Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Blaðsíða 32
36
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði . . .
Tatum O'Neal
hélt til San Francisco með skap-
manninum, eiginnmanninum
John McEnroe til að láta líta á
brotinn ökkla. John benti lækn-
inum á að varasamt væri að taka
röntgenmyndir af konu hans þar
sem þau halda að hún sé þung-
uð. „Við erum ekki alveg viss,"
varð honum að orði, en allur er
varinn góður. Tatum segir John
vera besta föður I heimi og þau
óski þessa að það verði dóttir i
þetta sinn. En það er nægur tími
enn þar sem þau ætla að eiga
sex börn í komandi framtíð.
Elizabeth Taylor
hefur orðið að athlægi hjá fram-
leiðendum vestur í Hollywood.
Konutetrið átti að fá hlutverk
eldri konu sem fellur samtimis
fyrir tveimur mönnum sem eru
yngri að árum en hún. Elizabeth
leist Ijómandi vel á þetta tilboð
(sagt var að Joan Collins hefði
veriö græn af öfund þegar hún
heyrði fréttirnar). Beta vildi fá
að velja mótleikarana sjálf og
eftir aldeilis engan umhugsun-
arfrest tilkynnti hún valið, Mel
Gibson og Tom Cruies. Fram-
leiðendurnir máttu varla mæla
fyrir hlátri og stólarnir fóru á
hreyfingu. Lizu var sagt á kurt-
eislegan hátt að mótleikararnir
mættu vera ungir en lambakjöt-
ið væri of nýtt fyrir- hana. Hún
þarf því aó útbúa nýjan óska-
lista.
K
Richard Gere
er ekki við eina fjölina felldur.
Hann er sagður í slagtogi við
leikonuna Diönu Keaton á sama
tíma og hann hefur sést mikið
í för með leikonunni Susönu
Saradon. Samband Richards og
Diönu hefur verið eitt laumuspil
þar til leikkonan kom upp um
þau á klaufalegan hátt. Fyrrver-
andi kærasti hennar, Woody
Allen, vill nefnilega fá hana í
hlutverk í nýjustu myndinni
sinni en hún leggur alla per-
sónutöfrana á borð til að hann
fái Richard í hlutverk mótleikar-
ans þar sem hún er þeirrar
skoðunar að maðurinn sé hrein-
lega sniðinn fyrir þessa rullu.
Woody þrjóskast við en spá-
menn segja að skapfestan hverfi
þegar persónutöfrarnir ná fram
að ganga.
Það var vissara að gá á miðann þegar tölurnar voru lesnar upp í happdraettinu, það var aldrei að vita nema heppnin væri á næsta leiti.
DV-myndir Brynjar Gauti
Jólaskapið réð ríkjum
á jólatrésskemintun DV
Árleg jólatrésskemmtun Frjálsrar
fjölmiðlunar var haldin síðastliðinn
laugardag. Þar var margt um mann-
inn og ríkti mikil kátína eins og
venja er á slíkum skemmtunum. Þar
voru börn á öllum aldri mætt til leiks
og jólaskapið tók völdin. Farið var
í leiki, sungið af hjartans lyst, spurn-
ingakeppni háð og hringsnúist í
kringum jólatréð undir ötulli stjórn
dúettsins Cosa Nostra og voru þau
Ólöf og Máni með Adam og synina
alveg á hreinu.
Jólasveinarnir mættu við mikinn
fögnuð viðstaddra en ekki vildu allir
koma of nærri Sveinka. Mikil spenna
og fjör náðist þegar spurningakeppn-
in fór fram og þegar upp var staðið
voru sigurvegarar af báðum kynjum
svona á tímum jafnréttis, eftir harða
keppni. Pils og buxnaskálmar sveifl-
uðust þegar dans var stiginn af
miklum krafti í kringum jólatréð og
þar tóku margir sín fyrstu spor á
, dansvellinum. Dregið var í happ-
drættinu og brosið náði út að eyrum
hjá mörgu smáfólkinu þegar númer-
in voru lesin upp enda veglegir
vinningar í boði.
Myndirnar segja sína sögu og ör-
uggt er að minningin lifir lengi í
litlum hjörtum.
Þær stöllur bættu á súkkulaði- og gosdrykkjaforðann en augljóst er að ein-
hver tók pelann fram yfir öll sætindi.
Heppinn herramaður tekur við vinningi i happdrættinu úr höndum Páls
Stefánssonar þegar vinningarnir voru dregnir út.
Blaðberarnir kunnu tökin á að hringsnúast í kringum jólatréð á jólafögnuði
blaðbera.
Hann setti bara upp svip, þessi ungi herra, þegar Ijósmyndarinn mundaði
myndavélina en litla daman lét sér fátt um finnast og sötraöi gosið sitt í
mestu makindum.