Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 4
26 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. Iþrótrir Leifur Harðarson er blakmaður með langa afrekasögu að baki. Hann hefur enda gert garðinn fræg- an bæði hér heima og erlendis. Hann hefur leikið 42 landsleiki fyrir Islands hönd og orðið oftar landsmeist- ari í blakíþróttinni en nokkur annar Islendingur, samfellt átta ár en níu sinnum alls. „Ég hef verið íslandsmeistari nánast stöðugt síðan frá árinu 1977,“ sagði Leifur í viðtali við DV. „Eina rofið í þessari samfelldu titlahrinu er ár mitt í Noregi. En þá lék ég með KFUM Volda. Ég fór til Noregs vegna ákveð- innar biðstöðu. Ég hafði sótt um vist á íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni en mátti bíða i tvö ár eftir vist. Arið í Noregi var þá bæði ágætt og lærdómsríkt.“ Á fullu frá morgni fram í myrkur - Nú komstu heim frá Noregi og hófst að leika með Laugdælum. Varstu ekki Islandsmeistari í þeirra herbúð- um? ..Jú, mikið rétt. Við unnum titilinn tvívegis, 1979 og 1980. Á þeim tíma ríkti gullöld blakíþróttarinnar á Laug- arvatni. Skólamir á svæðinu stóðu allir að baki blakliðinu og íþróttahús- ið þar eystra var jafrsan troðfull giyfja. Áhorfendur voru allir á okkar bandi og kröfðust því sigurs. Þetta var enda hörkulið og margir snillingarnir í röð- um þess. Lárentsínus Ágústsson var þá eystra og Haraldur Geir Hlöðvers- son sem var i þann tíð eitur í beinurn hvers andstæðings. Hann var ótrúlega sterkur og hávaxinn, einn besti blak- maður sem hér hefur leikið. Hann lagði svo mikinn kraft í smössin að mannlegt auga greindi vart boltann á niðurleið. Hins vegar urðu allir varir við smellinn í gólfinu þegar boltinn mætti fjölunum. Þá má nefna Torfa Magnússon körfumann og Atla Eð- valdsson sem nú leikur knattspyrnu með Bayer Uerdingen í V-Þýskalandi. Atli var stórgóður og hafði bolta í sér eins og alþjóð er raunar kunnugt. Hann var hávaxinn og kunni auk þess að verjast. Mannskapurinn á Laugar- vatni var á þessum árum í fautaformi. ar í knattspymu og síðan í meistara- flokki. Ég var meðal annars í sigurliði Þróttar í annarri deild hér um árið. Ég man að æfingar vom gríðarlega erfiðar með meistaraflokki enda var meira lagt upp úr þreki en leikskipu- lagi. Við hlupum eins og berserkir út um þúfur og móa og þegar verst lét bámm vdð hver annan upp Ártúns- brekkuna - á hlaupum vitanlega. Þá var sungið við raust: „Bera mann á baki, verða svaka jaki." Ég er ekki frá því að ég búi enn að þessari markvissu þrekþjálfun sem Sölvi Óskarsson stýrði sem herforingi." Þjálfaði knattspyrnulið á lands- byggðinni Þú hefur fengist við þjálfun sjálfur, enda menntaður sem íþróttakemiari. „Ég hef þjálfað nokkur knattspvrnu- lið úti á landi. Var þjálfari um hríð í Grindavík, á Sauðárkróki og raunar einnig í Stvkkishólmi. Ég revndi vit- anlega að stýra liðum mínum til sigurs en sú ætlun tókst þó ekki ávallt sem skvldi. Aðbúnaður er enda annar úti á landi en hér í Reykjavík. Því gengur hann kraftaverki næst sá árangur sem landsbyggðaliðin ná - sérlega með hliðsjón af þeim mannfjölda sem sam- an er kominn í borginni." Kappsmál að leika með lands- liðinu Er það draumur þinn að slá lands- leikjametið í blaki. „Vitanlega er það metnaður minn að leika sem oftast fyrir hönd þjóðar- innar í landskeppnum og á erlendum vettvangi. Guðmundiu Pálsson hefur enn sem komið er leikið flesta lands- leiki, eða 50 af þeim 57 sem liðið hefur spilað í heild. Sjálfur hef ég spilað 42 landsleiki og því er bilið á milli okkar • Leifur Harðarson og félagar hans i Þrótti hafa sankað að sér mörgum glæsilegum verðlaunagripnum á íþróttamanns- ferlinum. DV-mynd Brynjar Gauti „íslenska liðiðvar á aftökupalli í „eggjaleiknum“ mikla í Róm“ - Leifur Harðarson, hinn sigursæli Makmaður úr Þrótti í DV-viðtali Við höfðum því mikið forskpt á and- stæðinginn. Þetta var nánast sem atvinnumennska af okkar hálfu. Við vorum á fullu frá morgni fram á nótt. Námið einkenndist þá eins og nú af stöðugri líkamlegri þjálfun." Lék með Þrótti í knattspyrnu - Þú hefur einnig leikið í knattspymu og unnið til verðlauna á þeim vett- vangi. „Ég lék í öllum yngri flokkum Þrótt- Guðmundar bæði skammt og brúan- legt. Ég hef nú verið valinn í landsliðið fvrir næstu leikjatöm. Islenska liðið mun spila á sex þjóða móti í Lúxem- borg nú á næstunni og skömmu síðar gegn Færeyingum. Ég slæ ekki metið í þetta sinn en vonandi i bráð.“ Bretarnir vildu ekki leika vegna þorskastríðsins - Nú lékstu þinn fyrsta landsleik á Italíu 1976 og þar jafhframt einn fræg- asta leik sem landsliðið hefur spilað. Kanntu ekki sögur frá þeirri viður- eign? „Ég læðist helst með veggjum heyri ég minnst á þennan leik. Nei, í fyllstu alvöm var þessi leikur reynsla óreynd- um mönnum en sem slík var hún þó fremur dýrkeypt. Við töpuðum í þrem- ur hrinum og öllum með 15-0. Þetta var því eins og á aftökupalli. Við lék- um gegn algerum ofjörlum frammi fyrir 16 þúsund áhorfendum. Áhorf- endur þessir vom afar vel með á nótunum. Þeir létu tryllingslega, hringdu kúabjöllum og skóku hrossa- bresti sem mest þeir máttu. Þó hvöttu þeir okkur undir lokin og þegar við náðum okkar eina smassi í leiknum ætlaði húsið að rifha vegna fagnað- arlátanna sem sigldu í kjölfarið. Við vorum svona heldur framlágir er við gengum af velli í lokin. Þessum leik við ítali var skotið inn í keppnisför okkar til Englands. Þar áttum við að leika gegn landsliði heimamanna. Sú viðureign fór hins vegar fyrir ofan garð og neðan því Tjallamir sviku loforð sín og mættu ekki til leiks. Þetta var í miðju þorskastríði og verð- ur að segjast sem er að köldu hafi andað á milli okkar og þeirra. Bretar gátu enda ekki hugsað sér að tapa á tveimur vígstöðvum samtímis, á ís- landsbanka og íþróttavellinum." „Ekki spila upp á mig“ - Nú hefur íslenska liðið lent í storma- sömum viðureignum annars staðar en í Rómaborg. Hvemig hefur liðinu til að mynda gengið annars staðar á Norðurlöndum? „Við höfum jafiian átt sigurinn vísan gegn Færeyingum en þetta er allt breytingum háð. Styrkleiki liða breyt- ist óhjákvæmilega með nýjum kyn- slóðum. Svíar, sem áður máttu sætta sig við tap í sérhverri viðureign við Finna, hafa nú oftar sigur í leikjum þjóðanna svo að dæmi sé tekið. Þessar tvær þjóðir em ótrúlega sterkar og því ávallt erfiðar heim að sækja. Ég man sérstaklega eftir einum landsleik við Svía þar sem átti aldeilis að smassa í gólfið þeirra megin við netið. Við lékum upp á Friðbert Traustason sem átti síðan að senda boltann í gólfið með miklum skelli. En þegar hann hugðist framkvæma ætlun sína var sænska hávömin komin hálf yfir netið með ógurlega hramma sem mynduðu þak yfir höfði Friðberts. Friðbert varð svo mikið um að hann skallaði boltann í gólfið - og því miður okkar megin. Hann hafði hins vegar skýringu á tak- teinum. „Ekki spila upp á mig strákar, við skulum spila öruggt.“ Hálfgert svindl í Belfast Islendingar hafa þó átt góða daga á blakvellinum. Var ekki brotið blað á blakmóti í Belfast á síðasta ári með frækilegum sigrum? „Jú, keppnin á Norður-Irlandi var stórkostleg. Við unnum þar bæði ír- land og Wales en töpuðum tvívegis fyrir heimamönnum. I seinna skiptið hallaði dómarinn á okkar hlut og færði þannig Imnum sigurinn í viður- eigninni og á mótinu sjálfu. Þessi síðari viðureign þjóðanna var hörku- úrslitaleikur sem því miður hafði sorglegan endi. Við höfðum unnið tvær hrinur en tapað einni. Staðan í þeirri fjórðu var síðan 14-9 okkur í vil þegar skellur Iranna lenti utan vallar. Við fögnuðum vitanlega sigri enda sáu allir boltann úti sem á annað borð höfðu augun opin í húsinu. En dómarinn var á öðm máli og við misst- um flugið í mótlætinu og töpuðum leiknum. íramir hafa ekki boðið okkur aftur á þetta mót enda vilja þeir sjálf- sagt eiga sigurinn vísan.“ Varð strandaglópur í Kaup- mannahöfn Nú hefur þú lent í ýmsu í tengslum við blakið. Áttu ekki spaugsögu í pokahominu? „Það er alltaf eitthvað sniðugt að gerast í blakinu og raunar oft í tengslum við það. Ég man til dæmis eftir einni keppnis- for þegar ég villtist í verslunarleiðangri, ásamt nokkrum félögum mínum, í stór- borginni Kaupmannahöfh. Ævintýri eru oftast ágæt en þau geta farið út í öfgar eins og annað. Það hitnaði heldur betur í kolunum þegar við stóðum á Kastrup- flugvelli, sem hverjir aðrir glópar, og horíðum á stróka þotunnar sem við áttum að taka og hana sjálfa nálgast hafsaugað. Það eru þó ekki svona glópasögur sem gera þetta íþróttabrölt ánægjulegt. Mér finnst meira koma til þeirrar uppsveiflu sem blakið hefur verið í á síðustu misser- um. Það er ánægjulegt að sunnanmenn standi sig og nái árangri. Vígi blaksins er þó enn á Norðfirði þótt blakfólk þar nái ekki toppárangri á landsmælikvarða. Austfirðingar búa við þann vanda að missa sífellt úr sínum röðum góða leikmenn. Þeir flytjast í önnur byggðarlög, meðal annars til að menntast - og þá jafnan til Reykjavíkur, þaðan sem sjaldnast er aftur snúið." -JÖG. • Leifur Haröarson er ekki siður þekktur fyrir spaugilegar uppákomur en afrek á iþróttavellinum. Hér bregður hann á leik ásamt félaga sinum, Atla Eðvalds- syni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.