Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Page 1
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987. 19 Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahus - Myndbönd o. fl. Dreifar af dagsláttu í Norræna húsinu og í félagsheimili Ölfusinga Ef þú vilt dansa Ártún, sími 685090. Gömlu dansarnir föstudagskvöld, þorra- blót fyrir almenning á laugardagskvöld, gömlu og nýju dansarnir. Hljómsveitin Danssporið leikur bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Fats Domino og hljómsveit hans kemur fram föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Evrópa v/Borgartún Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Glæsibær við/ Álfheima, Reykjavik, sími 685660 Hljómsveitin Kýprus leikur fyrir dansi í kvöld og annað kvöld. Ölver opið alla daga vikunnar. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík, Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyir gömlu dönsunum á sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tiskusýning öll fimmtu- dagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavík, simi 20221 Laddi og fjélagar. Skemmtidagskrá á föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Dúett André Bach- mann og Guðmundar Þ. Guðmundssonar leikur á Mímisbar Kreml við/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Opið föstudags-, Iaugardags- og sunnu- dagskvöld. Leikhúskjallarinn v/Hverfisgötu, Reykjavík, sími 19636 Dansleikur á föstdags- og laugardags- kvöld. Sigtún v/Suðurlandsbraut, Reykjavík, sími 685733 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Roxzy, við Skúlagötu Diskótek föstudagskvöld og laugardags- kvöld. Upp og niður, Laugavegi 116, Reykjavik, simi 10312 Opið alla daga vikunnar, lifandi tónlist. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavík, simi 23333 Þórskabarett föstudags- og laugardags- kvöld AKUREYRI H-100 Diskótek á öllum hæðum hússins föstu- dags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Akureyringar munu mæta til liðs við Reykvíkinga og Hvergerðinga um helgina og flytja þeim Dreifar af dagsláttu en dagskráin var sýnd seint á nýliðnu ári við góðar undir- tektir heimamanna. Fyrri sýningar verða í Norræna húsinu á morgun, laugardag, kl. 14.00 og kl. 17.00 en á sunnudag flytja norðanmenn sig í Hveragerði, í félagsheimili Ölfus- inga, og sýna þar kl. 15.00. Sýningin er sett saman í tilefni 70 ára afmælis Kristjáns frá Djúpa- læk síðastliðið sumar. Titillinn er Fats Domino, hin skæra rokk- stjarna, mun helja upp raust sína á íslandi að nýju í Broadway um helgina og skemmta fólki í kvöld, laugardagskvöld, og sunnudags- kvöld. Að því búnu heldur hann norður í land, nánar tiltekið til Akureyrar þar sem hann skemmtir í Sjallanum annan, þriðja og fjórða febrúar. Er hann kemur til Reykja- víkur leggur hann lykkju á leið sína og skemmtir í Stapanum, Keflavík, næstkomandi föstudags- kvöld og lýkur síðan skemmtan sinni í Broadway á laugardag og sunnudag eftir rúma viku. sóttur í heiti nýjustu bókar hans, Dreifar af dagsláttu. Ævi og verk- um hans eru gerð góð skil, sungin, leikin og lesin ljóð. Til gamans má geta þess að á sýningu þessari eru allir með alpahúfur því eins og kunnugt er gengur Kristján ævin- lega með slíka húfu. Til stóð að sýna Dreifar af dag- sláttu um miðjan desember á síðasta ári en vegna ófærðar varð að fresta sýninguni. En nú, eins og fyrr segir, gefst Sunnlendingum kostur á að sjá þessa sýningu. Fats Domino kom sem kunnugt er til íslands í apríl í fyrra og sló hér heldur betur í gegn. Uppselt var á alla tónleika hans og komust færri að en vildu. Haft er eftir nokkrum mætum mönnum, sem sóttu sýningu þessa, að betri skemmtan væri varla hægt að fá. Eftir þá tónleika lofaði Fats lands- mönnum að koma til landsins að nýju og við það stóð hann. Fats Domino mun sumsé skemmta hér á landi í rúma viku ásamt hljómsveit sinni frá New Orleans. Kristján frá Djúpalæk meðal þeirra sem gera Dreifum af dagsláttu skil fyrir sunnan. Fats Domino mun skemmta hér á landi ásamt hljómsveit sinni frá New Orleans i rúma viku. Fats Dornino vermir landanum að nýju „Hvers vegna spuröi Karítas?" í tengslum við sýninguna að Hallveigarstöðum, Konur í list kvenna. í tilefni 80 ára afmælis Kvenréttindafélags íslands, verður opinn ræðustóll á morgun, laugar- dag, kl. 15.00 um efnið Hvers vegna spurði Karítas? og mun hún sjálf, það er að segja Karítas Gunnars- dóttir hjá sjónvarpinu, verða málshefjandi en auk hennar taka til máls nokkrar þeirra stjórn- málakvenna er hún spurði í sjón- varpsþættinum í takt við tímann nú fyrir skemmstu og eru allir vel- komnir að hlusta á umræður þessara kvenna og taka þátt ef vill. Myndlistarsýningin stendur enn yfir og lýkur henni sunnudaginn 8. febrúar. Hún er öðrum þræði sölusýning og verður opin frá 14.00 til 22.00 um helgar en frá 16.00 til 20.00 virka daga. Söngferill Andreas Schmidt hefur verið glæstur þrátt fyrir ungan aldur. Ljóðatónleikar í Gamla bíói: Stórsöngvarinn Andreas íslendingum gefst kostur á að sjá og heyra í hinum heimsþekkta ba- rítónsöngvara Andreas Schmidt frá Vestur-Þýskalandi, er hann syngur ljóðasöngva eftir Mozart, Beetho- ven og Schumann við píanóundir- leik Thomas Palm á mánudags- kvöld klukkan 20.30. Það er mikill viðburður að Andreas Schmidt skuli syngja á íslandi, en hann er nú svo eftirsóttur að óperuhús og tónleikahús út um allan heim keppast um að fá hann til að syngja. Andreas er aðeins 26 ára gamall og hefur hlotið skjótan frama. Hann hlaut fyrstu verðlaun í tveimur stærstu söngvakeppnum Þýskalands árið 1982. í framhaldi Schmidt af því var honum boðinn árs styrk- ur hjá óperunni í Berlín og síðan starfssamningur og hefur hann komið fram í mörgum aðalhlut- verkum þar. í desember síðastliðn- um söng hann hlutverk Wollframs í Tannháuser eftir Wagner og var það einn stærsti söngsigur hans til þessa. Andreas Schmidt hefur áður heimsótt ísland og er mikill aðdá- andi lands og þóðar. Það má telja til tíðinda að fyrsta sjónvarpspró- gramm sem hann gerði var hjá íslenska sjónvarpinu árið 1982. Aðgöngumiðar kosta 400 krónur og eru til sölu hjá ístóni við Freyju- götu. Einnig hjá í íslensku ópe- runni við innganginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.