Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1987. Uflönd Dátif kaupsýslumaður, stjórnmálamaður og kannski síðan stjórnskörungur Sýndarmaður. íi'æðimaður og purkunarlaus stjómmólamaður, en hvaða orð sem pólitískir keppinaut- ar völdu Harold MacMillan þá bar þeim saman um að hann hefði brevtt ásjónu Bretlands þau sjö ár sem hann var forsætisráðherra. ..Sup- ermac" var það hlutverkið sem hann -jálfur naut mest, enda var það í munni flestra landa hans ekki ein- vörðungu útúrsnúningur úr nafni hans og uppnefni heldur miklu frem- ur sagt með virðingu fyrir mannin- um og áhrifúm hans. sjálfum allsherjargoðanum. Tók við á niðurlægingar- tímum Það var ekki hátt upplitið á Bret- landi eftir hina misheppnuðu innrás Breta og Frakka í Eg>-ptaland 1956 þegar MacMillan tók við stjómar- taumunum í janúar 1957. En hann stýrði löndum sínum upp úr niður- fh'epsskap grotnandi heimsveldis til meðvitundar um að framtíðin lá í samleið með nágrönnunum í Evr- ópu. Feikivinsældir MacMillans dvin- uðu með árunum þegar til kom ný kynslóð Breta sem hafði minni mæt- ur á efristéttarseimnum i málfari hans og orðknappri kímni hans. Álit hans hafði og beðið hnekki þegar sú íhaldsstjóm, sem hann hafði veitt forsáeti. leystist upp í niðurlægjandi hneyksli og innbvrðis stælum. - Heilsubrestur knúði MacMillan til þess að segja af sér 1963, en þó ekki b rr en hann hafði markað sér bás í nannkynssögunni með ræðunni frægu 1960 í þingi Suður-Afríku þar sem hann varaði við kynþáttaað- skilnaðinum og kvað „vinda breyt- nga" blása um alla hina svörtu álfú. MacMillan var í nánum kunnings- skap við tvo Bandaríkjaforseta (Eisenhower og Kennedy). Sagt var að þeir hefðu margoft hringt í hann i ráðaleit, eins og svo sem á meðan á Kúbudeilunni stóð. Sumt orkar tvímælis þá gerter Hann var forsætisráðherra á efna- hagslegum uppgangstíma Breta, eða eins og hann lýsti því sjálfur: „Þið hafið aldrei hafl það svona gott.“ - Þau ummæli vildu margir leggja honum til yfirlætis, eins og hin þeg- ar hann lýsti afsögnum þriggja ráðherra úr stjóm sinni sem „smá fjölskylduvandamóli". Síðar áttu eftir að sækja að Mac- Millan fyrri viðburðir sem þá vom ekki komnir upp á yfirborðið en rit- höfundurinn Nikolai Tolstoy greifi átti eftir að bera honum á brýn. Nefnilega frá þeim tíma að Mac- Millan var sendifúlltrúi banda- manna 1945 við Miðjarðarhafið og útti þátt í því þúsundir kósakka og júgóslavneskra flóttamanna voru reknir aftur til heimalanda sinna þar sem þeir em sagðir hafa verið myrt- ir í hrönnum af Rússum. 1984 þáði MacMillan aðalsnafnbót úr hendi Elísabetar Bretadrottning- ar á níræðisafmæli sínu sem fyrsti þiggja aldrei slíkt og hafði frábeðið jarlinn af Stockton (kennt við kjör- dæmi hans. Stockton-on-Tees). Þó hafði hann löngu fyrr einsett sér að sér að verða sleginn til riddara þegar hann hætti í forsætisráðherraemb- ættinu 1963 (sem þó var alsiða með afdankaða landsfeður í veldi hennar hátignar). Gagnrýninn á Thatcher Fljótlega hóf harin að nota setu sína í lávarðadeild breska þingsins til skeleggrar gagnrýni á stefnu Margaretar Thatcher forsætisráð- herra (og eftirkomanda hans í formannssæti Ihaldsflokksins) í pen- ingamálum. Gerði Supermac mörgum flokksbræðrum sínum gramt í geði þegar hann líkti þeirri ákvörðun Thatcher-stjómarinnar um að selja einkaframtakinu ríkis- hlutann í ýmsum stórfyrirtækjum við það að „selja silfurbúnað fjöl- skyldunnar“ út af heimilinu. Fyrirmannlegur Jarlinn af Stokton er bamabam skosks kotbónda. en fasið einkennd- ist af sjálfeöryggi og tiginmennsku, sem flestum þótti til um er honum kynntust persónulega. Það var alla daga á honum nokkur hofmanns- bragur. Sem ungur bar hann jafrian einglymi og ræktaði spjátrungslegt yfirskegg, en þó hvarflaði aldrei að neinum að hann væri sundurgerðar- maður. Sem forsætisráðherra kom hann margoft fram opinberlega í þrjátíu ára gömlum tvíd-fötum. Það olli uppnámi þegar MacMillan birt- ist í heimsókn til Moskvu með hásetta hvíta loðhúfu. Fyrirmannleg framkoman og eins hitt að hann lét sér aldrei bregða, hvort sem „blítt eða strítt honum bar til handa“, áttu sinn þátt í því að menn uppnefndu hann í daglegu tali ýmist Supermac eða Mac hinn æðm- lausi. En það var vægðarlaus drif- krafturinn í fari MacMillans sem kom öðrum til að kalla hann „Mac kuta“. Þetta síðasta eftir viðburðina 1962 þegar hann fyrirvaralaust vék sjö ráðherrum úr ríkisstjóminni og var stundum jafriað til uppgjörsins milli brúnstakka og svartstakka Hitlers og kallað sömuleiðis „nótt hinna löngu hnífa“. Særður á vígvellinum lesandi Hómer Maurice Harold MacMillan fæddist 10. febrúar 1894, sonur vel stæðs skosks forleggjara og banda- rískrar móður, Nellie Tarleton Belles frá Indiana. Tveim árum eftir að hann innritaðist til náms í Ox- ford-háskóla var hann farinn að láta stjómmál til sín taka þótt hann var- aðist að taka afetöðu með hægri eða vinstri. Hann gerði hlé á náminu til þess að berjast í heimsstyrjöldinni fyrri. Þrívegis særðist MacMillan á víg- stöðvunum. Oftsinnis er sögð sú saga af honum að einhveiju sinni hafi sjúkraliðar komið að honum ófærum liggjandi úti á einskismannslandi og lesandi Hómer á grísku. Gat aldrei gleymt atvinnu- leysinu 1919 hélt MacMillan til Ottawa sem fulltrúi hertogans af Devon- shire, sem var landstjóri Kanada, og kvæntist hann dóttur hertogans, lafði Dorothy Cavendish, sem and- aðist árið 1966. Sonur þeirra, Maurice, reis til áhrifa innan Ihalds- flokksins. Sjálfur var MacMillan fyrst kjörinn á þing þrítugur að aldri í kjördæminu Stockton-on-Tees í iðnáðarhéruðum Norður-Englands. Kreppuárin milli styrjaldanna og atvinnuleysið í kjördæmi hans leið MacMillan aldrei úr minni. Og síðar sagði hann um strangar efnahagsað- gerðir Thatcherstjómarinnar að hann gæti aldrei fallist á sem viðun- andi lausnir efhahagsráð sem leiddu af sér atvinnuleysi. - Sjálfur lét hann sem forsætisráðherra þijá fjármála- ráðherra víkja hvern á fætur öðrum, fremur en láta það eftir þeim að skera niður framlög til félagsmála. MacMillan studdi Winston Churchill í áskomnum um að spoma gegn útþenslustefnu Hitlers í Evr- ópu og fordæmingum á undanláts- stefnu Neville Cbamberlains. Sem ráðherra málefha N-Afríku komst MacMillan í persónuleg kynni við hershöfðingjana Eisenhower og de Gaulle. Sem húsnæðismálaráðherra í eftir- stríðsárastjóm Churchills sýndi MacMillan að hann var vel fær um að koma hlutunum í verk. Efndi hann þar gamalt kosningaloforð frá 1951 og lét byggja 300 þúsund íbúð- arhús á ári. - Sem forsætisráðherra jók hann fjárveitingar til félagsmála og reyndi að örva efriahagslífið með aðhaldslítilli stefnu í peningamálum, enda var upphafið að efhahagsörð- ugleikum Bretlands á áttunda áratugnum síðar rakið til hans tíma. Togað í spotta að tjaldabaki Staða hans sem forsætisráðherra veiktist út af Profumo-hneykslinu, þegar hermálaráðherra MacMillan- stjómarinnar varð ber að því að hafa logið fyrir þingheimi og deilt rekkju vændiskonunnar Christine Keeler með hermálaráðgjafa so- véska sendiráðsins, Eugene Ivanov. Þótt MacMillan stæði af sér allan styrinn út af því máli ákvað hann að segja af sér að læknisráði, sem töldu beilsu hans ofboðið. Af sjúkrabeðnum hafði MacMillan þó hönd í bagga með því að eftirmað- ur hans var valinn Home lávarður en ekki R.A. Butler varaforsætisráð- herra sem verið hafði helsti keppi- nautur MacMillans. - Upp úr úlfaþytnum, sem fylgdi því spotta- togi, tók íhaldsflokkurinn upp þann háttinn að velja formenn sína með opinni kosnlngu á landsþingum. Maurice Harold MacMillan, eða Supermac, eins og hann jafnan var kallaður, oftast í góðu, af löndum sínum. Umsjón: Guðmundur G. Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.