Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Side 8
30
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987.
Iþróttir
Knatt-
spymu
punktar..
-1
Barcelona jók forystu sína í
spænsku 1. deildar keppninni í |
knattspyrnu í gær þegar liðið ■
sigraði Real Murcia, 2-0, á I
heimavelli því á sama tíma tap- ■
aði aðalkeppinauturinn, Real *
Madrid, á útivelli fyrir Real I
Mallorca, 1-0, og verða það að ■
teljast mjög óvænt úrslit. I
Eftir 27 umferðir er Barcelona _
efst með 41 stig, Real Madrid 37, |
Espanol 34 og Athletic Bilbao ■
og Osasuna 29 stig. *
Úrslit í öðnun leikjum urðu I
þessi: .
Atletico Madrid-Sevilla..0-2 ■
Sabadell-Athletic Bilbao..0-0 I
Cadiz-Real Valladolid.....1-1
Racing-Espanol............1-3 |
Osasuna-Las Palmas........2-1 ■
Real Betis-Real Zaragoza..0 1 |
HOLLAND
Aðeins tveir leikir fóru fram í
1. deildinni hollensku um helg-
ina. Sparta Rotterdam sigraði
Den Haag, 2-0, og Venlo sigraði
efsta lið deildarinnar Ajax, 3-0,
öllum á óvart og var þetta annar
ósigur Ajax á keppnistímabilinu.
Svo virðist sem Ajax sé að gefa
eftir í toppslagnum í deildinni en
gengi liðsins síðustu vikur hefur
ekki verið til að hrópa húrra fyr-
II.
Staða efstu liða í hollensku
knattspymunni er nú sú að Ajax
er efst með 34 stig, PSV Eind-
hoven 33 stig, Den Bosch 23 stig.
GMKKLAND
Úrslit í Grikklandi um helgina
urðu þessi:
'Apollon-Paok.............2-0
Aris-Larissa..............2-0
Verria-Diagoras...........2-0
Doxa-AEK..................1-1
Ethnikos-Kalamaria........1-0
IraklisPanionios..........1-1
Olympiakos-Panathinaikós.,.2-1
OFI-Yiannina..........3-0.
Eftir 18 umferðir er Olympia-
kos efst með 29 stig, OFI 26 stig,
PAOK 25 stig, Panathinaikos 22
stig, Iraklis 19 stig og Larissa 18
stig.
• Halldór Ingólfsson, Gróttu, sést hér skora eitt þriggja marka sinna gegn Vestur-Þjóðverjum í Digranesi í gær.
DV-mynd Gunnar Sverrisson
Gott hjá strákunum!
þrír íslenskir sigrar í jafhmörgum piltalandsleikjum gegn V-Þjóðverjum
„Ég er mjög ánægður með þessa
þijá leiki og það að strákunum skyldi
takast að vinna stóran sigur í þriðja
leiknum, sem oft vill verða erfiður,
sýnir að mínu mati að ákveðinn
„standard" er kominn í liðið,“ sagði
Geir Hallsteinsson, þjálfari islenska
piltalandsliðsins í handknattleik, sem
vann þijá stóra sigra gegn piltalands-
liði Vestur-Þjóðveija um helgina.
ísland vann fyrsta leik þjóðanna á
föstudagskvöld með 27 mörkum gegn
21 í Laugardalshöll en á laugardag var
leikið í Digranesi og þá sigruðu strák-
amir með 25 mörkum gegn 20.
Þriðji sigurinn aldrei í hættu
íslenska liðið vann síðan þriðja sig-
urinn í gær í Digranesi en þá skoruðu
íslensku piltamir 23 mörk gegn 17
mörkum Vestur-Þjóðverja. Konráð
Olavsson var markahæstur íslensku
strákanna í öllum þremur leikjunum.
Hann skoraði níu mörk í tveimur
fyrstu leikjunum og fimm mörk í gær.
Héðinn Gilsson skoraði íjögur mörk í
gær.
•íslenska piltalandsliðið keppir
sem kunnugt er á Norðurlandamótinu
sem fram fer hér á landi í apríl og
voru leikir þessir um helgina því kær-
kominn undirbúningur fyrir Norður-
landamótið þar sem sigurs er krafist
af íslenska liðinu úr mörgum áttum.
-SK
Einn skemmtilegasti leik-
urinn á Suðumesjum í vetur
- Þegar Keflvíkingar sigruðu Valsmenn í úrvalsdeildinni í körfu, 73-70
■ BELGIA
* Úrslit í belgísku knattspym-
I unni um helgina:
Waregem-Lokeren.......3-1
I Mechelen-RacingJet......2-0
I Gent-Seraing...........2-2
■ Beveren-Kortrijk......2-1
I Anderlecht-Molenbeek....1-1
Cercle Brugge-Charleroi.1-1
| Antverpen-Beerschot.....1-1
■ Berchem-Standard......1-0
■ Arnór Guðjohnsen og félagar
I hans í Anderlecht halda enn
_ efsta sætinu í Belgíu en FC
I Malines er í öðru sæti. Guð-
■ mundurTorfasonogBevereneru
I í þriðja sætinu.
■ -JKS
J
„Það er mjög stutt á milli leikja
þessa daganna, en ég ætla að vona,
að strákamir hafi úthald í þetta allt
saman. Þetta var erfiður leikur hér í
kvöld. Það er svo stóra spumingin
hvað strákamir eiga svo eftir í stór-
leikinn gegn Njarvíkingum í bikam-
um næsta þriðjudag“sagði Gunnar
Þorvarðarson þjálfari Keflvíkinga í
samtali við DV í gærkvöldi, en þá
vom Keflvíkingar nýbúnir að sigra
Valsmenn með 73 stigum gegn 70.
Hins vegar höfðu Valsmenn forystu í
hálfleik 33-40. Þetta var einn besti
leikurinn í Keflavík í vetur.
Valsmenn höfðu yfirhöndina í
fyrri hálfleik
Valsmenn byrjuðu leikinn mjög vel
og náðu fljótlega góðri forystu 12-2
og síðan 14-4. Þessi munur hélst á
milli liðanna það sem eftir lifði hálf-
leiksins. Valsmenn sýndu oft á tíðum
ágætis körfuknattleik, á meðan hlut-
imir gengu að sama skapi ekki eins
vel upp hjá Keflvíkingum. En það átti
eftir að breytast heldur betur.
Keflvíkingar fara í gang
Keflvíkingar komu mjög ákveðnir
til leik í seinni hálfleik og var allt
annað að sjá til þeirra heldur en í fyrri
hálfleik. Þeir söxuðu jafnt óf þétt á
forskot valsmanna. Um miðjan seinni
hálfleik jöfnuðu Keflvíkingar 63-63
og eftir það höfðu þeir ávallt forystu.
Hreinn Þorkelsson átti góðan leik í
seinni hálfleik og reif liðið áfram.
Einnig áttu þeir Gylfi Þorkellsson og
Ólafur Gottskálksson góðan leik.
Guðjón Skúlason fékk snemma í
leiknum fjórar villur og var ekki tek-
inn áhætta að láta hann spila mikið
fyrr en undir lok leiksins og skilaði
hann hlutverki sínu vel. Jón KR Gísla-
son lék ekki með Keflvíkingum sökum
meiðsla og tók Falur Harðarson við
hlutverki hans og fólst það vel úr
hendi.
Valsmenn sýndu ágætis leik í fyrri
hálfleik, en um miðjan seinni hálfleik
datt botninn úr leik þeirra. Einn þeirra
besti leikmaður í leiknum Bjöm Zöega
fékk fimm villur og var það skaði fyr-
ir Valsmenn. Einar Ölafeson átti
góðan leik. Það sama verður sagt um
Tómas Holton.
Maður leiksins:Hreinn Þorkelsson.
Dómarar leiksins þeir Kristbjöm
Albertsson og Ómar Scheving, dæmdu
vel erfiðan leik
Keflavík stigin:Hreinn 21, Guðjón
20, Gylfi 13, ólafur 11, Falur 4, Sigurð-
ur 2, Matti 2.
Valur stigin:Einar 19, Torfi 19, Tóm-
as 18, Bjöm 6, Leifúr 5, Páll Amar 3.
-emm/JKS
• Hreinn Þorkelsson var bestur Kefl-
vikinga í gærkvöldi og skoraði 21 stig.
FRAMKVÆMDASTJORI
Ungmennafélagið Breiðablik, Kópavogi, óskar að
ráða framkvæmdastjóra í fullt starf strax.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist í póst-
hólf 5132 - R 105 - fyrir 19. febr. 1987 merkt. „íþrótt-
ir".