Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987. Neytendur 13 Leikföng geta Irfshættuleg verið Oft vill verða misbrestur á því að fyllsta öryggis sé gætt í leikfangagerð. Leikföng geta verið hinar háskale- gustu slysagildrur, bömin freistast til að láta upp í sig alls kyns smáhluti sem geta fest í öndunarvegi og odd- hvassir hlutir geta stungist upp í augu. Framleiðendur svífast einskis til að selja sína vöru og merkja hana þá oft á skrumkenndan hátt, með áletrunum sem hafa litla sem enga þýðingu. Samkvæmt bandan'sku blaði, sem ijallaði nýverið um þessi mál, er t.d. áletrunin “non toxic“ stórvarasöm og beinlínis villandi. Svo dæmi séu nefhd þá fást eftirlíkingar af ávöxtum og Tuskubrúður eru oft eldfimar. grænmeti úr plasti. Þetta em litlir hlutir og lokkandi. Þeir em merktir “non toxic“ en geta kæft börn sem gleypa þá. Hér á eftir fara nokkur hollráð sem hafa ber í huga ef vemda á ungviðið fyrir slysum. Hafa skal auga með leikjum bama, sérstaklega ef einhver gmnur leikur á að leikföng þeirra séu hættuleg. Ekki kaupa leikföng vegna þess að þér þyki það sniðugt, leikföng em oft skreytt til að ganga í augu fullorð- inna. Þessar skreytingar em oft hættulegar. Gefðu gaum að ávölum leikföngum, Eftirlíkingar af vopnum eru oft lítið skárri en fyrirmyndirnar. stómm mjúkum boltum. Varastu hvöss hom. Utskýrðu vel fyrir baminu hvernig á að meðhöndla leikföng. I bamaboðum skaltu gæta sérstak- lega vel að því að blöðrur og annað slíkt geta orsakað hamileiki ef þær em gleyptar. Ætla mætti að það sé aðeins ódýrt smádót óþekktra framleiðenda sem sé hættulegt. Svo er þó ekki, margir virt- ir framleiðendur, s.s. Fisher Price, Johnson og Johnson og Mattel fram- leiða hættuleg leikföng. Dýr leikföng geta því verið hættuleg engu að síður en ódýr. -PLP Oft leynist flagð undir fögru skinni. undir mjúku yfirborði leynist gjarnan stinn stálgrind sem getur stungist illi- lega I börnin. ISAFJORÐUR EGILSSTAÐIR AKUREYRI VIKJUM EKKI AF RÉITRI LEHD Þorsteinn Pálsson í upphafi kosningabaráttunnar ÍSAFIRÐI á Hótel (safirði laugard. 14. feb. kl. 13.30. EGILSSTÖÐUM í Valaskjálf föstud. 20. feb. kl. 20.30. AKUREYRI laugard. 21. feb. kl. 16.00. Fundarstaður auglýstur síðar. ÍSAFIRÐI á Hótel ísafirði laugardaginn 14. febrúar kl. 13.30. Sjálfstæðisflokkurinn nærárangrí Tilkynning til sö I uskattsgre iðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Starf fuiltrúa á skrifstofu borgarlæknis Starf háskólamenntaðs fulltrúa á skrifstofu borgar- læknis er laust til umsóknar. Starfið felst í skýrslugerð um heilbrigðismál, tölvu- vinnslu upplýsinga, gerð rekstraráætlana og rann- sókna á sviði heilsuhagfræði. Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskiptafræði/hagfræðimenntun. laun samkv. kjarasamningi starfsmanna Reykjavíkur- borgar. Upplýsingar veitir borgarlæknir í síma 22400. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðingarsjóð er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1987 nemur 2.918.000 krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykja- vík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. mars nk. Reykjavík 10. febrúar 1987 Stjórn þýðingarsjóðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.