Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987.
Stjómmál
Köpuiyrði um ágreiningsmál
vericalýðsleiðtoga út í hött
segir Kawel Pálmason
„Samþykktin sýnir að köpuryrði á
pólitískum vettvangi um ágreinings-
mál verkalýðsleiðtoga á Vestfjörðum
eru út í hött,“ sagði Karvel Pálmason,
alþingismaður og formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Bolungarvík-
ur.
Samskiptaörðugleikar hafa verið á
milli verkalýðsleiðtoga íyrir vestan.
Bréf sem verkalýðsfélagið í Bolungar-
vík sendi til Alþýðusambands Vest-
fjarða og aðildarfélaga þess hefur
valdið úlfúð.
Samþykktin, sem Karvel vísar til og
óskar að verði birt, var gerð i stjóm
Alþýðusambands Vestfjarða síðastlið-
inn sunnudag. Segir Karvel að hún
hafi verið samþykkt samhljóða eftir
ítarlegar umræður um ágreiningsmál-
in. Hún hljóðar svo:
„Stjóm sambandsins ræddi ítarlega
samstarf og samskipti innan ASV,
hvemig efla megi og auka enn frekar
þann árangur sem stjómin er sammála
um að hafi náðst í gegnum árin og
verið varanlegur í hagsmuna- og
kjaramálum verkafólks á Vestfjörð-
um.
Stjómin er sammála um að með
meira og nánara samstarfi félaganna
og nýbreytni í starfi sé hægt að ná
frekari árangri. Er forseta og varafor-
seta falið að leita eftir tillögum aðild-
arfélaganna með þetta í huga.“
-KMU
Karvel Pálsson
Stuðnmgsmenn Stefáns í kaffi.
Stuðningsmenn í tíu dropum
Jón G. Haúkssom, DV, Akuieyii
Stuðningsmenn Stefáns Valgeirs-
sonar opnuðu kosningaskrifstofu við
Glerárgötu 20 á Akureyri á dögun-
um. Margt var um manninn við
opnunina, tíu droparnir vom í boll-
um, brauð á borðum og menn ræddu
kosningabaráttuna framundan.
Kempan sjálf var að sjálfsögðu mætt
ásamt öðrum efstu mönnum listans.
Vantraustið á
Sverri á mánudag
Frumvarp framsóknarmannanna
Ingvars Gíslasonar og Guðmundar
Bjamasonar, alþýðubandalagsmanns-
ins Steingríms J. Sigfússonar og
kvennalistakonunnar Kristínar
Halldórsdóttur um skipan rannsókn-
amefhdar utanþingsmanna í Sturlu-
málinu, deilu menntamálaráðherra
við fræðsluyftrvöld í Norðurlandsum-
dæmi eystra, verður líklega tekið til
umræðu á Alþingi á mánudag.
Málið var á dagskrá neðri deildar í
gær en var ekki tekið fyrir.
Sjálfstæðismenn líta á frumvarpið
sem vantrauststillögu á menntamála-
ráðherra og hafa boðað frávísunartil-
lögu. Bíða menn spenntir eftir
atkvæðagreiðslu um frávísunartillög-
una.
-KMU
Sektir teknar upp
fyrir að spenna
ekki bílbeltin
- og bílnúmerakerfinu breytt
Þeir ökumenn og framsætisfarþegar
sem ekki aka með bílbeltin spennt
verða sektaðir hljóti umferðarlaga-
frumvarp samþykki Alþingis.
I umræðum um umferðarlögin í efri
deild Alþingis í gær lýsti Jón Kristj-
ánsson, formaður þingnefhdar þeirrar
sem fjallaði um frumvarpið, því yfir
að samþykkt þess þýddi að undan-
þáguákvæði um viðurlög við að nota
ekki bílbeltin féllu niður.
Jón upplýsti ennfremur að samþykkt
frumvarpsins þýddi að gamla bílnúm-
erakerfið yrði lagt niður, hætt yrði að
umdæmisskrá bíla en landið yrði eitt
skráningarumdæmi.
Þá kom fram í máli þingmannsins
að þingnefhdin væri að undirbúa til-
lögur að reglum um svokölluð fjórhjól.
-KMU
í dag mælir Dagfari
Við kjosum ekki
Þá hafa Súgfirðingar ákveðið að
láta til skarar skríða gegn þing-
mönnum Vestfjarða. Aðgerðimar.
sém framundan eru, em á þá lund
að nú skuli ekki kjósa. Undirskrift-
arlistar ganga um þorpið hvar menn
eiga að rita nafn sitt undir heit-
strengingu þess efnis að eigi skuli
koma á kjörstað þá næst skal kjósa
til Alþingis. Hreppstjóri þeirra Súg-
firðinga breiddi úr sér á baksíðu DV
í gær og var hinn versti. Hér verður
ekkert kosið fyrr en þingmenn okkar
hafa tekið sig á. Og hver er svo
ástæðan fyrir reiði þeirra þorpsbúa?
Jú, hún er sú að það hefur láðst að
malbika 9 kílómetra vegarspotta sem
liggur inn í þorpið. Afleiðingin er sú
að Volvoamir og Range Roverarnir
þeiira þorpsbúa em að hristast í
sundur á grjóthnullungum sem
vegagerðinni varð á að setja þar
niður fyrir nokkrum árum en
gleymdi svo framhaldinu. Þetta hef-
ur valdið hreppstjóranum og öðrum
þorpsbúum slíku hugarangri að nú
skulu þingmennimir fá að finna til
tevatnsins. Sem sagt stræka á kjör-
degi og láta þessa asskota eins og
Matta Bjama og hann Karvel far
vel finna það að Súgfirðingar mæla
sína þingmenn í kílómetrum vega.
Einkum er spjótum.beint að Matta
þar sem hann er nú einu sinni sam-
gönguráðherra og það er hart að
eiga ráðherra samgöngumála sem
ekki getur beitt sér fyrir því að mal-
biki sé slett á nokkra kílómetra svo
kjósendur eigi greiðari brottfor úr
þorpinu þegar þeir ákveða að flytja
á mölina fyrir sunnan. Auðvitað
verður að steypa fyrir þá flótta-
mannaveginn og helst að leggja þar
rauðan dregil á kostnað alþjóðar svo
lúxuskerrumar verði ekki alltof
skítugar þegar komið er í hlað fyrir-
heitna landsins. Það er svo sannar-
lega skaði fyrir Súgfirðinga að
Steingrímur skrifaði sig aldrei bú-
settan þar áður en hann lagði á
flótta á Reykjanesið. Sá hefði nú
ekki verið í vandræðum með að hella
sjóðheitu malbiki á nokkra kíló-
metra til að hafa atkvæðin ánægð.
En nú er sem sagt skarð fyrir skildi
og ekkert á Ólaf Þórðarson að
treysta í malbikunarmálum frekar
en öðrum málum.
En auðvitað er þetta framtak
hreppstjórans fyrir vestan og sveit-
unga hans til fyrirmyndar. Hvað ef
við hér í Reykjavík tækjum jafnein-
arða afstöðu. Það vantar malbik hér
og þar í borginni og auðvitað gjör-
samlega út í hött að ljá þingmönnum
atkvæði meðan ekki hefur verið úr
þvi bætt. Auk þess er ekki losað
nógu oft úr ruslatunnum hér og þar
í borginni og engin ástæða til að
mæta á kjörstað nema Albert bæti
úr því. Og sama gildir um öll kjör-
nema...
dæmi landsins. Við bara komum
ekki nema þið, þessir sem hafa
ákveðið að bjóða ykkur fram til
þings, komið heim og þvoið þvottinn
fyrir mig og frúna, strauið og setjið
inn á skáp. Til hvers haldið þið eigin-
lega að þið séuð kosnir á þing? Til
að setja þjóðinni lög? Ó, nei og aftur
nei. Þið eigið að malbika hér og
malbika þar, þvo þvotta og hvaðeina
sem okkur háttvirtum kjósendum
dettur í hug. Þess á milli skuluð þið,
þingmenn góðir, snattast fyrir okkur
í bönkum og lánastofnunum sem þið
hafíð búið til svo okkur megi líða
vel. Embættismennirnir geta sett lög
áfram eins og hingað til en við viljum
fá níu kílómetra hér og þrjá kíló-
metra þar í malbiki og steypu. Okkur
kemur ekkert við hvað vegagerðin
áætlar og segir. Málið er að hér skal
malbika fyrir kosningar og hér skal
byggja flugvöll og hér skal risa
heilsugæslustöð. Ef þið getið ekki
lofafð þessu, skammirnar ykkar, höf-
um við ekkert að gera á kjörstað og
ég skal hundur heita ef ég kýs þig,
kæri þingmaður, nema þú lofir að
fara í einu og öllu eftir þeim kröfum
og óskum sem ég set fram. Ef ég
nenni ekki framúr einhvern morg-
uninn þá vil ég geta treyst því að
þú farir út í búð fyrir mig og kaupir
bindi eða gallabuxur. Og svo má líka
malbika bílastæðið fyrir mig á
kostnað ríkisins, annars mæti ég
ekki á kjörstað.
Dagfari