Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Qupperneq 10
32 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. Iþróttir Ahorfendur fylgjast ávallt vel meö Greg Norman þegar hann er meðal keppenda. Púttlínan gaumgæfilega könnuð. Norman á 19 undir pari Ástralíumaðurinn, Greg Norman, vann gríðarlega öruggan sigur ó „Australian Masters" golfinótinu sem lauk um helgina. Norman lék holum- ar 72 á 273 höggum, 19 höggum undir pari vallarins og 9 höggum betur en Peter Senior sem hafnaði í öðru sæti. „Ég nýt þess að reyna alltaf að gera betur og betur. Ef ég er 21 höggi und- ir pari þá reyni ég að komast í 23 undir pari,“ sagði Norman eftir sigur- inn í gær. Þetta var í fjórða skipti sem hann vinnur þetta sterka golfinót. Annar á mótinu varð Peter Senior, Ástralíu, og hann var ekki eins án- ægður eftir keppnina. Hann lék á 282 höggum en Vaughan Somers, Ástralíu, varð í þriðja sæti á 283 höggum. Sér- staka athygli vakti frammistaða Bemhards Langer frá Vestur-Þýska- landi. Hann náði sér engan veginn á strik og endaði í 22. sæti á 293 höggum. Þess má geta að Greg Norman lék þrjá fyrstu hringina undir 70 höggum. Fymt á 68 höggum, þá á 67 höggum, þriðja hring- inn á 68 höggum en síðasta hringinn lék hann á 70 höggum. Norman setti nýtt met á þessu móti. Fyrir mótið hafði Bemhard Langer náð bestum árangri á mótinu er hann lék á 11 höggum undir pari. -SK Þekktir íþróttamenn skrifa um íþróttaviðburði iiðinnar viku: Það sem vakti mesta athygli mína vom 3 landsleikir unglinga- landsliðsins, skipuðu 18 ára og yngri í handbolta, gegn jafnöldrum sínum frá V-Þýskaiandi. íslenska liðið hafði algjöra yfirburði í öllum leikjunum þó að Þjóðverjamir væm mun stærri og líkamlega sterkari og þeir geti auk þess valið úr langtum stærri hóp drengja en við. Handbolti í Vestur-Þýskalandi er hátt skrifaður í heiminum og margir af þessum drengjum em famir að njóta ýmissa hiunnindi (húsnæðis, bfls, skólavistar eða greiðslna). Handboltinn stolt okkar ís- lendinga Fyrir útlendinga er það algjör- lega óskiljanlegt hvað við, þessi litia ])jóð, getum alið af okkur góða handboltamenn og aðra íþrótta- menn. Ég hef reynt að skoða þessi mál niður í kjölinn og útkoman er þessi: Handboltinn hentar okk- ur vel, veturinn er langur og kaldur og erfitt uppdráttar íyrir útiíþróttir (fótbolta, frjálsar, golf og svo framvegis). Því velja íþróttamenn frekar inniíþróttir og þá handbolta hlutfallslega mest vegna þess að leikurinn býður upp á hraða, hörku, spennu og óvænt atvik sem áhorfendur vilja sjá. Handboitinn hefúr verið stolt okk- ar íslendinga og ótrúiegur árangur nóðst. Formaður HSÍ, Jón Hjalta- iín Magnússon, og aðrir stjómar- menn em í dag að gera hluti sem ég hélt að væri ekki hægt aðfiram- kvæma, slikur er dugnaður þeirra. Félögin em með geysilega öflugt unglingastarf og er það nú að skila sér upp á yfirborðið í velgengni í landsleikjum okkar. Ég hef sem þjálfari rekið mig á mikið vanda- mái hvað varðar bardaga hinna ýmsu sérsambanda um að klófesta stráka á aldrinum 14 til 18 ára og hefúr það farið algjörlega út í öfg- ar. Þessir strákar em ekki tilbúnir til að velja sína réttu íþróttagrein svona snemma. Það að strákamir æfa handbolta á vetuma og fót- bolta á sumrin. Þetta er spuming um samvinnu því við erum svo .í*w**i. mi. fámennir að engan má missa til þess að við getum verið á alþjóða- mælikvarða. Lélegt skipulag á íslands- mótinu Ég horfði á toppslag Víkings og Vals í mfl. karla í fslandsmótinu í handbolta og varð fyrir miklum vonbrigðum með leikinn. Að Valur með fjóra landsliðsmenn af sjö í byrjunarliði skyldu ekki gera mark fyrstu 19 mínúturnar er hreint ar sinnum yfir tímabiiið. Það endist enginn í slíkt. Þetta vitum við öll sem stöndum að uppbygg- ingu handboltans hér á landi og þetta skulum við laga fyrir næsta keppnistímabil og fá stígandi í mótin, þá koma áhorfendur sem við getum ekki verið án. Glæsilegur sigur Jóhanns á DV-mótinu Aðrir minnisstæðír íþróttavið- burðir voru helstir að Njarðvík •„Ég hef sem þjálfari rekið mig á mikið vandamál hvað varðar bardaga hinna ýmsu sérsambanda um að klófesta stráka á aldrinum 14-18 ára og hefur það farið algjörlega út í öfgar. Þessir strákar eru ekki til- búnir að velja sína réttu íþróttagrein svona snemma.“ • Konráð Olavsson, KR, lék mjög vel með piltalandsliöinu gegn Vestur- Þjóðverjum og skoraði 23 mörk í leikjunum þremur. DV-mynd Gunnar Sverrisson ótrúlegt þrátt fyrir góðan varnar- leik Víkings og snilldarmark vörslu Kristjóns. Ég vil svolítið kenna þessa út- komu lélegu skipulagi íslands- mótsins og of löngum hléum ó milli leikja vegna landsleikja í tíma og ótíma. Þá á ég við „tumer- inguna“ ó borð við Flugleiðamótið með afspymulélegum erlendum landsliðum þar sem enginn fékk neitt út úi' keppninni. Á meðan detta æfingar félaganna niður, fáir mæta ó æfingar og þjálfarar þurfa jafhvel að byggja iið sín upp þrisv- vann KR í körfunni og er gaman til þess að vita hvað maður kemur í manns stað í Njarðvík, vöggu körfúboltans á Islandi. Nú, Svan- hildur Kristjónsdóttir setti ís- landsmet í 60 og 200 metra hlaupi eriendis um helgina. Jóhann Hjartarson vann glæsilega í DV- skákmótinu og síðast en ekki síst er mér minnisstæður allur sá fjöldi skíðamanna sem lagði leið sína í fjöllin í þessari einstöku veður- blíðu í síðustu viku. Kveðja, Geir Hallsteinsson, Hafnarfii-ði. Enn eitt tapið hjá Frömurum -16. tap Fram í úivalsdeildinni Enn halda Framarar áfram að tapa leikjum sínum í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. í gærkvöldi varð einn ósigurinn staðreynd á móti Haukum. Lokatölur leiksins voru 65-80 en í hálfleik höfðu Framarar eins stigs forystu, 39-38. Framarar byrjuðu leikinn með miklum látum og komust fljótlega í 14-6 en Haukum tókst með miklu harðfylgi að jafna metin, 14-14. Það sem eftir lifði hálfleiksins var jafnræði með liðunum. í seinni hálfleik náðu Haukamir strax tíu stiga forskoti, 43-53, og þetta bil tókst Framliðinu ekki að brúa. Hjá Fram voru þeir Símon og Auðunn bestir en hjá Haukum voru Pálmar og ívar atkvæðamest- Stigin: Fram. Símon 25, Auðunn 15, Jó- hannes 11, Þorvaldur 10, Ómar 2, Ragnar 2. Haukar. Pólmar 30, ívar 21, Henning 14, Tryggvi 5, Ólafur 4, Sigurgeir 4, Ingimar 2. -JKS Greg Norman með hinn glæsilega verðlaunagrip.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.