Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. 43’- Laugardaqur 22. nóvernber ________Sjónvarp_______________ 14.20 Þýska knattspyrnan - Bein útsending. Bayern Uerdingen Bayern Múnchen. 16.20 Hildur. Sjöundi þáttur. Dönsku- námskeið í tíu þáttum. 16.45 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.25 Fréttaágrip á táknmáli. 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum. (Storybook International). Nítj- ándi þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Helga Jónsdóttir. ■ 18.55 Auglýsingar og dagskrá. 19.00 Smellir. Big Country. Umsjón: Pétur Steinn Guðmundsson. 19.30 Fréttir og veður. 19.55 Auglýsingar. 20.05 Kvöldstund með Magnúsi Ei- ríkssyni. Ragnheiður Davíðsdótt- ir spjallar við Magnús Eiríksson tónlistarmann. Þá flytur Magnús nokkur laga sinna ásamt Pálma Gunnarssyni. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 20.35 Klerkur í klipu. (All in Good Faith). Þriðji þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk Richard Briars og Barbara Ferris. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Benji. Bandarísk bíómynd frá 1974. Leikstjóri Joe Camp. Aðal- hlutverk: Peter Breck, Edgar Buchanan, Terry Carter og Christopher Connelly. Söguhetjan er hundurinn Benji sem bjargar ungum vinum sínum úr miklum háska með trygglyndi sínu og skynsemi. Þýðandi Gauti Krist- mannsson. 22.30 í álögum. (Spellbound). Banda- rísk bíómynd frá 1945 s/h. Leik- stjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlut- verk: Indrid Bergman og Gregory Peck. Læknir á geðsjúkrahúsi hrífst af manni, sem haldinn er minnisleysi og óttast að hann sé morðingi, og hjálpar honum að komast að hinu sanna. Salvador Dali annaðist draumaatriðin í myndinni. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 00.25 Dagskrárlok. Stöð 2 16.30 Hitchcock. Fjárkúgun er ekk- ert grín. Að því kemst Diane eiginkona auðugs framkvæmda- stjóra. Sonur þeirra dettur í sundlaug úti í garði og drukknar. Þau neyða þjónustustúlkuna til að fullyrða fyrir rétti að um slys hafi verið að ræða. En þá fyrst byrjar martröðin... 17.30 Myndrokk. 18.00 Undrabörnin (Whiz Kids). Ric- hie laumast til að skrá fráskilda mó'ður sína inn á tölvustýrða stefnumótaþjónustu, hann útveg- ar henni fylgdarmann á góðgerð- arsamkundu. Richie til skelfingar uppgötvar hann að hún er orðin fórnarlamb þjófakeðju. 19.00 Allt í grænum sjó (Love Boat). Bandarískur skemmtiþáttur um líf og fjör um borð í skemmtiferða- skipi. Þessi þáttur hefur farið sigurför um allan heim, þ.á m. Skandinavíu. 20.00 Fréttir. 20.30 Ættarveldið (Dynasty). Skemmdarverk eru unnin á tækja- búnaði Matthews Blaisdel og Walter Lankershim. Steven er kennt um. Hann biður föður sinn að hjálpa Matthew og lofar að gera allt fyrir hann í staðinn en fær neitun. 21.15 Blakkur snýr heim (The Black Stallion Returns). Bandarísk kvik- mynd. Kelly Reno og hesturinn Blakkur hafa náð að tengjast ótrú- legum vinar- og kærleiksböndum eftir að þeir lifðu af sameiginlega þegar skipið sem þeir voru á sökk. En fortíö þessa mikla hests er ekki gleymd því hinir réttu eigendur hans ferðast þúsundir kílómetra til að leita hans. 22.55 Lögreglan í Beverly (Beverly Hills Cop). Bandarísk spennu- og gamanmynd með Eddie Murphy. Alex F’oley er sérlega fær leynilög- reglumaður frá Detroit, sem fylgir slóð morðingja vinar síns eftir til Beverly Hills. En áður en Alex nær til morðingjans kemst hann á snoðir um alþjóðlegan smygl- og eiturlyfjahring. 00.40 Fyrirbærið (The Thing). Banda- rísk kvikmynd með Kurt Russel í aðalhlutverki. Myndin gerist á suðurheimskautinu árið 1982 á rannsóknarstofu þar sem tólf menn vinna við rannsóknir. Þeir finna óþekktan hlut í snjónum sem hafði fallið úr geimnum og verið grafinn í snjó í yfir 100.000 ár. Eft- ir að hluturinn er tekinn inn i hús og afþíddur fara ógnvænlegir hlut- ir að gerast. Leikstjóri er John Carpenter. Mynd þessi er ekki við hæfl barna. 02.30 Myndrokk. 05.00 Dagskrárlok. Útvarp rás I 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþátt- ur í vikulokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Fréttir. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleik- ar. 14.00 Sinna.Þáttur um listir og menn- ingarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafs- son. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Júlíus sterki“ eftir Stefán Jónsson. Áttundi þáttur: „Þegar á reynir". 17.00 Að hlusta á tónlist. Áttundi þáttur: Hvað er svíta? Umsjón: Atli Heimir Sveinsson. 18.00 íslenskt mál. Ásgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Hundamúllinn“, gaman- saga eftir Heinrich Spoerl. Guðmundur Ólafsson les þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur (10). 20.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.30 Vor og haust í Versölum. Anna Snorradóttir segir frá. (Áður á dagskrá í apríl 1983) 21.00 íslensk einsöngslög. Sigurður Björnsson syngur lög eftir Gylfa Þ. Gíslason og Áma Björnsson. Agnes Löve leikur með á píanó. 21.20 Guðað á glugga. Umsjón: Pálmi Matthíasson. (Frá Akureyri) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Mannamót. Leikið á grammó- fón og litið inn á samkomur. Kynnir: Leifur Hauksspn. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2 til kl. 03.00. Utvaxp rás n 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tón- list, íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Sigurður Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma. Svavar Gests rekur sögu íslenskra popphljómsveita í tali og tónum. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin Gunnlaugur Sig- fússon. 23.00 Á næturvakt með Ásgeiri Tóm- assyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 12.00. SV ÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 18.00 19.00 Svæðisútvarp fyrir Ak- ureyri og nágrenni FM 96,5. Um að gera. Þáttur fyrir ungl- inga og skólafólk um hvaðeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunn- laugsson. Bylgjan 12.00 Jón Axel á ljúfum laugardegi. Jón Axel í góðu stuði enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldrei dauður punktur. Fréttir kl. 14.00. 15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 40 vinsælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00 Vilborg Halldórsdóttir á laug- ardegi. Vilborg leikur notalega helgartónlist og les kveðjur frá hlustendum. Fréttir kl. 18.00. 18.301 fréttum var þetta ekki helst. Edda Björgvinsdóttir og llandver Þorláksson bregða á leik. 19.00 Rósa Guðbjartsdóttir, lítur á athurði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00 Anna Þorláksdóttir í laugar- dagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöldið með tónlist sem engan ætti að svíkja. Útvarp - Sjónvarp 23.00 Þorsteinn Ásgeirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátt- hrafnar Bylgjunnar halda uppi stanslausu fjöri. 04.00-08.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. Haraldur Gíslason leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. Suxinudagur 22. nóvember Sjónvarp 14.30 Sunnudagshugvekja. séra Halldór S. Gröndal flytur. 14.40 Wolfgang Amadeus Mozart IV. Svona eru þær allar (Cosi fan tutte). Gamanópera flutt á tónlist- arhátíð í Salzburg. Fílharmóníu- hljómsveit Vínarborgar leikur, Ricardo Muti stjórnar. Kór Ríkis- óperunnar í Vín syngur. Ein- söngvarar: Margaret Marshall, Ann Murray, James Morris, Kat- hleen Battle, Sesto Bruscantini o.fl. Textahöfundur Lorenzo da Ponte. Tveir liðsforingjar guma mjög yfir skálum af trygglyndi unnusta sinna. Spakvitur maður býðst þá til að sýna þeim og sanna hverflyndi kvenna og um þetta veðja þeir með sér. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.55 Fréttaágrip á táknmáli. 18.00 Stundin okkar. Barnatími Sjónvarpsins. Umsjón: Agnes Jo- hansen og Helga Möller. 18.30 Kópurinn. (Seal Morning) - Fjórði þáttur. Breskur mynda- flokkur í sex þáttum. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Auglýsingar og dagskrá. 19.00 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.30 Fréttir og veður. 19.55 Auglýsingar. 20.05 Meistaraverk. 4. Stanley Spencer. Myndaflokkur um mál- verk á listasöfnum. 20.15 Geisli. Þáttur um listir og menn- ingarmál á líðandi stundu. Umsjón: Karítas H. Gunnarsdótt- ir, Björn Br. Björnsson og Sigurð- ur Hróarsson. 21.00 Látbragðsleikur á Listahátíð. Fyrri hluti. Nola Rae og John Mowat sýna látbragðsleikþætti úr verkum Shakespeares: „Nú skal - hefja nomaskeið" úr Makbeð, „Harmleikinn um Handlet" (Ham- let) og „Lé konung og hirðfífl hans“. Frá sýningu þeirra í Iðnó á Listahátíð í Reykajvík. 21.50 Oppermannsystkinin - Fyrri hluti. (Die Geschwister Opper- mann). Þýsk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum, gerð eftir sam- nefndri sögu eftri Lion Feucht- wanger. Leikstjóri Egon Monk. Leikendur: Michael Degan, Kurt Sobottka. Peter Fitz, Wolfgang Kieling, Till Topf og Rosel Zech. Örlagasaga gyðingafjölskyldu í Berlín eftir að nasistar hafa kom- ist til áhrifa í Þýskalandi. Síðari hluti verður sýndur á mánudags- kvöldið. Þýðandi Veturliði Guðnason. 23.55 Dagskrárlok. Stöð 2 15.30 íþróttir. Umsjón: Heimir Karls- son. 17.00 Amazon. 6. þáttur. Einn fræg- asti leiðangur sem farinn hefur verið um Mið-Ameríku undir stjórn Jacques Cousteau. Þessi könnunarferð hefur verið kölluð leiðangur aldarinnar. 17.45 Teiknimynd. 18.15 Konungsfjölskyldan (Royalty). 4. þáttur. Annað hvert ár er haldið þing breska samveldisins og í þetta sinn á Bahama-eyjum. Hér er leit- ast við að fá svör við tveimur spurningum: Hversu valdamikil er drottningin í raun? Mun konungs- ríkið verða áfram við lýði á Stóra-Bretlandi? 19.05 Einfarinn (Travelling Man). Lomax gerir sér ferð í afskekkt þorp þar sem sonur hans hefur sést. Ibúarnir treysta ekki ókunn- ugum og vantraust þeirra snýst upp í hatur þegar upp kemst að eitt þorpsbarnanna er horfið. 20.00 Fréttir. 20.30 Cagney og Lacey. Spennandi þáttur um tvær lögreglukonur í New York. 21.15 Sviðsljós. Nýr þáttur um það markverðasta sem er að gerast í menningarlífmu. Fjallað verður um og reynt að meta helstu við- burði á þessu sviði á gagnrýninn og skemmtilegan hátt. 1 þættinum verður m.a. tekin upp sú nýjung að gefa bókum einkunn. Fjallað verður um jólabækurnar í ár, hljómplötur, myndlistarsýningar, leiksýningar o.m.fl. Umsjónar- máður verður Jón- öttar Ragnars- son. Upptökustjóri fyrsta þáttar verður Hilmar Öddsson. 21.45 Syndirnar (Sins) 1., 2. og 3. þátt- ur. Bandarískur sjónvarpsþáttur í 7 þáttum með Joan Collins í aðal- hlutverki. Konur öfunduðu hana. Karlmenn dreymdi um hana. En enginn gat staðið gegn metnaði Helene Junet sem var ákveðin í að byggja upp vinsælasta tímarit í heimi. 01.00 Dagskrárlok. Utvarp rás I 8.00 Morgunandakt. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Lesið úr forustu- greinum dagblaðanna. Dagskrá. 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður. Umsjón: Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa í Seltjarnarneskirkju. Prestur: Séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Sólborgarmál. Fyrri þáttur. Klemenz Jónsson samdi útvarps- handrit og stjórnar flutningi. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.10 Sunnudagskaffi.Umsjón: Ævar Kjartansson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Frá útlöndum. Þáttur um er- lend málefni í umsjá Páls Heiðars Jónssonar. 17.00 Frá „Carl Maria von Weber“-hátíðartónleikum austur-þýska útvarpsins. 4. jan- úar sl. í tilefní 200 ára frá fæðingu hans. 18.00 Skáld vikunnar - Sjón. Sveinn Einarsson sér um þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Ekkert mál. Bryndís Jónsdóttir og Sigurður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 21.00 Hljómskálamúsík. Guðmund- ur Gilsson kynnir. 21.30 „Ástin og ellin“, saga eftir Isaac Bashevis Singer. Elías Mar les fyrri hluta þýðingar sinnar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Norðurlandarásin. 23.20 í hnotskurn. Umsjón: Valgarð- ur Stefánsson. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.05 Á mörkunum. Þáttur með léttri tónlist i úmsjá Jóhanns Ól- afs Ingvasonar og Sverris Páls Erlendssonar. (Frá Akureyri) 00.55 Dagskrárlok. Útvazp rás II 13.30 Krydd í tilveruna. Sunnudags- þáttur með afmæliskveðjum og léttri tónlist í umsjá Ásgerðar Flosadóttur. 15.00 Fjörkippir. Stjórnandi: Erna Arnardóttir. 16.00 Vinsældalisti rásar tvö. Gunn- laugur Helgason kynnir þrjátíu vinsælustu lögin. 18.00 Dagskrárlok. Bylgjan 8.00 Fréttir og tónlist i morguns- árið. 9.00 Jón Axel á sunnudags- morgni. Alltaf ljúfur. Fréttir kl. 10.00. 11.001 fréttum var þetta ekki helst. Endurtekið frá laugardegi. 11.30 Vikuskammtur Einars Sig- urðssonar. Einar lítur yfir fréttir vikunnar með gestum í stúdíói. Fréttir kl. 12.00. 13.00 Helgarstuð með Hemma Gunn. 15.00 Þorgrímur Þráinsson i léttum leik. Þorgrímur tekur hressa mús- íkspretti og spjallar við ungt fólk sem getið hefur sér orð fyrir árang- ur á ýmsum sviðum. Fréttir kl. 16.00. 17.00 Rósa Guðbjartsdóttir leikur rólega sunnudagstónlist að hætti hússins og fær gesti í heimsókn. Fréttir kl. 18.00. 19.00 Valdís Gunnarsdóttir á sunnudagskvöldi. 21.00 Popp á sunnudagskvöldi. 23.30-01.00 Jónina Leósdóttir. End- ui'tekið viðtal Jónínu frá fimmtu- dagskvöldi. Veðrið Austan og síðan norðaustanátt, víð- ast strekkingsvindur, víða slydda eða snjóél um norðan- og austanvert landið og skýjað en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Hiti við frostmark víðast hvar. Veðrið í gær kl. 12. Akureyri skýjað -6 Egilsstaðir heiðskírt -9 Galtarviti alskýjað 1 Höfn skýjað -A Kefla víkurflugv. skýjað 1 Kirkjubæjarkla ustur alskýj að -3 Raufarhöfn alskýjað -5 Reykjavík alskýjað 2 Sauöárkrókur hálfskýjað -9 Vestmannaeyjar skýjað 1 Bergen skýjað 3 Helsinki rigning 4 Ka upmannahöfn skýjað 6 Osló alskýjað -1 Stokkhólmur skýjað 4 Algarve skýjað 18 Amsterdam skúr 6 Aþena léttskýjað 16 Barcelona mistur 13 (Costa Brava) Berlín þokumóða 5 Chicago þokumóða 1 Feneyjar rigning 11 (Rimini/Lignano) Frankfurt skýjað 5 Glasgow þoka 1 Las Palmas léttskýjað 21 (Kanaríeyjar) Hamborg skýjað 6 London skýjað G Los Angeles mistur 16 Lúxemborg rigning 3 Madrid þoka 6 Malaga skýjað 18 (Costa DelSoI) Mallorca skýjað 18 (Ibiza) Montreal snjókoma New York alskýjað 7 Nuuk léttskýjað 9 París hálfskýjað 9 Róm þokumóða 17 Vín þokumóða 4 Winnipeg skýjað 7 Valencia skýjað 17 (Benidorm) Gengið Gengisskráning nr. 222 - 21. nóvember 1986 kl. 09.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 40,660 40,780 40,750 Pund 57,371 57,541 57,633 Kan. dollar 29,333 29,420 29,381 Dönsk kr. 5,3325 5,3482 5,3320 Norsk kr. 5,3433 5,3591 5,5004 Sænsk kr. 5,8327 5,8500 5,8620 Fi. mark 8,2025 8,2268 8,2465 Fra. franki 6,1518 6,1699 6,1384 Belg. franki 0,9686 0,9715 0,9660 Sviss. franki 24,1880 24,2594 24,3400 Holl. gyllini 17,8251 17,8777 17,7575 Vþ. mark 20,1437 20,2031 20,0689 ít. líra 0,02908 0,02917 0,02902 Austurr. sch 2,8597 2,8681 2,8516 Port. escudo 0,2729 0,2737 0,2740 Spá. peseti 0,2990 0,2999 0,2999 Japansktyen 0,24853 0,24927 0,25613 írskt pund 54,789 54,951 54,817 SDR 48,7776 48,9217 48,8751 ECU 41,9205 42,0442 41,8564 Símsvari vegna gengisskráningar 22190. LEIKNAR AUGLÝSINGAR 28287 LESNAR AUGLÝSINGAR 28511 SKRIFSTOFA 622424 FRÉTTASTO FA 25390 og 25393

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.