lúthersson hús- gagnaarkitekt. Þau eru nú almenningi til sýnis í fyrsta sinn í versluninni Epal, sem þekkt er fyrir að hafa aðeins úrvals hús- búnað á boðstólum. Verslunin mun selja þessi nýju skrifstofuhúsgögn, en framieið- andi er Smíðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar í Reykjavík. Foreldrar barna í Steinahlíð Foreldrar á foreldrafundi í Steinahlíð 11. nóv. 1986 mótmæla 10% hækkun á dag- vistargjöldum sem borgarráð hefur nýlega samþykkt. Við styðjum fóstrur í sinni launabaráttu og teljum sinnuleysi borgar- yfirvalda gagnvart kröfum þeirra stefna starfsemi dagvistarheimilanna í mikinn voða. Við borgum gjarnan 10% hærra dagvist- argjald ef það yrði til þess að hækka laun starfsfólksins. Við viljum að börnin okkar fái góða þjónustu og búi við þroskandi uppeldisleg- ar aðstæður. En með stefnu borgaryfir- valda er hætt við að dagvistarheimilin verði geymsla þar sem fátt fagmenntað starfsfólk fæst til að vinna. Við hvetjum aðra foreldra til að láta í sér heyra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.