Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Qupperneq 2
24 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. Iþróttir UMFN- sigur í lokin - gegn KR, 72-67 Njarðvíkingar fengu að reyna það í leikniuu gegn KR í úrvals- deildinni í köriii um helgina að enginn leikur er unninn fyrir- fi-am, að fyrir sigri verður alltaf eitthvað að hafa, hver svo sem mótherjinn er. Einbeitni og skipulag vantaði í leik þeirra lengst af. Meistarabragurinn sást ekki íyrr en undir lokin, þegar UMFN tókst loks að jafna, ■>> 55, eftir að hafa verið undir allt frá fyrstu tveimur stigunum, mest tíu stig, 19-29. KR-ingar léku af yfirvegun og œtluðu sér svo sannarlega að næla sér í tvö stig sem næstum því gat tryggt þeim sæti í úrslita- keppninni, en það tókst ekki, þrátt fyrir betri stöðu í hálfleik, 35-40. Heimamenn þéttu vörnina og þeir Jóhannes Kristbjömsson, Valur lngimundarson og Teitur Örlygsson tóku á sig rögg í seinni hálfleik, unnu upp forskot KR- inga og gott betur, sem lokatöl- umar 72-67, tx:ra vott um. Guðni Guðnason og Ástþór Ingason reyndu allt hvað af tók að halda KR-ingum á floti, með mjög góð- um leik en við ofurefli .var að etja. Þorsteinn Gunnarsson og Guðmundur Jóltannsson höfðu hins vegar verið kræfastir KR- inga í fyrri hálfleik. Njarðvík hefúr með sigrinum svo til tryggt sér deildarmeist- aratitilinn í ár. en þeir eiga ýmisleg verkefni fyrir höndum, svo sem bikarleikinn gegn Kefla- vík á þriðjudaginn og þar dugir ekkert kæmleysi ef íiðið ætíar loks að lireppa langþráðan bik- ar, sem þá vantar eenn í verð- launasafn sitt. Stig UMFN: Valur 22, Jóhannes 14, Helgi 10, Kristinn 8, fsak 6, Teitur 6, Hreiðar 4 og Árni 2. Stig KR: Guðni 24, Ástþór16, Guð- mundur 14, Þorsteinn 8 og Olafur 5. Dómarar voru Jóhann Dagur Bjömsson og Bergur Steingrímsson og stóðu þeir sig vel. -emmj Evander^ gefur hér Henry Tillman mjög kröftúgt högg á „kjammann" og skömmu síðar lá Tillman í gólfinu í þriðja skiptið í 7. lotu. Hann stóð ekki á fætur aftur. Þeir Holyfield og Tillman áttust við í Bandaríkjunum og var bardagi þeirra úrslitaviðureign í þungavigt unglinga. Holyfield varði því heimsmeistaratitilinn. Símamynd/Reuter Sandro AHobelli bjargaði ítölum - skoraði sigurmarkið gegn Portúgal Ítalía sigraði Portúgal, 1-0, í Lissa- bon á laugardag í Evrópukeppninni í knattspymu. Með sigrinum hafa ítalir tekið forystuna í riðlinum. Það var Alessandro Altobelli sem skorði mark ítala á 40. mínútu með góðu skoti eftir sendingu frá Bergomi. Portúgalir fengu nokkur tækifæri til að skora en tókst ekki að nýta sér þau. Áhorfendur á leiknum voru 30 þúsund. Eins og áður sagði em ítalir efstir í riðlinum með 8 stig eftir fjóra leiki. Svíar koma næstir með 5 stig eftir þrjá leiki. f þriðja sætinu em Portúgal- ir með 2 stig eftir þijá leiki. Svisslend- ingar em í næstneðsta sæti með 1 stig eftir þrjá leiki og Möltubúar reka lest- ina með ekkert stig eftir þrjá leiki. -JKS leikmaður með Fhiladelfia 76ers til hægri og Sidney Green hjá Detroit Pistons í leik liðanna um helgina sem Pistons vann, 125-107. Úrslit í öðrum leikjum urðu þessi: Chicago-NY Knicks, 112-108, Dallas-LA Clippers, 138-107, Milwaaukee-Houston, 116-101, Den- ver-Indiana, 129-113, Utah Jazz-San Antonio, 108-95, Sacramento- Washington, 136-111, Golden State-Atlanta, 103-96, Chicago-Seattle, 106-98, LA Clippers-San Antonio Spurs, 110-96, Fönix Suns-Utah Jazz, 105-98, Boston Portland, 131-116, og LA Lakers-Indiana, 113-108. Símamynd/Reuter Roy Hinson á hér í tíoggi við þá Kurt Nimphius, játj , % v % ^^h^íVr^íl^ítcamaro bifreið Englendingsins Derek Bells, fuðraði upp í kappaksturskeppni í Bandaríkjunum um helgina. Þrátt fyrir að bifreiðin hafi staðið í ljósum logum á augnabliki slapp Bell út úr bifreiðinni, ómeiddur. Símamynd/Reuter Þrír „njósnarar" HSÍ á Ítalíu B-keppnin í handknattleik er framundan á Ítalíu og hefst hún annan þriðjudag. Þar leika sem kunnugt er margar af sterkustu handknattleiksþjóðum heims. Eias og gefúr að skilja er mikilvægt að stjórnendur íslenska landsliðsins fylgist vel með leikjunum á mótínu og nú mun vera ákveðið að þrír menn fari til Ítalíu á vegum Hand- knattleikssambandsins. Þar er að sjálfsögðu Bogdan landsliðsþjálf- ari frerastur í flokki en auk hans munu þeir Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri landsliðsins, og Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, fara til Ítalíu. fela í sér fjölgun liða í deildinni og afnám úrslitakeppninnar. Næsta vetur ætti því að verða meiri spenna í kringum úrvals- deildina en verið hefúr. • Bogdan njósnar á italiu. Fékk Pétur eina milljón? Viðtal sem birtist í DV síðasta mánudag við knattspymumann- inn Pétur Pétursspn hefúr vakið gífurlega athygli. í viðtalinu full- yrti Pétur að hann hafi ekki fengið eina einustu krónu frá KR-ingum er hann skipti úr fA í KR á dögun- um, Þessu eiga margir erfitt með að trúa og lái þeim hver sem vill. Nú hef ég mjög áreiðanlegar heirn- ildir fyrir því að Pótur hafi fengið rúma milljón frá KR-ingum og eru þeasar upplýsingar komnar frá KR-ingi sem starfað hefúr í nokkur ár hjá vesturbæjarliðinu. Breytíngar í körfunni Miklar breytingar munu vera í aðsigi í fyrirkomulagi keppninnar í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á næsta keppnistímabili og finnst mörgum kominn tími til. Núver- andi fyrirkomulag er fyrir löngu orðið úrelt og nánast ekkert varið í mótið fyrr en líða tekur að úr- slitakeppninni þar sem fjögur efstú lið deildarinnar berjast um fs- landsmeistaratitilinn. Fyrirhugað- ar breytingar munu meðal annars •Guðmundur Albertsson - hætt- ur i KR. Ósamkomulag ástæðan? Eins og fram hefur komið í frétt- um er Guðmundur Albertsson hættur að leika með 1. deildar liði KR í handknattleik. Kom þessi ákvörðun hans nokkuð á óvart og þær skýringar sem gefhar hafa verið eru tengdar vinnu Guð- mundar, hann hafi ekki haft tíma fyrir handboltann. Það rétta í þessu máli ku hins vegar vera að þeim Guðmundi og Ólafi Jónssyni, þjálfara KR-inga, hafi ekki samið og staðan í raun verið sú í lokin að annar hvor yrði að lóta sig hverfa úr herbúðum KR-inga. Veltan var um £. 11 Það kostar mikla peninga að reka knattspymudeild svo vit sé í. Forráðamenn knattspymudeild- ar Fram hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera framtakssamir í meira lagi og duglegir. Á síðasta ári var veltan hjá knattspyrnu- deild Fram um éllefú milljónir króna hvort sem menn trúa því eða ekki. Það hefur verið gæfa knatt- spymudeildar Fram í gegnum árin að til starfa fyrir deildina hafa jafnan valist miklir framtaksmenn og sagt hefúr veriö í gríni að þeir væm giftir knattspymudeildinni. Flestir em þeir reyndar ólofaðir enn sem komið er. Margir hafa sýnt áhuga Golfklúbbur Akureyrar gekkst í fyrra fyrir miðnæturmóti í golfi á Akureyri og gekk mótið mjög vel. Nú hefur verið ákveðið að endur- taka leikinn og hafa þeir hjá GA þegar farið af stað með kynningu á mótinu erlendis. Árangurinn er sá, að nú þegar hafa fjölmargir erlendir kylfingar lýst yfir úhuga sínum á mótinu og má búast við fjölmennu og skemmtilegu móti í sumar en það mun fara fram í júní. -MUGGURj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.