Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Síða 8
60
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986.
allur
Dalí brátt
„Hvað vill meistarinn ræða um?“
„Meistarinn vill ræða um nauðg-
un Evrópu."1
Leiðin til meistarans liggur í
gegnum röð dimmra herbergja. í
herbergi hans er hátt til lofts og á
veggjunum eru málverkaskreyt-
ingar sem hefðu þótt mjög við hæfi
efnaðra góðborgara í litla katal-
ónska bænum Figueras en þetta
hús, sem er frá miðöldum, var end-
urbyggt fyrir um öld.
Þar er hins vegar ekkert sem
minnir á fyrri tíð meistarans og þar
erengin mynd afkonu hans, Gala.
1 Evrópa var fonísk prinsessa scm Seifur
er hann hafði breytt sér í hvítt naut
synti með til Krítar. Þar varð hún móð-
ir Mínosar, Radamantusar og Sarp«'
dons.
Breyttur maður
f rauninni bendir fátt til þess að
gamli maðurinn í silkisloppnum sé
Salvador Dalí. Hann situr í hæginda-
stól og virðist sjúkur og áhugalítill.
Yfirvaraskeggið fræga, sem hann var
svo vanur að vaxbera og límvæta á
hverju kvöldi svo það vísaði á augu
hans eins og svartir hnífar allan dag-
inn, er nú svipur hjá sjón. Það hefur
verið klippt og er bara nokkur rytju-
leg hár.
Höndin. aem ran.n eitt 6inn með
ótrúlegri leikni yfir blöð og striga,
skelfur er hann heilsar. Augun sem
lýstu forðum áhuga og forvitni eru
dauf.
Sá sem minnist daganna er Salva-
dor Dalí sat tignarlegur við borð í
Maximsveitingahúsinu eða S. Regis-
gistihúsinu með gullsleginn staf, sem
hann sagði að hefði verið í eigu Söru
Bemhardt, kemst samstundis að
þeirri niðurstöðu að flest sé í heimin-
um hverfult.
Dalí borðar ekki lengur kavíar og
drekkur kampavín eins og hann
gerði þá; reyndar getur hann ekki
lengur kyngt. Fæðuna tekur hann
til sín um slöngu sem liggur upp i
aðra nösina og stundum svelgist
honum á. Þá gerir rennslið honum
erfitt um mál.
Vinur, félagi og túlkur
Antonio Pitxot stendur við hlið
meistarans. Hann skilur að minnsta
kosti sjö af hverjum tíu orðum sem
hann segir. Fjölskylda Dalís og fjöl-
skylda Pitxot hafa þekkst í tvær
kynslóðir. Ein af fyrstu myndum
Dalí er af foður Antonios í náttfötum.
Dalí var sautján ára er hann gerði
hana.
Antonio er framkvæmdastjóri
Dalisafnsins sem er í næsta nágrenni
við hús meistarans. Um fimmleytið á
hverjum degi kemur hann til að
svara spumingum Dalis um ástandið
í heiminum og til að taka niður bréf.
„Meistarinn vill fá að vita hvað þú
vilt tala um.“
„Ég vil tala um nauðgun Evrópu.“
Það bregður fyrir ánægjuglampa í
augum meistarans aldna.
Torskilinn venjulegu fólki
Dalí talar um hríð og hann talar
hratt og það er erfitt að skilja hann.
Einu orðin sem skiljast - og það er
svona tíunda hvert - eru á borð við
„la methode paranoiaque-critique og
la gare de Perpignon".
Allt í einu þagnar Dalí til að ná
andanum. Það er ljóst hvað hann er
að fara þegar Antonio hefur túlkað.
Það er nauðsynlegt að hafa nauðg-
un Evrópu í huga til þess að skilja
það sem er að gerast á okkar tímum;
reyndar alla söguna. Titían vissi það,
Rubens vissi það og Velasquez vissi
það. Nauðgun Evrópu er táknræn
fyrir aðskilnað meginlandanna;
klofning þess sem var eitt sinn ein
jörð; klofning austurs og vesturs.
Sagði ekki Heródótus að upphaf
styrjaldanna milli austurs og vesturs
væri nauðgun Evrópu? Hann hafði
líka rétt fyrir sér. Meginlöndin eru
að fjarlægjast eins og jarðfræðing-
amir hafa sýnt fram á meðjandreks-
kenningunni. Aðeins Spánn er
óhagganlegur í miðjunni af því hann
er ekkert nema granít. „Það var of-
sóknar-gagnrýnisaðferðin sem leiddi
til skilnings á sannleikanum," segir
Dalí. „Það er sýn hugsjónamannsins
en ekki stærðfræðingsins. Vísinda-
mennimir em aftur á móti búnir að
staðfesta niðurstöðuna.“
Hann kastar á ný mæðinni en seg-
ir svo: „Hve oft hefiir fólk ekki hæðst
að mér þegar ég hef haldið því fram
að miðpunktur heimsins sé jám-
brautarstöðin í Perpignan? Nú hefur
stærðfræðingurinn mikli, René
Thorn, komið til Figueras og sagt
mér að ég hafi haft rétt fyrir mér því
þrýstilínur misgengislaganna - þær
sem em að kljúfa heiminn liggi
beint undir Perpignan.“
Táknræn framsetning
Þessi ummæli meistarans eru ekki
þau fyrstu sem margir myndu telja
dæmigerð fyrir það ríkulega ímynd-
unarafl sem hefur stundum fært
hann yfir landamærin sem venjulegt
fólk telur skilja að raunvemleikann
og það sem er handan hans.
Meistarinn mikli hefur hins vegar
svo oft verið sakaður um að gefa sig
taumlausu ímyndunarafli á vald að
það er ekki nema fyrir þá sem þekkja
hann vel að segja hvort hann heldur
sig við táknræna framsetningu
hverju sinni eða fer út fyrir áður-
nefnd landamerki.
í fyrra skrifaði Dalí textann sem
var kynning á málverkasýningu An-
tonios í Barcelona. Hann er um hálf
önnur síða en var þrjá mánuði að
verða til á katalónsku. Hann fjallaði
allur um sigur Konstantíns yfir Max-
entíusi, baráttu austurs og vesturs
og aðskilnað meginlandanna. Sýn-
ingin var opnuð í apríl og nokkmm
dögum síðar kom einkaritari meist-
arans, María Teresa, með morgun-
blöðin tii hans. Dalí leit yfir
fyrirsagnirnar og augun hans lýstu
ánægju. Þarna stóð það, svart á
hvítu: Reagan og Kaddafí. Konstant-
ín og Maxentíus. Vestur og austur.
La methode paranoiaque-
critique.
Fljótt þreyttur
Litli maðurinn í sloppnum er orð-
inn þreyttur. Hann á líka svo
skammt eftir ólifað.
Dalí hefur verið leikari alla ævi.
Stundum hefur hann verið í hlut-
verki snillingsins en stundum í
hlutverki trúðsins.
Nú er hins vegar orðin breyting á
og hún lýsir sér ekki aðeins í fram-
komu hans heldur einnig í umhverf-
inu.
Herbergi meistarans í Figueras lík-
ist helst anddyri í höll eins og á
Helsingjaeyri eða í Thebes. Segja
má að það sé ekki með öllu ólíkt
„tvöföldu" myndunum hans þótt erf-
itt sé að lýsa því. Þannig minnir það
á mynd eftir hann sem við fyrstu sýn
virðist vera af austurlenskum þræla-
markaði þar sem tveir viðskiptavin-
anna standa undir bogadregnum
glugga; en þegar betur er að gáð er
glugginn orðinn að marmaraenni og
viðskiptavinimir að augum.
Allt í einu er gamli maðurinn orð-
inn að spánskum aðalsmanni; hann
gæti verið málverk eftir Zurbarán.
Stoltið er mikið og það örlar á brjál-
æði í yfirbragðinu, en brjálæði hefúr
alltaf komið fram í hæfilega mældum
skömmtum i fari Dalí. Reyndar var
hann sjálfur vanur að segja: „Eini
munurinn á mér og brjálæðingi er
sá að ég er ekki brjálaður."
Aðalsmaðurinn ekki uppgerð
Aðalsmaðurinn sem braust allt í
einu fram hjá meistaranum var ekki
uppgerð. 1982 gerði Juan Carlos kon-
ungur Dalí að Marqués de Dali de
Púbol. Ekkert hefur veitt honum
meiri ánægju en að þiggja mark-
greifatignina.
Allt frá bamæsku hefur Dalí til-
einkað sér konunglega siði. Hann
var mikið dekraður því foreldrar
hans höfðu fyllst sektarkennd er son-
ur, sem þau höfðu eignast fyrr, lést.
Hann hét líka Salvador.
Salvador Dalí fór stundum til
frænda Antonios, Pepitos, í loðkápu
og með kórónu. Honum var tekið
eins og konungbornum manni. „Þú
sýnir okkur mikinn heiður, hátign.“
Þá sneri Salvador II. sér að systur
sinni, prinsessunni, og sagði: „Við
megum ekki láta það vitnast hver
við erum í raun og veru."
Hann hefúr aldrei gleymt loðkáp-
unni og kórónunni. Það er því ekki
að undra þótt Dalí endurspegli nú á
síðustu dögum sínum Filippus II.
Spánarkonung sem var uppi fyrir
fjórum öldum og stjórnaði þá mesta
veldi í heimi er hann var að enda
æviskeið sitt. Filippus II. lauk lífi
sínu í herbergi í klaustrinu við Esc-
oralhöll eftir að hafa sagt skilið við
pomp og pragt hirðlífsins. Konungur
gat út um lítinn glugga séð inn í
hallarkirkjuna. Dalí á líka sinn
glugga. Það em leynidyr á garð-
veggnum og út um þær getur hann
séð Dalísafnið. Hann stofnsetti það
fyrir tólf ámm í rústum gamla borg-
arleikhússins í Figueras en það hafði
orðið eldi að bráð í spönsku borgara-
styrjöldinni.
Gala og Dalí
Dalí var kvæntur Gala og það var
trú þeirra að örlögin hefðu ætlað