Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. 27 íþróttir Eigum að geta gert stóra hluti á Norðuriandamótinu - segir Guðmundur Bragason, nýliðinn í körfuknattleikslandsliðinu • Guðmundur Bragason i Grindavík er einn okkar efnilegasti körfuknattleiks- maður. DV-mynd Gunnar Sverrisson „Þetta bar nú brátt að, ég fékk til- kynningu um að ég hefði verið valinn í landsliðið í desember og það kom mér vissulega á óvart. Ég átti alls ekki von á að ég fengi að leika svona snemma með liðinu." Já, það ráku margir upp stór augu þegar ungur og efnilegur nýliði með landsliðinu, Guð- mundur Bragason úr Grindavík, tók sig til og skoraði hverja glæsikörfuna af annarri gegn bestu körfuknattleiks- liðum heims á móti í Svíþjóð í byijun ársins. Hver var hann eiginlega þessi piltur? spurðu margir þó að Guðmund- ur væri auðvitað alls ekki ókunnugur meðal körfuknattleiksmanna. Hann var hins vegar lítt kunnugur meðal þorra manna og því ekki nema von að almenning ræki í rogastans yfir þessu. En hvemig skyldi nú hafa verið fyrir 19 ára nýliða að koma inn í rót- gróinn landsliðshóp? Hefðum unnið ef Pétur hefði verið með „Það var mjög gaman að koma inn í landsliðshópinn og þar tóku mér all- ir mjög vel enda allt saman úryalsná- ungar. Menn hugsuðu um það eitt að hvetja mig. Sérstaklega reyndust Hreinn Þorkelsson og Jón Kr. Gísla- son mér vel - þeir vom ómetanlegir." Eins og áður segir lék Guðmundur sína fyrstu landsleiki í Svíþjóð en þar lék hann þrjá leiki. Þá hefur hann 10 unglingalandsleiki að baki. Stigaskor- un Guðmundar fór stighækkandi í landsleikjunum. Á móti Svíþjóð skor- aði hann 4 stig, 8 stig gegn Grikklandi og 10 stig gegn ísraelsku risunum. „Við hefðum unnið þessi lið ef Pétur Guðmundsson hefði verið í formi og leikið með okkur. Það er kannski spuming með ísraelska liðið - það var ótrúlega sterkt. Við eigum hins vegar að geta unnið allar Norðurlandaþjóðimar á góðum degi. Það verður gaman að sjá hvem- ig Norðurlandamótið kemur út í vor, við eigum alveg að geta gert stóra hluti þar.“ Norðurlandamótið í körfuknattleik verður í Kaupmannahöfn um páskana og verður forvitnilegt að fylgjast með leikjum landsliðsins þar. „Ég vonast auðvitað til þess að verða með þar þó ekki sé nema fyrir aldurs sakir en auðvitað er maður ekki ör- uggur ennþá með sæti í landsliðinu. Úti í Svíðþjóð gerði maður sér grein fyrir því hve mikið vantar upp á lík- amsstyrk hjá manni. Það þýðir líklega ekkert annað en að fara að Iyfta.“ Lærdómsríkt ár í Bandarikjun- um Guðmundur hefur ávallt leikið með Grindvíkingum utan þess að í fyrra- vetur dvaldist hann í Bandaríkjunum og lék þar með skólaliði í háskólabolt- anum. Hvemig skyldi honum hafa líkað dvölin þar? „Ég kunni bara vel við mig þar. Ég vildi gjaman prófa eitthvað nýtt og þama fékk ég tækifæri til þess að bæta mig, bæði í ensku og körfiiknatt- leik. Auðvitað voru gífurleg viðbrigði að kynnast körfuknattleiknum þama úti, hann er á allt öðm plani í Banda- ríkjunum en annars staðar. Það má eiginlega segja að ég hafi orðið að læra undirstöðuatriðin upp á nýtt, til dæmis varðandi hreyfingar og tækni og auðvitað á ég eftir að læra mikið ennþá. Þá vom það eirmig geysileg við- brigði að leika allt í einu í stórum sal frammi fyrir 3.500 áhorfendum - það var dálítið stórt stökk frá litla salnum í Grindavík. Þama úti snerist allt um körfuknattleik en ég var svo heppinn að ég komst strax í byrjunarliðið og varð annar stigahæsti maður liðsins þegar upp var staðið. Þama var rosaleg stemmning á leikjum og í þeim fyrsta þar sem ég lék með var salurinn fullur. Ég var í byrjunarliðinu og var hálfstressaður yfir þessu öllu. Ég reyndi strax skot og hitti þrátt fyrir allt stressið. Það varð allt vitlaust og yfir mig rigndi pappírsnifsum." Guðmundur leikur bæði sem fram- vörður og miðheiji og er nokkum veginn jafnvígur á báðar stöðurnar. „Mér er alveg sama hvora stöðuna ég spila en auðvitað er maður meira með boltann sem „forward". í þeirri stöðu er meiri aksjón." Það var hinn kunni körfuknattleiks- maður, Jón Sigurðsson, sem aðstoðaði Guðmund við að komast út. Skólinn sem Guðmundur dvaldist í hét Cum- berland Valley og var þjálfari þar enginn annar en Joe Dooley sem þjálf- aði ÍR-inga fyrir þrem árum við góðan orðstír. „Þetta var „hvítur" skóli sem ég var í en yfirleitt eru svertingjamir bestir í körfiinni. Það er erfitt að skýra af hverju svertingamir eru svona góðir. Oft á tíðum em íþróttir eini möguleiki þeirra til þess að komast áfram í lífi inu. Þeir æfa líka öðmvísi, þeir leika sér mikið saman í hópum og hafa þess vegna miklu betri hreyfingar en þeir hvítu sem æfa miklu meira einir sér og verða því oft betri skotmenn.“ Guðmundur var þama aðeins einn vetur þrátt fyrir að hann fengi mörg tilboð um að vera lengur. „Ég var jafn- vel að hugsa um að vera lengur í Bandaríkjunum, ég fékk boð um að leika með þrem skólum upp á frí skóla- gjöld. Ég ákvað þó að koma heim og klára námið. Eftir námið er hins vegar vel mögulegt að ég fari út aftur. Það væri vissulega gaman að fá að spreyta sig þama. Ekur 50 km Guðmundur stundar rafeindanám við Iðnskólann í Reykjavík og ekur því á milli Grindavíkur og Reykjavík- ur ásamt skólafélaga sínum á hveijum degi. Þetta eru um 50 km svo að það er í nógu að snúast hjá Guðmundi sem auðvitað sækir einnig æfingar í Reykjavík með landsliðinu auk þess að leika og keppa með 1. deildar liði Grindvíkinga. Grindvikingar hafa leikið vel í vetur þó að þeir verði lík- lega að gefa úrvalsdeildarsætið til ÍR. Það er mikill kraftur í körfuknatt- leiknum í Grindavík en nýtt íþrótta- hús var tekið þar í notkun í haust. Þá fengu þeir Grindvíkingar Banda- íTkjamanninn Richard Ross til að þjálfa körfuknattleikslið sín. ..Við náum ekki fyrsta sætinu og fórum líklega ekki upp nema að fjölg- áð verði í deildinni. Við erum hins vegar með ungt og efnilegt lið og ég á allt eins von á þvi að við fórum upp næsta ár." Það hlýtur að vera metnaður ungs og efnilegs körfuknattleiksmanns að leika í úrvalsdeildinni og viðurkenndi Guðmundur það. Hann vildi helst leika þar með Grindvíkingum en úti- lokaði ekki þann möguleika að leika þar með öðru liði. ..I haust ræddu menn frá nokkrum ún’alsdeildarliðum við mig en síðan kom Ross til Grindavíkur og af því að ég þekkti vel til hans þá ákvað ég að vera þar áfram. Ég hefði ekki getað verið þekktur fyrir að fara. Ég kann mjög vel við Ross og þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur. Okkur hefur farið mikið fram síðan hann kom til okkar." Guðmundur Bragason er tvimæla- laust maður framtíðarinnm- í körfu- knattleiknum. Hann hefur skorað um 20 stig að meðaltali með Grindvíking- um í vetur auk þess að vera ákaflega grimmur í fráköstum. Verður gaman að fylgjast með honum á komandi árum. -SMJ SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR. ^ÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.S ^ W £ SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.S O-q. CC ^ W ÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR. SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓ w A1 D CO CC rr SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÖR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÖR.SKÖR.SKÓR.SKÖR q35 bj rr 'OO X. SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKOR SkOR.SKOR.SKOR SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÖR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÖR.SKÓR.SKÓR.SKÓR.SKÓR SKÓR.SKOR.SKOR SKÓR.SKÖR SK „jO WOgggS ***?>&X O rr y * Œ w CO^cco^ CC if y;uigo 'O-rS C/3Œ m-m Cóco'Ocngg QC CC wcdirg •O'Occ'ggS “*0 in W(rw.§oS “ rr • ^ w v CO £ CC c/3 cc <0 crS'ggSS ^ cr fr‘O-og W-Q'ggSS ri CE CC VIŒ S CC O OCC§ 'O-n íc CC g ^ « m O O 9 <0 OC œ</> DC O wgog •o * CO'O CO CC CC -O V rr O ° cc^S^ttg /=; mO --o* O cc * x£-°i'82* C/DvO cc woS oc ^.q oc RYMINGARSALA ASKOM §c/)0^ ^ ^ gA? nri O- ls|S“o- SogcnOOD “^innO' gS'g'm cn c/D po-Oi >=' d C/) ID H) -U 03 S^Oo-OTk Sg^wMDD pSoo-Cri Smg.“CoO- 33 ^ O' ín ^ sSgSgo- ODD «Sgcn ? <3) in yz 7^ *n /—s O' goo- O S n o7> q.7\ 5» úi 33 cn bs O' oíbg P-1 jj s°-œ • oj fn n.-jr g 3] 5 ri O' o« 0-2 C/3 nn cö ^ zn o-i -j- “ibm 0.fy) Of/i5c5 — (flXVSjfí sao><s aoxs aoxs ap>is aoxs aqxs ao»s ap>(S Hö>is aoxs aoxs hoxs ao>(SHOxsao)<SHO>iSHOXsao>iS'aoxsao>iSHOxsHO)isaoxsaQ>is aoxsHoxsaoxsaoxsaoxsao>(S 5 rn ri w w xc aoMS uoxs tíQxs uoxs uoxs'uQxs tíQxs apxs uo»s tíOxs uoxs'uoxs uoxs uoxs yQxs'tíoxs HOxs uqxs típxs tioxs uoxs doxs uoxs yQxs tíoxs apxs uq ^ tí; £; CC QXS HOXS dQXS'UOXS tíQXS UQXS HOXS dQXS'UOXS HÓXS'dOXS 'dOXS'dOXS dOXS dOXS dOXS dOXS dQXS UQXS UQXS dOXS dQXS HQXS'dOXS d * Q.. 'HO S'dQXS'!dQXS'yQXS'dQXS'HQXS'HQXS'HQXS'HQXS'fcl9XS'UQ>iS'HQXS'blQXS'tíQXS'HQXS'tlQ>iS'HOXS'HQXS'dC»fS'tlQXS'H<pXS'blQXS'fclQXS 33 Cri W S'tíQXS'tíQXS■tíOXS'tíQXS'tíQXS'tíQXS UQXS HOXS'tíOXS•tíOXS'tíOÍXS'tíOXS HÓXS HOXS'tíQXS'tíQXS'HOXS'tíQXS'tíOXS'HOXS'tí S saoxsyoxs ■tíoxs'uo»s'doxs'upxs'apxs'HO>is'doxs'dpxsirioxs'hioxs bioxsdp>fsyoxsdpxs'apxsuo>is Guðmundur Bragason,,, Grindavík er 19 ára iðnnemi og yngsti leikmaður körfuknattleiks- landsliðsins. Guðmundur er 1,98 m á hæð og 86 kg á þyngd. Hann er einn efnilegasti körfuknattleiksmaður sem hér hefur komið fram lengi. Guðmundur hefur leikið þrjá landsleiki og skcirað 22 stig í þeim. Þá hefiir hann leikið 10 unglingalandsleiki. í vetur hefur hann skorað um 20 stig að meðaltali með Grindvíkingum í 1. deild. í fyrravetur lék hann í Bandaríkjunum og kynntist körfuknatt- leiknum sem er leikinn hjá þessari mestu körfuknattleiksþjóð heims. Guðmundur stefnir að sæti í úrvalsdeildinni ásamt félögum sínum í Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.