Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986. 73 Sean Penn ræður ekki við hlutverkið Margir telja Sean Penn með hæfi- leikaríkari leikurum Bandaríkjanna af yngri kynslóðinni. Honum er oft líkt við Marlon Brando. Sjálfur kýs hann íremur samlíkinguna við Robert DeNiro og hann fær greiddar himin- háar upphæðir fyrir kvikmyndaleik sinn. En það er eitt hlutverk sem veldur Sean Penn miklum erfiðleikum. Það er hlutverk hans sem herra Madonna. Hver sá sem freistast til að reyna að mynda þau skötuhjúin fær högg í and- litið. Gamlir kærastar Madonnu, en listinn yfir þá er nærri jafiilangur simaskránni, hafa margir hverjir orðið fyrir barðinu á knýttum hnefum eigin- manns hennar. Hann hrópar ókvæðis- orð og skammir að öllum þeim sem hann telur hafa ráðist inn á hans yfirr- áðasvæði. Madonna var lítið hrifin þegar þau hittust í fyrsta sinn, hún og Sean Penn. Hann skaut upp kollinum óboðinn þegar Madonna var að taka upp myndbandið við lagið „Material Girl“. Ég man bara að Madonna öskraði „Út með þig, út með þig“, segir Sean Penn. En það reyndist ekki svo létt verk að hræða Penn í burtu. Töfrandi skaphundur Þrátt fyrir kæruleysislegt, næstum fráhrindandi ytra útlit býr þessi ungi leikari yfir sérstökum töfrum. Leik- konan Elizabeth McGovem, sem lék á móti Penn í myndinni „Racing With The Moon“, neitaði í lengstu lög að viðurkenna þennan sjarma. En þegar á leið stóðst ég ekki þessi djúpu bláu augu, segir hún. Það gerði Madonna ekki heldur, en Elizabeth gat ekki unnið samkeppnina við kyntáknið og söngkonuna frægu. Þetta endaði með trúlofun sem hvorki Madonna né Penn muna ná- kvæmlega hvemig bar að. Það gerðist allavega í Tennessee og Madonnu minnir að það hafa verið á sunnudags- morgni. Ég var að gera morgunæfing- amar mínar, segir Madonna, skyndilega varð Sean svo einkennileg- ur á svipinn og ég vissi hvað hann var að hugsa. Hann sagði ekkert upphátt, en ég bara vissi hvað hann var að hugsa. Og ég sagði við hann að svarið væri já. Giftingarveislan var haldin heima hjá sameiginlegum kunningja þeirra, og þó á gestalistanum væm yfir tvö hundmð manns vissi enginn ná- kvæmlega hvenær athöfriin ætti að fara fram. Allt var reynt til að halda flökniðlum í burtu, en árangurslaust. Penn varð ofsareiður þegar hinir hötuðu blaðaljósmyndarar byrjuðu að sveima yfir brúðkaupsgestum í þyrlu svo hávaðinn yfirgnæfði allar sam- ræður. Hjónabandið hófst með látum og alla tíð síðan hefúr mikið gengið á. Nýr kærasti Þegar Madonna talar um eigin- manninn í dag er það með ákveðinni eftirsjá og uppgjöf í röddinni. Við erum ekki ólík í skapinu, segir hún. Ég dregst að metnaðargjömu fólki og neyðist þá til að taka því sem fylgir. Hversu lengi enn hún ætlar að umbera Penn er aðalumræðuefnið í slúðurdálkum blaða í Bandaríkjunum. Undanfarið hefur Penn verið bund- inn i New York vegna vinnu sinnar, en Madonna verið við plötuupptökur í Los Angeles. Þar hefur hún tíðum sést í fylgd með popparanum myndar- lega, Nick Kamen. Málið er dálítið flókið, segir einn vina Madonnu og Penn, en það er kannski ekkert skrýtið því viðhorf Madonnu til ástarsambanda hefur alltaf verið mótsagnakennt. f eitt skip- tið stendur hún fast á því að það sé alls ekki hægt að þola ótryggð, en í Sean Penn er oft líkt við Marion Brando. Sjálfur vill hann líkjast Robert DeN- iro. Hann er talinn hæfileikarikur leikari en það er eitt hlutverk sem hann ræður ekki við. Það er að vera eiginmaður poppstjömunnar Madonnu. næstu andrá segist hún ekki geta stað- ið í sambandi við aðeins einn mann, allavega ekki mjög lengi. Sjálf segist Madonna óska þess að hún væri margar persónur svo hún gæti verið með öllum þeim sem hana langar að vera með. Ég vil fá meira, læra meira, upplifa meira, segir hún, og ein manneskja kemst ekki yfir það allt. Þegar þér þykir vænt um einhvem skapar þetta vandamál. Ég fæ áhuga á einhverjum öðrum og kasta mér út í samband við hann. Þá verður hinn maðurinn minn sár og þá líður mér illa. Svo brosir Madonna og segir: En ég hef nýja kærastann til að hugga mig. -Þýtt/VAJ • að við eigum 20 gerðir myndavéla? • að við eigum 10 gerðir leifturljósa? • að við eigum stórkostlegt úrval af linsum, töskum, þrífótum og öllum öðrum fylgihlutum til Ijós- myndunar? VEISTU LIKA: • að hja okkur aðstoða fagmenn þig við valið á jolagjofinni? Verðið er að sjálfsögði viðþitt hæfi ATH. opnum kl. 8.30 LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Postsendum LAUGAVEG1178 - REYKJAVIK. - SIMI 685811 ■■■■■■■ ■■■■■■■ ÉiihilMMlllIim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.