Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Side 6
48
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987.
Liberace var mjög glysgjarn og klæddist gjarnan loðfeldum eða silkisloppum og jafnan með hring á hverjum fingri.
•ug -S
SMAAUGLYSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sUnnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesiö.
Einkamál. Já. þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa
keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir.. .2 7022
Viðbirtum... Það berárangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Oplð:
Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
ER SMÁAUGLÝSINGABLADID
Frjalst.ohað dagblaö
Skemmtikrafturinn
Liberace
Ólafur Amarson, DV, New York:
Einn umdeildasti skemmtikraftur
eftirstríðsáranna var Wladziu Val-
entino Liberace sem lést fyrr í
þessum mánuði af völdum eyðni.
Þessi píanisti, sem allir þekktu,
vakti alltaf mikla athygli fyrir glys-
girni sína og skrautlega sviðsfram-
komu. Millistéttar Bandaríkjamenn,
og þá sérstaklega konur, þyrptust á
sýningar hjá þessum stimamjúka
skemmtikrafti. í byrjun sjötta ára-
tugarins byijaði hann með sjón-
varpsþætti sem sýndir voru tíu
sinnum í viku og nutu mikilla vin-
sælda, fengu meðal annars tvenn
Emmy-verðlaun. Hann sló hvað eftir
annað öll aðsóknarmet Radio City
Music Hall en það var framkoman
frekar en listformið sem gerðí Liber-
ace sérstakan.
Liberace ruddi brautina fyrir menn
eins og Elvis Presley, Elton John,
Boy George og Michael Jackson.
Liberace var hins vegar mjög ólíkur
þessum mönnum sem komu í kjölfar
hans. Hann talaði við aðdáendur
sína um landið, trú og þjóðernis-
kennd. Á upphafsdögum framaferils
Liberace var sagður vekja móðurlegar kenndir í brjósti bandarískra milli-
stéttarkvenna sem flykktust á skemmtanir hans.