Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Side 9
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. 31 Iþróttir L a lan Ross, þjálfari Valsmanna, örugglega eflir að segja í sumar Á tímabili leit út fyrir að þrír stjömumarkmenn kæmu til með að berjast um markvarðarstöðuna hjá Valsmönnum í sumar. Guðmundur Baldursson, landsliðsmarkvörður úr Fram, kom öllum á óvart og til- kynnti félagaskipti yfir í Val í byrjun janúar en fyrir hjá Val vom þeir Guðmundur Hreiðarsson og Stefán Amarson. Stefán, sem lék áður með KR- ingum, hafði varið mark Valsmanna lengst af tvö síðustu ár og Guðmund- ur Hreiðarsson setið þolinmóður á bekknum bíðandi eftir tækifærinu sem hlaut að koma. Tækifærið kom síðan þegar Stefán meiddist síðasta sumar og er ekki hægt að segja ann- að en að Guðmundur hafi gripið það höndum tveim. Hann lék mjög vel í marki Vals og lét allar hrakspár sem vind um eyru þjóta. Og þó að Stefán næði sér af meiðslunum hélt Guð- mundur stöðunni. Valsmenn sáu fram á mikla baráttu um markvarð- arstöðuna milli þeirra Stefáns og Guðmundar Hreiðaresonar í sumar. Ekki einfaldaðist málið þegar Guðmundur Baldursson flutti sig um set og bættist í raðir Valsmanna. Guðmundur hafði um tíma fast sæti í landsliðinu og virtist eiga bjarta framtíð þar þegar slæm meiðsli settu strik í reikninginn. Mönnum er minnistæð markvarsla hans gegn Tékkum í Laugardalnum 1981. Sama ár var Guðmundur kosinn knatt- spymimiaður ársins. Þegar hann var búinn að jafna sig af meiðslunum þurfti hann að keppa við Friðrik Friðriksson um markvarðarstöðuna en Friðrik hefiir ekki verið einhamur að undanförnu. Nú fyrir helgi ákvað Stefán Amar- son að hugsa sér til hreyfings og kemur fram annars staðar í blaðinu hvað úr því hefur orðið. Það er því ljóst að það eru Guðmundamir sem keppa um markmannsstöðuna hjá Val í sumar. Hvemig sem það fer er ömggt að Ian Ross, þjálfari Vals- manna, á örugglega eftir að segja: „Gummi verður í marki.“ „Aðeins topplið kom til greina“ „Mér líst bara mjög vel á að vera kominn til Valsmanna. Hjá þeim er mikill og góður hópur og barist um hveija stöðu. Þegar ég fór að líta í kring imi mig eftir nýju liði þá gerði ég mér grein fyrir því að aðeins topp- lið kom til greina. Ég hef verið í toppliði undanfarin ár og ætlaði að halda því áfram þó ég færði mig um set.“ jf Guðmundur Baldursson á 8 lands- leiki að baki og 4 unglingalandsliðs- leiki auk fjölda Evrópuleikja. Hann er 1,90 m á hæð á morgnana en seg- ist skreppa saman á daginn og því aðeins vera 1,89 m á kvöldin. Þyngd Guðmundar er 85,5 kg. Hann er 27 ára og starfar sem söhunaður hjá heildsölufyrirtæki. „Hef æft vel í vetur“ „Ég er ekkert hræddur við sam- keppni, það er bara gaman að henni. Ég hef æft vel í vetur og tel að ég sé í ágætri æfingu. Um það snýst leik- urinn,“ sagði Guðmundur Hreiðars- son sem er nánast heimilisvinur á hverju heimili hér á landi enda kunnur auglýsinga- og tískusýn- ingamaður. Hann vinnur sem innkaupastjóri hjá Hagkaup. er 26 ára, 1,87 m á ha?ð og 80 kg. Guðmundur Hreiðarsson á 16 leiki með Val i 1. deild og eru þeir allir firá síðasta sumri. Þá á hann einn 1. deildar íeik með Haukum. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.