Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Síða 20
76 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986. Það tókst aldrei að finna Var það geðsjúklingur sem hafði myrt Connie Whipps, stúlkuna heimakæni, eða hafði morðinginn haldið hana vera aðra en þá sem hún var? Þetta var spuming sem enska lögreglan leitaði svars við og þar kom að það fékkst. Stúlkumar tvær vom svo líkar að haft var á orði að munurinn á þeim væri ekki meiri en á tveimur dropum af vatni. Þær vom jafngamlar, jafn- háar og gengu eins klæddar. Reyndar kom það alloft fyrir að fólk hélt að þær væm tvíburasystur. Sannleikurinn var þó sá að í fram- komu og venjum vom stúlkumar afar ólíkar. Connie og Janet Önnur þeirra, Connie Whipps, var mjög heimakær og var flestum stund- um utan vinnu við hlið móður sinnar en Janet Day skemmti sér eins mikið og hún gat. Þannig sat Connie venjulega heima og horfði á sjónvarp þegar Janet fór á milli bara og dansstaða með vinum og kunningjum sem hún þekkti misjafnlega vel. Stúlkumar tvær, sem voru báðar tuttugu og þriggja ára, bjuggu í Brentwood við London og báðar unnu þær í skrifstofum Fordbíla- verksmiðjanna risastóm. Þó vissi hvomg um hina. Höfðu báðar verið á fataútsölu Báðar stúlkumar flýttu sér alltaf heim síðdegis að lokinni vinnu. Connie til þess að elda mat handa móður sinni og bræðrum en Janet oftast til þess að bregða sér í þrönga kvöldkjólinn og búa sig undir skemmtanir kvöldsins. Fimmtudagskvöld eitt í ágúst vom þær báðar á leið heim frá vinnu. Báðar vom nákvæmlega eins klædd- ar því báðar höfðu verið á sömu sumarútsölunni. Þær vom í rauðum blússum og rauðum og hvítum pils- um. Báðar ætluðu þær með lestinni til Brentwood. Síðar kom í ljós að Connie hafði farið með lest sem fór nokkmm mínútum á undan þeirri sem Janet fór með en á þessum tíma dags líða ekki nema fímm mínútur á milli lestarferða. Hálfs kílómetra leið Connie átti fimm hundmð metra ófama gangandi þegar hún steig út úr lestinni í Brentwood. Hún gekk af stað eftir stíg sem liggur frá jám- brautarstöðinni en á kafla liggur hann á milli nokkuð þéttra mnna. Þetta kvöld gengu allmargir aðrir lestarfarþegar á eftir Connie Whipps. Að minnsta kosti fjórir þeirra bám kennsl á hana enda var rauða og hvíta pilsið áberandi. Þeir sem næst- ir voru á eftir henni á stígnum tóku hins vegar eftir því að hún hvarf þegar hún kom að beygju á honum. Neyðaróp Nokkrum sekúndum síðar kváðu við skerandi neyðaróp. Þeir sem næstir vom á eftir Connie Whipps hlupu af stað til þess að sjá hvað um væri að vera. Er þeir komu fyrir beygjuna á stígnum blasti skelfileg sjón við þeim. Á bekk við hliðina á stígnum sat Connie. Það blæddi úr fjölmörg- um sárum um allan líkamann og hún stundi veikt. Það var augljóst að hún var að deyja. Hún reyndi að segja eitthvað við mennina sem gengu til hennar en það eina sem þeir skildu vom orðin „Hvers vegna?“ Lögreglan hefur rannsókn Brátt var lögreglan komin á stað- inn og ekki leið á löngu þar til hún fór að spyrja sig þess hvers vegna Connie Whipps, þessi rólynda og heimakæra stúlka, hefði verið myrt. Viðtöl við ættingja og kunningja gerðu rannsóknarlögreglumönnun- um ljóst að það ekki margt í fari látnu stúlkunnar sem benti til þess að hún hefði átt hættulega óvini. Hefði hún samt sem áður útt þá væri annaðhvort um að ræða einhvern duldan þátt í fari hennar eða um væri að ræða einhverja aðra og óþekkta skýringu. Viðtöl á vinnustað vom svo það sem fékk rannsóknarlögreglumenn- ina til þess að trúa því að síðari tilgátan ætti við rök að styðjast. Er viðtölum við samstarfsmenn og aðra i Fordverksmiðjunni var svo haldið áfram kom í ljós að vemlegar líkur vom til þess að Connie Whipps hefði verið myrt af misgáningi eða réttara sagt í staðinn fyrir aðra stúlku sem gat ekki verið nein önnur en Janet Day. Þá var komið fram hve ótrúlega líkar þær höfðu verið í útliti og klæðaburði. Rætt viö Janet Janet var nú yfirheyrð en hún kvaðst ekki geta gert sér í hugarlund hver hefði áhuga á því að ryðja henni úr vegi. Hún skýrði aftur á móti frá því að hún væri vön að ganga eftir stígnum sem Connie hafði verið myrt við þegar hún kæmi með lestinni til Brentwood eftir vinnu. Kvöldið sem Connie var myrt kvaðst hún hins vegar hafa brugðið út af þeirri venju því hún hefði gengið fram hjá póst- húsinu. Rannsóknarlögreglumönnunum varð nú ljóst að þarna gat verið feng- inn hluti skýringarinnar á því sem gerðist. Morðinginn hafði vafalaust fylgst með ferðum Janet um hríð og reiknað með því að hún kæmi eftir stígnum frá jámbrautarstöðinni. Á dansstað Janet skýrði frá því að umrætt kvöld, er hún hefði komið heim, hefði hún skipt um föt og síðar farið á dansstað í London. Hún hefði því ekkert frétt um morðið fyrr en dag- inn eftir er hún hefði lesið síðdegis- blöðin. Janet Day ítrekaði loks við lög- regluna að hún hefði enga óvini átt. Hún viðurkenndi þó að hún ætti sér marga aðdáendur en yfirleitt væru þetta ungir menn sem ekki væri ástæða til þess að gruna um neitt misjafnt. Aldrei sagðist hún hafa orðið vör við neina andúð eða hatur sem gæti hafa leitt til þess sem gerst hafði. Margar stungur Lögreglan var hins vegar ekki viss um að Janet hefði rétt fyrir sér. Að Sérstæö sakamál ALUR VINNINGAR DREGNIR ÚT Ótrúlega líkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.