Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986.
23
Böðmóðsstöðum í Laugardal, og 1948
drifu þau hjónin sig norður og hófu
búskap á óðali feðranna, Auðbrekku
í Hörgárdal.
Nokkru seinna fékk Stefán Akur-
eyrarveikina svokölluðu og átti í
þeim veikindum í mörg ár. Hann
þurfti að vera nálægt lækni og fór
þess vegna suður aftur. í mörg ár var
hann í Keflavík á veturna en heima
á sumrin.
í Keflavík byrjaði Stefán að kenna
á bíl, síðan fór hann að keyra á bíla-
stöðinni og loks vann hann uppi á
Velli sem bílstjóri.
Talaðisig innáþing
Stefán hefur alltaf verið mikill fé-
lagsmálamaður. Hann gekk að sjálf-
sögðu í ungmennafélagið fyrir
norðan sem ungur maður og hann
var einn af stofnendum bindindis-
félagsins í heimasveit sinni. Suður-
Stefán Valgeirsson: Undirtektir við
sérframboð hafa verið langtum betri
en ég átti von á. Ég fer norður seinni
partinn í næstu viku og skoða þetta
mál og tek ákvörðun þar á eftir um
hvort ég fer fram eða ekki.
DV-mynd Gunnar V. Andrésson
nesjamenn fengu líka að kynnast
félagsmálaáhuga Stefáns. Hann
stofnaði starfsmannafélag Keflavík-
urflugvallar og var formaður bíl-
stjórafélagsins á Suðurnesjum, svo
fátt eitt sé talið.
„Einhvern veginn hefurþetta alltaf
æxlast þannig að ég hef lent í félags-
málum,“ segir hann. „En 1962, þegar
ég fer norður aftur, eftir að ég var
búinn að ná mér nokkuð til heilsunn-
ar, þá fór ég með þeim ásetningi að
skipta mér ekki af félagsmálum meir.
Ég vildi fá að vera i friði, var búinn
að fá nóg af þessu og vildi bara sinna
búskapnum. Ég var ákveðinn í því
að fara ekki á einn einasta fund,
hvorki í minni sveit né annars stað-
ar.
En það er einn fundur sem allir
bændur fara á og það er aðalfundur
í Mjólkursamlagi KEA. Ég fór á einn
slíkan og þá var á dagskrá innvigt-
unargjaldið svokallaða. Mér blöskr-
En hver er skýringin á því? Er ástæð-
an sú að hann er fyrirgreiðslupóli-
tíkus?
„Hvað er fyrirgreiðslupólitíkus?
Þingmaður utan af landi er eins og
sendiherra. Mikið af hans starfi er
að leiðbeina fólki utan af landi sem
þarf að sækja til Reykjavíkur ýmsa
þjónustu, vegna húsnæðismála, at-
vinnurekstrar og annars þess háttar.
Ég fer með þessu fólki á þessa staði,
sýni því hvar það á að leita fyrir sér
og stundum fer ég með erindin fyrir
fólk. Er þetta fyrirgreiðslupólitík?
Ég lít á þetta sem skyldu þingmanns
sem skilur þetta starf.
Ég held líka að það persónufylgi,
sem sagt er að ég hafi, byggist að
verulegu leyti á því aSég er eins við
fólkið heima núna þegar ég er þing-
maður eins og ég var á meðan ég var
bóndi. Ég er einn af þeim.
Menn koma með sín vandamál og
ég hlusta á alla. Komi til dæmis til
það nú svo að það munaði ekki nema
sextán atkvæðum, sem hefðu þurft
að færast yfir, til þess að fyrsta sætið
félli í minn hlut.
Málefnaágreiningur
Ég hef verið átalinn fyrir það að
gefa aðeins kost á mér í fyrsta sætið
en ég vissi hvað var að gerast í kring-
um mig. Ég vissi það að ef ég fengi
ekki fyrsta sætið þá fengi ég ekki
heldur annað sætið, og það kom í
ljós í þessu prófkjöri að mitt mat var
rétt. Þarna var um að ræða bandalag
sem stóð saman um að minnsta kosti
tvö fyrstu sætin, og raunar fleiri,
þannig að ég ætlaði ekki að fara fram
nema einu sinni og láta slag standa
um fyrsta sætið.
Það er misskilningur ef menn
halda að þetta sé fyrst og fremst af
tilfinningasemi gagnvart mér hvern-
ig margir fundarmenn brugðust við.
Það getur verið að það sé að ein-
aði hvað menn voru linir í því máli
því mér fannst að þar væri verið að
ganga mjög á rétt bændastéttarinn-
ar. Eg gat því ekki orða bundist og
flutti þarna ræðu sem mér er sagt
að hafi verið áhrifamikil. Úr því var
erfitt að snúa við. Við stofnuðum
héraðsnefndir í öllum sýslum lands-
ins og funduðum um þessi mál. Það
var meðal annars haldinn stór fund-
ur á Hótel Sögu og okkur tókst að
kveða niður innvigtunargjaldið á
mjólk.“
Síðan skipast mál þannig að Stefán
er beðinn um að taka þriðja sætið á
framboðslista Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra fyrir
alþingiskosningarnar 1967.
„Ef þið finnið eyfirskan bónda sem
hægt er að ná samstöðu um þá segi
ég nei. Ef þið finnið hann ekki þá
skal ég hugsa mig um,“ svaraði Stef-
án.
Eyfirski bóndinn fannst ekki og
síðan hefur Stefán verið í öruggu
sæti á framboðslista flokksins í þessu
kjördæmi þar til á hinu sögulega
kjördæmisþingi sem haldið var um
síðustu mánaðamót.
Kröfur um breytingar
Innan Framsóknarflokksins hafa
verið uppi raddir um nauðsyn þess
að stokka upp í þingliði flokksins.
Framsóknarkonur hafa verið óán-
ægðar með sinn hlut og ungir
framsóknarmenn vilja ólmir koma
ungu fólki ofarlega á framboðslista
flokksins í komandi kosningum. Það
voru því ýmsir á þeirri skoðun að
tími væri til kominn að Stefán drægi
sig í hlé.
Sjálfur segist hann upphaflega
ekki hafa ætlað sér að fara fram í
þessum kosningum. Fyrir tveimur
árum var hann heilsutæpur og
reyndar um tíma ekki útlit fyrir að
'hann entist út kjörtímabilið. En það
fór betur en á horfðist og Stefán
náði fullri heilsu. Hann segist reynd-
ar ekki hafa verið jafn heilsuhraust-
ur í mörg ár.
Fjöldi manns skoraði á hann að
bjóða sig fram og sú varð niðurstað-
an. „Þessar áskoranir komu alls
staðar að úr kjördæminu og margt
af þessu fólki, sem fylgir mér að
málum, kýs annars ekki Framsókn-
arflokkinn," segir Stéfán.
Sendiherra
landsbyggðarinnar
Það er almennt viðurkennt að Stef-
án njóti umtalsverðs persónufylgis.
mín fólk sem er að missa íbúðir sínar
þá tel ég það ræfilskap ef ég bjarga
því ekki, eða minnsta kosti réyni
það.“
Málsvari fólksins
Stefáni er mikið niðri fyrir þegar
talið berst að hlutverki stjórnmála-
flokka og þingmanna. Hann hefur
mjög ákveðnar skoðanir á þeim mál-
um. Hann segir að flokkurinn eigi
að laga sig að þörfum þjóðarinnar
en ekki öfugt eins og sumir virðast
halda.
„I minum augum er þingmaður
málsvari þess fólk sem velur hann
eða hana á þing og slík staða veitir
meðal annars betri aðgang að ýmsum
stofnunum þjóðfélagsins. Mér finnst
það hættuleg þróun ef þingmenn
sitja í eins konar fílabeinsturni og
loka sig af frá hinum almenna kjós-
anda og nota það vald og þau áhrif,
sem kjósandinn veitir þeim, fyrst og
fremst sjálfum sér og fáum útvöldum
til framdráttar,'1 segir hann og held-
ur áfram. „Hvernig á að vera hægt
að setja skynsamleg lög eða reglu-
gerðir og stuðla að jákvæðri þróun
samfélagsins ef við þekkjum ekki
hvernig ríkjandi kerfi virkar í reynd
gagnvart kjósendum okkar, gagn-
vart mismunandi aðstæðum fólksins
í hverju kjördæmi?
Vald þingmannsins er ekki annað
en umboð frá því fólki sem veitir
manni valdið. Það ætti að minnsta
kosti ekki að vera annað í lýðræðis-
þjóðfélagi"
Fyrsta sætið eða ekkert
Guðmundur Bjarnason þingmaður
bauð sig einnig fram í prófkjöri fram-
sóknarmanna á Norðurlandi eystra.
Þegar ljóst var að Guðmundur ætl-
aði sér að keppa við Stefán um fyrsta
sætið lýsti Stefán því yfir að ef hann
hann fengi ekki fyrsta sætið þá tæki
hann ekki sæti á þessum framboðs-
lista flokksins. Og þau urðu síðan
úrslitin eftir æsispennandi prófkjör.
Stefán og stuðningsmenn hans tóku
þessum úrslitum illa og gengu af
fundi, og farinn var af þinginu rúmur
helmingur þingfulltrúa er síðustu
atkvæðagreiðslur fóru fram.
„Ég get kannski kennt sjálfum mér
um þessi úrslit," segir Stefán um
prófkjörið.
„Það virðist vera þannig að það
þurfi starfslið og skrifstofu til að
taka þátt í prófkjöri. Ég stend ekki
í slíku. Ég hringdi ekki í nokkurn
mann meðan á þessu stóð. Samt fór
hverju leyti ástæðan, en fyrst og
fremst er um að ræða málefnalegan
ágreining og óljósa afstöðu til ýmissa
mála hjá ýmsum í forystuliði flokks-
ins.
Ég er hugsjónamaður og mér er
engin launung á því að ég hef verið
með aðrar áherslur en margir í
flokknum að undanförnu. Það stafar
ekki af því að ég hafi breytt um skoð-
un heldur tel ég að forysta flokksins
hafi verið með aðrar áherslur en fyr-
ir átta eða tíu árum."
Stefán segist vera harður lands-
byggðarmaður og að því miður eigi
landsbyggðin sér of fáa málsvara á
þingi.
„Ég tel að þau ijörutíu prósent
þjóðarinnar, sem búa utan höfuð-
borgarsvæðisins og skaffa yfir sextíu
prósent af gjaldeyristekjum, fyrir
utan það sem landbúnaðurinn leggur
á borð þjóðarinnar, hafi verið af-
skipt. Þetta fólk fær að halda of litlu
eftir í landshlutunum af þvi sem það
aflar. En það er eins og sumir stjórn-
málamenn bara skilji ekki þessi mál
til hlítar. Það væri afskaplegt fyrir
þessa þjóð ef fólksflutningar til höf-
uðborgarinnar héldu áfram. Þá yrði
þröngt fyrir dyrum hjá Reykvíking-
um er ég hræddur um.“
Forystan vann gegn mér
Stefán segir að það hafi gert honum
erfitt fyrir að forystan i kjördæmis-
sambandinu, sex af sjö, hafi unnið
gegn honum í þessu prófkjöri. „Og
það var opinber stefna forystunnar í
Reykjavík að yngja upp á listum
flokksins og einnig að fá konu í ann-
aðhvort fyrsta eða annað sætið.
Konurnar sjálfar gerðu kröfur til
þess og yngra fólkið gerði líka kröfur
um breytingar. Ungt fólk, sem hefur
litla lífsreynslu, heldur að það viti
allt milli himins og jarðar þegar það
kemur út úr skólunum.
Sá áróður, sem nú er í gangi, að
þingmenn þurfi fyrst og fremst að
vera „í takt við tímann" og hafa fjöl-
miðlaframbærilegt andlit, vera á
réttum aldri, réttu kyni, i réttri stöðu
og svo framvegis, stuðlar að því að
auka á yfirborðsmennsku stjórn-
málanna og gera þau að hálfgerðum
sirkus, eins og einkennir svo glöggt
bandaríska stjórnmálabaráttu um
þessar mundir.
Vitanlega skiptir miklu máli að
fólk af báðum kynjum og öllum aldri
taki þátt í stjórnmálum. En aðalat-
riðið er að þeir einstaklingar, sem
veljast til slíkra ábyrgðarstarfa, hafi
þann þroska og þá reynslu til að
bera að þeir séu í verkum sínum
verðugir málsvarar kjósenda sinna
en falli ekki í vel þekkta gröf eigin-
hagsmunahyggjunnar.“
- Finnst þér það þá ekkert aðalatriði
að hafa konu í öðru sæti?
„Nei, ekki að viðkomandi sé kona.
Það væri mjög mikill plús ef við hefð-
um konu sem hefur svipaða reynslu
og karlmaður, en bara að það Sé
kona, það get ég ekki fallist á.
Af ýmsum ástæðum hafa konur átt
í erfiðleikum með að ná sér í slíka
reynslu vegna þess að þær hugsa enn
sem komið er um börnin og heimilið.
Þær hafa að minnsta kosti fram að
þessu ekki unnið jafn mikið í stjórn-
málaflokkum og eru þar af leiðandi
ekki jafn vel inni í málum. Ekki fyr-
ir það að þær séu ekki jafn vel gerðar,
en hver myndi fá sér verkamann af
götunni til þess að byggja fyrir sig
hús. Maður myndi auðvitað vilja
mann sem hefði revnslu og vissi hvað
hann væri að gera. Það eralveg sama
lögmálið í pólitíkinni."
Óvinsæll framboðslisti
Eins og kom fram hér að ofan gekk
mikið á þegar úrslitin í prófkjörinu
lágu fyrir. Stefán talaði um aftöku
og hótanir um sérframboð lágu í loft-
inu. Mörgum þótti sem Stefán og
stuðningsmenn hans væru að gera
fullmikið mál úr hlutunum, menn
yrðu að kunna að tapa. Hvað segir
Stefán um þetta? Er hann tapsár?
„Tapsár. ég veit það nú ekki,“ svar-
ar hann. „Menn verða að setja sig í
mín spor. Ég fer í prófkjörið vegna
áskorana og þá kom fram að það
mundu ekki aðrir hafa meira fylgi i
kjördæminu. Og ég sá það fyrir mér
að flokkurinn yrði í erfiðleikum og^
kjósendur myndu ekki standa saman
um það fólk sem hafði myndað
bandalag um niðurröðun á listanum.
Ég veit það að þessi listi, sem varð
ofan á i prófkjörinu, höfðar ekki til
fólks víða í þessu kjördæmi. Þarna í
efstu sætunum eru tveir Suður-Þing-
eyingar, að vísu ágætt fólk, en það
höfðar bara ekki til fólksins í kjör-
dæminu. Það vissi ég fyrirfram og
ég taldi þarna illa staðið að málum."
- Eru þetta endalokin á þínum
stjórnmálaferli?
„Ég er hugsjónamaður, eins og ég
sagði áðan, og ég geri ráð fyrir því
að ég hafi áfram afskipti af málum,
hvort sem ég fer i sérframboð eða
ekki. Hitt get ég sagt að undirtekt- •
irnar við sérframboð hafa verið
langtum betri en ég átti von á. Ég
fer norður seinni partinn í næstu
viku og skoða þetta mál og tek ák-
vörðun þar á eftir hvort ég fer fram
eða ekki.
Ég gæti vel trúað því, ef það er
rétt sem mér er sagt, að það sé
kannski eina leiðin til þess að Fram-
sóknarflokkurinn fái tvo menn
kjörna núna að það komi fram sér-
framboð. Er það þá flokknum til
bölvunar ef staðið verður að sérfram-
boði?
Ég mun reyna að meta þetta. Mér
er sagt af þeim sem eru að skoða
málið að sérframboð muni ná inn
manni. Ég veit það ekki, en það er
stöðugt verið að hringja í mig. Og
eitt er víst, það er mikil vakning i
kjördæminu meðal fólks sem vill og
skorar á mig að fara í sérframboð,"
segir Stefán Valgeirsson.
-VAJ