Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1987.
Utlönd
Laumufarþegar
í dönsku skipi
Danska gámaskipið Skodsborg lagði
af stað frá Genúa á Ítalíu í gær á leið
til Spánar með þrjá laumufarþega inn-
anborðs sem mikið uppistand varð út
af þegar þeir uppgötvuðust. Mennimir
em liðhlaupar úr íranska hemum og
ætla að sækja um hæli som pólitískir
flóttamenn á Spáni þegar skipið kemur
til Barcelóna.
Þessir þrír höfðu laumast um borð
i skipið í Istanbúl en tveir laumufar-
þegar til viðbótar, báðir frá Zimbabwe,
höfðu komist um borð á meðan skipið
hafði viðkomu í Beirút í Líbanon.
Þeir fóm einnig með Skodsborg frá
Genúa.
í desember spratt upp hatrömm deila
milli ítalskra og íranskra yfirvalda
vegna laumufarþega um borð í írönsku
skipi sem haldið var að vildi leita
hælis á Jtalíu. Skipið var kyrrsett í
viku og ekki leyft að fara fyrr en sex
ítalir höfðu verið kyrrsettir á Teher-
an-flugvelli. Fékk þá skipið að fara án
þess að laumufarþeginn væri fram-
seldur og ítölunum var um leið sleppt.
Kolsvört kímni!
i
Don Dubovsky i Hollister í Kaliforníu, sem hér sést á myndinni fyrir ofan
að pakka myndarlegum kolamola inn í skrautlegan jólagjafapappír, hafði
töluvert annriki fýrir jólin. Hann tók að sér fyrir hvern sem vildi greiða
honum tiu dali fyrir ómakið að senda kolin innpökkuð sem jólagjöf til ein-
hvers, sem viðkomandi viðskiptavini var meinilla við. Það er ekki bara
svart skopskyn. Það er kolsvart og að einhverra mati sjúklegt skopskyn.
Líbanskir öfgahópar gefa sér að visu tima til þess að gægjast undir
jólatréð, og leyfðu tveim gíslum sínum að senda jólakort til ættingjanna
í Evrópu, en 18 útlendingar eru einhversstaðar í haldi hjá slíkum aðilum.
Enn 18 gíslar í
haldi í Líbanon
Eliane Fontaine, eiginkona
franska diplómatsins Marcel Fonta-
ine, sem rænt var í Beirút fyrir nær
tveim árum, sagði um áramótin, þeg-
ar hún kom ásamt 18 ára syni þeirra
hjóna til höfuðborgar Líbanon, að
hún væri ekki úrkula vonar um að
fá einhveijar fregnir frá ræningingj-
um manns hennar.
Marcel var rænt 22. mars 1985 en
öfgasamtök, sem kalla sig „íslamskt
Jihad“ (heilagt stríð), héldu því fram
að Frakkinn væri fangi þeirra.
Tveir Frakkar aðrir og tveir
Bandaríkjamenn eru meðal átján
útlendinga sem enn hafa ekki komið
aftur fram síðan þeim var rænt í
Líbanon. - Fjölskyldur hinna
Frakkanna tveggja fengu jólakort
frá þeim.
Skæruliðar i Afganistan telja Najibullah ekki treystandi og hafna hugmyndinni um vopnahlé.
Afjganskir skæru-
liðar hafna vopna-
hléstilboði
Kabúl-stjórnar
Najibullah, leiðtogi kommúnista í
Afganistan, boðaði í nýársávarpi til
vopnahlés til bráðabirgða frá og með
15. janúar og hvatti til viðræðna við
skæruliða og myndunar samsteypu-
stjómar. Boðaði hann meiri tengsl við
„stjómarandstæðinga" og hvatti þá til
þess að taka þátt í kosningum til nýs
þjóðþings og til þess að gera tillögur
um nýja stjómarskrá sem væri í bí-
gerð.
Talsmaður „mujahideen", eins og
hinir múhammeðsku skæruliðar kalla
sig, hafhaði vopnahléshugmyndinni
og kallaði sáttatillögumar tál og pretti
enda væri ekki unnt að treysta Naji-
bullah. Talaði hann við fréttamenn í
Peshawar í Pakistan þar sem §öldi
flóttafólks frá Afganistan hefst við.
„Mujahideen hafriar þessu,“ sagði
Mohammad Nabi Mohammadi, tals-
maður aðalsamtaka sjö skæruliða-
hreyfinga sem bækistöðvar hafa í
Pakistan.
í ræðu sinni, sem Najibullah flutti í
miðstjóm kommúnistaflokksins, sagði
hann að þjóðarsátt hlyti að miða að
því að nýta til fulls „ávinninginn af
byltingunni" (eins og kommúnistar
kalla valdatöku sína í apríl 1978) og
efla tengslin við Moskvustjómina.
Annar talsmaður skæmliða sagði
að samþykkt vopnhlés jafhgilti viður-
kenningu á stjóminni í Kabúl sem
lögmætri en hún skákar í skjóli 115
þúsund manna herstyrks Sovétmanna
í landinu. Sjö ár em liðin síðan sov-
éski herinn réðst inn í landið. -
Skæmliðar hafa aldrei tekið í mál að
samþykkja að kommúnistar eigi hlut
að stjórn landsins að hafa heitið því
að láta ekki af baráttu sinni fyrr en
síðasti sovéski hermaðurinn er á brott
úr Afganistan.
Najibullah, sem er fyrrum yfirmaður
leynilögreglu landsins, en tók við af
Babrak Karmal, þegar hinn síðar-
neíndi féll í ónáð hjá Kremlstjóminni,
sagði á miðstjómarfúndinum að sett
yrði á laggimar sérstök nefnd til þess
að undirbúa heimkomu flóttafólksins
sem hrakist hefur úr landinu síðan
borgarastyrjöldin braust út. Nefndin
ætti að sjá fólkinu fyrir atvinnu og
húsaskjóli.
Það er talið að um fimm milljónir
Afgana hafi flúið landið og þar af þtjár
milljónir til Pakistans.
Sakað um skemmdarverk
Flutti ársgamla ræðu kanslarans
V-þýska sjónvarpið flutti ársgamla
ræðu Helmut Kohls. kanslara á
gamlárskvöld.
Ásgeir Eggeitsson, DV, Mundien;
Það óhapp vildi til á fyrstu rás þýska
sjónvarpsins á gamlárskvöld að send
var út ársgömul ræða kanslara Vest-
ur-Þýskalands, Helmut Kohls. Blaða-
íúlltrúi stjómarinnar sagði að hér
væri um beina móðgun við alla áhorf-
endur að ræða.
Fulltrúar sjónvarpsins hörmuðu
þetta atvik sem leiða mætti til mann-
legra mistaka. Sagt var að í tækniher-
bergi hefði upptakan frá því í fyrra
legið hjá öðrum myndböndum frá
sama degi. Tæknimaðurinn hefði mis-
lesið dagsetninguna á spólunni og
hefðu mistökin orðið þess vegna.
Fljótt komst upp hvað hér var á ferð-
inni meðal annars vegna fjölda
hringinga frá áhorfendum. Fljótlega
eftir að útsending hófst bilaði síma-
borð sjónvarpsins vegna óteljandi
hringinga frá áhorfendum. Höfðu
margir fylgst með ræðunni á annarri
rás og tekið eftir því að Kohl var öðm-
vísi klæddur þar.
Hins vegar vom tæknimennimir
ekki hundrað prósent ömggir um að
verið væri að senda út vitlaust mynd-
band fyrr en undir lok útsendingar.
Og þar að auki hefði rétt myndband
ekki verið við höndina. Rétta mynd-
bandið fannst skömmu síðar en ekki
á þeim stað þar sem það átti að vera.
Enn em ekki öll kurl komin til grafar
í þessu máli en útilokað er talið að
um ásetning hafi verið að ræða eins
og margir bálreiðir embættismenn
stjómarinnar fullyrtu í gær.