Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Síða 9
þeim að elskast. Hann hafði aldrei getað gleymt Salvador I. sem hafði dáið. 1 rauninni tengdi hann sig látna bróðumum vegna grísku goðsagnar- innar um tvíburana guðdómlegu, Kastor og Pollux; öðrum var ætlað að deyja en hinum ódauðleiki. Flest- ar útgáfur goðsagnarinnar eru á þá leið að Kastor og Pollux hafi fæðst af einu eggi með systur, Helenu af Tróju; og 1929 hitti Pollux Helenu sína. Hún hét Helena Diakonoff og var frá Kazan í Rússlandi. Hún var dáð af ljóðskáldum og lífslistamönn- um í París og um tíma gift Paul Éluard. Allir nefndu hana Gala. Það gerði Dalí líka en stundum nefndi hann hana Galutschka, Gradiva, Oliburibuleta og stöku sinnum Ljón- ynjuna af því hún öskraði eins og Metro-Goldwyn-Mayerljónið þegar hún var reið. I nær fimmtíu ár var hún Dalí eiginkona, móðir, systir, fyrirmynd og framkvæmdastjóri. Sjálfur heldur hann því fram að hún hafi bjargað honum frá því að verða vitskertur og að auki hafi hún gert hann að milljónamæringi. Dalí án Gala Gala var eldri en Dalí og dó níræð. Þá varð meistarinn gripinn miklu þunglyndi og fluttist til Púbolkastala sem reistur hafði verið á tímum léns- skipulagsins en var nú í rústum. Hann er nokkuð fyrir utan Figueras og við hann stendur lítið þorp. Kast- alann hafði hann keypt handa Gala og nú endurbyggði hann hann (Gala þáði hann með því skilyrði að hann kæmi þangað aldrei óboðinn) og setti þar upp mynd af Gala sem átti að tákna að hún væri verndari kastal- ans. Eldur í húsi Dalí 1984, er Dalí lá í rúmi sínu í kastal- anum og ætlaði að hringja á hjúk- runarkonu, bilaði bjallan og eldur kom upp í rúminu. Komið var að Dalí illa brenndum á gólfinu. Græða þurfti nýtt skinn á hann ó um fimmt- ungi líkamans en hann hélt lífi. Lengi vel gekk um það orðrómur að Dalí væri lifandi lík og víst er að hann var sjúkur. Það varð einnig augljóst er loks var svo birt af honum mynd með slöngu í nös í rúmi sínu. Vinur Dalí vildi stöðva birtingu myndarinnar en Dalí krafðist þess að hún yrði birt þótt hún sýndi hann verr á sig kominn en hann var. Það hefur líka alltaf verið hluti af fram- komu meistarans að skapa misskiln- ing um sjálfan sig; það er einn þáttanna í því að hafa óhrif ó álit fólks á honum sjálfum. Mest áberandi listamaður í heiml Dalí var feiminn í æsku og komst þá að því að hann gat vakið á sér athygli með því að láta sem fiskbein stæði í sér. Þá fann hann hve at- hygli annarra var honum mikils virði og bemskubrekin urðu að brellum sem fólk hefur haft meira gaman af en fá orð lýst þótt ekki hafi allir tek- ið þeim eins. Ungur reyndi hann fyrir sér á öll- um þeim sviðum málaralistarinnar sem þá voru í tisku og þegar hann eltist gerði hann tilraunir með það sem þótti svo nýtt löngu seinna. Þannig skvetti hann málningu á striga og lét hana renna til tuttugu árum á undan Jackson rollock og málaði coca coiaflösku í smáatriðum á meðan Andy Warhol var enn í menntaskóla. Meistarinn senn allur Dalí hefur alltaf unnið mikið. Hann var vanur að byrja snemma á morgn- ana og stundum var hann i vinnu- stofunni tólf til fimmtán stundir á dag. Persónan, sem kom fyrir ljós- myndarana og blaðamennina í Maximsveitingáhúsinu, var sú sem hann vildi koma á framfæri. En hvað segir meistarinn um list- ina í dag. Er hann sammóla þeim sem segja að tækni og meistaralegt hand- bragð skipti minna máli en áður? „Auðvitað hafa þeir rétt fyrir sér,“ segir hann. Svo lætur hann hugann reika til skrumskælingameistaranna sem hafa verið svo óberandi á ævi hans. „Ils sont nuls,“ segir hann. „Þeir eru ekkert. Þeim hefur öllum mistekist." Það er einmitt þess vegna sem hann hefur alltaf sagt þeim að ef þeir vildu sækja fram ættu þeir að leita aftur í tímann; sanni avant- gardemálarinn yrði að vera aftur- hvarfssinni. „Kynnið ykkur Meissonier," sagði hann, „þennan mikla en fyrirlitna málara nítjándu aldarinnar, sem málaði gras og gerði myndir af Napóleon. Ef þið náið tækni hans, þá getið þið allt; meira að segja málað abstrakt." Meistarinn lítur upp. Hann er aftur orðinn litli, gamli herramaðurinn. „Ég er þreyttur," segir hann. Svo þagnar hann um stund, en segir svo „Je suis monarchiste. Allt sem ég trúi á er konungur minn og drottn- ing. Konungurinn minn gerði mig að markgreifa. Hann bjargaði okkur frá borgarastyijöld." Þýð.: ÁSG. =KENWOOD= ÞAO VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN KENWOOD CHEF hefur sannað ágæti sitt í gegnum árin Viðgerda- og varahlutaþjónusta IA ri I B* Raltækja- og heimlllsdelld rddmegir HEKLAHF fylgihlutir: I j Laugavegi 170-172 Simi 695550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.