Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986. 55 Góðu málefnin og gleðileg jól Eins og stendur í grunnskólalög- unum er íslenska þjóðfélagið í stöðugri þróun og sem dæmi um það þambaði ég gosdrykk um dag- inn úr íslenskri dós en hingað til hefur maður orðið að láta sér nægja að horfa á fólk í útlöndum gera þetta í sjónvarpinu sem er ekki nálægt því eins gaman og að þamba sjálfur ef maður er svo hepp- inn að skera sig ekki í framan á dollunni. Þessar dollur eru nefnilega dálít- ið hættulegar og þurfa óvanir þess vegna að taka á þeim nokkrar gen- eralprufur áður en hægt er að drekka úr þeim áhyggjulaus. Vil ég þess vegna hér með ráðleggja því fólki sem ætlar að hafa dolluöl með jólasteikinni að fara að æfa sig svo að það endi ekki í biðröð- inni uppi á slysadeild en þangað fara allir sem hafa gleypt bein klukkan hálfsjö á aðfangadag og ekki tekist að pota því neðar en í vélindað á sér. Annað einkenni á íslensku nú- tímaþjóðfélagi er beina útsending- in svokallaða sem var fólgin í því fyrst í stað að fengið var fólk úti í bæ sem var vant því að skjálfa á beinunum og það látið gera það fyrir framan alþjóð sem hló sig máttlausa einu sinni i viku og heimtaði að fá að vita hvað væri borgað fyrir svona lagað og hvort ekki mætti eyða peningunum í eitt- hvað þarfara, til að mynda fegurð- arsamkeppni. Einnig voru enskir fótboltamenn látnir hlaupa upp vinstri kantinn beint einu sinni í viku og til þess að ekkert færi á milli mála var Bjarni látinn lýsa því yfir nokkrum sinnum á meðan á útsendingunni stóð að þarna hlypu Englendingar upp vinstri kantinn og þá vissum við það. En vegna þess að þjóðfélagið er í stöðugri þróun, eins og stendur í grunnskólalögunum, eru áður- nefndar beinar útsendingar ekki látnar nægja, nú er farið að senda- alla skapaða hluti út beint og geta menn ef svo ber undir orðið millj- ónamæringar í beinni útsendingu á laugardögum ef þeir hafa verið svo forsjálir að kaupa happanúm- erin sín úti í sjoppu sem tengd er við móðurtölvu íþróttahreyfingar- innar en hún er með þessu móti að afla fjár til að geta tapað fyrir fleiri þjóðum í fleiri greinum og þar að auki oftar. Og nú bíðum við bara eftir því að Þorsteinn og Steingrímur fari að stjóma þjóðinni í beinni útsend- ingu og steríó og má þá búast við að hlutirnir snúist við sem ég minntist á í upphafi greinarinnar, menn fari sem sagt að skjálfa hérna megin sjónvarps. Til styrktar góðu málefni Þessa dagana er póstkassinn minn fullur af góðum málefnum á hverjum morgni og er ég vinsam- legast beðinn að styrkja þau með kaupum á happdrættismiðum því að kannski verði ég einhvern tím- ann svo heppinn að týnast á fjöllum og þá komi hjálparsveitir og finni mig eins og skot eða að minnsta kosti mjög fljótlega öllum til hug- arhægðar. Aðrir hóta því að breyta til að þessu sinni og draga aðeins úr seld- um miðum þakka þér fyrir eins og það skipti okkur einhverju máli sem fáum ekki einu sinni vinning þegar dregið er úr þeim óseldu og erum vissir um það að ef við keypt- um alla miðana yrði drætti einfald- lega frestað. Mér er sagt að á þessu ári hafi um það bil þrjú þúsund aðilar feng- ið leyfi til að halda skyndihapp- drætti með borgardómara til að sjá Háaloft Benedikt Axelsson um að allt fari vel fram eins og í sjónvarpinu og eru vinningar fjöl- breyttir eða allt frá fjórtán bílum í happdrætti áfengisþambara og upp í sjö komma fimm í stafsetn- ingu hjá niunda bekk grunnskóla norður í landi. Blessuð jólin Og í gluggum heimilanna stunda börnin happdrættin sin þessa dag- ana og fá svo mikið ógeð á kartöfl- um að það er ekki víst að landbúnaðurinn bíði þess nokkurn tímann bætur. Óskalistarnir þeirra lengjast dag frá degi og það eina sem þau vilja ekki í jólagjöf er örbylgjuofn og Daihatsu Charade og kerti og spil. Og nú getum við eytt peningun- um okkar til klukkan tíu í kvöld og ellefu á Þorláksmessu guð blessi kaupmannastéttina eins og hún leggur sig og kaupfélögin og útibú þeirra um allt land. Ég óska ykkur gleðilegra jóla. Kveðja Ben. Ax. Finnurðu átta breytingar? 23 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dag- ar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun: Útvarpsklukku frá Sjónvarps- búðinni h/f (verðmæti kr. 2.290,-), vasadiskó frá Sjón- varpsbúðinni h/f (verðmæti kr. 2.240,-) og kassettuhirslu (verðmæti kr. 650,-). I þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar- 23“, c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykja- vík. Verðlaunahafar reyndust vera: Matthías Ólafsson, Hæð- argarði 40, 108 Reykjavík (útvarpsklukka kr. 2.290,-), Sverrir NorðQörð, Hrefnugötu 8, 105 Reykjavík (vasa- diskó kr. 2.240,-), Jónas R. Jónsson, Eskihlíð 22, 105 Reykj avík (kassettuhirsla). Vinningarnir verða sendir heim. IMAFN ....... HEIMILISFANG PÓSTNÚMER .. tDOttSHC? HiSH (itflN comfSHc? HiGH hSQN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.