Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. 25 Lopadeilan fyrir rétt 10. febrúar: Stórar upphæðir í lögfræði kostnað „Ég er enn sannfærður um að ég eigi eftir að vinna þetta mál og er ekki farinn að örvænta. Ef ég hins vegar tapa því þá get ég alltaf hald- ið áfram að spila á bassann minn,“ sagði Ámi Egilsson bassaleikari í símtali við DV frá heimili sínu i Kalifomíu . Dómarinn í deilu Áma og eiginkonu hans, Dorette, við að- ila í íslenska ullariðnaðinum hefur nú frestað réttarhöldum firam til 10. febrúar næstkomandi. „Þetta er búið að vera óhemju dýr málarekstur. Sjálfúr er ég búinn að eyða sem svarar átta milljónum ís- lenskra króna í lögfræðinga og amdstæðingar mínir hafa ekki eytt minnu. Það mætti segja mér að lög- fræðikostnaður þeirra væri ekki undir einni milljón dollara, eða rösk- ar 40 milljónir íslenskra króna,“ sagði Ámi. „íslensku fyrirtækin réðu dýmstu lögfræðinga í Los Angeles í vinnu og þeir taka 250 dollara á tímann(10 þúsund ísl. kr.). Þetta á eftir að verða enn dýrara, málið er rétt að byija." Lopadeilan stendur sem kunnugt er um kæm Áma Egilssonar og eig- inkonu hans á sex aðila fyrir hringa- myndun og meiðyrði. Hluta málsins hefur nú verið vísað frá og eftir standa kærur á Hildu hf., Pólarprjón á Blönduósi og Paul Johnson, ræðis- mann íslands í Chicago. Þá hefur Pólarpijón sett fram kröfu vegna 10 milljóna króna skuldar sem fyrir- tækið telur sig eiga inni hjá The Icelander, fyrirtæki Áma og Do- rette. The Icelander er keðja átta verslana sem þau hjón hafa rekið víðs vegar um Bandaríkin undan- farin ár. Hafa verslanimar sérhæft sig í sölu á íslenskum ullarvörum en nú er svo komið að þau fá engar vörur keyptar frá íslandi: „Við höfum neyðst til að fara að selja írskar ullarvörur í staðinn og enn ekki fyrirsjáanlegt hversu mikið tjón okkar er vegna alls þessa. Til- gangur íslensku fyrirtækjanna var að koma okkur á kné en hvort það er milljón dollara virði verða for- ráðamenn þeirra að eiga við sjálfa sig,“ sagði Ámi Egilsson. -EIR Við erum undir Áma segja ullarmenn um lögfræðikostnaðinn Talsmenn íslensku ullarfyrirtækj- anna, sem eiga í málaferlum við Árna Egilsson í Kalifomíu, segja lögfræði- kostnað sinn vera miklu lægri en Árni vill vera láta: „Við höfum ekki borgað neinum lög- fræðingi 250 dollara tímakaup. Það eina sem ég get sagt er að við höfum haldið lögfræðikostnaðinum niðri og hann er alla vega verulega lægri en hjá Áma,“ sagði Sigurður Ágúst Jens- son hjá Útflutningsráði íslands í samtali við DV. Kristinn Jömndsson, framkvæmda- stjóri Hildu hf„ tók undir orð Sigurðar: „Ég hef ekki hugmynd um hvað aðrir hafa borgað lögfræðingum í þessu máli. Hilda hf. hefur ekki greitt neinar 8 milljónir í lögfræðikostnað." Á Blönduósi vildi framkvæmdastjóri Pólarprjóns ekki tjá sig um kostnað fyrirtækis síns vegna lopadeilunnar í Kalifomíu. -EIR Lottó í gang um næstu helgi Ný tegund getrauna, lottó, fer í gang næstu helgi er dregnar verða út fyrstu tölumar í beinni útsend- ingu úr sjónvarpssal. Það em Öryrkjabandalag íslands, íþrótta- samfiand íslands og Ungmennafélag íslands sem standa að þessum nýja getraunaloik og fá af honum tekjur. Lottó er þannig uppbyggt að fólk kaupir sér miða með fimm röðum og á að velja fimm tölur frá 1- 32 úr hverri röð en 25 krónur em lagðar undir á röðina. Alls verður hægt að skila inn seðlum á sextíu stöðum á landinu til að byija með. Potturinn í þessum getraunaleik er áætlaður um 2 milljónir króna í hverri viku og ef enginn hefúr fimm rétta í einhverri vikunni færist sá vinningur yfir í pott næstu viku. Erlendis em dæmi um í svipuðum getraunum að potturinn hafi færst frá einni viku til annarrar og myn- dað þannig stjarnfræðilegar vinn- ingsupphæðir. -FRI Fréttir Ámi Egilsson þenur bassann og hefur þegar greitt bandariskum lögfræðingum 8 milijónir króna. LÖQQILTIR ENDORSKOÐENDUR VIÐSKIPTAFRÆÐINQAR HAQFRÆÐINQAR LÖQFRÆÐINGAR u M REKSTRARVERKFRÆÐINQAR M REKSTRARTÆKNIFRÆÐINQAR L j Með lögum nr. 12/1986 var ríkisendursKoðun flutt um setí stjórnskipun landsins. Frá 1. janúar 1987 mun stofnunin starfa á vegum Alþingis og er frá þeim tTma óháð ráðuneytum og öðrum handhöfum framkvæmdavaldsins. Auk hefðbundinnar endurskoðunar á sviði reikningsskila og að reikningar séu í samræmi við heimildir fjárlaga og annarra laga verður í auknum mæli lögð áhersla á svonefnda stjórnsýsluendurskoðun, með könnunum á nýtingu og meðferð ríkisfjár. Fyrirkomulag þetta krefst breyttra starfshátta og starfsmanna með sér- þekkingu á ýmsum sviðum opinberrar stjórnsýslu og atvinnumála þjóðarinnar. Ríkisendurskoðun er á höttunum eftir starfsmönnum sem hafa þekkingu og getu til að takast á hendur verkefni af þessu tagi. Hefur þú áhuga á ► að geta bent á hvað úrskeiðis fer T rekstri ríkisins og gera tillögur um úrbætur? ► að taka þáttT nýjum vinnubrögðum og móta þau? Þá stendur þér til boða ► að starfa að meiri háttar verkefnum þar sem skyggnst er um gervallt stjórnkerfi ríkisins. ► að fá útrás fyrir framtakssemi og frumkvæði við lausn óþrjótandi verkefna. Ef áhugi er fyrir hendi, sendið þá skriflegar upplýsingar um æviferilsatriði (nafn, aldur, menntun og fyrri störf) til ríkisendurskoðanda, og veitir hann allar nánari upplýsingar. RÍKISEMDORSKOÐOM Laugavegi 105 — sTmi 22160 — 150 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.