Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Blaðsíða 5
ea»
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987.
5
Fréttir
Stór skákviðburður á laugardaginn:
Sextán sterkustu skákmenn
landsins tefla í DV-húsinu
Sextán sterkustu skákmenn
land§ins munu etja kappi í veit-
ingasal DV-hússins, Þverholti 11,
á laugardaginn. Skákmótið er
haldið í framhaldi af kjöri manns
ársins 1986 hér á DV en sá heiður
féll sem kunnugt er í skaut íslensku
ólympíuskáksveitinni. Á skákmóti
DV munu allir tefla við alla og
verður umhugsunartími í hverri
skák 7 mínútur á mann: „Þetta
verður mjög sterkt mót, nokkurs
konar upphitun fyrir IBM-mótið
sem hefst á fimmtudaginn í næstu
viku,“ sagði Jón L. Árnason stór-
meistari í samtali við DV.
íslenska ólympíuskáksveitin
mætir að sjálfsögðu til leiks á
DV-mótið en hana skipa sem
kunnugt er þeir Helgi Ólafsson,
Margeir Pétursson, Guðmundur
Sigurjónsson, Jóhann Hjartarson,
Karl Þorsteins og Jón L. Árnason.
Aðrir keppendur verða:
Friðrik Ólafsson stórmeistari.
Sævar Bjarnason og Ingi R. Jó-
hannsson, báðir alþjóðlegir meist-
arar. Hannes Hlífar Stefánsson og
Þröstur Þórhallsson sem gátu sér
gott orð í skólaskákinni í Noregi
um síðustu helgi. Elvar Guðmunds-
son, Benedikt Jónasson, Ásgeir
íslenska ólympíuskáksveitin veitir viðtöku nafnbótinni „Menn ársins 1986“ úr hendi Ellerts B. Schram ritstjóra.
Á myndina vantar Margeir Pétursson en sveitin öll mun taka þátt i DV-mótinu á laugardaginn ásamt flestum
öörum sterkustu skákmönnum þjóðarinnar.
DV-mynd KAE
Þór Árnason, Björgvin Jónsson og Mótsstjórar á DV-mótinu verða Páll Skúlason en Skáksamband ís-
Ingvar Ásmundsson. þeir Ólafur Ásgrímsson og Georg lands sér um almenna mótsstjórn.
Friðrik Olafsson stórmeistari og
skrifstofustjóri Alþingis mun sýna
listir sínar á DV-skákmótinu á
laugardag.
Vegleg peningaverðlaun verða í
boði á DV-mótinu, alls 65 þúsund
krónur og að auki mun DV styrkja
Skáksambandið sérstaklega.
Fyrstu verðlaun eru 25.000 krónur,
önnur verðlaun 18.000 krónur,
þriðju verðlaun 12.000 krónur og
fjórðu verðlaun 10 þúsund krónur.
Allir eru velkomnir að fylgjast
með skákmótinu í DV-húsinu á
laugardaginn klukk-an 14.
-EIR
Ökukennslu og prófdæmingu mjög ábótavant:
Jafhvel helmingur nemendanna fellur
Hjá einstaka ökukennurum féllu
yfir 50% nemenda í fræðilegum próf-
um á árinu 1985. Hjá sumum féllu
yfir 30% í verklegum prófum. í um-
ferðarslysaúttekt sinni undrast Jón
Baldur Þorbjörnsson verkfræðingur
að aldrei hafi verið gripið til svipt-
ingar kennararéttinda og ekki einu
sinni verið áminnt fyrir svo slakan
árangur kennslunnar. DV hefur að
undanförnu birt fréttir úr skýrslu
Jóns Baldurs.
Jón Baldur fjallar ítarlega um öku-
kennsluna og prófdæmingu sem
hvort tveggja reyndist mjög misjafn-
lega af hendi leyst í hinum ýmsu
lögsagnarumdæmum. Vísar verk-
fræðingurinn til ökukennslu annars
staðar á Norðurlöndunum og í Vest-
ur-Þýskalandi. Hann segir endur-
bætur á ökukennslu þar einkum
felast í lágmarks kennslustunda-
Gatnaframkvæmdir Reykjavíkurborgar gagnrýndar:
Skortur á
fagmennsku
við hönnun
gatnanna
„Þegar á heildina er litið bera
gatnaframkvæmdir borgarinnar vott
um skort á fagmennsku við hönnun
og útfærslu gatna,“ segir Jón Baldur
Þorbjömsson bílaverkfræðingur i um-
ferðarslysaúttekt sinni. „Sérstaklega
hefúr hingað til skort á næga yfirsýn
í sambandi við umferðartæknileg efni.
„Annað atriði, sem setur mark sitt
á gatnaframkvæmdir borgarinnar, er
ófullgerðar götur og ófrágengin gatna-
mót,“ segir Jón Baldur ennfremur.
Hann gagnrýnir einnig umferðar-
merkingar við gatnaframkvæmdir,
segir raunar ekkert samræmi í upp-
setningu þeirra og gagnsemi þeirra
mjög takmarkaða.
Verkfræðingurinn gerir tillögur um
nauðsynlegar úrbætur í þessum efh-
um. Meðal annars leggur hann
áherslu á að sérfróður verkfræðingur
í umferðartæknilegum efnum fjalli imi
gatnagerðina og að upplýsingar frá
svonefndum slysabanka verði nýttar
með sjálfvirkri tölvuúrvinnslu. Þannig
verði jafnan brugðist við til úrbóta þar
sem sérstakar hættur komi í ljós.
-HERB
fjölda og aukinni menntun ökukenn-
ara.
Núna gilda engar reglur um lág-
marksfjölda kennslustunda, aðeins
óljós tilmæli dómsmálaráðuneytisins
um um það bil 14 „viðmiðunartíma"
samkvæmt kennsluvottorði. Jón
Baldur leggur til að lágmarkskennsl-
an standi í 20 tíma. Hann bendir á
vandaða kennsluskrá danska dóms-
málaráðunevtisins sem fvrirmvnd að
skipulagi ökukennslunnar hér.
Verkfræðingurinn gerir ráð fyrir
að ökumenn fái fyrst bráðabirgða-
skírteini til tveggja ára. Minnst
fjórum mánuðum síðar fái þeir æf-
ingakennslu við erfiðar aðstæður og
hljóti ekki endanlegt ökuskirteini
eftir tvö ár nema þeir hafi mætt í
slíkar æfingar.
-HERB
LUKKUGETRAUN:
Einu sinni í mánuði drögum við úr nöfnum kaupenda og seljenda um 5 daga ferð til
Hamborgar með ferðaskrifstofunni Sögu.
VERÐUR ÞÚ SÁ HEPPNI í FEBRUAR?
bílatorg IM: I bílatorg
MMC Pajero, langur, árg. 1985,
blásans., ekinn 37.000 km. Verð kr.
850.000,-
Honda Civic S 1.5, árg. 1984, gull-
sans., lallegur bill, ekinn 35.000 km.
Verð kr. 390.000,-
Ford Escort XR3i, árg. 1984, svart-
ur, ekinn 46.000 km. Verð kr.
470.000,-
BÍLATORG
fT'X
JÍLATÖRG
Mercedes Benz 190 E árg. 1983, Toyota Tercel 4x4, árg. 1985, blá- Mercedes Benz 280 SE, árg. 1984,
hvítur, ríkulega útbúinn, ekinn sans., ekinn 38.000 km. Verð kr. Ijósgrænsans., mjög fallegur bill,
490.000,-
70.000 km. Verð kr. 830.000,-
ekinn 72.000 km. Verð kr. 1.450.000,-
Allar gerðir bíla vantar á söluskrá - mikil sala.
Opið laugardaga kl. 10-18.
BÍLATORG
NOATUN 2 - SIMI 621033