Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987. í húsasundum Útlönd Formaður Sinn Fein flokksins kveðst ekki vera á móti ofbeldi gegn lögregiu, hermönnum, stjómmálamönnum og dómurum. Ofbeldinu hefur þó einnig verið beint gegn óbreyttum borgur- um og á myndinni má sjá rústir veitingastaðar þar sem sprengju hafði verið komið fyrir. Við sprenginguna fómst fimm manns og þrjátiu og sjö slösuðust. Liðsmenn írska lýðveldishersins fylgja félaga sínum til grafar. Hann var einn af tíu föngum sem létust eftir hungurverkfall sumarið 1981. Atkvæðasmölun Styður ofbeldi Adams hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við ofbeldi gegn lög- reglu, hermönnum, dómurum og stjómmálamönnum. Kveðst hann heldur verja IRA en steíhu þessara tveggja flokka. Norður-írland, þar sem tvö þúsund og fimm hundruð manns hafa látið lífið síðustu sautján árin vegna ágreinings mótmælenda og kaþó- likka, hefur ekki verið aðalhitamálið í kosningabaráttunni en hún hefur mest snúist um slæmar horfur í efna- hagsmálum. Fitzgerald forsætisráðherra minntist þó um daginn á það ráð- gjafahlutverk sem yfirvöld í Dublin hafa varðandi daglegan rekstur þessa „stormasama“ héraðs sam- kvæmt samningi við Breta. Sagði hann allt hafa gengið ágætlega vegna þess trausts sem ríkti milli yfirvalda í London og Dublin. Fitz- gerald sakaði einnig IRA og Sinn Fein um að vera á góðri leið með að koma til leiðar sams konar harm- leik eins og ætti sér stað í Líbanon „með óskammfeilnum lygum sínum og þrotlausum hryðjuverkum". Blóðugar erjur I kosningunum árið 1981 hlaut Sinn Fein tvö þingsæti en þau voru aldrei nýtt samkvæmt þeirri stefnu er þá ríkti í flokknum. Tíu írskir fangar höfðu um þær mundir látið lífið eftir hungurverkfall en þeir voru að reyna að fá sig viðurkennda sem samviskufanga. Adams minnist þess að fjöldi fólks hafi greitt at- kvæði með flokknum af mannúðar- ástæðum. Þegar kosningar fara fram að þessu sinni eiga sér stað blóðugar erjur innan írska þjóðfrelsishersins (INLA), öfgahóps er klauf sig frá IRA á áttunda áratugnum. Meðal þeirra fimm sem slátrað hefur verið að undanfömu var Mary, eiginkona Dominic Mcglincheys, leiðtoga INLA. Var hún skotin á heimili sínu þar sem hún var að baða böm þeirra hjóna. Gerry Adams tekur aistöðu gegn þessum stríðandi öflum innan INIjA og dregur þá ályktun að þau geri málstað lýðveldissinna ekkert gagn nema síður sé. Eina leiðin fyrir Gerry Adams, formann Sinn Fein flokksins á Ir- landi, til að ná til kjósenda er að knýja að dyrum í úthverfum borg- anna. Talsmönnum Sinn Fein hefur verið bannað að koma fram í ríkisútvarpi og sjónvarpi vegna þess að flokkur- inn er stjómmálavængur hins ólöglega írska lýðveldishers (IRA), er berst fyrir sjálfstæði Norður- Irlands. Fréttamenn og mannréttindasam- tök hófu nýlega herferð gegn banninu. Forsætisráðherra landsins, Garret Fitzgerald, svaraði með því að framlengja það um eitt ár. Þetta er í fyrsta skipti sem Sinn Fein reynir að komast inn á þing og em frambjóðendur flokksins tutt- ugu og sjö talsins. Þar sem Gerry Adams gengur milli hýsaþyrping- anna er hann ekki lengi að játa að bannið sé mjög óhagstætt fyrir flokkinn. „Á öld fjölmiðlanna þurfa allir flokkar á þeim að halda. Bann- ið er eingöngu sett vegna þess að það gagnar kerfinu," segir hann. Sigur Adams Sinn Fein hefur aflað sér stuðnings þeirra sem komið hafa til ráðlegg- ingamiðstöðva þar sem meðal annars er hægt að spyija hvemig laga á þakið heima. Það var reyndar ekki fyrr en í nóvember sem flokkur- inn tók upp ríkjandi stefiiu í stjóm- málum á Irland þegar ákveðið var að nýta þau þingsæti er hann kynni að fá í kosningunum sem fara fram þann 17. febrúar næstkomandi. Und- anfarin 65 ár hefur þeirri stefiiu verið hafhað í flokknum og var það meiri háttar sigur fyrir Gerry Ádams og stuðningsmenn hans þegar þeir fengu vilja sínum framgengt þótt ekki munaði miklu við atkvæða- greiðsluna. Gerry Adams gerir sér ljóst að þessi róttæki flokkur hans muni ekki komast til valda eftir kosningamar. „Ég verð ekki óánægður þó að við hljótum engin sæti í þetta skipti. Næstu kosningar verða þolraunin," segir hann. Samkvæmt skoðana- könnunum hljóta Fine Gael, flokkur forsætisráðherrans, og stjómarand- stöðuflokkurinn, Fianna Fail, meiri- hluta atkvæða. *..» ll'Al Sinn Fein bannað að koma fram í sjónvarpi Gerry Adams, formaður Sinn Fein flokksins á írlandi, við atkvæðasmölun i einu af úthverfum Dublinar. - Sima- mynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.