Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1986.
„Við fórum til Glasgow í vor. Allir
töldu að við værum að fara í verslun-
arferð en við fórum til að skrifa og
gerðum það svikalaust," segja þær
systur Iðunn og Kristín Steinsdætur
sem nú í vikunni unnu til fyrstu
verðlauna í leikritasamkeppni Ríkis-
útvarpsins fyrir leikrit sitt 19. júni.
í níu daga unnu þær að verkinu
af kappi. „Þegar við vorum orðnar
þreyttar þá fórum við út á pöbb og
tókum handritið með og héldum
áfram að ræða verkið," segir Kristín.
„Það er afskaplega notalega
stemmning og afslappandi að vinna
á pöbb, næðið er fullkomið og enginn
skiptir sér af. Ég hef aldrei skilið
kaffihúsaskáld fyrr en eftir þessa
reynslu."
Einn kafli í flugstöðinni
„Mest af frumdrögum leikritsins
skrifuðum við þó á hótelinu. Einn
kafla skrifuðum við þó í flugstöðinni
í Glasgow meðan við biðum eftir fari
heim. Og þegar við komum til baka
þá var beinagrindin að leikritinu
fullmótuð en við áttum þó verulega
vinnu eftir við endurbætur og nokkr-
ar yfirferðir yfir textann áður en
hann var fullbúinn."
Þetta er í stórum dráttum sköpun-
arsaga leikritsins. „Okkur datt
reyndar í hug þegar allar konumar
voru að koma heim frá Glasgow nú
á dögunum að sennilega væru þær
með allar töskur fullar af leikrit-
um,“ segir Iðunn.
Eftir að heim var komið hittustþær
systur nokkrum sinnum og báru
saman bækur sínar. Kristín býr á
Akranesi og flestar ferðimar fór Ið-
unn þangað með tölvudiskinn sinn.
„Við erum með sams konar tölvur
og getum því skipst á diskum eftir
þörfum og samræmt þær hugmyndir
sem við höfum um breytingar," segir
Iðunn. „Það er mikill munur að
vinna svona verk á tölvu. Við sömd-
um þó ekki fmmdrögin þannig
heldur handskrifuðum við allt í byrj-
' un. Það er betra að byrja að skrifa
á einhverjum notalegum stað þar
sem erfitt getur verið að burðast með
tölvu.
Það er fyrst og fremst við loka-
vinnsluna þegar allar breytingamar
koma til sögunnar sem kostir tölv-
unnar njóta sín best.“
Allt í samvinnu
Þær systur segja að útilokað sé að
skilja á milli hvor á hvað í verkinu.
„Við eigum þetta að öllu leyti sam-
an,“ segir Kristín. „Við þekkjum þó
eina og eina setningu en allar hug-
myndirnar hafa þróast í samvinnu
okkar. Sumir vilja gera því skóna
að önnur hafi leikið á hljóðfærið en
hin dansað en í raun og vem var það
ekki þannig."
Og þær systur hafa skrifað fleira
með þessu móti. Um síðustu helgi var
frumsýnt á Húsavík leikrit þeirra
Síldin kemur og síldin fer. Það verk
unnu þær í aðalatriðum á síðasta ári
eh luku við það nú í byrjum árs.
Það leikrit gerist í ótilgreindum
síldarbæ einhvers staðar á Norður-
eða Austurlandi. Raunar berast
böndin fljótt að Seyðisfirði þar sem
þær eru fæddar og uppaldar og „það
er rétt,“ segir Kristín, „þetta er okk-
ar reynsla í bland. Hins vegar er
alveg Ijóst að það er ekki bara Seyð-
isfjörður sem verið er að lýsa.
Leikritið hefði getað gerst í hvaða
síldarbæ sem er.“
Þær systur fóru til Húsavíkur til
að vera viðstaddar fmmsýninguna.
Iðunn og
Kristín
Steins-
dætur
segja frá
verð-
launa-
leik-
ritinu
Það er því skammt stórra högga á
milli því ekki var vikan nema hálfn-
uð þegar þær voru kvaddar til að
veita verðlaunum fyrir 19. júni við-
töku. „Þetta kom okkur gjörsamlega
í opna skjöldu," segja þær einum
rómi. „Við áttum alls ekki von á að
hreppa verðlaunin en erum afskap-
lega ká( ar með þau.“
Jón er kominn heim
Því fer þó fjarri að þetta séu frum-
raunir þeirra systra í bókmenntun-
um. Langt er síðan Iðunn var þekkt
fyrir dægurlagatexta sem hún hefur
samið fleiri en tölu verður á komið.
„Jóp er kominn heim, er uppáhaldið
hjá mér,“ segir Iðunn. Hún á einnig
svo fræga texta sem Ég fer í fríið og
Þorgeir Ástvaldsson hefur sungið við
góðan orðstír.
Iðunn samdi einnig marga texta
fyrir Vilhjálm heitinn Vilhjálmsson
og nú nýverið hefur hún verið að
semja texta við lög fyrir Gísla Helga-
son. „Það er mjög gott að semja við
lögin hans. Þau eru svo falleg,“ segir
Iðunn.
Kristín hefur aftur á móti látið
textagerðina alveg vera. „Ég er
þýskukennari við Fjölbrautaskólann
á Akranesi," segir Kristín, „og hef
þýtt nokkuð af barnabókum úr
þýsku. Ég bjó í Þýskalandi í 6 ár.
Einnig hef ég skrifað sjálf nokkuð
af barnaefni og núna á ég framhalds-
sögu í Æskunni."
Iðunn hefur einnig fengist við
barnasögur og fyrir jólin kemur frá
henni saga um jólasveinana með
myndum eftir Búa Kristjánsson.
Hvorug frekari
Þessar sögur semja þær ekki í sam-
einingu en hvor er frekari þegar í
samvinnuna er komið. „Hvorug,"
svara þær báðar og má ekki á milli
sjá hvor er á undan. „Mér hefur allt-
af fundist að mestu skipti að við séum
báðar sáttar við það sem við ger-
um,“ segir Kristín. „Við vinnum
saman af því að okkur finnst það
gaman og við skrifum af því að við
höfum gaman af því.“
Og Iðunn heldur áfram að segja frá
samvinnunni. „Meðan Kristín var
úti var lítið um beina samvinnu en
við notuðum bréf til að bæta fjar-
vistirnar upp og það voru óskaplega
miklar bréfaskriftir en þá vorum við
ekki farnar að semja neitt sarnan."
Þetta var á þeim árum sem Iðunn
var duglegust við textagerðina. Það
var á Húsavík og þá „var því ekki
trúað að ég hefði samið þessa texta,"
segir Iðunn. „Heldur virtust menn
eiga auðveldara með að trúa því að
maðurinn minn, Björn Friðfinnsson,
hefði samið þetta en ekki þorað að
birta þá undir eigin nafni af þvi að
hann var bæjarstjóri. Þess vegna
áttu textamir að hafa verið eignaðir
mér.
Þarna kemur fram mjög undarlegt
viðhorf til kvenna og raunar töluvert
mikið hugmyndaflug."
Hvar á að byrja
Þarna nálgumst við einnig efni
leikritsins því eins og nafn þess bend-
ir til þá fjallar það um jafnréttis-
baráttu kvenna. „Við skrifum út frá
þeim sjónarhóli að jafnréttisbaráttan
snúist ekki um að ná sér niðri á
vondum körlum,“ segir Iðunn, „held-
ur að sjá fyrst hvar við stöndum
sjálfar og síðan getum við hafið hina
eiginlegu kvennabaráttu."
Og Kristín heldur áfram: „Við
ræddum þennan punkt mikið áður
en við byrjuðum að skrifa. Ég á von
á að býsna margar konur kannist við
sjálfa sig í leikritinu."
- Sömduð þið leikritið eingöngu með
flutninng í útvarpi í huga eða er
hægt að færa það upp á sviði?
„Já, þetta er samið með útvarp í
huga en með breytingum gengi það
á sviði,“ segir Iðunn. „Það verður
að taka sérstakt tillit til þess að verk-
Iðunn og Kristín Steinsdætur - við eiaum verkið að öllu leyti saman.