Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Blaðsíða 11
1 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987. 11 dv Útlönd ísraelsk réttarhöld vegna stríðsglæpa í ísrael hafa staðið yfir frá því í haust réttarhöld yfir bandarískum bílasala, sala, John Demanjuk, sem sakaður er um að hafa verið fangavörður nasista í einum útrýmingarbúðum þeirra í síðari heimsstyrjöldinni. Eru þetta fyrstu striðsglæparéttarhöldin í ísrael í aldarfjórðung. Bandarisk yfirvöld framseldu Demanjuk að kröfu ísraelsmanna og á grundvelli þess að hann hefði ekki sagt rétt til um fortíð sína þegar hann fékk bandarískan ríkisborgararétt upp úr striöslokum. Demanjuk (66 ára), sem hér á myndinni sést leiddur af tveim ísraelskum fangavörðum í Ramle-fangelsinu í ísrael til réttarhaldanna í Jerúsal- em, segir að hann hafi verið tekinn i misgripum fyrir annan mann. Simamynd Reuter Útfúðmeðal ffanskra kennara Frönsk skólayfirvöld eru með á prjónunum áætlanir um að auka umboð og völd skólastjóra og yfirkennara i grunnskólum til þess að auka afköst og herða aga. Mælist þetta svo illa fyrir meðal kennara að tugir þúsunda þeirra efndu til mótmæla í Paris í gær með kröfugöngum og útifundum. Þeim mun bregða við ef nýju áætlanirnar koma til framkvæmda þvi að fram til þessa hafa franskir skólastjórar í grunnskólum litil afskipti haft af kennslustörfunum og meira verið sem framkvæmdastjórar eða skrifstofustjórar sinna skóla. Stéttar- samtök kennara hafa látið málið mjög til sin taka og líta á áætlanimar sem tilræði við kennarafélögin. Simamynd Reuter Engín venjuleg summa, heldur fýsíleg fúlga, sem allír eru æstír í. Treystír þú þér tíl að vera ekkí með núna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.