Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Blaðsíða 30
34 Andlát FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1987. Svanur Rögnvaldsson, Ferju- bakka 8, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 2. janúar, kl. 13.30. Ingibjörg Skaftadóttir Hraundal lést 24. desember sl. Hún fæddist í Reykjavík 24. júní 1909, dóttir hjón- anna Skafta Þorlákssonar og Önnu Jónsdóttur. Hún giftist Guðmundi Hraundal tannlækni sem lést fyrir nokkrum árum. Þau hjónin eignuð- ^ust eina dóttir. Útför Ingibjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Einar E. Hafberg, Ásvallagötu 44, lést í Landspítalanum 29. desember. Jón Helgason, áður til heimilis að Hverfisgötu 21 B, Hafnarfirði, and- aðist á Sólvangi þriðjudaginn 30. desember. Kristján Hansson, Öldugötu 10, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði að morgni 30. desember. Stefán Haraldsson járnsmiður, Skeljagranda 1, varð bráðkvaddur 26. desember. Anna Luise Matthíasson verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 3.janúarkl. 14. Guðrún Einarsdóttir, Brimhóla- braut 31, Vestmannaeyjum, verður jarðsett frá Landakirkju laugardag- inn 3. janúar kl. 14. Útför Snorra Gunnlaugssonar bónda, Esjubergi, Kjalarnesi, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Mosfelli. Hallgrímur Þórarinn Kristjáns- son, fyrrverandi bryti, Skipasundi 85, sem andaðist 23. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 7. janúar kl. 13.30. Sigurbjörg Sigríður Sigvaldadótt- ir, Fjölnisvegi 20, verður jarðsungin í dag, 2. janúar, kl. 13.30 frá Foss- yogskapellu. Gertrud Friðriksson, fyrrverandi prófastsfrú á Húsavík, verður jarð- sungin frá Húsavíkurkirkju í dag, 2. janúar, kl. 14. Bækur Reykjavík - Vaxtarbrodd- ur. Þróun höfuðborgar eftlr Trausta Valsson arkitekt Nýlega er út komin Skipulagssaga Reykjavikursvæðisins eftir Trausta Valsson arkitekt. Ritið ber heitið .Reykjavik - Vaxtarbroddur. - Þróun höfuðborgar. Hér er um að rseða mikið verk. Þetta er fyrsta skipulagssaga höfuðborgar- svæðisins sem skráð hefur verið og kemur nú væntanlega að góðum notum þegar Uúast má við að miklar almennar umrasður séu að hefjast um borgarskipu- lagið. Líta má á rit þetta sem mikilvæga handbók með feiknamiklu upplýsinga- vfni. Trausti skiptir þróunarsögu Reykja- víkur niður í tólf skeið og samkvæmt því fer kaflaskipting bókarinnar. Hverjum kafla fylgir einn eða fleiri stórir opnu- uppdrættir. Tímaskeiðin eru þessi: 1. Landnámsjörðin, 2. Hálfdanskt þorp, 3. Skútu- og tumburhúsabær, 4. Bær við upphaf nýrrar aldar, 5. Bærinn fær svip- mót nútímans, 6. Bær kreppu og síðar hemáms, 7. Reykjavík teygir sig inn að Elliðaám, 8. Tímabil danska skipulags- ins, 9. Starfsemi Þróunarstofnunar, 10. Þróun nágrannabyggðanna, 11. Vinstri flokkar komast til valda, 12. Sjálfstæðis- menn aftur við völd. Lokakaflinn fjallar svo um framtíðarsýn. Bókinni fylgir og ýtarlegur útdráttur á ensku svo að efnið verður vel aðgengi- legt erlendum sérfræðingum og áhuga- mönnum. Bókin Reykjavík - Vaxtarbroddur er 144 bls. í stóru broti. Hún er geysimikið myndskreytt. Gerð myndfilma var hjá Myndamótum, Prentþjónustunni og Listprenti, filmugerð og prentun hjá Prentstofu G. Benediktssonar og bók- band hjá Bókfelli hf. Tímarit Hár & fegurð Fyrir jólin kom út nýtt tölublað af tímarit- inu Hár & fegurð, 3. tbl. 6. árg. Blaðið er með fjölbreyttu efni að vanda og ber þar fyrst að nefna að tímaritið stóð fyrir stærstu hárgreiðslukeppni sem haldin hef- ur verið hér á landi, þar sem keppt var um forsíðu tímaritsins. Verðlaunin hlaut Karl K. Kooper en þau voru ferð á World Hairdress Congress sem er stærsta hár- greiðslusýning sem haldin er í heiminum. Verðlaunin eru studd af Flugleiðum og ferðaskrifstofunni Úrval. Fjallað er lítil- lega um heimsmeistaramótið í Verona á Ítalíu, en þar var frumraun íslensku lands- liðanna í heimsmeistarakeppni. Fréttaefni er frá Hár & tíska unga fólksins 1986, sem haldin var í unglingaskemmtistaðnum Topp 10. Tímaritið Hár & fegurð stóð fyr- ir fyrstu frístæl keppni í hárgreiðslu sem haldin var á Akureyri, en þar sigraði yngsti keppandinn, Inga Lóa Birgisdóttir. Guðni Gunnarsson sér um heilsuhornið. Ymislegt Jólatréskemmtun Þróttar verður haldin í Glæsibæ kl. 15 sunnudag- inn 4. janúar. Jólasveinar mæta á staðinn og boðið verður upp á ýmis skemmtiat- riði. Allir eru velkomnir. SÍNE fundar með Finni Ing- ólfssyni Samband íslenskra námsmanna erlendis heldur fund með Finni Ingólfssyni laugar- daginn 3. janúar 1987 kl. 15 í Félagsstofn- un stúdenta. Umræðuefnið verður ný drög að frumvarpi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Finnur mun skýra afstöðu sína og Framsóknar- flokksins til frumvarpsdraganna. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á fundinn. Forseti Hæstaréttar íslands kjörinn Magnús Thoroddsen hæstaréttardómari hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar Islands frá 1. janúar 1987 til tveggja ára og Halldór Þorbjömsson hæstaréttardóm- ari varaforseti til sama tíma. Tapað-fundiö Gleraugu týndust 4 aðfangadag töpuðust gleraugu í dökk- brúnu hörðu hulstri. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 12124. I gærkvöldi Þórfiildur Pálmadóttir nemi: „Margir eftir að hneykslast' ‘ Á gamlárskvöld byrjaði ég kvöldið með að riíja upp atburði líðandi árs með þvi að horfa á annálinn í sjón- varpinu. Það var afar fróðlegt að horfa á þarrn þátt þar sem ég var ekki á landinu nema hálft árið. Ekk- ert var varið í brennuna sem kom þar á eftir frekar en fyrri daginn, heldur finnst mér að Billy Smart eða eitthvað í þeim dúr ætti að vera á dagskránni. Ég man að sem krakki beið maður með eftirvæntingu eftir sirkusnum. Kaldhæðnislegur húmor var að vanda í áramótaskaupinu eins og íslendingum einum er lagið. Mér fannst það einum of gróft með Hjálparstofnunina. En það er eins og oft áður með skaupið, það verður Þórhildur Pálmadóttir. mun betra því oftar sem horft er á það. Ég efast ekki um að margir eigi eftir að hneykslast á íslenska leikrit- inu sem sýnt var í gærkvöldi enda bauð það upp á slíkt. í byrjun virtist enginn botn vera í leikritinu en þeg- ar upp var staðið kom í ljós að það innhélt boðskap. Uppriijun þáttanna Á líðandi stund var ansi skemmti- legt, þetta hljóta að hafa verið nokkuð góðir þættir, allavega virtist húmorinn eiga þar upp á pallborðið. Útvarpið hlustaði ég lítið á þessa tvo daga, það var þá helst að Bylgj- an væri í gangi. Bylgjan og rás 2 finnst mér keimlíkar, heyri varla mun þar á. Landsvirkjun sagði nei við Steingnm og hækkar um 7,5% Stjóm Landsvirkjunar hafnaði á þriðjudaginn skriflegri bón Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra um að hækka ekki heildsöluverð raf- magns um meira en 4%. Verðið hækkar um 7,5% og segir stjómin að vegna gengissigs krónunnar síðustu þrjár vikur desember hefði verðið þurft að hækka um 8,4%. Áætlað er að 225 milljóna króna halli verði á rekstri Landsvirkunar á árinu og greiðslu- halli 140 milljónir króna. Rafmagnsverð frá Rafinagnsveitum ríkisins hækkar um 7% og frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur um 5% svo að smásöluverð hækkar innan settra marka kjarasamninganna. Hins vegar hækkar orkuverð Hitaveitu Reykja- víkur um 15%. Upphafiega var lögð fram áætlun um 35% hækkun, síðan um 25%, þar næst um 17-18% og loks þessi 15%. -HERB Sjukraliðar i Keflavík sömdu Samningar tókust í deilu sjúkraliða og stjómar sjúkrahússins í Keflavík á þriðjudagskvöld. Sjúkraliðar fa þriggja launaflokka hækkun. Hækk- unin kemur til framkvæmda fyrsta febrúar en þá hækka sjúkraliðamir um tvo launaflokka en fyrsta septemb- er verður hækkun um einn launa- flokk. Einnig munu sjúkraliðar með þessum samningum fylgja öðrum starfsmönnum sjúkrahússins. En eins og málum var háttað fengu hjúkmna- rfræðingar og ljósmæður í Keflavík yfirborgun í fyrra en sjúkraliðar ekki. Ef ekki hefði komið til samninga hefðu sjúkraliðar gengið út á mið- nætti á gamlárskvöld, en áður var búið að gera þeim tvö tilboð sem þeim fannst lítið til koma. - GKr Útsölustaðir athugið! völvu-V IK A N er ennþá til á afgreiðslu. Látið vita ef ykkur vantar blöð. Gleðilegt nýár! VIKAN -afgreiðsla, Þverholti 11, sími 27022. Opið til kl. 20 í kvöld og kl. 9-14 laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.